Skessuhorn - 30.04.1998, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI
BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262
FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is
Afgreiðsla á Akranesi að Stillholti 18 er opin eftir hádegi virka daga, sími 431 4222
Útgefandi: Skessuhorn ehf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098
Blaðamaður: Helgi Daníelsson, sími 898 0298
Auglýsingar: Magnús Valsson, sími 437 2262
Fjóla Ásgeirsdóttir, sími 431 4222
Hönnun og umbrot: Guðmundur Steinsson, sími 588 4144
Prentun: ísafoldarprentsmiðja
Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00-16:00
Skrifstofan að Stillholti 18 á Akranesi er opin kl. 13-17.
Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu-
dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi
á hádegi á mánudögum . Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk
Kjalarness, Kjósar og Reykhóla.
ÞAÐ MUN vera komið vor. Það merkja menn af því að lóan, tjaldurinn
og krían eru mætt á svæðið og brosa á móti hækkandi sól. Það munu
einnig vera kosningar á næsta leyti. Það sést best á annarskonar fuglum
sem flækjast um sveitir og bæi, ekki síður glaðhlakkalegir. Það eru
frambjóðendur í komandi sveitarstjómarkosningum. Það þarf ekki neina
fuglafræðihandbók til að þeltkja þá. Þeirra auðkenni eru vinalegt bros,
ábúðarfull svipbrigði og þétt handtak. Þeir sjást á samkomum, vinnu-
stöðum, sjúkrastofnunum og íþróttakappleikjum, jafnvel þeir sem hafa
yfirlýsta andúð á íþróttum. Þetta er allt gott og blessað. Gott bros ber að
þakka í hvaða tilgangi sem það er sett fram. Ég velti því hinsvegar
fyrir mér hvort ekki sé hægt að nýta betur þetta jákvæða kosningavið-
mót.
Eins og flestir aðrir Islendingar þarf ég oft að bregða mér í kaupstað
til að afla vista og þótt ég sé alinn upp í þeirri góðu trú að fáist hlutur-
inn ekki í manns eigin kaupfélagi þá þurfi maður ekki á honum að halda
er ég svo nýjungagjam að ég þarf að versla sem víðast og iðulega hluti
sem ég hef ekkert við að gera. Ég er þar að auki svo bamalegur að halda
að verslunar- og þjónustufólk eigi að vera ákaflega ánægt að fá mig í
sínar verslanir og þjónustumiðtöðvar, ekki eingöngu vegna þess hversu
glæsilegur ég er að vallarsýn og bráðskemmtilegur, heldur vegna þeirra
fjármuna sem ég læt í té fyrir viðkomandi vöm og þjónustu. Þetta hef ég
misskilið eins og svo margt annað.
Lengi vel hélt ég að þetta væri eitthvað persónulegt gagnvart mér en
ég hef komist að því að svo er ekki. Ég hef séð fjölmarga aðra viðskipta-
vini valda afgreiðslufólki armæðu og leiðindum með því að eiga við það
viðskipti. Víða fær maður það á tilfinninguna að þjónustulund sé eitt-
hvað sem er uppselt fyrir löngu og hætt að ffamleiða. Sumir em að vísu
þeirrar skoðunar að vingjamlegt bros, og „góðan daginn“, sé sjálfsagð-
ur kaupbætir en oft sýnist manni að það þurfi flóknar skurðagerðir til að
kalla það ffam á andlitum einstaka afgreiðslufólks. Oft hef ég einnig
velt því fyrir mér hvort ég sjáist illa, þótt ég hafi fram til þessa talið mig
nokkuð áberandi í útliti. Samt sem áður hef ég stundum staðið langtím-
um saman framan við afgreiðsluborð án þess að snoppufríðar af-
greiðslustúlkumar veiti mér nokkra athygli heldur halda þær áfram að
ræða brýnni mál. Ég get svo sem ekkert kvartað. Fyrir bragðið veit ég
upp á hár hverjum Sigga svaf hjá í gær, af hverju Nonni barði Gvend og
vegna hvers Bibbi og Búbba voru að skilja í fjórða sinn. Allt eru þetta
nauðsynlegar upplýsingar og kannski frekja að vera með einhverja óþol-
inmæði þótt maður fái ekki afgreiðslu fyrr en undir kvöld.
