Skessuhorn - 30.04.1998, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
Vill ekki vera í fjósi
á þessum bæ
Rætt við Jóhann Ársælsson fyrrverandi bankaráðsmann í Landsbankanum
EINS OG MÖNNUM er kunnugt
sagði Jóhann Arsælsson sig úr
bankaráði Landsbankans í síðustu
viku. Jóhann rekur bátasmiðjuna
Knörr ehf. á Akranesi og sat á Al-
þingi fyrir Alþýðubandalagið á Vest-
urlandi kjörtímabilið 1991-1995.
Skessuhom ræddi við Jóhann í síð-
ustu viku um úrsögnina og framtíð
hans og Landsbankans.
„Það voru tvö aðalatriði sem réðu
úrsögn minni úr bankaráði,“ sagði
Jóhann. „Menn em sannfærðir um
að bankaráðið hafi ekki staðið sig og
það mun ekki breytast. Annað er það
að mér hefur ekki líkað hvemig ráð-
herra hefur beitt valdi sínu og með
úrsögn minni mótmæli ég því. Það er
með öllu óþolandi að viðskiptaráð-
herra komi fram með þeim hætti sem
hann gerði. Þegar ég er skipaður í
bankaráð notar hann aðstöðu sína til
að krefjast samstöðu um það fyrir-
komulag að þrír bankastjórar séu við
bankann, jafnvel þótt hann vissi um
skoðanir mínar og sumra annarra á
því máli. Síðan þvingar hann banka-
ráðið til að samþykkja sína tillögu að
ráðningu nýs bankastjóra í stað
þeirra þriggja sem sögðu af sér á
dögunum. Mín niðurstaða varð því
einfaldlega sú að ég er ekki tilbúinn
til að vera í fjósi á þessum bæ.
Spumingin sem eftir stendur er sú
hvort ég sé að ljúga eða ráðherrann.
Ég stend við það sem ég hef sagt
hvenær sem er og hvar sem er.“
Treysti þeim ekki fyrir húshom
Aðspurður um hvort hann myndi
fylgja þessu máli frekar eftir sagðist
Jóhann tæpast hafa aðstöðu til þess
sjálfur en kvaðst vonast til að Alþingi
tæki málið upp. „Ég myndi fagna því
ef þetta gæti orðið til þess að menn
skoðuðu hvert starfssvið og vald ráð-
herra á að vera varðandi hlutafélög í
eigu ríkisins. Það þarf að liggja ljóst
fyrir hvort ráðherrar eigi að hafa
sama vald og þeir væm eini hluthaf-
inn og geti ráðskast að vild með þá
sem em skipaðir í trúnaðarstöður
samkvæmt lögum. Ég vona að menn
muni átta sig á því hvað það í raun og
vem þýðir. Við höfum dæmi eins og
SR mjöl og þar hræða sporin. Það em
mörg stór mál framundan þar sem
ríkisstjómin hefur lýst því yfir að
/hún ætli að selja hlut ríkisins í mörg-
um stómm fyrirtækjum. Þá þarf að
vera á hreinu hvort menn ætla að
hugsa um hagsmuni ríkisins eða ein-
hverra annara. Ég verð að segja það
eins og er að ég treysti þessum
mönnum ekki fyrir húshom með hf
upp á vasann.“
Rá&herra í matador
Jóhann sagðist óttast sameiningu
ríkisbankanna og Islandsbanka en
mikill þrýstingur væri frá hluthöfum
þar. „Ég sé mikla hættu á því að sam-
eining eigi sér stað þannig að ríkið
eignist tiltekið hlutafé í sameinuðum
banka og þegar upp verði staðið hafi
hlutafé núverandi hluthafa Islands-
banka hækkað óeðlilega mikið. Ef
menn meina það í raun, sem ég ætla
svo sannarlega að vona að sé ekki, að
ráðherra eigi að hafa vald til að spila
matador með hlutafélög í eigu ríkis-
ins þá em spilapeningar viðskipta-
ráðherra um 20 milljarðar, sem er
samanlagt eigið fé þeirra fyrirtækja
sem hann hefur yfir að ráða. Ég vona
að menn geri sér grein fyrir hvað get-
ur gerst þegar viðkomandi aðilar eru
ekki of fastir í fætumar hvað varðar
viðskiptasiðferði. Þá þarf að velta
fyrir sér tilganginum með því að
skipa fulltrúa stjórnarandstöðu í
stjómir fyrirtækja sem ráðherra hefur
vald til að leika sér með. Ég teldi þá
hreinlegra að hann hefði bara sína
húskarla."
Einn á báti
Eins og fram hefur komið er Jó-
hann sá eini úr bankaráði sem sagt
hefur af sér þrátt fyrir þrýsting frá
einstökum þingmönnum og almenn-
ingi á aðra að fylgja því fordæmi.
Hann kvaðst þó ekki hafa orðið fyrir
neinum vonbrigðum með ákvarðanir
hinna að sitja sem fastast. „Ég býst
við að allir hafi velt málinu fyrir sér
frá öllum hliðum en það var aldrei
rætt um neina hópútgöngu. Þetta var
ákvörðun sem ég tók fyrir mig einn
og sjálfur án tillits til hvað hinir ætl-
uðu sér. Þetta er persónubundið mat
og málið lítur greinilega ekki eins út
fyrir öllum. Ég gerði mér grein fyrir
að ég gæti orðið sá eini sem gengi út
en það breytti því ekki að ástæðan er
að mínu mati jafn gild.
Aðspurður um sína pólitísku fram-
tíð í ljósi atburða síðustu viku og
hvort hann hyggðist vera aftur í
framboði til Alþingis á næsta ári
sagðist Jóhann ekki geta svarað
neinu þar um. „Úrsögn mín úr banka-
ráði er einstök ákvörðun óháð öðrum
hlutum. Það er hinsvegar útilokað að
svara því í dag hverjir verða í ffam-
boði til næstu Alþingiskosninga. Það
er t.d. ekki mitt að ákveða hvort ég
yrði settur á framboðslista þótt ég
vildi það sjálfur. Það er með öðrum
orðum ekkert samhengi hér á milli.“
Jóhann var á tímabili sterklega
orðaður við framboð til bæjarstjóm-
arkosninga á Akranesi í vor en hann
sat um árabil í bæjarstjóm fyrir Al-
þýðubandalagið. Sú saga komst m.a.
á kreik að hann yrði bæjarstjóraefni
Akraneslistans en nafn hans er hins-
vegar ekki á listanum. „Eins og
gengur koma alltaf upp hugmyndir í
umræðunni sem hafa ekki neitt á bak
við sig. Spurningunni um bæjar-
stjórastólinn svaraði ég á þá leið að
ég væri ekki rétti maðurinn í starf-
ið og það er einfaldlega mín skoð-
un,“ sagði Jóhann Arsælsson að lok-
um.
Félagsheimilið Braulartunga í Borgarfirði
Upplagt fyrir ættarmót og allskyns mannfagnaði.
Sundlaug, íþróttavöllur og tjaldstæði á staðnum.
Upplýsingar og pantanir í síma 435 1446
Jóhann Ársælsson. Mynd c.e.
Langflottastir!
Þeir voru langflottastir þessir kátu knattspyrnukappar sem Ijósmyndari Skessuhorns hitti í Grundarfir&i fyr-
ir skömmu. Þeir voru ekki í vafa um hverjir væru bestir. Þeir sjálfir au&vitab! Mynd H.Dan.