Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐA
Sandkorn
28. júní 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Spurning vikunnar Hvað er ást?
Undarlegt háttalag siðanefndar
F
orsætisnefnd Alþingis hef-
ur úrskurðað að niðurstaða
siðanefndar þingsins um að
þingkona Pírata, Þórhild-
ur Sunna Ævarsdóttir, hafi gerst
brotleg við siðareglur þingmanna
standi. Varðar þetta ummæli Þór-
hildar Sunnu um Ásmund Frið-
riksson, þingmann Sjálfstæðis-
flokks, og háar akstursgreiðslur til
hans árið 2017. Það var svo sem
ekki við öðru að búast að forsætis-
nefnd kæmist að þessari niður-
stöðu þar sem hún var búin að
komast að þeirri niðurstöðu í fyrra
að ekkert benti til refsiverðrar hátt-
semi Ásmundar.
Gott og vel. Kannski gerði Ás-
mundur ekkert af sér. Kannski er
það bara eðlilegt að fá 4,6 millj-
ónir króna endurgreiddar á einu
ári frá vinnuveitanda sínum
vegna aksturskostnaðar. Það eru
nú ekki nema 385 þúsund krónur
á mánuði, sem er talsverð hærri
upphæð en sá sem slefar yfir lág-
markslaun fær á mánuði. Það sem
vekur hins vegar spurningar er að
það virðist ekki vera sama hver er
þegar kemur að siðareglum þing-
manna.
Allir þingmenn þurfa að lúta
siðareglum þar sem þeir meðal
annars skuldbinda sig til að tryggja
að það sem hver þingmaður fær
endurgreitt fyrir útgjöld sín sé í
samræmi við reglurnar. Í reglum
þingmanna er til að mynda kveðið
á um að þingmaður þurfi að leigja
bílaleigubíl keyri hann meira
en fimmtán þúsund kílómetra á
ári vegna starfs síns. Í siðaregl-
um er það tíundað að þingmenn
megi ekki nota aðstöðu sína til að
vinna að eigin hagsmunum eða til
persónulegs ávinnings fyrir sig eða
aðra. Þá er vert að rifja upp að Ás-
mundur hefur sjálfur sagt að hann
vildi ekki leigja bílaleigubíl því
honum fyndist það glataðir bílar,
að hann hafi rukkað Alþingi vegna
aksturskostnaðar í prófkjörsbar-
áttu og að hann hafi fengið endur-
greiðslu frá ríkinu vegna upptöku
á þætti á ÍNN, þó að hann hafi síð-
ar dregið úr því síðarnefnda.
En Þórhildur Sunna er ekki
dæmd brotleg við
siðareglur út af því
að hún var að
ljúga þegar hún
sagði að rök-
studdur grun-
ur væri uppi
um að Ás-
mundur hefði
dregið sér al-
mannafé. Sann-
leiksgildi ummælanna
er nefnilega aukaatriði í úr-
skurði siðanefndar. Brot henn-
ar snúa að háttsemi. Samkvæmt
úrskurðinum sýndi hún stöðu og
störfum Alþingis ekki virðingu og
kastaði rýrð á þingið og skaðaði
ímynd þess.
Þá stendur eftir sú spurning –
Er ekki möguleiki að Ásmundur
sjálfur hafi sýnt störfum Alþingis
óvirðingu og skaðað ímynd þings-
ins? Og er ferli siðanefndar ekki
gjörsamlega meingallað ef á að
taka stök ummæli út fyrir sviga án
þess að meta sannleiksgildi þeirra
og samhengis þegar téð ummæli
voru látin falla? Úrskurðir í eðli
sínu eiga að ljúka málum og öllum
steinum lyft. Nú standa hins vegar
eftir fleiri spurningar en svör. n
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Ósnertanlegur
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri hefur verið í eld-
línunni síðustu vikur og rekur
hvert deilumálið annað. Allt frá
deilum um bílamiðstöð emb-
ættisins til móður sem telur
svo stóra vankanta á rannsókn
lögreglu á meintu kynferðisof-
beldi sem dóttir hennar varð
fyrir af starfandi lögreglumanni
að hún vill afsögn ríkislög-
reglustjóra. Þá er eineltismál
á borði dómsmálaráðuneyt-
isins sem og ólga innan sér-
sveitarinnar. Það er ekkert nýtt
að hitnað hafi undir Haraldi
á rúmlega tuttugu árum sem
hann hefur setið í embætti og
virðist hann ósnertanlegur.
Trekk í trekk dúkka upp alvar-
leg mál sem hann svarar ekki
fyrir í fjölmiðlum og virðist ekki
þurfa að axla neina ábyrgð á.
Það er kaldhæðnislegt í ljósi
þess að hlutverk hans, í laga-
legum skilningi, er að „leiða
lögregluna í landinu og standa
vörð um öryggi borgaranna“.
Umboðsmaður hjólar í
leikarafélagið
Umboðsmaðurinn Árni Björn
Helgason rekur umboðsskrif-
stofuna Creative Artists Iceland
og hefur þekkta leikara á sín-
um snærum. Hann sendir Fé-
lagi íslenskra leikara, FÍL, pillu
í pistli á Facebook og segir
heimasíðu félagsins ekki þjóna
hagsmunum leikara.
Árni virðist setja
fram þá kröfu
að síðan eigi að
vera eins kon-
ar markaðstól
fyrir leikara
þegar leikstjórar leita að
leikurum í verk. Segir Árni að
verið sé að leita að leikurum í
nokkur erlend verkefni og að
síða félagsins sé „til skamm-
ar fyrir félagsmenn“. Í lögum
FÍL er hvergi tekið nákvæm-
lega fram að heimasíðan eigi
að virka eins og umboðsskrif-
stofa heldur sé hlutverk fé-
lagsins fyrst og fremst að gæta
hagsmuna leikara, sérstaklega
er varðar kjarasamninga sem
hefur staðið mikill styr um síð-
ustu ár.
MYND: SKJÁSKOT AF VEF RÚV
MYND: EYÞÓR/DV
Hestöflin heilla Stúlka á reiðnámskeiði
vandar til verka og kembir reiðskjótann af alúð.
„Ást er
það mikilvægasta sem til
er í öllum heiminum.“
Emma Lilja Rizzo, 6 ára
„Blóm.“
Viktoría Fanney Óttars-
dóttir, 4 ára
„Að vera
með glatt hjarta.“
Arnar Gauti Kristinsson,
5 ára (að verða 6
ára)
„Að elska
og þykja vænt um og
hugsa vel um vini sína.“
Ylfa Sól Arnarsdóttir,
8 ára
„Þeir
sem elska hvor
annan og vilja giftast
hvor öðrum.“
Guðný Líneik Guð-
jónsdóttir, 5 ára
„Ást þýðir að
vera ástfanginn og kyssast.”
Hildur Lilja Þorsteinsdóttir,
6 ára
„Ég
veit það ekki, en
ég hef heyrt um mat sem
heitir ástarpungar."
Kristófer Vopni Ótt-
arsson, 5 ára