Ég er nú þannig gerður að mér finnst það leiðinlegt ef ég er að valda
viðkomandi fólki ónæði með nærvem minni. Ég viðurkenni að stundum
hef ég kannski ekki mikið að gera inn í viðkomandi verslanir. Ég er
hugsanlega að höndla einn kaffipakka, eina vesæla samloku eða annað
smálegt sem tekur því vart að afgreiða. Því hef ég stundum reynt að
bæta um betur ef mér sínist það á svipmóti viðkomandi afgreiðslumanns
eða konu að ég sé bévítans nánös og fer jafnvel fram úr fjárlögum til að
reyna að létta lund viðkomandi. Það hefur þó lítinn árangur borið. Oft-
ar en ekki virðist mér gremjan frekar aukast en hitt eftir því sem ég
kaupi meira.
Ég er nú ekki að halda því fram að allir sem leggja stund á verslun
og þjónustu séu upp til hópa fúllyndir durtar. Ég gæti bent á fjölda fólks
í slíkum störfum hér á Vesturlandi sem er til hreinnar fyrirmyndar en
það er mín skoðun að almennt eigi þjónustulundin ekki að vera geymd
inni á lager. Ég geri það því að tillögu minni að hér eftir verði það fyrst
og fremst fólk í afgreiðslu- og þjónustustörfum sem valið verður á fram-
boðslista til sveitarstjómarkosninga. Þá getur maður a.m.k. átt von á
brosi í næstu búð á fjögurra ára fresti.
Með bros á vör.
Gísli Einarsson
Starfsmenn Hönnunar og rábgjafar á Akranesi: F.v. Bergsteinn, jóhannes
og Sæmundur.
Hönnun og ráö-
gjöf á Akranesi
NÝVERIÐ var stofnað á Akranesi ný
verkfræðistofa, Hönnun og ráðgjöf,
og er hún til húsa á Garðabraut 2.
Stofnendur og eigendur em Berg-
steinn Metúsalemsson, Hönnun og
ráðgjöf Reyðarfirði og Hönnun hf. í
Reykjavík. Að sögn Bergsteins verð-
ur góð samvinna á milli þessara
verkfræðistofa. Starfssvið verkfræði-
stofunnar er öll almenn verkfræði-
þjónusta.
I samvinnu við ísgraf ehf. starf-
rækir Hönnun og ráðgjöf fyrirtækið
Loftmyndir ehf. sem sérhæfir sig í
loftmyndatökum og gerð stafrænna
kortagrunna. Stofan er vel tækjum
búin til allrar tölvuvinnslu og til
landmælinga hefur hún yfir að ráða
einum fullkomnasta búnaði sem völ
er á í GPS-tækni frá TRIMBLE.
Starfsmenn stofunnar em þeir Berg-
steinn Metúsalemsson, Jóhannes
Snorrason og Sæmundur Víglunds-
son.
Landafundur
í Snæfellsbæ
LÖGREGLAN í Snæfellsbæ gerðu
65 lítra af gambra og 75 lítra af landa
upptæka í Snæfellsbæ s.l. laugar-
dagskvöld. Umræddar framleiðslu-
vömr fundust í heimahúsi og í beitn-
ingaskúr í bæjarfélaginu. Að sögn
lögreglunnar í Snæfellsbæ var einn
maður handtekinn vegna málsins og
viðurkenndi hann að eiga drykkjar-
vömmar. Málið er því upplýst.
Landafundurinn átti sér nokkum að-
draganda og var rannsóknin unnin af
lögreglunni í Snæfellsbæ, Stykkis-
hólmi og Gmndarfirði.
