Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Qupperneq 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015
Krabbavörn í Vestmannaeyjum
er öflugt félag sem stýrt er af
flottum hóp kvenna. Blaðamað-
ur hitti þrjár þeirra, þær Ester,
Möggu og Jóhönnu, yfir kaffi-
bolla á dögunum og forvitnaðist
um starfsemina. Frá árinu 2000
hefur októbermánuður verið
helgaður árvekni um krabba-
mein hér á landi. Ýmis mann-
virki hafa verið lýst í bleikum lit
sem og aðrir hlutir. Í ár er verið
að vekja athygli á ristilkrabba-
meini en 52 Íslendingar deyja á
ári úr þeirri tegund af krabba-
meini.
Mikil velvild gagnvart
félaginu
Krabbavörn í Eyjum hefur verið
starfrækt í Vestmanneyjum síðan
1990. „Markmið okkar er aðallega
að reyna að hitta fólk og fá það til
okkar á skrifstofuna til að opna sig
og tala um krabbameinið,” segir
Ester Ólafsdóttir, formaður
Krabbavarnar í Eyjum. Skrifstofa
félagsins er staðsett í Arnardrangi
og er opið hjá þeim alla þriðjudaga
frá kl. 13-15. Einnig veitir félagið
fjárhagsaðstoð til þeirra sem þess
óska þegar einstaklingur er í
meðferð í Reykjavík, ásamt því að
borga fyrir íbúðir eða viðveru á
sjúkrahótelinu. Allir fá styrk sem
óska eftir honum, hvort sem þeir
eru í félaginu eða ekki, en upphafið
er þá alltaf skráning í félagið og í
kjölfarið fylgja oft fleiri með. Það
þarf ekki að vera með eða hafa haft
krabbamein til að vera félagsmaður.
Þær stöllur telja félagið mjög vel
stætt miðað við önnur félög á
landinu og þakka það samfélaginu
sem við búum í. „Það er alls staðar
mikil velvild gagnvart þessu félagi.“
Ekki lengur leynifélag
,,Einu sinni var þetta leynifélag,
engir vissu af hverjir öðrum sem
voru með krabbamein og það var
ekkert verið að tjá sig um það, en í
dag er þetta miklu opnara og ekki
jafn mikið leyndarmál.“
Í dag er þetta ekki bara sjúklingsins
að takast á við, fjölskyldan er með
og haldnir eru fjölskyldufundir, það
var ekki til staðar á árum áður.
Umræðan í samfélaginu er líka opin
og viðburðir eins og bleikur október
hjálpa til við að halda umræðunni á
lofti.
Deila reynslu og
hjálpa hvor öðrum
Það er ekki bara talað um krabba-
mein á samverustundum Krabba-
varnar. „Þetta snýst um að fara út
og hitta fólk, taka gott spjall, en ef
einhver er í meðferð eða að ganga í
gegnum eitthvað sem hann vill
segja frá, þá hlustum við og innan
hópsins er fólk duglegt við að deila
reynslu sinni og þekkingu,“ segir
Jóhanna Reynisdóttir sem kom inn í
félagið sem aðstandandi.
„Það eru samt sem áður ekkert
allir sem opna sig með veikindi sín,
sumir vilja það bara ekki, vilja fá að
vera í friði og það er bara allt í
góðu” segir Ester.
Félag fyrir konur og karla
Félagið er ekki kvenfélag þó að
konur séu í miklum meirihluta,
karlmenn eru jafn velkomnir og
konur. „Það er einn karl sem mætir
nær alltaf, þeir mættu vera fleiri.“
Margrét Grímlaug, eða Magga í
Klöpp eins og við flest þekkjum
hana, mundi vilja sjá fleiri og gera
þetta stærra og öflugra ,,Það væri
mjög skemmtilegt ef þetta yrði
stærri hópur sem mætti, þetta er
mikið sama rútínan og sama fólkið
sem mætir því það er alveg ótrúlegt
hvað hver og einn gefur til hópsins
og hvað fólk gefur hvert öðru
mikinn stuðning”.
Þetta þarf ekki heldur að vera ferli
sem er að eiga sér stað núna, fólk
getur verið laust við krabbamein í
mörg ár en samt mætt í fyrsta skipti
í næstu viku. Veikindi eru reynsla
sem situr í fólki og getur verið gott
að létta af sér við fólk sem hefur
svipaða reynslu og getur sýnt þessu
fullan skilning. Sama á við um
aðstandendur. Jóhanna segir að
þegar móðir hennar hafi greinst,
hafi hún verið með fullt af spurn-
ingum og vissi ekkert hvar hún átti
að leita sér upplýsinga. Í dag er
upplýsingaflæðið orðið meira og
samfélagsmiðlar geta leitt fólk
áfram. Í Vestmannaeyjum er hægt
að leita til Krabbavarnar og þau
leiða þig áfram, hjálpa til og eru til
staðar.
