Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 15
28. júní 2019 FRÉTTIR 15
við lífeyrissjóði og réttindi sem
hópurinn fellur á milli kerfa, það
getur líka verið tengt námi, eins
og einn úr hópnum nefnir:
„Ég hefði alveg viljað halda
áfram í háskólanámi en málið er
það að fangar geta ekki stundað
nám eftir fangelsi, það er vegna
þess að nafnið þeirra er ekki í
lagi, fá ekki námslán og fá ekki
fjárstuðning hjá sveitarfélaginu
vegna þess að þeir eru í náms-
lánshæfu námi, skilurðu? Þannig
að þeir eru þarna mitt á milli og
geta ekki gert neitt, þeir þurfa að
borga leigu og allt þetta þannig
að þeir geta þetta ekki og fara
bara að vinna.“
Öryrkjar til lífstíðar
Einn úr hópnum segist vita um
fjölmörg dæmi þess að fangar eigi
erfitt með að finna atvinnu eftir
að þeir hafa lokið afplánun í fang-
elsi:
„Þeir geta verið í mörg ár að
reyna að fá vinnu og enda mjög
fljótt á örorku og verða bara ör-
yrkjar til lífstíðar og ná sér aldrei,“
segir hann og bætir við á öðr-
um stað: „Þeir eru í endalausum
áföllum og flestir fangar fara bara
á félagslega þjónustu eftir afplán-
un.“
Annar úr hópnum lýsir því
hvernig fyrrverandi fangar eiga
gjarnan erfitt með að feta sig
áfram á leigumarkaðnum.
„Við vitum svo sem að það er
húsnæðisvandi almennt í samfé-
laginu, mjög erfitt að fá húsnæði
og ef þú ættir að velja á milli þá
tekurðu kannski frekar þann sem
hefur ekki setið inni, skilurðu,
það er bara þannig því miður.“
Flestir mannanna kvarta yfir
ákveðnu öryggisleysi og litlum
upplýsingum varðandi það hvað
gæti mögulega tekið við eftir af-
plánun.
„Maður fær bara engar upp-
lýsingar, maður sest ekkert niður
með einhverjum þar sem er farið
yfir ferilinn manns og hvað tek-
ur við, það er bara tekið í hnakk-
ann á þér og skófar í rassgatið og
haltu bara áfram.“
Þá kemur fram að margir
fangar glíma við félagsfælni og
félagslega einangrun þegar út er
komið. Það getur reynst yfirþyrm-
andi að koma úr fangelsi og gera
tilraun til að aðlagast samfélaginu
á ný.
„Vandamálið er líka það sem
gerist þegar þú ferð í fangelsi, þú
þarft í rauninni bara að vera í
nokkra mánuði til að þetta gerist
og hvað þá þeir sem eru búnir að
vera í tíu ár. Þeir verða félagslega
bældir og ég fer ekki í Kringluna
eða bíó nema ég sé bara neyddur
til þess. Margir hverjir fara bara
úr fangaklefanum og leigja eitt-
hvað herbergi og eru bara þar,
skilurðu. Fara voða lítið út nema
bara á kvöldin og eitthvað svona,
þannig að menn verða svona fé-
lagslega bældir og það er bara,
getur tekið mörg ár að vinna sig
úr því,“ segir einn fyrrverandi
fangi og bætir við:
„Þetta er líka hluti af þessari
örorku sem menn fara á, eiga
erfitt með að fá vinnu, geta bara
ekki, eiga erfitt með að vinna með
fólki. Þeim finnst allir vera að
horfa á sig, tala um sig eða verða
fyrir einelti eða eitthvað, skilurðu.
Þannig að það er ekki auðvelt að
fara út. Þannig að þetta hamlar
þeim að gera hvað sem er í raun
og veru, sækja um hvað sem,
meira að segja að sækja um ör-
orku, það eru margir sem ná
aldrei að sækja um örorku eða
bara leitast eftir aðstoð.“
Lítið traust til Fangelsismála-
stofnunar
Viðmælendur rannsóknarinn-
ar eru sammála um að samfellan
í kerfinu sé ekki nægjanleg, það
vanti meira samstarf og þverfag-
lega nálgun. Þá eru þeir sammála
um það að sveitarfélögin þyrftu
að koma meira inn í fangelsis-
málin og þá sérstaklega ferlið eftir
afplánun. Þá þykir töluvert vanta
upp á upplýsingaflæði almennt til
fanga um þeirra mál innan kerf-
isins. Kerfið virkar flókið og fyrir
fanga virðist Fangelsismálastofn-
un vera hindrun og lítið traust er
borið til hennar.
Halla María segist vona að
stjórnvöld og sveitarfélög taki við
sér og komi til móts við þá þörf
sem er á sérhæfðri aðstoð eft-
ir afplánun. Margt gott sé unnið
í fangelsismálum á Íslandi og
ekki megi gleyma að líta á það já-
kvæða og góða starf sem þar er
unnið en mikilvægt sé að efla ým-
islegt í starfseminni til að auka
líkur á betrun fanga.
„Hins vegar liggur ábyrgðin
ekki síður hjá þeim sem taka við
þessum einstaklingum úti í sam-
félaginu og það þarf að líta á ferli
fanga í afplánun og að henni lok-
inni sem eina heild.
Þegar litið er til framtíðar virð-
ist vera sem samfélagið sé að taka
við sér í þessum málefnum og
átta sig á hversu þjóðfélagslega
hagkvæmt og mikilvægt það er að
aðlaga fanga farsællega að samfé-
laginu.“ n
É
g tel að mikilvægt sé að
greina þarfir skjólstæðinga-
hóps Fangelsismálastofn-
unar, skipuleggja náms-
framboð í fangelsum landsins í
samræmi við það, kostnaðarmeta
og koma í framkvæmd. Ég veit
að til stendur að skoða þessi mál-
efni en mér er ekki kunnugt um
hvenær búast má við niðurstöðu,“
segir Páll Winkel, forstjóri Fangels-
ismálastofnunar, í samtali við DV.
