Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 14
14 28. júní 2019FRÉTTIR Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins V ið gætum verið að fram- leiða smiði, múrara, mál- ara, bakara, þjóna og kokka en við erum í stað- inn að framleiða bara öryrkja og aumingja,“ segir íslenskur karl- maður sem afplánað hefur dóm í fangelsi hér á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum Höllu Maríu Halldórsdóttur, sem skrif- aði lokaritgerð til MA- gráðu í náms- og starfsráðgjöf um starfs- þjálfun í afplánun sem betrun. Halla María kannaði framboð starfstengdra úrræða í afplánun og reynslu fanga af þeim og ræddi meðal annars við fimm fyrrver- andi fanga um upplifun þeirra á þeim hindrunum eða stuðningi sem biðu þeirra eftir afplánun. Á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar er að framboð starfstengdra úr- ræða í afplánun þykir ekki nægj- anlegt og skortir töluvert upp á starfsþjálfun og verknám inni í fangelsunum. Þegar fyrrverandi fangar koma út í samfélagið horf- ast þeir gjarnan í augu við félags- lega einangrun og fordóma; eiga erfitt með að fá leiguhúsnæði og vinnu og stór hluti endar á ör- orku. Fjarnám reynist mörgum erfitt Allir nema einn af fyrrverandi föngunum fimm fóru í nám með- an á afplánun stóð: einn lauk há- skólanámi og er núna í meist- aranámi. Hinir þrír tóku hluta af framhaldsskóla, einn fór í há- skólanám en kláraði það ekki. Flestir þeirra tala um að erfitt sé að vera í námi eftir langan tíma og þeir fái litla aðstoð og utanum- hald. Þeim þykir ekki nógu mik- ið úrval í boði en það sem hefði hjálpað þeim mest hefði verið ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa fangelsanna. Einn úr hópnum segir fjarnámið erfitt fyrir marga: „Flestir gefast upp á náminu, ef þú ert í fjarnámi eða sko ef þú ætlar að komast eitthvað áfram í námi þá þarftu að fara í fjarnám og í flestum fangelsum er rosa lok- að Internetið, þú færð svo stuttan tíma á Internetinu og þegar þú loksins kemst á Internetið þá eru svo margar síður sem þú kemst ekki inn á þannig að þú nærð aldrei upplýsingaöflun. […] í fyrri afplánun lærði ég ekki neitt, fór í eitt og eitt fag í skólanum þarna. En ég var ekki með hugann í þessu að læra og það var bara kúl að fara í fangelsi á þessum tíma og þá lærði maður ekki neitt. Þá var maður bara í neyslu.“ Vinna af skornum skammti Viðmælendur Höllu höfðu all- ir fyrir utan einn unnið eitthvað meðan á afplánun stóð. Allir eru þeir sammála um að lítið sé í boði inni í fangelsunum og að leggja þurfi meiri áherslu á starfsþjálf- un. Þá eru þeir allir sammála um að það skipti miklu máli að hafa eitthvað fyrir stafni í afplánun, finna tilgang í einhverju og það skipti máli heilsufarslega séð að vera betur undirbúinn fyrir að- lögun að samfélaginu. Einn úr hópnum segir vinnu vera af skornum skammti inn- an fangelsanna og mismunandi hverjir séu valdir til vinnu eða vilja vinna. „Vandinn í fangelsunum er sá að það eru rosa fá störf í boði og þeir sem eru sterkari eða hvað á að segja, eru ekki eins veikir á svellinu, þeir eru líklegri til að koma sér í vinnu og hafa áhrif á það, þeir veljast örugglega frekar til vinnunnar af því þeir hafa lík- amlegt atgervi, hugarfar og ann- að til þess að gera kröfur um það að fá vinnu.“ Fordómar í samfélaginu En hvað tekur við eftir afplánun? Mennirnir fimm sem rætt var við nefna allir að almennt geti verið erfitt fyrir fanga að koma aftur út í samfélagið og það sé erfiðara fyr- ir fyrrverandi fanga að fá vinnu. Fordómar geta verið ein af hindr- ununum þegar kemur að því að aðlagast samfélaginu á ný. Fram kemur að lítið sé um úrræði eft- ir afplánun, en eina úrræðið sem snýr heildstætt að föngum er ver- kefni Rauða krossins. Eftir að af- plánun lýkur þurfa fangar tölu- verða aðstoð til að koma sér á réttan kjöl í samfélaginu. Einn mannanna nefnir með- al annars að oft sé ekki hægt að veita fyrrverandi föngum viðeig- andi úrræði af því þeir falla á milli í kerfinu. Nefna má sem dæmi að þeir komast ekki í raunfærn- imat af því fæstir borga í lífeyris- sjóð meðan á afplánun stendur. Margir hafa unnið svarta vinnu áður en afplánun hefst, réttindi eru því ekki mikil hjá þessum hópi þegar líður að lokum afplán- unar. En það er ekki bara í tengslum n Lítið um starfsþjálfun og verknám í fangelsum landsins og fá störf í boði n Fyrrverandi fangar fá á sig stimpil og eiga erfitt með að fá vinnu og húsnæði EINSKISVERT LÍF EFTIR AFPLÁNUN Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.