Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 2
2 28. júní 2019FRÉTTIR Á þessum degi, 28. júní 1838 – Krýning Viktoríu drottningar í Westminster Abbey í London. 1914 – Franz Ferdinand, erkihertogi og ríkisarfi Austurríkis, og kona hans, Sophia, myrt í Sarajevo. Fyrri heims- styrjöldin hefst. 1919 – Versalasamningurinn, friðarsáttmáli Bandaríkjamanna og Þjóðverja, undirritaður í Versölum. 1928 – Louis Armstrong tekur upp 78 upptökur af West End Blues. 2010 – Óskarsverðlaunaleikkonan Sandra Bullock skilur við eiginmann sinn, Jesse James, eftir nærri fimm ára hjónaband. Síðustu orðin „Hvaða þýðingu hafa ræður þínar? Ég heimsæki Sarajevo og sprengjum er varpað á mig. Það er svívirðilegt.“ – Franz Ferdinand erkihertogi við borgarstjóra Sarajevo 1914. F élagarnir Davíð Ingi Þor- steinsson og Steinar Stef- ánsson hafa verið heimil- islausir í fjöldamörg ár og hafa ítrekað þurft að leita á náð- ir Gistiskýlisins á Lindargötu um næturgistingu. Þeir eru tveir af sí- stækkandi hópi útigangsmanna í Reykjavík, hópi sem mörg okk- ar vilja ekki vita af en þurfa þó á aðstoð samfélagsins að halda svo þeir og félagar þeirra geti öðlast von um mannsæmandi líf. Blaðamaður og ljósmyndari DV fóru og hittu Davíð Inga og Steinar fyrir framan Gistiskýlið. Auk þeirra voru þar nokkrir aðrir félagar þeirra í mjög misjöfnu ástandi og einn þeirra skólaus og í hjóla- stól. Menn sem væru betur komn- ir í húsnæði, meðferð eða annarri umsjón, en á götunni. „Við erum með hústökuhús og ég sef þar frekar en hér. Það er ekki af því að þetta sé svo slæmur stað- ur heldur af því ég vil ekki vera hérna,“ segir Davíð Ingi, en bætir við að hann hafi ekki fengið inni í Gistiskýlinu í tvo mánuði vegna hegðunarvanda. Þeir eru sammála um að starfs- menn séu góðir og vilji allt fyrir skjólstæðinga sína gera, eða það sem þeim er heimilt að gera sam- kvæmt lögum og reglum. „Þetta er yndislegt fólk, þau gera allt fyrir okkur,“ segir Steinar. „Þetta er erfitt fyrir starfsfólkið sem er að gera sitt besta, þau fá reglur sem þau vinna eftir, það er líka mannekla hérna. Þeir eru að reyna að gera sitt besta og eru allir af vilja gerðir en starfs- reglurnar eru þannig að þeir mega ekki hjálpa okkur meira,“ segir Davíð. Á götunni í 20 ár Davíð er búinn að vera á götunni síðan árið 1998 og segist orðinn þreyttur á sínum aðstæðum og vilji komast í húsnæði. „Mig langar bara í húsnæði og vera ég. Ég er 43 ára Vestmannaeyingur, missti móður mína og allt mitt líf og átti erfitt.“ Davíð kom ásamt fleirum fram í viðtali í Ísland í dag í júní árið 2018. „Tveimur dögum eftir að ég fór í sjónvarpið var ég handtekinn og sendur á Hólmsheiði, þá talaði einhver ráðherrann um að það þyrfti að gera eitthvað. Það voru keyptir 22 skúrar, heyrðu, það hafa tveir skúrar verið lausir allan tím- ann úti á Granda. Við þurfum að redda þessu. Það er komið heilt ár og ég er ennþá hérna. Ég hef verið stóran hluta af ævi minni í fangelsi fyrir að vera fullur. Veistu hvað ég er búinn að vera í fangelsi lengi? Bara bull, sjö og hálft ár í fangelsi.“ Í sama viðtali í Ísland í dag sagði Þór Gíslason: „Ef einstak- lingur hefur engan stað til að fara á nema götuna eftir meðferð eða fangelsisvist má segja að sú fjár- festing sé unnin fyrir gýg sem búið er að setja í varðandi meðferðir.“ Þór hefur verið forstöðumaður í Gistiskýlinu síðan haustið 2017, en hefur áður unnið með utan- garðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. Engin þjónusta er veitt í Gisti- skýlinu milli kl. 10 og 16. Karl- mennirnir mæta í röðina fyrir utan kl. 15 og gildir reglan, fyrstir koma fyrstir fá, en 29 manns geta gist þar í einu. „Við búum í tjaldi og skúr- um sem við brjótumst inn í, þegar ekki er pláss hér.“ Orðnir þreyttir á hlutskipti sínu „Það eru allir veikir hérna,“ segir Davíð Ingi og benda þeir Steinar á einn félaga sinn, ungan mann, og segja hann hafa beðið um að fara inn til að sprauta sig en fékk ekki. Notaði hann því poll á götunni til að hreinsa nálina áður en hann sprautaði sig. „Ég hef misst tvo vini mína á síðustu þremur mánuðum. Veistu hvað ég er þreyttur? Ég er bara búinn á því og ég græt af því ég var að missa besta vin minn og fyrir viku missti ég annan vin minn úr heilablóðfalli.“ „Ég vil að fólk hjálpi þessum manni hérna. Ég vil bara húsnæði fyrir þennan mann hérna, hús- næði fyrir þennan og húsnæði fyr- ir okkur alla,“ segir Davíð og bend- ir í kringum sig. „Hvað er ég að gera hérna? 20 ár á götunni! Hús- næði er fokking málið og ef að Ís- lendingar geta ekki reddað því núna skilurðu, þá kveiki ég í fokk- ing Alþingishúsinu og sit inni fyr- ir það glaður,“ segir Davíð reiðum rómi. „Ég er ekki reiður við þig, ég er bara brjálaður,“ bætir hann við við blaðamann DV. „Má ég segja þér eitt, ég er öryrki og ég var settur á örorku út af óeðlilegum og hættu- legum lifnaðarháttum. Ég var á féló, svo var ég á örorku, síðan lenti ég í slysi og er lappalaus, ég er búinn að vera jönker í 27 eða 28 ár, ég er hættur því núna, eða þú veist. Við erum ákveðið fólk sem erum veik, við drekkum og dóp- um, en á Íslandi þá megum við bara fokking gera það löglega. Þó svo við drekkum, ríkið leyfir okkur að drekka, við megum fara í Ríkið og kaupa áfengi. Síðan fáum við sekt fyrir að drekka á almannafæri og förum svo í fangelsi fyrir það. Ég er rosalega veikur maður, ég vil að Íslendingar hjálpi okkur fokking núna!“ n Fyrr í mánuðinum birtu Davíð og Steinar ákall á Facebook þar sem þeir óskuðu eftir fötum á sig og félaga sína og skákborði. Hvernig voru viðtökurnar? „Það er búið að rigna inn svört- um ruslapokum, fólk er búið að taka vel í þetta,“ svarar Steinar brosandi. „Það eru komin sex taflborð,“ bætir Davíð við. „Það eru allir veikir hérna“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is MYNDIR: EYÞÓR ÁRNASON/DV Steinar hefur verið á götunni í tólf ár. Lokað. Davíð og Steinar stilla sér upp við inngang Gistiskýlisins. n Neyðarkall útigangsmanna n Þreyttir á hlutskipti sínu „Við erum með hús- tökuhús og ég sef þar frekar en hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.