Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.1998, Síða 6

Skessuhorn - 30.04.1998, Síða 6
6 Q0°1 RMMTUDAGOR 3Ö: A'PFÍÍL 1998 ^Kiááunu.. Öflugl starf í Æskiáý&s- búöum KFUM oq K í Ölven Sé& heim a& Ölveri. Sumarbústaður Kristrúnar er til hægri á myndinni. í ÖLVERI, í kjarrivöxnu landi undir hlíðum Hafnarfjalls í 25 km. fjarlægð frá Akranesi og 5 km. frá Borgarnesi, hafa KFUM og K á Akranesi rekið sumarbúð- ir fyrir börn og unglinga um ára- bil. Senn Iíður að því að fyrstu hóparnir komi þangað til dvalar, þvf starfsemin hefst þar í byrjun júní og lýkur um miðjan ágúst. Til þess að fræðast nánar um starfið í Ölveri og upphaf þess, gengum við á fund Sveinbjargar Arnmundsdóttur, sem í nær hálfa öld hefur starfað að þessum mál- um. Þrátt fyrir að hafa fyllt sjötíu árin, er Sveinbjörg full af eld- móði og áhuga og starfar hún enn við sumarbúðirnar. Kristrún í Frón byrjaói í Skátafelli Það var Kristrún Ólafsdóttir, kennd við Frón á Akranesi, sem hóf þetta starf. KFUM rak sum- arbúðir fyrir drengi í Vatnaskógi og var Kristrún þar ráðskona um tíma. Sr. Friðrik hvatti hana til að gera eitthvað svipað fyrir stúlkur, sagði Sveinbjörg. Það var svo í ágúst 1940 að hún byijaði sum- arstarf fyrir stúkur í Skátafelli í skála Akranesskáta sem stóð rétt þar sem vatnsþróin er undir Akrafjalli. Sveinbjörg sagðist hafa aðstoðað Kristrúnu ásamt fleirum við þetta starf, sem var heldur frumstætt í byrjun, en þó ágætt miðað við kröfur á þeim tíma. Skátaskálinn var lítill og rúmaði ekki allar stelpurnar og urðu því sumar að sofa í tjaldi. I tjaldinu var einnig eldað, auk þess sem þar voru haldnar sam- eiginlegar bænastundir. Sveinbjörg sagði að Ivristrún hefði með áhuga og dugnaði haldið áfram þessari starfsemi í Skátafelli allt til ársins 1947, er hún hætti þar, enda þrengsli mikil. Næstu ár voru sumarbúð- irnar í hermannabragga að Görð- um, sem hún fékk til afnota án endurgjalds, og í Vatnaskógi. Starfsemin flutt í Ölveri Þá kom að því, að það þurfti að finna starfseminni annan og betri stað. Árið 1952 tók Kristrún á leigu skála í Ölveri undir Hafnarfjalli, sem þá var í eigu Sjálfstæðisfélaganna á Akra- nesi og flutti sumarbúðirnar þangað. Árið eftir keypti hún skálann og síðan hafa sumar- búðirnar verið reknar þar, eða í 45 ár. Árið 1995 var landið keypt, en það er 7 hektarar. Sveinbjörg sagði að margt hefði breyst í Ölverii á þessum árum. Uppbyggingin væri ótrú- leg, sérstaklega þegar haft er í huga að mest allt hefur verið unnið í sjálfboðavinnu. Það eru ekki tök á því að segja hér frá allri uppbyggingunni, sem átt hefur sér stað í Ölveri á und- anförnum árum og áratugum, en hún er eins og áður sagði, mjög mikil og nú er öll aðstaða þar eins og best verður á kosið. Það er óhætt að fullyrða, að börnunum sem dvelja í Ölveri Iíður vel. Staðurinn bíður uppá ómælda möguleika til útiveru. Farið er í leiki og íþróttakeppnir eru haldnar, enda er þar mjög góður íþróttavöllur Iagður grasi. Ef ekki viðrar til útileikja er hægt að fara í leikskálann. Ný- lega kom heitur pottur og nýtur hann mikilla