Fólk með félagið á bak við
eyrað og kemur á óvart
Helstu fjáraflanir félagsins eru
einna helst nýársgangan, 7-tinda-
gangan, minningarkort, íþrótta-
félögin og salan sem þær sjá sjálfar
um. „Það er alltaf eitthvað í gangi,
tombólur, bleikt kvöld verslana, og
margir einstaklingar sem gefa vinnu
sína og sköpun til félagsins og allt
þetta telur.“
Þær nefndu líka Berglindi
Kristjánsdóttur sem þær segja vera
einstaka en hún hefur lagt félaginu
mikla hjálp í gegnum verslun sína,
BK gler. Þeim finnst líka ótrúlegt
hvað fólk er mikið með þetta á bak
við eyrað og kemur þeim endalaust
á óvart með framlögum sínum.
„Það hringdi kona í mig um
daginn að spyrjast fyrir um hvar
ætti að leggja inn fyrir minningar-
kortum, ég sagði henni það og að
lágmarksgjald væri 500 kr. Konan
hélt nú ekki og vildi leggja inn
500.000 kr. Ég var alveg orðlaus og
spurði hana hvort hún væri brjáluð.
Hún hélt nú ekki, maðurinn hennar,
systir, bróðir og tengdasonur voru
öll fallin frá í baráttu við krabba-
mein og henni finnst Krabbavörn
vera að gera svo frábæra hluti að
hún vildi leggja 500.000 kr. inn. Ég
sat þarna bara með tárin í augunum,
vissi ekki hvað ég átti að segja,“
sagði Ester og þetta er bara ein saga
af mörgum, það hafa svo margir
lagt félaginu lið.
Dóra Björk og Sigríður
skilja eftir stórt skarð
Í stjórn félagsins eru Ester Ólafs-
dóttir formaður, Margrét Grímlaug
Kristjánsdóttir varaformaður,
Sigríður Garðarsdóttir gjaldkeri og
Karólína Kristín Jósepsdóttir.
Ásamt þeim voru í stjórn Dóra
Björk Gústafsdóttir og Sigríður
Þórarinsdóttir en þær féllu báðar frá
á árinu og skildu eftir sig stórt skarð
í starfi félagsins. Þeirra er beggja
sárt saknað.
Ester, Magga og Jóhanna vildu að
lokum þakka öllum í Vestmanna-
eyjum fyrir alla þá hjálp og þau
framlög sem Eyjamenn hafa lagt til
Krabbavarnar. „Við værum ekki
svona öflug ef við hefðum ekki
þetta frábæra samfélag, sem við
búum í, á bakvið okkur,“ sögðu þær
að lokum.
Bleikur október :: Krabbavörn í Vestmannaeyjum :: Fyrir konur og karla
Einu sinni var þetta leynifélag,
í dag er þetta miklu opnara
:: segja Krabbavarnarkonurnar Ester, Magga og Jóhanna
Sara SjöFn greTTiSdóTTir
sarasjofn@eyjafrettir.is
Það hringdi kona í mig um daginn að spyrjast fyrir um hvar ætti að leggja
inn fyrir minningarkortum, ég sagði henni það og að lágmarksgjald væri
500 kr. Konan hélt nú ekki og vildi leggja inn 500.000 kr. Ég var alveg
orðlaus og spurði hana hvort hún væri brjáluð. Hún hélt nú ekki, maðurinn
hennar, systir, bróðir og tengdasonur voru öll fallin frá í baráttu við krabba-
mein og henni finnst Krabbavörn vera að gera svo frábæra hluti að hún
vildi leggja 500.000 kr. inn. Ég sat þarna bara með tárin í augunum, vissi
ekki hvað ég átti að segja.
”
Félagar í Krabbavörn í Vestmannaeyjum hittust á 900 Grillhús yfir gómsætri súpu á bleika daginn sl. föstudag. Frá vinstri: Jóhanna Kristín Reynisdóttir, Margrét Grímlaug
Kristjánsdóttir, Ester Ólafsdóttir, Petra Ólafsdóttir, Unnur Tómasdóttir, Erna Jónsdóttir, Erna Dögg Hjaltadóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir, Sigríður Gísla-
dóttir, Oddur Guðmundsson og Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir.