Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Qupperneq 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015 Golfvertíðinni hjá GV lauk þann 3. október sl. með Bændaglímunni sem jafnan er síðasta mótið á dagskrá hvers árs. Undanfarna daga hafa vallarstarfsmenn verið að undirbúa völlinn fyrir komandi vetur. Eyjafréttir ræddu við vallarstjóra GV, Guðgeir Jónsson, um golftímabilið sem nú er á enda og helstu áherslur á næstunni í sambandi við gölfvöllinn. Vonbrigði með 15. flötina Guðgeir segir að slæmt veðurfar á síðasta vetri sem og kuldatíð um vorið hafi valdið því að völlurinn kom seint til og þetta hafi gengið svona upp og ofan í sumar. „Margar flatirnar komu mjög illa undan vetrinum, líka þær sem ekki hafa verið til neinna vandræða fram til þessa, svo sem flötin á fyrstu braut. Þessar flatir voru illa farnar, m.a. vegna sveppasýkingar sem gerði vart við sig og drap grasið. Þá voru flatirnar sem næst liggja sjónum í slæmu ásigkomulagi fram eftir sumrinu og gekk hægt að ná þeim góðum. Fyrir utan kuldatíðina í vor þá settu verkföll strik í reikninginn. Við fengum t.d. ekki afgreitt grasfræ fyrr en í maí vegna verkfalls dýralækna sem verða að votta slíkar sendingar.“ En mestu vonbrigðin í sumar segir Guðgeir hafa verið með 15. flötina. Hún var endurbyggð frá grunni á síðasta ári og lofaði mjög góðu, allt virtist þar vera á réttri leið. „Hún fór illa í vetur, grasið drapst og flötin var aðeins notuð í tveimur mótum í sumar. Flötin er öll byggð á sandi og ekki hefur nægur þéttleiki myndast í henni. Við sáðum í hana á ný í sumar með fræi sem á að vera saltþolnara en það sem var sáð í fyrra. Og nú vonumst við bara eftir hagstæðu tíðarfari í vetur. Það er sömu sögu að segja með 14. og 17. flötina, þær líta vel út núna, eins og sú 15. en voru slæmar í sumar. Þetta er allt undir því komið hvernig tíðin verður í vetur.“ undirbúningi nánast lokið Alls voru sjö starfsmenn í sumar í fullu starfi við golfvöllinn en auk þess að vinna við golfvöllinn, er viðhald á knattspyrnuvöllunum einnig að hluta til á hendi þeirra. „Flestir þeirra hófu störf í maí og þeim hefur fækkað smám saman í haust. Tveir þeir síðustu hættu á föstudag í síðustu viku,“ segir Guðgeir en hann er sjálfur með heils árs ráðningarsamning og mun vinna áfram við völlinn í vetur. „Við erum búnir að ganga frá svo til öllu, breiða net yfir glompurnar og svo reynum við að verja flatirnar næst sjónum eftir megni, setjum nótaefni yfir flatirnar á 14. og 15. braut. Við vorum með opið inn á allar flatir vallarins fram yfir síðustu helgi en lokuðum vestasta hlut- anum, brautum 13 til 18, á mánudag. Brautir 1 til 12 verða opnar í vetur eins og venjan hefur verið og líklega færum við inn á vetrarflatir og vetrarteiga um næstu mánaðamót.“ nýir teigar sem lengja völlinn Guðgeir segir að í sumar hafi verið byrjað á undirbúningi þess að lengja völlinn. „Hann hefur þótt í styttra lagi, miðað við leik af hvítu teigunum, meistarateigunum. Vinna er þegar hafin við að færa hvíta teiginn á 2. braut aftar og ætti brautin að lengjast um eina fimmtán metra við það. Sömuleiðis er byrjað á framkvæmdum við nýjan teig á 7. braut. Í dag er hún 178 metrar af hvíta teignum en verður um 200 metra löng þegar nýi teigurinn er tilbúinn. Þá erum við einnig með í huga að færa teigana á 6. og 11. braut aftar. Takmarkað landrými setur okkur skorður með að lengja völlinn á fleiri stöðum.“ Að sögn Guðgeirs mun það ráðast af veðurfari í vetur hvort hægt verður að ljúka vinnu við teigana tvo. „Ég mun vinna við þetta verkefni í vetur og vonir standa til að teigarnir geti orðið tilbúnir í maí.“ Oft hefur verið rætt um að óeðlilega lítill munur sé á vega- lengdinni á hvítum og rauðum teigum á seinni hluta vallarins en þeir sem leika af rauðum teigum eru konur og öldungar. Guðgeir tekur undir það. „Í raun er það aðeins á 16. brautinni sem einhver munur er. Á brautum 13, 14, 15, 17 og 18 er nánast enginn munur á teigunum, allir slá því sem næst á sama stað. Það hefur verið rætt um að færa rauða teiginn á 13. brautinni framar en skiptar skoðanir um það.