Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 30
Fiskur og veiði 2019 28. júní 2019KYNNINGARBLAÐ
Hoppukastalar og veislutjöld
fyrir alls konar sumargleði
Tilefnin geta verið allt frá barna-afmæli upp í stóra skemmtun hjá sveitarfélagi eða félagasam-
tökum. Leiguverðið á hoppuköstulum
er frá undir 20.000 krónum dagurinn,
enda eru þeir til í afar mörgum stærð-
um. Það sama má segja um veislu-
tjöldin. Þú getur fengið lítið tjald sem
þú slærð bara upp á lóðinni þinni á ein-
faldan hátt en síðan erum við með tjöld
sem þekja jafnvel þúsundir fermetra.“
Þetta segir Rikharð Sigurðsson hjá
fyrirtækinu Exton, sem sérhæfir sig í
tækjaleigu og þjónustu fyrir margs kon-
ar viðburði. Exton er ekki bara stærsta
og öflugasta hljóðkerfa- og ljósaleiga
landsins. Núna er vertíð sumarveislna
og margvíslegra hátíða undir berum
himni og þá koma hin vinsælu leiktæki
hoppukastalar og tjöld mikið við sögu.
Sem fyrr segir er úrval hoppukast-
ala hjá Exton afar mikið. Í köstulunum
eru rennibrautir eða þrautabrautir og
í boði eru margs konar afbrigði, eins
og til dæmis Sjóræningjahellir, Skjald-
bökuhús og Höfrungakastali. Svo eru
til hoppukastalar fyrir fullorðna, því
maður er aldrei of gamall til að bregða
á leik í Boxhúsinu, Þrautakastalanum,
Wipeoutbrautinni eða einhverjum af
ótal hoppuköstulum Exton.
Einn hoppukastali getur gjörbreytt
viðburðinum og sér til þess að þú
slærð í gegn.
Hjá Exton eru í boði um 30 tegundir af
hoppuköstulum í hinum ýmsu stærð-
um. Veislutjöld, borð, stólar, uppblásin
húsgögn, hljóðbúnaður, batterí LED
lýsing og jafnvel hljóðfæri. Í mörgum
tilfellum fer út heildarlausn sem við
hjálpum fólki að útfæra fyrir hvern
viðburð fyrir sig.
Nánari upplýsingar er að finna á
vefsíðunni exton.is og í síma 575 4600
en fyrirtækið veitir sérhæfða ráðgjöf
um þessi tæki og sér um uppsetningu
þeirra ef þess er óskað. n