Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 23
Fiskur og veiði 2019 28. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ
FISH PARTNER:
Ástríða fyrir veiði
Þingvallavatn – Svörtuklettar
„Mögnuð kvöld við Svörtukletta“
Svörtuklettar eru í landi Heiðar-
bæjar 2 við norðvesturhluta
Þingvallavatns. Móakotsá á ós á
svæðinu og leitar urriðinn oft í ósinn
til að melta og í fæðuleit. Svæðið
er þekkt fyrir stóran urriða en þeir
ferðast í torfum með ströndinni.
Þingvallavatn – Kárastaðir
„Sennilega stórbrotnasta svæði
Þingvallavatns“
Kárastaðir eru við norðanvert
Þingvallavatn, skammt frá ósum Öx-
arár sem er helsta hrygningarstöð
Þingvallavatns-urriðans. Urriðinn
sveimar um svæðið í torfum á vorin
og getur veiðin orðið ævintýraleg ef
menn hitta á eina slíka.
Eigendur Fish Partner, Gunn-ar Örn Petersen, Kristján Páll Rafnsson og Sindri Hlíðar
Jónsson, hafa áratuga reynslu af
stangveiði, leiðsögn og skipulagn-
ingu veiðiferða. Það er ástríða fyrir
veiði sem rekur þá félaga áfram
og er óhætt að segja að þeir séu í
draumastarfinu. Þeir þreytast aldrei
á því að kanna nýjar veiðilendur og
kynna ný svæði fyrir veiðimönnum.
Þau svæði sem Fish Partner býður
upp á eru rjóminn af því sem þeir
félagar hafa uppgötvað.
Þingvallavatn – Villingavatnsárós
„Eitt magnaðasta urriðasvæði í
veröldinni“
Villingavatnsárós er magnaðasta
urriðasvæði Þingvallavatns. Eins
og nafnið gefur til kynna á Villinga-
vatnsá ós á svæðinu og urriðinn leit-
ar í ósinn til að melta fæðu. Svæðið
getur gefið ótrúlega veiði og mikið er
af stórum fiski.
Villingavatn (Tjörnin)
„Lítið en leynir verulega á sér“
Villingavatn, eða Tjörnin, læt-
ur ekki mikið yfir sér en geymir
þó mikið af urriða sem margir
hverjir eru mjög stórir.
Þingvallavatn – Kaldárhöfði
„Spennandi kostur í urriða og
bleikju“
Kaldárhöfði er syðsta veiði-
svæðið í Þingvallavatni og nyrsta
svæðið í Úlfljótsvatni. Um er að
ræða mjög fjölbreytt svæði sem
bæði býður upp á urriða- og
bleikjuveiði.
Kaldakvísl
„Leynd perla á hálendinu“
Kaldakvísl geymir ótrúlegan
bleikjustofn og geta stærstu
bleikjurnar orðið allt að 10 pund-
um. Ekki er óalgengt að menn
setji í 5–6 punda fiska. Í Köldukvísl
er einnig að finna urriða sem líka
getur orðið mjög stór.
Tungnaá
„Sjónveiði í kristaltærri hálendisá“
Tungnaá er frekar lítil á og um-
hverfi hennar er mjög sérstakt þar
sem hún liðast kristaltær niður stór-
brotinn jökulfarveg. Mögnuð bleikju-
veiði getur verið í ánni.
Blöndukvíslar
„Víðáttur óbyggðanna“
Vatnasvæðið ofan Blöndulóns
samanstendur af sjö ám og ótal
lækjum sem renna í lónið eða
Blöndu. Krefjandi svæði fyrir æv-
intýragjarna veiðimenn.
Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal
„Paradís þurrfluguveiðimannsins“
Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal er
skemmtilegt silungasvæði með laxavon.
Árbót í Laxá í Aðaldal
„Drottningin“
Laxá í Aðaldal, eða Drottningin
eins og hún er gjarnan kölluð, er
öllum íslenskum veiðimönnum
kunn. Áin er þekkt fyrir að geyma
stóra laxa og ógrynni af vænum
urriða. Árbót er stórskemmtilegt
laxa- og urriðasvæði á austur-
bakka Laxár, gegnt Nessvæðinu
og Laxárfélagssvæðinu.
LAXVEIÐI
ÞÓ SVO AÐ SILUNGSVEIÐI SÉ SÉRSVIÐ FISH PARTNER ÞÁ BÝÐUR FÉLAGIÐ EINNIG UPP Á
SPENNANDI KOSTI Í LAXVEIÐI.
Gljúfurá
„Skemmtileg laxveiði“
Gljúfurá er nett og falleg
þriggja stanga á í Húnavatns-
sýslu. Veiðistaðir í Gljúfurá eru
hver öðrum fallegri og mjög fjöl-
breyttir. Lax, bleikja og sjóbirtingur
gengur í Gljúfurá og þar er einnig
staðbundinn urriði.
Sandá í Þjórsárdal
„Haustveiði í stórbrotnu um-
hverfi“
Þessi tveggja stanga perla
rennur í gríðarlega fallegu, skógi
vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal. Áin
er hliðará Þjórsár og er ein af
aðal hrygningarstöðvum laxins í
efri Þjórsá.
ÖNNUR SVÆÐI:
Sporðöldulón.
Kvíslarveita.
Geldingatjörn.
Hamrar í Hvítá.
SILUNGSVEIÐI
FISH PARTNER BÝÐUR UPP Á ÚRVAL VEIÐISVÆÐA MEÐ URRIÐA
OG BLEIKJU. SILUNGSVEIÐI ER SÉRSVIÐ FÉLAGSINS. BOÐIÐ ER
UPPÁ VEIÐI Á NOKKRUM AF FALLEGUSTU SVÆÐUM LANDSINS.