Framboöslisti í
Borgarfiröi
I NÝJU sveitarfélagi fjögurra hreppa
í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar
hefur verið lagður fram framboðslisti
til sveitarstjórnarkosninga undir
nafninu Breiðfylking í Borgarfirði.
„Að framboðinu stendur hópur fólks
sem setti sér það markmið að búa til
öflugan lista sem byggði á breiðum
gmnni. Málefnavinnunni er að ljúka
en listinn byggir sína stefnu að miklu
leyti á þeirri vinnu sem unnin var í
tengslum við sameiningu sveitarfé-
laganna auk þess sem atvinnumálin
verða væntanlega gmndvallaratriði í
störfum næstu sveitarstjómar", sagði
Sveinbjörn Eyjólfsson formaður
undirbúningsnefndarinnar.
Listinn er þannig skipaður:
Ríkharð Brynjólfsson, kennari
Hvanneyri
Agústa Þorvaldsdóttir, bóndi Skarði
Bergþór Kristleifsson, ferðaþjón-
ustubóndi Húsafelli
Þórir Jónsson, smiður Reykholti
Sigurður Jakobsson, bóndi Varma-
læk
Vaka Kristjánsdóttir, hjúkmnarfræð-
ingur Nesi
Ingibjörg Konráðsdóttir, kennari
Hýmmel
Jónína Heiðarsdóttri, húsmóðir
Múlakoti
Unnsteinn Snorrason, nemi Syðstu
Fossum
Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi
Skálpastöðum.
Sumarið er á næsta leiti og yngri kynsló&in bí&ur ekki bo&anna heldur er
fljót a& færa leiksvæðið út í vorblí&una.
" ssBsaiigaQBH
Hagnabur
af FB
AÐALFUNDUR Fiskmarkaðs
Breiðafjarðar var haldinn ný-
lega. Þar kom fram að hagnað-
ur fyrirtækisins var tæplega
1,9 milljónir króna á síðasta ári
en árið á undan var hagnaður-
inn 3,5 milljónir. Það em
vaxtagjöld af fjárfestingum
sem skýra fyrst og fremst
minni hagnað árið 1997. Útlit-
ið er gott fyrir þetta ár en eins
og fram kom í Skessuhomi
fyrir skömmu hefur meðalverð
verið frekar hátt að undan-
fömu.
Framkvæmdastjóri FB er
Tryggvi Leifur Óttarsson.
Fullur
fjöröur af
físki
NÝLEGA var Breiðafjörður-
inn opnaður aftur fyrir veiði
eftir hálfsmánaðar hrygningar-
stopp. Að sögn sjómanna á
Snæfellsnesi hefur verið mok-
fiskerí á firðinum ffá því opn-
að var og ólyginn heimilda-
maður Skessuhoms sagði að
vart væri hægt að koma niður
veiðarfæmm fyrir ftski. Veiði
hefur einnig verið góð að und-
anförnu hjá þeim bátum sem
hafa verið að sækja lengra.
Meira
sement
FYRSTU þrjá mánuði ársins
1998 hefur sala Sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi aukist
um 30% í samanburði við
sömu mánuði síðasta árs. Svip-
aðar tölur hafa ekki sést frá ár-
inu 1988 en eftir það fór að
draga úr sementssölu.
Astæða aukinnar sölu em
stóraukin umsvif í þjóðfélag-
inu og vega þar þyngst stór-
verkefni á borð við álvers-
byggingu á Grundartanga,
Hvalfjarðargöng ofl.
Guömundur
Runólfsson
hf. á Verö-
bréfaþing
NÚ í vikunni vora hlutabréf í
Guðmundi Runólfssyni hf. í
Gmndarfirði skráð í fyrsta
skipti á Verðbréfaþingi ís-
lands. Fyrirtæki þurfa að upp-
fylla ýmiss skilyrði til að svo
væri hægt og uppfyllir GR hf.
þau nú öll. Nýlega var boðið út
hlutabréf f fyrirtækinu fyrir
rumlega 30 milljónir króna að
nafnvirði og seldust þau öll.