Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 4
4 28. júní 2019FRÉTTIR Ég fitna bara þegar ég vil Þ að er tvennt sem Svarthöfði er með bráðaofnæmi fyrir í þessu lífi; sólbaði og forræðishyggju. Svarthöfði hefur því eytt bróðurpartinum af þessu vori og sumri í andnauð, með bólgin augu og í hreint út sagt af- leitu skapi. Það var ekki nóg að fylgjast með manni og öðrum rífa sig úr fötunum um leið og fyrstu sól- arglæturnar létu sjá sig heldur þurfti Svarthöfði að umbera hálfnakið, illa lyktandi og óaðlað- andi fólk hvar sem hann kom. Loksins þegar að fallega silfurgráu skýin létu sjá sig með tilheyr- andi vætu og melankólískri fegurð dundi ann- að áfall yfir. Bévítans forræðishyggjan lét á sér kræla og reis eins og Ketos upp úr sjónum. Allt í einu fannst forræðispésunum sniðugt að setja á sykurskatt, því það hafði virkað svo svakalega vel fyrir nokkrum árum. Svarthöfði er kannski ekki í besta forminu en þarf enga póli- tíkusa til að segja sér að grennast. Svarthöfði grennist bara ef hann nenn- ir. Svarthöfði var líka alinn upp á kandís og kókópöffs og lifir enn ágætislífi. Svarthöfði sér bara eitt í stöðunni – að hamstra hvers lags lakkrísdrullu, gelatín- gums og súkkulaðisull sem hann finn- ur og selja á svarta markaðinum. Ekki má gleyma kolsvörtum drykki Guðanna sem Svarthöfði getur alls ekki verið án. Svarthöfði veltir fyrir sér hvenær fyrrnefndir forræðispésar ætla að fatta að þetta plan þeirra gengur bara alls ekki upp, ekki frekar en borgarlína og ísbjörn í Hús- dýragarðinn. Þegar þú bannar Svarthöfða að gera eitthvað þá streitist hann á móti. Gerir uppreisn. Og í þessu tilfelli – verður spikfeitur. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Íslendingar drekka mest allra þjóða af Coca Cola miðað við höfðatölu. Mánuðir sem hefjast á sunnudegi inni- halda föstudaginn þrettánda. Meðalmanneskjan sofnar á sjö mínútum. Elvis Presley lék í einni sjónvarps- auglýsingu. Plastflöskur voru fyrst notaðar undir drykki árið 1970. Hver er hann n Fæddur á þessum degi á Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi, lést árið 1927. n Faðir hans var dómari. n Hann lærði bæði í Kaupmanna- höfn og Leipzig og menntaði sig langt umfram það sem þá þekktist á Íslandi. n Hann var kennari og tónskáld. n Hann samdi Ó, Guð vors lands, sem síðar varð þjóðsöngur Íslendinga. SVAR: SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON TÓNSKÁLD. É g kem úr fjölskyldu sem stólaði mikið á þessa aðstoð og sömuleið- is þurfti ég mikið á því að halda fyrir þremur árum þegar ég var nýbyrjuð að búa sjálf. Því veit ég hvað þetta er mikilvægt fyrir þá sem þurfa á þessu að halda,“ segir Kristjana Hákon- ía Hlynsdóttir, en hún hrundi af stað söfnun á vefsíðu Gofundme fyrir Fjöl- skylduhjálp Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands mun verða lokuð í júlí og ágúst í sumar og er þetta í fyrsta skipti í sögu samtakanna sem gripið er til sumarlokunar. „Ég hef verið með mánaðarlegar greiðslur til þeirra síðan ég þurfti ekki lengur á þessari aðstoð að halda en ein manneskja getur bara stutt málefnið svo mikið,“ segir Kristjana í samtali við DV. „Eftir því hvernig ég hef upplifað þetta, þá eru tvær gerðir af fjölskyldum hér á landi. Það eru þær sem þurfa á þessari aðstoð að halda og geta því ekki styrkt þetta málefni, og svo þeir sem hafa alltaf lifað svo vel að þessi málefni ná ekki inn fyrir þeirra sjónarsvið.