Skessuhorn - 24.04.1998, Síða 8
ÞAÐ VAR hátíðarbragur yfir öllu í
félagsheimilinu Klifi í Olafsvík s.l.
Iaugardag, þegar fegurðarsamkeppni
Vesturlands fór þar fram. Uppselt
var á skemmtunina, sem fór vel fram
og var öll umgjörð keppninnar að-
standendum hennar til mikils sóma.
Það voru 15 stúlkur sem tóku þátt
í keppninni og áttu þær annasamt
kvöld, því auk þess að koma fram á
sundbolum og síðum kjólum, sýndu
þær fatnað frá nokkrum verslunum
sem styrktu keppnina og má þar
nefna verslunina Nínu á Akranesi og
Vík í Ólafsvík.
Sigurður Höskuldsson söng nokk-
ur frumsamin lög, bæði einn og með
dætrum sínum við góðar undirtektir
áhorfenda.
Kynnir kvöldsins var Héiðarjóns-
son snyrtir.
Auk þess að velja fegurstu stúlkur
Vesturlands var einnig valin sport-
stúlka Vesturlands og þann titil
hlaut Dagný Jónsdóttir frá Akranesi.
Besta ljósmyndafyrirsætan var valin
Dagbjört Emilsdóttir 18 ára frá
Ólafsvík. Stúlkurnar völdu sjálfar
vinsælustu stúlkuna í hópnum og
varð Valdís Eyjólfsdóttir frá Akranesi
fyrir valinu.
Það var rafmögnuð spenna í saln-
um, þegar kom að því að velja feg-
urstu stúlkuna. I fimmta sæti varð
Hildur Isdal Þorgeirsdóttir 19 ára
frá Rifi og í Ijórða sæti Dagbjört Em-
Dagbjört Emilsdóttir frá Ólafsvík
var kosin besta Ijósmyndafyrirsæt-
an, auk þess sem hún hafnaöi í 4.
sæti. Mynd: Helgi Dan.
ilsdóttir frá Ólafsvík. Valdís Eyjólfs-
dóttir 22 ára stúlka frá Akranesi
hafnaði í 3. sæti og Björg Arna
Elfarsdóttir 19 ára frá Stykkishólmi
varð í 2. sæti.
Fegurðardrottning Vesturlands
Valdís Eyjólfsdóttir frá Akranesi var
valin vinsælasta stúlkan, auk þess
sem hún hafna&i í 3. sæti.
Mynd: Helgi Dan.
árið 1998 var valin Lára Dóra Valdi-
marsdóttir 19 ára hárgreiðslunemi
frá Akranesi.
Þær Valdís, Björg Arna og Lára
Dóra munu allar taka þátt í fegurð-
arsamkeppni Islands sem fram fer á
Fjölmenni var í félagsheimilinu Klifi þegar fegur&arsamkeppnin fór fram. Á
myndunum eru nokkrir samkomugesta. Myndir: císii