“ Þá hefur einnig verið óánægja, sér- staklega hjá kvenfólkinu, með að ekki skuli vera fallreitur við 17. brautina, þar sem margar úr hópi kvennanna eiga erfitt með að ná yfir urðina. Guðgeir segir að þar sem grjóturðin sé merkt með hvítum stikum (utan vallar eða „out of bounds“) þýði það, samkvæmt golfreglunum að ekki megi setja upp fallreit þar. „Eina leiðin væri að merkja svæðið með rauðum stikum (hliðarvatnstorfæra) eins og var upphaflega gert, þá mætti setja upp fallreit. Þetta hefur oft verið rætt en rétt eins og með teiginn á 13. braut þá eru skoðanir manna mjög skiptar á þessu.“ Átjánda flötin vandamál Í haust hefur einnig verið unnið að því að endurbæta glompurnar við flötina á 13. braut, hlaða brattari kanta á þær eins og gert hefur verið bæði á 12. og 15. braut. Guðgeir segir að vissulega verði glompurnar erfiðari fyrir vikið. „En þetta minnkar líka að sandur fjúki úr glompunum en það er vandamál sem við höfum átt við að glíma hérna.“ Í lokin minnist Guðgeir á að ætlunin hafi verið að ráðast í framkvæmdir við bæði 14. og 18. flötina í sama dúr og gert var á þeirri 15. í fyrra. „Átjánda flötin hefur alveg frá upphafi verið vandamál, uppbygging hennar er með þeim hætti að í raun er aðeins um tvo staði að ræða fyrir holustaðsetningu og það er alls ekki nógu gott, sérstak- lega þegar um er að ræða lokaholu vallarins. Þeirri flöt þarf klárlega að breyta. En við erum mjög tvístígandi með þær framkvæmdir eftir reynsluna af 15. flötinni og viljum fara hægt í sakirnar í þeim efnum. Svo er þetta líka alltaf spurning um peninga. Framkvæmdir á borð við þessar kosta mikið og eðlilegt að menn vilji fara varlega í sakirnar í þessum efnum,“ sagði Guðgeir Jónsson að endingu. Golf | Völlurinn kom seint til vegna tíðarinnar í vetur :: segir Guðgeir Jónsson, vallarstjóri GV :: Margar flatir komu mjög illa undan vetri :: Verkföll töfðu sáningu í vor :: unnið að lengingu vallarins af hvítum teigum ásamt endurbótum á glompum Guðgeir Jónsson, vallarstjóri GV. Guðgeir segir mestu vonbrigðin í sumar hafa verið með 15. flötina. Hún var endurbyggð frá grunni á síðasta ári og lofaði mjög góðu. Sigurgeir jónSSon sigurge@internet.is Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á gjaldskrám fyrir börn og ungmenni hjá 16 fjölmennustu handbolta- félögum landsins fyrir veturinn 2015/16. Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði íþróttafélag- anna en bornir voru saman 4., 6. og 8. flokkur. Mestur verðmunur í samanburðinum er á mánaðargjald- inu fyrir 4. flokk eða 119%. Öll félögin bjóða upp á æfingar fyrir 8. flokk (6 og 7 ára), hæsta mánaðargjaldið er 6.883 kr. hjá ÍBV en lægsta gjaldið er 3.182 kr. hjá HK sem er 3.702 kr. verðmunur eða 116%. Í 6. flokki (10 og 11 ára) er hæsta mánaðargjaldið 8.250 kr. hjá Fjölni og ÍR en lægsta gjaldið 4.000 kr. hjá Umf. Selfoss sem er 4.250 kr. verðmunur eða 106%. Dýrast er að æfa í 4. flokki (15 og 16 ára). Í þeim flokki er hæsta mánaðargjaldið 12.500 kr. hjá Fjölni en lægsta gjaldið 5.700 kr. hjá Val sem er 6.800 kr. verðmunur eða 119%. Aðeins 2 félög eru með sömu gjaldskrá og í fyrra fyrir 6. flokk. Af þeim 13 félögum sem borin eru saman á milli ára hafa 11 þeirra hækkað hjá sér ársgjaldið síðan í fyrra. Mesta hækkunin er hjá Umf. Selfoss úr 27.000 kr. í 36.000 kr. eða um 33%, þar á eftir kemur Knattspyrnufélagið Víkingur með hækkun úr 56.000 kr. í 70.000 kr. eða um 25%, árgjaldið hjá FH hefur hækkað úr 55.000 kr. í 66.000 kr. eða um 20%, Stjarnan, Afturelding og ÍBV hækkuðu gjaldskrána um 10-11%, HK, Fram, Grótta og Haukar hækkuðu gjaldskrána um 4-7% en minnsta hækkunin er hjá Fylki um 2%. Gjaldskráin er óbreytt hjá KA og Þór á Akureyri. Tekið skal fram að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðum íþróttafélaganna er ekki metin. Ekki er tekið tillit til hvað félögin bjóða upp á margar æfingar í viku, en ekki er mikill munur á fjölda æfinga milli félaga. Verðlagseftirlitið tekur heldur ekki tillit til fjáraflana sem íþróttafélögin standa fyrir eða styrkja frá sveitar- félögunum. Hvorki æfingagallar né keppnisgjöld eru með í gjald- skránum sem bornar eru saman. Taka skal fram að árgjaldið hjá ÍBV er bæði fyrir handbolta og fótbolta. Misjafnt er hvort æfingatímabilið er 9, 10 eða 11 mánuðir hjá félög- unum. Sum félaganna bjóða upp á afslátt ef allur veturinn er greiddur á sama tíma. Handbolti | Yngri flokkar: Hvað kostar að æfa hand- bolta í vetur? :: ÍBV hækkaði gjaldskrána um 10-11%

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.