“ Húsaleigan fer síhækkandi Í samtali við DV hafði Ásgerður Jóna Flosadóttir ekki heyrt af téðri söfnun. Hún þvertekur fyrir að Fjölskylduhjálp- in sé að loka fyrir fullt og allt. Staðan sé þó óvenju slæm um þessar mundir þar sem leiguverð hefur snarhækkað. „Við erum ekkert að fara að loka. Við ætlum að vera í önnur 16 ár til viðbót- ar. En það er á hreinu að við verðum að vera ábyrgar í fjármálum af því að við getum ekki leitað í þessa stóru sjóði, öfugt við önnur hjálparsamtök. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að borga 1.200 þús- und á mánuði í húsaleigu, hér í höf- uðborginni og á Reykjanesi. Við það bætist hiti og rafmagn. Það er ein- faldlega þannig að þegar við borgum svona mikið í húsaleigu þá getum við ekki leyft okkur að kaupa matvörur í júlí og ágúst, vegna þess að við verðum að standa vaktina í september. Við vilj- um geta staðið skil á húsaleigu. Þetta er þess vegna algjört neyðarúrræði.“ Ásgerður tekur fram að nytjamark- aðir Fjölskylduhjálparinnar verði áfram opnir í júlí og ágúst. Hún segir marga skjólstæðinga Fjölskylduhjálp- arinnar örvæntingarfulla vegna sum- arlokunarinnar og hafa stofnuninni borist ófá símtöl undanfarið frá fólki í neyð. „Ég er búin að vera í þessu í 25 ár og staðan er alltaf jafn slæm.“ Fjölskylduhjálpin fær eina millj- ón á ári frá ríkinu og aðra milljón frá borginni. Ásgerður segir frjáls framlög halda starfseminni að mestu leyti uppi. „Miðað við allan þennan rekstrar- kostnað þá er það í rauninni krafta- verk að það sé búið að halda þessu gangandi í 16 ár. Við stöndum einar og höfum gert það alveg frá upphafi. Hér er sparað við hverja nögl og við þurf- um að rýna í hverja einustu krónu. Við þurfum að borga fyrir allt og við skuld- um ekki neitt. Ef við hefðum úr millj- ónum að moða, eins og Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri ástandið ekki svona.“ n „Ég væri ekki á lífi í dag ef það væri ekki fyrir Fjölskylduhjálp- ina,“ segir fjögurra barna einstæð móðir á höfuðborgarsvæð- inu, en hún hefur reitt sig á matargjafir Fjölskylduhjálpar- innar undanfarna mánuði. Konan treysti sér ekki til að koma fram undir nafni en verður hér kölluð Lilja. Lilja er öryrki og einstæð móðir fjögurra barna á aldrinum sex til fimmtán ára. Hún greiðir 220 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði og þá er lítið eftir aflögu. „Eins og staðan er þá er allur peningurinn búinn um miðj- an mánuðinn. Ég hef farið mánaðarlega í Fjölskylduhjálpina í rúmlega hálft ár og fengið þar ómetanlega hjálp, brauð og mat og meira að segja sjampó.“ Lilja segist ekki hafa hugmynd um hvernig hún eigi að geta fætt fjölskylduna á meðan sumarlokuninni stendur. „Ég veit ekkert hvert ég á að snúa mér annað. Þetta er rosalega erfitt. Það er bara allt svo dýrt í dag. Auðvitað líður manni ekki vel með að þurfa að leita sér hjálpar. En ég verð að geta gefið börnunum mínum að borða. Ég veit ekki hvað ég get gert, kanski reynt að lifa á jógúrt? Maður reynir bara að spara hverja einustu krónu,“ segir Lilja, en hún sá sig til- neydda til að taka yngstu börnin sín tvö úr leikskólanum í síðasta mánuði þar sem leikskólagjöldin kosta sitt. „Ég er ofboðslega sár og svekkt að það skuli ekki vera hægt að hafa þetta opið. Ég er þakklát fyrir Fjölskylduhjálpina.“ „Sár og svekkt“ „Ég verð að geta gefið börnunum mínum að borða“ n Sumarlokun Fjölskylduhjálpar n Móðir getur ekki fætt börnin Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.