Guðmundur Ingi Þóroddsson,
formaður Afstöðu, tekur heils-
hugar undir gagnrýni fyrrverandi
fanga varðandi náms- og starfs-
framboð í íslenskum fangelsum.
„Nám í fangelsum landsins er
hvorki fugl né fiskur og dregið hef-
ur verulega úr því að fangar geti
stundað nám, sem er gífurlega
alvarleg mistök Ekkert verknám er í
boði og bóklegt nám er af skornum
skammti þar sem einstaklingarnir
komast aldrei áfram í námi.
Aðeins fjórar grunngreinar
eru kenndar og þá er ég bara að
tala um fangelsin á Suðurlandi en
engin kennsla er í öðrum fangels-
um. Fangar geta í sumum tilfellum
stundað fjarnám en í flestum til-
fellum eru svo miklar hindranir hjá
fangelsunum að það er orðið mjög
erfitt sð stunda það nám. Að mati
Afstöðu hefur FSU gjörsamlega
brugðist með nám fanga á lands-
vísu og að mínu mati ekki lagt í ver-
kefnið það fjármagn sem FSU fær
árlega eyrnamerkt námi fanga.
Guðmundur Ingi telur afar mik-
ilvægt að efla starf náms- og starfs-
ráðgjafa í öllum fangelsum lands-
ins. „Þeir ráðgjafar sem hafa starfað
á Suðurlandi hafa lyft grettistaki þó
en það er þó ekki nóg.“
Guðmundur segir engin úrræði
í boði eftir afplánun og í langflest-
um tilfellum verði þeir einstak-
lingar sem hafa stundað eitthvert
nám í afplánuninni að hætta því.
„Fólk sem fer á Vernd eða aft-
ur út í samfélagið hefur brunnið
flestar brýr að baki sér og fá ekki
námslán eða önnur lán. Um leið
og þau eru í námslánshæfu námi
fá þau heldur ekki félagslegar bæt-
ur, það er því endastöð á nám hjá
flestum. Allir eru þó sammála að
aukin menntun dregur úr glæp-
um, ítrekun brota og fækkar brota-
þolendum. Það væri því best fyrir
samfélagið að gera sem mest í því
að útskrifa fanga úr skólum á með-
an þeir eru í afplánun og strax á eft-
ir. Varðandi hin atriðin þá er sára-
lítið í boði og enginn staður sem
aðstandendur fanga geta leitað til,“
segir Guðmundur og bætir við að
Afstaða vinni þó að breytingum á
því á næstunni. n
„Enda mjög
fljótt á ör-
orku og verða
bara öryrkjar til
lífstíðar.
„Hvorki fugl né fiskur“
Ég vann sem fangavörður í
Hegningarhúsinu þrjú sumur árin
2004-2006 og þá vaknaði áhugi
minn á betrun í afplánun og hvað
tekur við eftir afplánun,“ segir Halla
María í samtali við DV. „Þegar ég
byrjaði í meistaranáminu í náms-
og starfsráðgjöf fannst mér áhuga-
vert að skoða þetta með áherslu á
starfstengd úrræði í afplánun, að-
lögun að samfélaginu eftir afplán-
un, hvaða hindranir geta mögulega
beðið og starfsþróun fyrrum fanga.
Mér fannst einnig mikilvægt að
skoða hvernig náms- og starfsráð-
gjafar koma að þessu.“
Hún segir það hafa gengið von-
um framar að fá viðmælendur í
tengslum við rannsóknina. „Þeim
fannst þetta öllum mikilvægt og
vildu gjarnan ræða um þessi mál
og miðla af reynslu sinni.“
Halla segir það hafa komið mest
á óvart hversu lítið bíður fyrrum
fanga eftir afplánun.
„Ekkert heildstætt kerfi hef-
ur verið til staðar sem hjálpar fyrr-
um föngum. Rauði Krossinn byrj-
aði með verkefni í september 2018
sem heitir Félagsvinir eftir afplán-
un en annað er ekki í boði. Annað
sem kom helst á óvart í niðurstöð-
um rannsóknarinnar er hversu far-
sællega viðmælendur hafa komið
sér út í samfélagið að nýju. Flest-
ir viðmælendur áttu sameiginlega
áfallasögu, áföll í uppvextinum.
Hægt er að álykta sem svo að
áfallasaga þeirra hafi haft áhrif á af-
brotaferil þeirra. Það sem er sér-
stakt við þennan hóp er að þeir
hafa allir stigið upp úr sínum af-
brotaferli og komið lífi sínu á beinu
brautina. Þar má þakka góðu bak-
landi, félagslegum tengslum og
vinveittum vinnuveitendum.
Einnig hafði mikið að segja að þeir
nýttu sér þau starfstengdu úrræði
sem voru í boði í afplánun. Viðtöl
fyrrum fanga við náms- og starfs-
ráðgjafa höfðu hjálpað þeim, kom-
ið þeim meðal annars af stað í nám
og aðstoðað við það sem beið eftir
afplánun.“
Halla María segir niðurstöðurn-
ar hafa sýnt að leggja þurfi meira
fjármagn og vilja til að koma starfs-
þjálfun og verknámi inn í fangels-
in, það séu aðal lyklarnir í betrun.
„Starfstengd úrræði eru ekki næg
og fagaðilar sem rætt var við voru
líka sammála því. Það er nauðsyn-
legt að geta nýtt tímann til góðs,
það er heilsufarslega betra og
hjálpar til við aðlögun að lokinni
afplánun.“