vinsælda enda óspart notaður. I nágrenninu eru margar skemmtilegar gönguleið- ir, þannig að engum þarf að leið- ast í Ölveri hvernig sem viðrar. Þá er þess ógetið að daglega er Sveinbjörg og Kristrún fræðsla um kristna trú og bíblí- una. Mikið er sungið og hver dagur endar með kvöldvöku, þar sem börnin skemmta hvert öðru með allskonar leikjum og leikrit- um. Auk húsakynna sem beint heyra undir starfsemina, er sum- arbústaður í næsta nágrenni. Kristrún Ólafsdóttir lét byggja bústaðinn fyrir sig. Þar dvaldi hún megnið af árinu síðustu árin. Bústaðurinn er nú að mestu notaður fyrir starfsfólk og gesti. 260 börn á sumrl Sveinbjörg hefur verið for- stöðukona í Ölveri s.l. 10 ár en lætur nú af því starfi. Aðspurð um starfsemina á komandi sumri sagði hún, að það yrðu 8 flokkar stúlkna á aldrinum 7-11 ára og einn flokkur drengja á aldrinum 7-10 ára. Hún sagði að það kæmust 42 börn í hvem flokk. Starfsemin hefst 4. júní og er hver flokkur í eina viku í senn. Síðasti flokkurinn er til 11 ágúst og þá lýkur sumarstarfinu. Börn- in sem dvelja í Ölveri koma víðs- vegar að af Iandinu, en að meðal- tali hafa verið þar 260 börn á ári á undanförnum árum. Sunnu- daginn 16 ágúst er svo árleg kaffisala til ágóða fyrir starfsem- ina. Þá eru sumarbúðirnar til Ieigu á öðrum tímum ársins og eru þær talsvert notaðar af hóp- um frá kristilegu- og kirkjustarfi. Eins og áður er að vikið var það Kristrún Ólafsdóttir, eða Kristrún í Frón, sem lagði grunn- inn að þessu starfi og helgaði því líf sitt og krafta sína til hinsta dags, en hún lést í janúar 1993, hátt á níræðis aldri. Hún ánafn- aði sumarbúðunum í Ölveri allar eigur sínar, eftir sinn dag. I dag eru Sumarbúðirnar í Ölveri sjálfseignarstofnunsem og nýtur engra opinberra styrkja utan þess að Akranesbær hefur styrkt starfsemina um 50 þús. krónur á ári til margra ára, þar til nýverið að styrkurinn var lækkað- ur í 25 þúsund krónur. Stjórn Æskulýðs- og sumarbúðanna að Ölverii skipa nú: Þuríður Þórðar- dóttir sem er formaður. Haf- steinn Kjartansson varaform., Ingólfur Örn Þorbjörnsson gjald- keri og Lára Dröfn Gunnarsdótt- ir ritari. Sveinbjörg Arnmunds- dóttir og Axel Gústafsson eru meðstjórnendur. Nýfæddir Vesl lendingar 18. APRÍL - Drengur. Foreldrar: Guðrún Þóra Ingþórsdóttir og Finnur Þór Haraldsson Háafelli Búðar- dal. Ljósmóðir: Anna Elísabet 23. APRÍL — Drengur. Foreldrar: Helga Sigurðar- dóttir og Jóhannes Símonar- son. Ljósmóðir: Anna Björns- dóttir. Við bjóðum nýja Vestlendinga velkomna á svæðið: 22. apríl — Meybarn. Foreldrar: Lára Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Magnússon. Ljósmóðir: Jónína Ingólfsdóttir. Vi& tjaldió í Skátafelli ári& 1941 Stjórn Æskulýðs- og sumarbú&anna í Ölveri: Þuríður Þór&ardóttir, Sveinbjörg Arnmundsdóttir, Lára Dröfn Gunnarsdóttir, Gústaf Axelsson, Hafsteinn Kjartansson og Ingólfur Örn Þorbjörnsson. Mynd: Hdan. Stúkurnar sem voru í fyrsta hópnum í Skátafelli 1940. Fremstar eru þær Arnfrföur Armundsdóttir og Valger&ur Magnúsdóttir frá Söndum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.