Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Qupperneq 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015
Útgefandi: eyjasýn ehf. 480278-0549.
ritstjóri: ómar garðarsson - omar@eyjafrettir.is.
blaðamenn: gígja óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is
Sara Sjöfn grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is
Íþróttir: guðmundur Tómas Sigfússon
- gudmundur@eyjafrettir.is
ábyrgðarmaður: ómar garðarsson.
Prentvinna: Landsprent ehf.
ljósmyndir: óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
símar: 481 1300 og 481 3310.
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
veffang: www.eyjafrettir.is
Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er
selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppnum,Vöruval,Herjólfi,Flughafnarversluninni,
Krónunni, Kjarval og Skýlinu.
Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Safnahelgin í Vestmannaeyjum
verður haldin dagana 6.-8. nóvem-
ber nk. og er margt í bígerð eins og
undanfarin ár.
Eitt af því sem boðið verður upp á
er sýning í Einarsstofu í umsjón
Listvina Safnahúss. Blaðamaður leit
við á fund listvinahópsins til að for-
vitnast nánar um hina væntanlegu
sýningu. Hugmyndin er að sýna
listsköpun eftir allt að 100 konur úr
Vestmannaeyjum undir fyrirsögn-
inni 100 Eyjakonur í 100 ár.
Listvinir auglýsa eftir listaverkum
kvenna til að sýna um Safnahelgina
og e.t.v. lengur. Skilyrðin eru að
hluturinn sé listsköpun, það getur
verið málverk, skartgripir, handa-
vinna, ljósmynd eða hvað annað list-
form. Verkið þarf að vera eftir konu
sem býr eða hefur búið í Vestmanna-
eyjum á tímabilinu 1915-2015 og
það má einnig koma með verk eftir
konu sem fallin er frá, systur, móður,
ömmu, frænku.
Í samtali við listvinahópinn kom
fram að þetta ár hefðu verið haldnar
15 sýningar á verkum kvenna, flestra
frá Vestmannaeyjum og hefðu sam-
tals 48 konur sýnt á þessu ári í Ein-
arsstofu. En um Safnahelgina er
hugmyndin sú að fá sem allra flestar
konur úr Vestmannaeyjum til að
deila listsköpun sinni með öðrum
eða allt að 100 Eyjakonur.
Listvinahópurinn biðlar þess vegna
til allra kvenna í Vestmannaeyjum
og biður þær um að hafa samband
við einhvern í hópnum eða koma á
Safnahúsið og ræða við Kára eða
Perlu þar.
Einungis verður sýndur einn hlutur
frá hverri konu og ítrekar listvina-
hópurinn að um er að ræða hvers
kyns listsköpun allt frá málverkum
til ljóðagerðar og hvað sem er þar á
milli. Markmið þessarar sýningar er
að sýna fjölbreytta flóru í listsköpun
kvenna í Vestmannaeyjum en eyj-
arnar hafa getið af sér margar merk-
ar list- og handverkskonur.
Sýningin verður opnuð á Safna-
helginni í Vestmannaeyjum, föstu-
daginn 6. nóvember.
Listvinir lögðu áherslu á það við
blaðamann að þær konur sem vildu
sýna verk sín eða annarra kvenna
hefðu samband sem allra fyrst þann-
ig að unnt væri að skipuleggja sýn-
inguna með góðum fyrirvara.
Eins og flestum mun kunnugt
standa nú yfir kjaraviðræður
ríkisins og SFR, sjúkraliða og
lögreglumanna. Verkföll hafa
komið til framkvæmda, ýmist
stutt skæruverkföll eða alhliða
vinnustöðvun. Í Vestmanna-
eyjum hafa orðið óþægindi
vegna þeirra verkfallsaðgerða,
rétt eins og annars staðar á
landinu.
Afgreiðslufólk í Vínbúðinni er í
félagi SFR og þar var lokað vegna
verkfalls bæði á fimmtudag og
föstudag en aftur á móti opið á
laugardag og var þá mikið að gera.
Þar var aftur lokað á mánudag og
þriðjudag.
