Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.1998, Side 10

Skessuhorn - 30.04.1998, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL1998 ^iusunu.. SOGUHORNIÐ Flökkumenn í bókinni Héraðssaga Borgarfjarðar II, frá árinu MCMXXXVIII má finna marga fróðleiksmola okkur yngri mönnum til gagns og ánægju. Þar ritar Ásgeir Bjamason m.a. þætti, annála Mýramanna. Verður nú gripið niður í einn siíkan þátt. „Þáttur sá, sem hér fer á eftir, ræðir um nokkra flökkumenn, sem al- kunnir voru á þessum slóðum á fyrri hluta nítjándu aldar. Þetta heyr- ir fortíðinni til, og þótt það sé ekki merkilegt, þá er ekki úr vegi að geta þess. Það er til gömul vísa, sem telur upp nöfn þeirra helstu. Er hún svona: Hokkur, Tota, Helmingur, Háskinn-sálar, Gizur, Bjarni þoka, Bréjfaldur, Best er, aðfylgi Jón kengur. Menn þessir hétu Jón hnokkur, Jón tota, Jón helmingur, Magnús sál- arháski, Mýra Gizur, Bjami þoka, Einar bréffaldur og Jón kengur. Um Jón helming var þessi baga gerð: Jón helmingur jafnan syngur mikið, rekur ringi ótal á, opin klingur tannagjá. Fleiri vom umrenningar en taldir era í vísunni að ofan, og nafn- greindastur þeirra var Ámi durgur. Hans starfi var helztur að fara um sveitir og hengja hunda, sem lóga þurfti, og til endurgjalds lét hann sér nægja, að hann fengi „væna kökö og vol veð henne“. Aðferðin við að hengja hundana var þessi: að koma hegningarkappmellu á hálsinn á þeim og draga þá eftir sér burt af bænum nauðuga. Allir þessir karlar vora úr sögunni fyrir mitt minni, en sögur um þá lifðu á vöram gamla fólksins, sem þá var uppi. Allir þessir karlar vora utanhéraðs nema Mýra Gizur. Hann var fæddur og upp ahnn í Hraunhreppi. Gizur þóttist vera kraftaskáld. Maður samtíma Gizuri sagði mér að í ungdæmi sínu hefði Gizur eitt sinn komið að Svarfhóli og séð þar brotinn heyljá, hefði hann boðist til að kveða hann saman fyrir næturgistinguna. Daginn eftir bað hann að fá að sitja fyrir yfir kvíaám til að hafa næði. Um miðjan dag fór sögumaður ásamt bróður sínum, báðir unglingar, að grennslast um skáldið, og sat það í haganum í skjóli undir stóram steini, sem þeir komust undir, án þess að karl vissi. Var hann í sífellu að stagast á sömu orðunum: „Skrattinn spíkina skeyti - saman að öllu leyti“. Þeg- ar karlinn kom heim úr hjásetunni, sagði hann, að engar særingar hefðu dugað þann dag, því að sólskinið hefði verið svo skært, og ekki bauðst hann til að reyna aftur.“ SPEKI VIKUNNAR: Margur verður af aurum api. Dagbók vikunnar 30. apríl til 6. maí Grundarfjörbur: Bókasafn Eyrarsveitar, Grundarfirði. Opnunartímar: Mánudagarkl. 19-21. Miðvikudagar kl. 19-21. Fimmtudagar kl. 17-19. Sími á bókasafni er 438 6582 Sunna Njálsdóttir. Sími 438 6797,438 6582 á safninu e-mail sunnabar@aknet.is Vorhátíb í Lyngbrekku Hin árlega vorhátíð Samkórs Mýramanna verður haldin í Lyng- brekku Laugardaginn 2. maí og hefst kl. 21.00 Á efnisskrá eru lög úr ýmsum átt- um eftir íslenska og erlenda höfunda auk þess sem söngvarar úr röðum kórfélaga munu spreyta sig á einsöng og tvísöng mun Guðmundur Sigur- jónsson syngja einsöng með kómum. Stjómandi Samkórs Mýramanna er Jónína Ema Amardóttir en undirleik annast Steinunn Amadóttir. Gestakór að þessu sinni er Reykja- lundarkórinn undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Að söng loknum verður tónleika- gestum boðið upp á veisluborð hlað- ið kræsingum. PENNINN B- listinn fy rir betri Borgarbyggö SVEITARSTJÓRNARKOSNING- ARNAR nálgast. Ný sveitarstjóm mun taka við stjómartaumunum í nýju og stærra sveitarfélagi. Með sameiningu nær allra sveitarfélaga í Mýrasýslu skapast betri landfræðileg heild en áður og gmnnur er lagður að sterkari einingu stjómsýslunnar. Leggja þarf áherslu á heildstætt skipulag um verk- efni sveitarfélagsins þar sem jafnframt er gert ráð fyrir áframhaldandi verk- efnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga. Skipulagið þarf að vera aðgengilegt íbúunum og í samræmi við stefnu sveitarfélagsins. Undirrituð hefur haft umsjón með fræðslu- og menningarmálum í mál- efnastarfi B- listans. Margar góðar ábendingar og hugmyndir hafa nú þeg- ar lagt okkur lið. Eg mun í þessari grein fjalla lítillega um þessa mála- flokka en minni á að málefnavinnunni er ekki lokið. Fyrst um fræðslumálin. Gmnnskól- inn í Borgarnesi, Varmalandsskóli, Tónlistarskóli