Skessuhorn - 24.04.1998, Side 11
úpttiýsaunw^.
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998
Blómleg verslun
NÆSTKOMANDI laugardag ætla
hjónin Guðbjöm Oddur skrúðgarða-
meistari og Ingibjörg Aðalsteinsdótt-
ir garðyrkjufræðingur að opna nýja
verslun í húsnæði Borgarprýði á
Akranesi.
Þau hjónin halda um þessar mund-
ir uppá 15 ára afmæli garðyrkju-
stöðvarinnar Borgarprýði. Þar hafa
þau verið með plöntuframleiðslu,
garðaþjónustu og moldarframleiðslu
en verslunin er viðbót við þann rekst-
ur.
í nýju versluninni hyggjast þau
Guðbjöm og Ingibjörg bjóða upp á
allt fyrir garðáhugamanninn, s.s.
plöntur og garðaáhöld hverskonar.
í tilefni af opnuninni á laugardag-
inn verður tilboð á mold og tómata-
plöntum og á sunnudaginn verða
I vikunni var unnib hörbum höndum vib endurbætur á garbyrkjustöbinni
og frágangi verslunarinnar.
tveir sérfræðingar með ráðgjöf á Lúðvíksson sérfræðingur í áburðar-
staðnum. Það era þau Anna Erlends- gjöf, meindýra-, illgresis- og mosa-
dóttir kaktusaframleiðandi og Hjalti eyðingu og tækni fyrir gróðurhús og
Ekki sambobinn sjálfum mér
STURLA BOÐVARSSON, háttvirtur
2. þingmaður Vesturlands, sendir mér
aumum „fyrrverandi þingkjömum
skoðunarmanni ríkisreiknings til
margra ára“ (ekki er nú titillinn neitt
slor) tóninn í Skessuhomi 8. apríl s.l.
Tilefnið er að hans sögn að ég hafði í
sama blaði þann 25. mars s.l. séð
ástæðu til að þakka þingmönnum okk-
ar Vestlendinga fyrir vel unnin störf.
Hann segir þessi umræddu þakkarorð
ekki hafa verið sér til gleði. -Ja, ljótt er
að heyra og kannski falla blessuðum
þingmanninum betur geðillskuskrif,
það fmnst mér leitt.
Tilefni greinarkoms míns þann 25.
mars s.l. var frétt sem birtist í Skessu-
homi 18. sama mánaðar þar sem blað-
ið gerði úttekt á fjárveitingum til Vest-
urlands á þessu ári. Segja má að meg-
inefni greinar minnar birtist í lítilli
töflu sem ég vann upp úr fréttinni og
birtist í greinarkominu og sýndi skipt-
ingu íjárveitinga til Vesturlands í fjár-
lögum ársins 1998. Lesendum til upp-
rifjunar tel ég rétt að endurprenta hana
hér:
1. Akranes:
2. Mýra- og Borgar-
Ijarðarsýsla
3. Dalasýsla
4. Stykkishólmur
5. Gmndarfjörður
6. Snæfellsbær
kr. 26.200.000,00
- 550.000,00
180.000,00
- 25.400.000,00
150.000,00
40.640.000,00
Samtalskr.
93.120.000,00
Við þessa úttekt sér háttvirtur þing-
maður enga ástæðu til að gera athuga-
semd, né heldur við vangaveltur mínar
byggðar á þessari frétt. Því sé ég enga
þörf á að árétta neitt úr fyrra greinar-
korni mínu umfram þetta. Þar stendur
allt óhaggað.
En skoðum örlítið viðbrögð Sturlu
við þessum skrifum mínum. Hann, les-
endur og ekki síst þetta ágæta blað
verða að fyrirgefa mér þótt ég freistist
til að endurbirta hér sýnishom úr þess-
um skrifum hans þó af miklu fleira sé
að taka. Þau hljóta að vera honum
„samboðin". Hann segir m.a.:
1. „Greinin (er) Sveini G. Hálfdán-
arsyni ekki samboðin. Ekki síst þegar
litið er til þess að hún er skrifuð af fyrr-
verandi þingkjömum skoðunarmanni
ríkisreiknings til margra ára. Þar opin-
berar hann ótrúlegan skort á þekkingu
á fjárlögum, auk þess að skrumskæla
einstaka þætti fjárlaga með óforsvaran-
legum samanburði og útúrsnúningi." -
Er nokkur hissa á því að mér hafi ekki
orðið svefnsamt síðan ég las þessi
ósköp!?
2. „Aðferðin er þekkt og gengur út á
það að ala á öfund og tortryggni í garð
nágranna." - Ekki lagast það, þar fer
matarlystin líká og ekki þoli ég það til
lengdar!
3. „Það verður því að líta til þess
Sveinn G. Hálfdánarson
þegar metnar eru fjárveitingar til ein-
stakra staða um hvaða verkefni er að
ræða og um hvað hefur verið sótt. Með
fjárveitingum af fjárlögum er verið að
leggja fram fjármuni til menningar-
starfsemi, til bygginga eða rekstrar
sem era á grandvelli laga en ekki geð-
þóttaákvarðana þingmanna.......Auð-
vitað er það oft vegna óska eða tillagna
frá þingmönnum sem bera viðkomandi
mál sérstaklega fyrir brjósti.“ [letur-
breyting mín.] - Það er nú mergurinn
málsins; þingmenn þurfa að bera mál-
efnin fyrir bijósti ef þau eiga að ná
fram að ganga.
