Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Side 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 Íþróttir u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Handbolti yngri flokkar | Frábær árangur stelpna í 5. flokki. Íslandsmeistarar 5. flokks burstuðu í öllum leikjunum Framundan Fimmtudagur 23. apríl Kl. 17:00 Grótta - ÍBV Mfl. kvk - undanúrslit Íslandsmótsins Kl. 13:30 ÍBV - HK 3. flokkur karla - undanúrslit Laugardagur 25. apríl Kl. 16:00 ÍBV - Grótta Mfl. kvk - undanúrslit Íslandsmótsins Sunnudagur 26. apríl Kl. 13:00 ÍBV - Fylkir 3. flokkur kvenna - undanúrslit Mánudagur 27. apríl Kl. 19:30 Grótta - ÍBV Mfl. kvk - undanúrslit Hornamennirnir sterku, Grétar Þór Eyþórsson og Theodór Sigurbjörns- son skrifuðu undir samning á dögunum. Grétar Þór hefur verið frábær fyrir Eyjamenn síðustu tvö tímabil en hann hefur verið að gæla við það að hætta handboltaiðkun. Það eru því geðifréttir fyrir Eyjamenn að Grétar taki slaginn á næsta ári. Theodór var langmarka- hæsti leikmaður ÍBV á tímabilinu en hann skoraði 167 mörk í deildinni. Theodór hefur verið orðaður við mörg lið erlendis og er ekki útilokað að hann haldi út á næstu árum. Leikmennirnir krotuðu undir samningana á tveimur veitingastöðum sem styðja vel við bakið á ÍBV en þeir eru Einsi kaldi og 900 Grillhús. 23 ungir leikmenn skrifa undir samning Auk hornamannanna skrifuðu margir ungir leikmenn undir samninga við meistaraflokka félagsins. Alls skrifuðu 23 ungir leikmenn undir samning við félagið. Markmiðið er að ÍBV bjóði upp á góða þjálfun fyrir yngri leikmenn svo þeir geti komið upp í meistaraflokk og skarað fram úr. Stelpurnar í 5. flokki kvenna eru með langbesta liðið á Íslandi í sínum flokki. Þær unnu öll fimm mótin sem voru í boði á árinu, en ekki nóg með það, því liðið vann hvern og einn einasta leik. Rétt eins og það hafi ekki verið nóg þá vann liðið alla leikina nema tvo með tíu marka mun eða meira. Þetta er ótrúlegur árangur hjá stelpunum sem hafa svo sannarlega hælana þar sem önnur lið komast ekki með tærnar. Á síðasta tímabili urðu stelpurnar einnig Íslandsmeist- arar. B-lið stelpnanna er einnig það besta á landinu, í síðasta móti vetrarins komst B-liðið upp í fyrstu deild. Engu öðru B-liði hefur tekist að tryggja sér sæti í efstu deild 5. flokks kvenna. Stelpurnar eru einnig með fyrirmyndarþjálfara en feðgarnir Björn Elíasson og Hilmar Ágúst Björnsson stýra þeim. Stelpurnar sem urðu Íslandsmeist- arar og unnu alla sína leiki í vetur í 1. deild með 148 mörkum í plús eru Andrea Gunnlaugsdóttir - Aníta Björk Valgeirsdóttir - Birta Lóa Styrmisdóttir - Bríet Ómarsdóttir - Clara Sigurðardóttir - Harpa Dögg Gylfadóttir - Linda Björk Brynjars- dóttir - Helga Sigrún Svansdóttir - Mía Rán Guðmundsdóttir - Telma Aðalsteinsdóttir Svo var það ÍBV2 sem vann 2. deildina og er besta B-lið landsins. Í því liði voru Katrín Bára Elías- dóttir - Helga Stella Jónsdóttir - Helga Sigrún Svansdóttir - Hekla Sól Jóhannsdóttir - Aníta Björk Valgeirsdóttir - Aðalheiður Stella Sæmundsdóttir - Anna Margrét Jónsdóttir - Anika Hera Hannes- dóttir - Sigurlaug Sigmundsdóttir og Stefanía Ósk Bjarnadóttir Handbolti | :: Meistaraflokkur karla: Hornamenn- irnir skrifa undir Eyjablikk endurnýjar samning ÍBV-íþróttafélag og Eyjablikk hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en Eyjablikk hefur verið einn stærsti styrktaraðili yngri flokka ÍBV síðastliðin tvö ár. Fyrri samningur tók gildi í byrjun árs 2013 og rann út í lok árs 2014. Nýr samningur tók gildi í byrjun þessa árs og gildir út árið 2016 og á þeim tíma mun Eyjablikk verða einn aðalstyrktaraðili yngri flokka félagsins. Allir yngri flokkar félagsins verða merktir Eyjablikk á keppnistreyjum eins og undanfarin ár, auk þess sem fatnaður þjálfara mun verða merktur Eyjablikk. Eyjablikk ehf. er blikk og stálsmiðja sem starfar í Eyjum. Eyjablikk sinnir öllum þeim verkum sem tilheyra blikksmíði, járnsmíði og jafnvel líka vélsmíði oft á tíðum. Styrktaraðilar yngri flokka | Slagurinn hefst á morgun Undanúrslit í Olísdeild kvenna hefjast á morgun, fimmtudag. ÍBV sækir Gróttu heim úti á Seltjarnar- nesi klukkan 17:00. Síðast þegar liðin mættust úti á Nesi hafði ÍBV betur 18-20. Grótta sigraði ÍBV í hin tvö skiptin sem liðin mættust en alls hafa þau mæst þrisvar á leiktíðinni. Gróttustúlkur eru ríkjandi deildarmeistarar en þær unnu Olísdeildinna í ár á meðan ÍBV hafnaði í 4. sæti. Búast má við hörkurimmu milli þessara tveggja liða en til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn þurfa liðin að vinna þrjá leiki. Liðin mætast svo í Vestmannaeyjum á laugardaginn kl 16:00 og aftur úti á Seltjarnarnesi mánudaginn 27. apríl klukkan 19:30. Handbolti | Hrafnhildur Skúladóttir mun þjálfa meistaraflokk kvenna Merkar fréttir bárust úr herbúðum meistaraflokks kvenna á dögunum en Hrafnhildur Skúladóttir, fyrrverandi landsliðskona, mun taka við liðinu að tímabili loknu. Ef orðið goðsögn á einhvern tímann við þá fellur Hrafnhildur í þann flokk. Hún er leikjahæsta og markahæsta íslenska landsliðskonan. Hún hefur spilað 170 leiki og skorað í þeim 620 mörk fyrir íslenska landsliðið. Auk þess að eiga frábær ár með landsliðinu hefur Hrafnhildur lyft fjöldamörgum titlum með Vals- konum. Hún lagði einmitt skóna á hilluna í fyrra að loknu tímabili, þar lyfti Hrafnhildur síðasta titli sínum sem leikmaður en Valskonur urðu Íslandsmeistarar. Svavar Vignisson og Jón Gunnlaugur Viggósson hætta störfum að lokinni leiktíð en þeir hafa skilað góðu starfi undanfarin ár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.