Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.1998, Page 9

Skessuhorn - 30.04.1998, Page 9
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 9 L/ntsaunu... PENNINN Frumkvæí)irtil framtíbar „Þetta er láglaunasvæði, hér skortir alla samstöðu, unga fólk- ið kemur ekki heim aftur“ Svona setningar hafa heyrst oft og víða síðustu árin. Er þetta satt og rétt? Skortir okkur Borgfirðinga metnað og samstöðu, nýja hugs- un og sóknarhug? Bíðum við bara eftir því að ein- hver utanaðkomandi færi okkur ný atvinnutækifaeri og hálauna- störf upp í hendumar? Því trúi ég ekki, því ef svo er þá getum við pakkað saman strax. Nýverið hefur verið efnt til umræðu meðal almennings um þessi mál. Markaðsráð Borgar- fjarðar reið á vaðið og efndi til fjögurra umræðukvölda í sept- ember s.l., í samvinnu við At- vinnuráðgjöf SSV. Þar kom sam- an fólk víðs vegar að úr hérað- inu, báðum sýslum. I haust efndi Atvinnumála- nefnd Borgarbyggðar til um- ræðna um atvinnumál og skipaði vinnuhópa fólks úr sveitarfélag- inu. Til stóð að niðurstöður þeirrar vinnu kæmu út í febrúar en eitthvað hefur þeim seinkað. Það hefur greinilega komið fram að í héraðinu skortir fólk ekki hugmyndir, né vilja til sam- stöðu. Einhver verður þá að hafa frumkvæðið og ekki er óeðlilegt að það séu sveitarstjórnir. Oft var þörf, en nú er nauðsyn! Nauðsyn á stórátaki í atvinnu- þróun og atvinnumálum. Það er rétt að hér eru fá há- tekjustörf, sjávarútvegur ekki til staðar, en hér er fyrir hendi mik- il þekldng í margs konar iðnaði. T.d. í matvælaiðnaði tengdum Iandbúnaði sem er okkar frum- framleiðslugrein. Hví skyldi sá iðnaður ekki geta skilað okkur, og þjóðarbúinu, jafn miklum tekjum og arði og fiskvinnslufyrirtækin? Hver segir að kétið sé ekki- líka matur á vort daglega borð? Eða boðlegt til út- flutnings? Hér er þegar eitt matvælafyrir- tæki sem er í sókn á erlendum markaði. Hér er mikil þekking og reynsla í grænmetisræktun. Hér er komin töluverð upp- bygging og þekking í ferða- mannaþjónustu, en það er sú at- vinnugrein sem mestur vaxtar- broddur er í í veröldinni. Svona mætti áfram telja. Brýna nauðsyn ber nú til þess að byggja upp arðbæra atvinnu til franptíðar bæði í Borgarnesi og annars staðar í sveitarfélaginu. Slíkt ber að gera eftir faglega úttekt á möguleik- um landssvæða og landgæðum. Einnig þarf að standa vörð um Á INTERNETJNU www.aknet.is/ borgarfjardarlistinn borgarfjandarlistinn @aknet .is og efla þau atvinnutækifæri sem þegar eru til staðar, t.d. í nálægð við menntastofnanirnar. Svo vikið sé að hring- veginum, mun megin áhrifaþátt- ur í uppbyggingu atvinnulífs í framtíðinni tengjast nærveru okkar við þjóðveg nr. 1, einkum í Borgarnesi. Staða bæjarins er einstök að því leyti að þar eru og verða um ókomin ár ein fjölförnustu gatnamót á landsbyggðinni. Slík sóknarfæri ber að nýta, en hafa ber í huga að mikil umferð og umsvif hafa einnig ókosti og þá verður að Iágmarka með öllum tiltækum ráðum. Borgarbyggðarlistinn hefur það að markmiði að tryggja nægjanlegt framboð lóða með góðu rými fyrir verslun og þjón- ustu sem verði í góðum tengsl- um við hringveginn. Það er ekki vilji Borgarbyggð- arlistans að sveitarfélagið Ieggi fjármagn í atvinnustarfsemi á þann hátt sem gert hefur verið undanfarin ár. Allir vita að þar hafa tapast umtalsverðir fjár- munir. Hins vegar er öllum Ijóst að áhættufjármagn vantar í at- vinnustarfsemi í héraðnu. Borgarbyggðarlistinn vill beita sér fyrir því að leita samstöðu um stofnun Atvinnuþróunar- sjóðs Borgarfjarðar hf. í sam- starfi við önnur sveitarfélög og fjármálastofnanir í héraðinu. Sjóð, sem verði rekinn á fagleg- um grundvelli. Hlutverk hans verði tvíþætt: 1) að auðvelda stofnun nýrra fyrirtækja, með hlutafjárþátt- töku, og að greiða fyrir nýsköpun í þeirri atvinnustarfsemi sem er til staðar, með sama hætti. 