Lögreglumenn hafa ekki verkfalls-
rétt en í síðustu viku var fjöldi
lögreglumanna, einkanlega á
höfuðborgarsvæðinu, sem ekki
mætti til vinnu vegna veikinda.
Einhverjir kölluðu þetta „samstöðu-
pest“ og tengdist hún deilum um
kaup og kjör. Jóhannes Ólafsson,
yfirlögregluþjónn í Vestmanna-
eyjum, segir að lögreglumenn í
Vestmannaeyjum hafi alveg sloppið
við þessi veikindi sem hrjáðu
kollega þeirra á fastalandinu. „Já,
við erum sennilega bara svona
heilsuhraustir hérna, það hefur
enginn verið frá hjá okkur. Reyndar
var einn úr okkar hópi sem var frá
vegna veikinda á föstudag en þau
munu hafa verið af eðlilegum
orsökum ef hægt er að nota það
orðalag yfir veikindi fólks. En við
höfum sem sagt sloppið við þetta,
hvað sem síðar verður,“ sagði
Jóhannes.
Fimm í verkfalli hjá
sýslumanni
„Það má segja að nær öll starfsemi
hafi stöðvast hérna í Stjórnsýsluhús-
inu við Heiðarveg,“ sagði Sæunn
Magnúsdóttir, fulltrúi sýslumanns,
þegar rætt var við hana á mánudag.
Hjá sýslumannsembættinu eru fimm
sem eru í verkfalli og að auki einn
hjá Siglingastofnun. Við erum
aðeins tvær í vinnu hér, sýslumaður
og ég. Þetta hefur þau áhrif að ekki
er tekið við neinum greiðslum,
engin skírteini afgreidd, svo sem
ökuskírteini og vegabréf og engin
leyfi gefin út. Við reynum að sinna
þeim verkefnum sem hafa komið
inn á borð okkar, t.d. megum við
gefa út dánarvottorð og útfarar-
leyfi,“ sagði Sæunn og bætti við að
auk fyrrgreindra starfsmanna væri
ritari hjá embætti lögreglustjóra í
verkfalli sem og tveir starfsmenn
hjá skattstofunni. Sæunn sagði líka
að vinnustöðvun þessara starfs-
manna væri ekki bundin við
einstaka daga, þetta verkfall hefði
hafist á fimmtudag í síðustu viku og
lyki ekki fyrr en samið hefði verið.
Helga Kristín Kolbeins, skóla-
meistari Framhaldsskólans í
Vestmannaeyjum, sagði að einu
áhrif verkfallsins á skólastarfið
væru á stuðning við fatlaða. „Stuðn-
ingsfulltrúi þeirra er í verkfalli.
Þetta hefur ekki bein áhrif á sjálft
námið, þau mæta í skólann eftir
sinni stundaskrá en kemur aðallega
fram í minni aðstoð við heimanám
þeirra. Í næstu viku hefst svo
vetrarfríið hjá okkur þannig að þá
gætir þessa ekki á meðan. Skólinn
hefur verið opinn og hann er þrifinn
þannig að þetta hefur ekki bitnað
sérstaklega á okkur. En auðvitað
vonum við að þessu ástandi ljúki
sem fyrst og náist að semja við þá
sem í verkfalli eru,“ sagði Helga
Kristín.
Bæjarfulltrúar, aðalmenn fram-
kvæmda- og hafnarráðs, fram-
kvæmdastjórar Vestmannaeyja og
skipstjórar lóðsins voru boðaðir
nýlega á upplýsingafund með
smíðanefnd nýs Herjólfs ásamt
fulltrúum frá Ríkiskaupum og
skipaverkfræðingum sem eru
þátttakendur verkefnisins. Fundur-
inn var góður og upplýsandi þar
sem fram komu svör við fjölmörg-
um spurningum og athugasemdum
fundarmanna sem brunnið hafa á
þeim sem og öðrum bæjarbúum.
