Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Síða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015 „Þetta er ekki nógu gott,“ sagði viðmælandi blaðamanns á dög- unum. „Viðburðaskrá Vestmanna- eyja heyrir nú sögunni til. Áki er hættur hjá bænum.“ Þegar nánar var innt eftir þessum yfirlýsingum, kom í ljós að Áki Heinz Haraldsson, sem unnið hefur á skrifstofu Vestmanna- eyjabæjar allt frá gosi, eða rúmlega fjóra áratugi, ákvað um síðustu mánaðamót að láta af störfum. Þeir sem til þekkja vita að Áki hefur gegnum tíðina verið eins konar gangandi alfræðiorðabók um nánast allt sem viðkemur búsetu fólks í Vestmannaeyjum, bæði eldri og yngri íbúa, genginna sem lifenda og einhvern tíma var sagt að betra væri að snúa sér til Áka til að fá upplýsingar heldur en aðstandenda viðkomandi. Margir hafa nýtt sér þetta gegnum tíðina en nú er þessi kapítuli sem sagt á enda. Eyjafréttir ræddu við Áka Heinz um starfs- lokin, lífshlaupið og ýmislegt fleira. Foreldrarnir fluttu til Eyja 1940 „Ég er fæddur að Fífilgötu 5 í Vestmannaeyjum, þann 4. febrúar 1947, segir Áki Heinz, þegar við höfum komið okkur vel fyrir í vistlegri stofunni í íbúð hans í Hásteinsblokkinni. Þar er allt ákaflega snyrtilegt, ólíkt því sem oft vill verða í húsakynnum einhleypra karlmanna. „Já,“ segir Áki Heinz. „Ég er svo lánsamur að fá húshjálp vikulega. Hún kemur og sér um að halda hlutunum í réttu horfi hún frænka mín, Ester Torfadóttir. Það er henni að þakka að hér er allt í sóma.“ En áfram með upprunann. „Foreldrar mínir, þau Haraldur Guðnason og Ilse Guðnason, fluttu til Eyja 1940 og bjuggu fyrst í Laufási og Þingvöllum og síðan á Fífilgötu 5, þar sem ég fæddist. Reyndar höfðu ágætir Eyjamenn fæðst í þessu sama svefnherbergi á undan mér. Hallgrímur Hallgríms- son fæddist þar þennan sama dag, 4. febrúar árið 1944 og eflaust einhverjir fleiri,“ segir Áki Heinz. „Pabbi var ættaður úr Austur- Landeyjum en kom hingað árið 1930, nítján ára gamall, til að vinna á vertíð eins og svo algengt var hjá sveitafólki á Suðurlandi á þeim árum. Fyrsta árið var hann land- maður hjá Guðna Gríms á Maggý VE og síðan hjá fleirum, þó lengst í Hraðfrystistöðinni hjá Einari ríka Sigurðssyni. Þar vann hann svo eftir að hann og mamma fluttu til Eyja og sá m.a. um bókasafnið sem Einar kom upp til afnota fyrir starfsfólk sitt. Þá vann hann yfirleitt í aðgerðinni til kl. þrjú á daginn en fór þá og skipti um galla og gerðist bókavörður fram að kvöldmat. Árið 1949 tók hann svo við starfi bókavarðar hjá Bókasafni Vest- mannaeyja en því hafði áður gegnt séra Jes A. Gíslason á Hól. Mamma, sem hét fullu nafni Ilse Emilie Frieda Forthmann, var frá Hamborg í Þýskalandi en kom til Íslands árið 1936 til skammrar dvalar, að hún hélt upphaflega. Vann á Sólheimum í Grímsnesi hjá Sesselju en fór síðan í vist austur í Landeyjum og þar kynntust þau, hún og pabbi. Þar með varð ekki aftur snúið, dvölin á Íslandi, sem upphaflega átti aðeins að verða nokkrir mánuðir, varð að lífstíðar- dvöl.“ Ilse Forthmann, sem ævinlega var kölluð Ille, tók sér eftirnafnið Guðnason þegar þau Haraldur giftust. Vann fyrstu árin í Eyjum á matstofunni hjá Einari ríka í Godthaab. Og hún var annáluð hannyrðakona. „Já, mamma kunni vel til verka á þeim vettvangi, hafði lært ýmsar gerðir útsaums í sínu föðurlandi,“ segir Áki Heinz. „Verk hennar er víða að finna, þau prýða marga veggi í Vestmannaeyjum og víðar. Eitt þeirra hangir hér í stofunni og heitir Burgundardans, unnið með svonefndu Kelimspori. Um tíma vann hún heima við að list sinni, t.a.m. áprentuðum sængur- og koddaverum fyrir útsaum. En lengst af vann hún í Prentsmiðjunni Eyrúnu og síðar í Bókasafni Vestmannaeyja.“ Það var oft líflegt á Brekastígnum Um tíma bjó fjölskyldan í húsinu Dagsbrún en árið 1953 keyptu þau húsið að Brekastíg 20 og það segist Áki telja sitt bernskuheimili. „Þar bjuggum við til ársins 1968 þegar við fluttum að Bessastíg 12. Torfi bróðir fæddist árið 1950 og mér finnst það skemmtilegt að Ívar sonur hans, kafteinn á Herjólfi, ákvað að kaupa húsið að Bessastíg 12 og býr þar nú ásamt fjölskyldu sinni, Sirrý Björt Lúðvíksdóttur og dætrum þeirra. Enn skemmtilegra finnst mér að aftur skuli vera komin Ilse í það hús, því að yngri dóttir þeirra heitir Ilse, eftir langömmu sinni. Mannanafnanefnd lagði að lokum blessun sína yfir það nafn,“ segir Áki. Og þegar minnst er á nöfn. Seinna nafnið hans Áka Heinz er ekki íslenskt. „Ónei, það er rammþýskt,“ segir Áki. „Sumir hafa raunar haldið að þetta sé ættarnafn þar sem ég kynni mig oft sem Áka Heinz. En svo er ekki. Móðir mín átti tvö systkin, systur sem hét Lieschen og ég heimsótti nokkrum sinnum til Þýskalands og svo bróður sem hét Heinz og féll á austur-vígstöðv- unum árið 1940. Ég heiti eftir honum og á þeim tíma sem ég var skírður var engin mannanafnanefnd að segja fólki fyrir verkum og presturinn tók þetta nafn gott og gilt. Ég veit ekki hvort þetta nafn hlyti samþykki núna, í því er t.d. stafurinn z, sem búið er að útskúfa úr íslenskri tungu í dag.“ Áki segir að líflegt hafi verið á Brekastígnum á æskuárum sínum. „Helstu leikfélagarnir voru úr nágrenninu; Gústa, dóttir þeirra Ágústar og Ellu á númer 24, systir Erlings söngvara, systkinin Anna og Rúnar Jóhannsbörn í Bjarmahlíð, Ingi Páll og Marta Karlsbörn, Sigursteinn á Hálsi og Sigurbjartur, sonur Kjartans fisksala og reyndar fleiri. En þessi voru á sama reki og ég. Og svo voru margir eftirminni- legir nágrannar, t.d stórskáldið í næsta húsi, Sveinbjörn Ágúst Benónýsson, Siggi á Hæli, Laugi Menn hætta bara ekki allt í einu að vinna og sitja með hendur í skauti :: Það getur haft slæmar afleiðingar :: segir Áki Heinz Haraldsson Sigurgeir jónSSon sigurge@internet.is Áki Heinz Haraldsson, órjúfanlegur hluti af mannlífinu í Vestmannaeyjum, rétt eins og Heimaklettur sem er í baksýn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.