Síðan tekur háttvirtur 2. þingmaður
Vesturlandskjördæmis mig í kennslu-
stund og vill senda mig, mér til fróð-
leiks, uppbyggingar og sennilega end-
urhæfingar vítt og breitt um mitt fagra
og góða Borgarfjarðarhérað. En stað-
reyndin er sú að þar fæ ég lítil svör við
grein minni eða umræddri úttekt
Skessuhomsins á Fjárlögum ársins
1998, sem grein mín byggðist á. Og
einnig fæ ég lítil eða engin svör í
langri grein Sturlu sem ber þó fyrir-
sögnina „Sveini G. Hálfdánarsyni
svarað".
Jafnvel alþingismaður getur ekki
leyft sér það að þykjast vera að svara
skrifum okkar kjósenda en ræða síðan
lítt eða ekki efni það sem um er fjallað.
Það er eins og nemandi í bamaskóla
væri að skrifa um lífshætti músarinnar
en kennarinn gerði síðan sínar athuga-
semdir á grandvelli lífshátta kattarins.
Auðvitað hafa þingmenn Vestur-
lands stutt einstaka framfaramál á
þessu svæði kjördæmisins í gegnum
tíðina, meira að segja þeir sem nú sitja,
en um það var ekki rætt í þessum skrif-
um mínum.
Sturla agnúast eitthvað út í Alþýðu-
flokkinn í grein sinni þó ég skilji nú
ekki tilgang hans með því í svargrein
við skrifum mínum. M.a. vegna þess
að þingmenn hans hafa verið búsettir í
Reykjavík og að sá armi flokkur vilji
gera landið allt að einu kjördæmi. Og
skilja má að þá geti orðið erfitt að lið-
sinna skotveiðifélögum og öðram slfk-
um almannasamtökum. Já, alveg rétt,
Sturla kemur því að í grein sinni að ég
hafi gegnt hreppsnefndarstörfum hér
áður fyrr og til að halda öllum titlum til
haga má bæta því við að eitt sinn var ég
líka varaþingmaður Alþýðuflokksins í
kjördæminu og það fyrir einn sem bú-
settur var í Reykjavík. (Ekki vora nú
afrek mín þar merkileg, svo ekki er von
að hann muni eftir setu minni þar).
Þetta var nú áður en ég yfirgaf Alþýðu-
flokkinn og fylgdi henni Jóhönnu Sig-
urðardóttur í Þjóðvaka, sællar minn-
ingar.
Að lokum þetta: Það er rangt hjá
Sturlu Böðvarssyni, háttvirtum 2. þing-
manni Vesturlands, að umrædd skrif
mín í Skessuhomi hafi gengið út á það
að ala á öfund og tortryggni. Við Borg-
firðingar og Mýramenn viljum veg
allra sveita og byggða á Vesturlandi
sem mestan. En við viljum að þing-
menn okkar Vestlendinga hafi réttlæti
og sanngimi að leiðarljósi og þar finnst
okkur hafa orðið á misbrestur nú.
Sveinn G. Hálfdánarson,
Borgarbyggð.
Sumarafleysingar -
sjúkraflutningar
Starfskraft vantar tii sumarafleysinga og ýmissa
starfa fyrir Sjúkrahús Akraness.
Umsækjandi þarf að hafa aukin ökuréttindi til
mannflutninga. Æskilegur aldur 20 - 30 ár.
Upplýsingar gefur Gísli Björnsson í síma 431
4999 og 431 2291
Sjúkrahús Akraness
11
Guöbjörn Oddur og Ingibjörg í gróbrarstö&inni. MyndirC.E.
sólstofur. gjöf nú á vordögum enda færi áhugi
Guðbjöm Oddur sagði mikið að Skagamanna á garðrækt ört vaxandi.
gera í alhliða garðaþjónustu og ráð-
Heimskringla Reykholti ehf.
Óskum eftir manneskju til sumarstarfa. Starfið krefst þess að
viðkomandi hafi til að bera kunnáttu í erlendum tungumálum,
þjónustulund og lifandi áhuga á sviði sagnfræði og bókmennta.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Heimskringlu í síma
435 1490 eða 435 1112
Símbréf 435 1412.
Miðað er við að gengið verði frá ráðningu eigi síðar en 15. maí
Orðabækur á tilboðsverði
Margar góðar bækur: Laxness, Passíusálmarnir, Orða-
staður og fl. Stórbækur, m.a. Einar Ben, Þórbergur o.fl.
Ljóðasafn Tómasar, íslenskir málshættir, íslensk orðtök,
Spakmæli, Spámaðurinn, Bókin um veginn o.fl. o.fl.
• Pennar og pennasett í úrvali
• Geisladiskar
• Geisladiskatöskur og -standar
• Myndavélar frá Fuji, Pentax og Premier,
verð frá kr. 2.900,-
• Sjónaukar
• Vasareiknar
• Hnattlíkön
• Fróðleikur og leikir í CD - Rom
• Snyrtitöskur (Delsey og fl.)
• Ferðatöskur
• Skartgripir
Bóka tí skemman
Hótel Stykkishólmur
Laugardagskvöld
Harmonikutonleii
Stórsveit harmonikufélags
reykjavíkur,
HUJÓMSVEITIN STORMUR
Einleikarar og hópar
Dundrandi Harmonikuba
.jómsveitin Neistar ásamt
sönkkonunni Örnu Þorsteins
Léttsveit HARMONIKUFÉLAGSINS j
UNNI RAGNHEIÐI HAUKSDÓTT*