Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 10
10 28. júní 2019FRÉTTIR ÁSAKANIR UM ÓGNARSTJÓRN Í MR n Meintir eineltisgerendur látnir meta samskiptahæfni kennarans n Segir unga nemendur nota kennslumat til að ná sér niðri á kennurum É g vil vekja athygli á því hvern- ig staðið var að þessum hóp- uppsögnum í vor. Það má segja að ég komi fram fyr- ir hönd þeirra sem sagt var upp í vor á, að mínu mati, afar ófaglegan hátt,“ segir Sigríður Helga Sverr- isdóttir, fyrrverandi kennari við Menntaskólann í Reykjavík, MR. Nokkuð hefur verið fjallað um starfsanda í MR undanfarið í fjöl- miðlum þar sem uppi hafa ver- ið ásakanir um ómálefnalegar aðferðir við uppsagnir kennara, meintan slæman starfsanda í skól- anum og meint einelti. Þær Sig- ríður Helga Sverrisdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir hafa þar báð- ar stigið fram fyrir skjöldu og El- ísabet Siemsen, rektor skólans frá því haustið 2017, hefur svarað fyrir hönd skólans, en henni vitanlega viðgengst ekki einelti í skólanum og telur hún að faglega hafi verið staðið að fækkun kennara í kjöl- far niðurskurðar sem varð vegna styttingar framhaldsskólanáms úr fjórum árum í þrjú. Bæði Sigríð- ur Helga og Linda Rós segjast hafa orðið fyrir einelti meðal nokkurra kennara og stjórnenda skólans án þess þó að þær vilji gera þá reynslu að aðalefni umkvartana sinna. Frá þeirra sjónarhóli er fjandskapur- inn og einelti bundið við hluta kennara í enskudeild skólans og örfárra annarra, sem og stjórn- endur hans. Sigríður Helga og Linda Rós stíga nú fram að nýju og fara betur yfir málið í viðtali við DV og er saga Sigríðar Helgu þar í forgrunni. Þær telja báðar að stjórnendur skól- ans hafi lagað að eigin þörfum mælikvarða sem eiga að vera hlut- lægir, við að meta hæfni kennara við skólann. „Það er merkilegt að þrír kennarar sem sagt hefur ver- ið upp eiga það allir sameiginlegt að hafa gagnrýnt starfshætti og stjórnunarhætti rektors,“ segir Sig- ríður Helga. Fram kom í samtali DV við rekt- or fyrr í vor að skera hefði þurft niður um 260 kennslustundir á viku vegna styttingar framhalds- skólans og niðurskurðurinn hefði verið mestur í ensku, íslensku og stærðfræði vegna þess að þar eru flestar kennslustundirnar. „Svona ákvarðanir eru með því erfiðasta sem skólastjórnend- ur fara í gegnum og ég fullyrði að svona gerir enginn út í loft- ið. Stjórnandi tekur ekki svona ákvörðun að gamni sínu,“ segir El- ísabet Siemsen, rektor MR, en hún tók við því starfi haustið 2017. Sigríður Helga og Linda Rós benda á að fjármálaráðuneytið hafi gefið út árið 2011 leiðbein- ingar til stjórnenda um uppsagn- ir ríkisstarfsmanna vegna rekstr- arlegra ástæðna og þær sjái ekki að rektor hafi í einu eða neinu haft þessi gögn til hliðsjónar í upp- sagnarferlinu. Meintir eineltisgerendur látnir meta samskiptahæfni kennar- ans „Það er verið að nota niðurskurð í kennslu til að fara í hreinsanir og losa sig við þá sem eru ekki þókn- anlegir,” sagði Linda Rós við DV fyrr í vor. Sex fastráðnum kennurum var sagt upp við MR í vor og fimmt- án lausráðnir kennarar fengu ekki áframhaldandi starfssamn- ing. Undanfari uppsagnanna var starfshæfismat sem lagt var á alla kennara skólans, í þremur þáttum, þar sem menntun vó 40%, starfs- reynsla 30% og aðrir þættir, flest- ir huglægir, mynda 30%. Þær Sig- ríður Helga og Linda Rós telja að stjórnendur skólans hafi notað þennan síðasta hluta matsins til að draga niður þá kennara sem þeim er persónulega í nöp við, eða hafa dirfst að gagnrýna stjórnunarhætti í skólanum, og þessi vinnubrögð geri matið að skrípaleik. Nokkrir undirliðir eru undir þessum þriðja lið, þar á meðal samskipti og sam- vinnuhæfni. Sigríður Helga bend- ir á að þar séu kennarar sem hún sakar um einelti látnir leggja mat á samskiptahæfni hennar, auk stjórnenda sem hafi ráðist harka- lega að henni. „Þetta fólk er allt vanhæft til að leggja mat á samvinnuhæfni mína; þarna eru samkennarar úr enskudeildinni sem lögðu mig í einelti og rektor og konrektor sem reyndu að bola mér frá störfum í haust,“ segir Sigríður Helga en hún kom illa út úr þessum undirlið. Einnig kom hún illa út úr undirlið sem kallast „Viðmót og þjónusta“. Hún telur þar vera um hreinan til- búning að ræða. „Við hverja töluðu þau eigin- lega þegar þau könnuðu viðmót mitt og þjónustulund? Ég gæti nefnt marga nemendur og sam- starfsmenn sem bera mér vel söguna hvað þetta varðar.“ Enn einn undirliðurinn er kennslu- mat nemenda en þar segist Sig- ríður Helga hafa verið í meðallagi. „Ég tel að 16 til 17 ára nemendur hafi varla þroska til að meta hæfni kennara og hef horft upp á hvern- ig þessar kennslukannanir eru notaðar af sumum nemendum til að kvarta undan kennurum sem þeim þykja vera of strangir,“ segir Sigríður Helga. Eineltið hófst með nýjum kennurum „Ég byrjaði að kenna við skólann árið 2009 en árið 2012 og 2013 komu tveir nýir yngri kennarar til starfa við deildina. Fljótlega tók að bera á andúð og ríg í minn garð frá þeim. Ástandið fór versnandi, ef til Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N (F.v.) Linda Rós Michaelsdóttir og Sigríður Helga Sverrisdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.