2) að skapa skilyrði til þess að sveitarfélagið geti hætt beinum afskiptum og/eða þátttöku í at- vinnurekstri. Borgarbyggðarlistinn vill ein- nig taka upp þá vinnureglu að bæjarfulltrúar sitji ekki í stjórn- um þeirra fyrirtækja sem sveitar- félagið á f nú þegar. Vænlegra er að sveitarfélagið skipi fagfólk á sviði stjórnunar og reksturs sem fulltrúa sína í stjórnir þessara fyrirtækja. Borgarbyggðarlistinn hefur á að skipa kraftmiklu fólki sem mun hafa bjartsýni, samheldni, frumkvæði og fagleg vinnubrögð að leiðarljósi á næsta kjörtíma- bili. Virkjum þann kraft og þá þekkingu sem við búum yfir og sækjum okkur nýja þar sem þörf er á. Verið sæl að sinni. Kristín Þorbjörg Halldórsdóttir 1. maður á lista Borgarbyggð- arlistans. Hagyrðingakvöld Verður haldið í Brautartungu fimmtu- dagskvöldið 30. apríl kl. 21.00. Þáttakendur: Dagbjartur Dagbjartsson, Gunnar Thorsteinsson, Helgi Björnsson, Vigfús Péturs- son og Þórdís Sigurbjörnsdóttir. Stjórnandi verður Kristján B. Snorrason úr Borg- arnesi. Leikdeildin flytur leikgerð úr Þorpinu eftir Jón úr Vör í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Flutt verður gömul ríma eftir Þorstein Kristleifs- son um bændur og húsfreyjur í Lundarreykjadal. Samkomugestir botna hálfkveðnar vísur. UMF Dagrenning Atvinna Vantar fólk til starfa Næg atvinna framundan. Erum að Ijúka við að mála glæsilega sundlaug í Grafarvogi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum Skessuhorns-Pés- ans í Borgarnesi og á Akranesi. Híbýlamálun Garðars Jónssonar sími 431 2646 og 896 2356 Málningarverktakar Á toppnum án tóbaks. SNÆFELLSBÆR Snæfellsbær Auglýsing um framboðsfrest vegna sveitarstjórnarkosninga í Snæfellsbæ 23. maí 1998. Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Snæfellsbæ 23. maí 1998 rennur út kl. 12.00 á hádegi, laugardaginn 2. maí 1998. Framboðslistar skulu hafa borist formanni yfir- kjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma. Yfirkjörstjórn verður í Grunnskólanum í Ólafsvík, laugardaginn 2. maí 1998 frá kl. 11.30 til 12.00 og veitir þar framboðslistum viðtöku. Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar. Auglýsing frá yfirkjörstjórn Andakíls-, Lundarreykjadals-, Reykholtsdals- og Hálsahreppa Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnakosninga 23. maí 1998 rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 2. maí n.k. Kosið er sameiginlega til sveitarstjórnar í ofangreindum hreppum, sbr. samþykkt hreppsnefnda þeirra 2. apríl 1998. Yfirkjörstjórn verður í Kleppjárnsreykjaskóla laugardaginn 2. maí kl. 11-12 og tekur á móti framboðs- listum. Um frágang þeirra er vísað til VI. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. í yfirkjörstjórn Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri Guðlaugur Óskarsson, Kleppjárnsreykjum Þórður Stefánsson, Arnheiðarstöðum Heilsuefling hefst hjá þér. Langar þig til r * að bæta heilsuna með aukinni hreyf- ingu, bættu mataræði og heilbrigðari lífsháttum? Við viljum aðstoða þig! Við bjóðum uppá: Heilsufarsmat með mælingum t.d. á blóðþrýst- ingi og könnunum á mataræði og hreyfingu. Ráðgjöf um heilsueflingu t.d. hvernig hefja skal líkamsrækt, breyta mataræði eða hætta að reykja. Nánari upplýsingar og tímapantanir á Heilsu- gæslustöðinni Akranesi sími: 431 2311. Þessi þjónusta mun standa til boða fimmtudag- ana 7. og 14. maí frá kl. 13:00 til 16:00 og laug- ardagana 9. og 16. maí frá kl. 10:00 til 12:00 og er þér að kostnaðarlausu. Hjúkrunarfræðingar á Heilsugæslustöðinni Akranesi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.