Eins og komið hefur fram áður í
fréttum þá hefur ný ferja verið
lengd um rúma fjóra metra. Ferjan
hefur náð hámarksstærð að mati
skipaverkfræðinganna. Að þeirra
mati er ekki svigrúm fyrir frekari
lengingu eða breikkun án þess að
veruleg skerðing verði á sjóhæfni
ferjunnar. Aukin breikkun myndi
þýða lélegri stefnufestu sem og
sjóhæfni skipsins, sem myndi leiða
af sér frekari frátafir í siglingum til
Landeyjahafnar. Skipanefnd
rökstuddi vel allar ákvarðanir sínar í
hönnun nýrrar ferju og telur sig
hafa hannað skip sem muni þjóna
starfi sínu í siglingum til Land-
eyjahafnar með litlum frátöfum og
geti einnig siglt til Þorlákshafnar.
Fulltrúar E-listans lýstu m.a.
áhyggjum sínum yfir því að
aðbúnaður farþega í nýju ferjunni
verði mun lakari í siglingum til
Þorlákshafnar heldur en í núverandi
skipi, þá sérstaklega með tilliti til
kojufjölda. Fram kom að ekki sé
svigrúm til þess að auka kojufjölda
til muna án þess að auka yfirbygg-
ingu skipsins, sem myndi svo leiða
til verri sjóhæfni og aukinna frátafa.
Skipanefnd greindi enn fremur frá
því að raunhæft sé að fara í útboð í
byrjun nýs árs og að ferjan verði
tilbúin tveimur árum síðar, eða um
vorið 2018.
Einnig voru ræddir vankantar
Landeyjahafnar og úrræði til þess
fallin að laga þá og gera höfnina
betri. Í ljós kom að engar lausnir
eru í sjónmáli sem vitað er með
vissu að geti lagað þá þætti.
Skoðaðar hafa verið allar mögu-
legar lausnir til þess að laga höfnina
en miðað við þá tækni sem til er í
dag hafa engar lausnir fundist sem
duga til lengri tíma að mati
verkfræðinga.
Fulltrúar E-listans munu halda
áfram að berjast fyrir bættum
samgöngum fyrir Vestmannaeyjar.
Ljóst er að Landeyjahöfn er
lykilþáttur í bættum samgöngum
Vestmannaeyinga sem og annarra
landsmanna. Miðað við þær
upplýsingar sem fram komu á
fundinum og þær rannsóknir sem
smíðanefndin hefur lagt í á ný ferja
að stórbæta samgöngur á ársgrund-
velli. Með nýrri ferju eigi höfnin að
geta verið heilsárshöfn eins og
stefnt var að í byrjun verkefnisins.
Þar sem ljóst er að frátafir verða
hins vegar einhverjar, og mismiklar
milli ára, viljum við ítreka mikil-
vægi þess að leitað verði allra leiða
til að auka þægindi farþega
ferjunnar á siglingu, þá m.a. með
því að auka kojufjölda í rými
skipsins eins og mögulegt er. Einnig
teljum við mikilvægt að núverandi
skipi verði haldið fyrst um sinn eftir
að ný ferja verður tekin í notkun.
Fyrir hönd Eyjalistans,
Stefán Óskar Jónasson
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir
Georg Eiður Arnarson
Staða Land-
eyjahafnar og
nýrrar ferju
Listvinir Safnahúss, Kristín, Jóhann, Guðlaug, Steinunn, Perla og Kári.
Leynist list á þínu heimili eftir sjálfa þig,
mömmu, ömmu eða frænku?
:: Sýningin 100 Eyjakonur í 100 ár opnuð í Einarsstofu um Safnahelgi.
Kjaradeila SFR, sjúkraliða og lögreglumanna:
Lögreglumenn í
Eyjum við góða
heilsu hingað til
:: Nær öll starfsemi liggur niðri hjá sýslumanni
Sara SjöFn greTTiSdóTTir
sarasjofn@eyjafrettir.is
Sigurgeir jónSSon
sigurge@internet.is
Það má segja að
nær öll starfsemi
hafi stöðvast hérna
í Stjórnsýsluhúsinu
við Heiðarveg
”