Borgarfjarðar og leik- skólamir eiga það sameiginlegt að góð aðstaða og aðbúnaður nemenda og starfsfólks er ein af mikilvægari for- sendum þess að þar geti farið fram metnaðarfullt starf. Að mörgu þarf að hyggja en lagaramminn ásamt skóla- stefnu ríkisstjómarinnar skapa okkur umgjörð er felur m.a. í sér einsetningu grunnskóla, samfellt flæði skólastiga, aukið valfrelsi nemenda o.s.fr.v. Þess utan er það einkum fmmkvæði og metnaður manna í heimabyggð sem hefur úrslitaþýðingu um öflugt skóla- starf. Við þurfum að leggja áherslu á samþættingu skólanna, samstarf og þverfaglega vinnu þeirra á milli um leið og við byggjum upp aðstöðu. Við höfum þá sérstöðu að í sveitar- félaginu er menntastofnun á háskóla- stigi, Samvinnuháskólinn Bifröst. Um er að ræða þéttbýliskjarna sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Þama kemur árlega inn nýtt fólk allsstaðar af land- inu sem og erlendis frá um leið og ann- að lýkur námi. Oft er um fjölskyldu- fólk að ræða og þá er úl að annar mak- inn stundar nám á meðan hinn sækir vinnu í Borgarbyggð og bömin skóla í Varmalandi. Sumt af þessu fólki dvelur Kolfinna Jóhannesdóttir. hér jafnframt á sumrin. Hróður Borgar- byggðar berst með þessu fólki. Ætla má að sú kynning endurspegli að ein- hverju leiti þá þjónustu sem við veitum og einnig mannlífið í byggðarlaginu. En þá aðeins um menningarmálin. Það er þó erfitt að aðskilja þau frá fræðslumálunum þegar Tónlistarskóli Borgarfjarðar er annarsvegar. Starfs- fólk þeirrar stofnunar hefur sett svip sinn á byggðarlagið með þátttöku í öfl- ugu kórastarfi og tónleikahaldi. Þetta dugmikla og hæfileikaríka fólk megum við ekki missa. Það er uppsveifla í áhuga fólks á menningarmálum og hana eigum við að nýta. Hvemig við gemm það er hinsvegar verkefni sem vinna þarf að á faglegum gmnni og verður því ekki gert hér með einu pennastriki. Það liggur hinsvegar fyrir að af nógu er að taka hér á okkar merku söguslóðum en aðstöðuleysi háir því að við getum skapað okkur sérstöðu á þessu sviði. Fljótlega eftir að málefnavinnunni lýkur munum við gefa út stefnuskrá og dreifa til íbúanna. Sú stefnuskrá mun bera með sér að viljayfirlýsing sveitar- félaganna sem stóðu að sameiningunni er ekki gleymd. Að lokum: Jákvætt viðhorf íbúanna, uppbyggileg umræða, einlægt samstarf og opinskátt viðmót em góð einkenni á mannlífi byggðarlags og leiðir okkur öll áfram veginn. Með ósk um gleðilegt sumar. Kolfmna Jóhannesdóttir 2. frambjóðandi B-listans. Opib bréf til íhugunar ÉG FÉKK auglýsingu inn um bréfalúguna um daginn. Á henni var boðað til fundar af aðstandendum sam- eiginlegs framboðs hér í sveitarfélag- inu og allir voru velkomnir að sjálf- sögðu, því nú er einmitt sá tími, þegar allir sem á framboð hyggja þurfa að koma sínum málum á framfæri. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að kynnast þessu framboði og láta leika um mig þá fersku vinda sem talsmenn þeirra eru að boða. Ég fór svo á fund- inn með hekludótið mitt eins og ég er vön, þegar ég þarf að einbeita mér að því að hlusta og fylgdist með í tvo tíma, en fór svo heim að sofa, því ég mæti fremur snemma til vinnu á morgnana. Ég var hinsvegar dálítið hissa þegar mér barst til eyma daginn eftir af annars virðingarverðum vinnu- stað hér í Borgamesi að einn stuðn- ingsmanna þessa framboðs fullyrti að ég hefði verið send sem „njósnari" á þennan fund. Njósnari! Fyrir hvem og til hvers? Eru ekki opnir og auglýstir fundir fyrir alla? Hefði ég kannski þurft að framvísa félagsskírteini í ein- hverjum öðmm flokki en mínum eigin til að fá náðarsamlegast að koma þarna? Var eitthvað þama á ferðum sem ekki mátti fréttast út fyrir húsveggina? Spyr sú sem ekki veit. Svo varð mér nú aldeilis skemmt yfir því að heyra að ég hefði verið „send“. Ég hélt að þeim sem til mín þekkja vissu að ég læt ekki senda mig eitt eða neitt en mæti hins vegar þar sem mér sjálfri þóknast og þori að koma fram undir eigin nafni og kenna mig við eigin flokk sem er nú meira en sumir ráða við. Rétt í því að þessar línur era skrifaðar var annar fundarboð að berast inn til mín um fund frá öðra framboði hér. Það er kannski ekki óhætt að mæta á hann. Ég verð kannski stimpluð sem landráða- maður eða eitthvað þaðan af verra. Hugsanir mínar beinast að því sem mér hefur e.t.v. fundist vera það neikvæð- asta í sambandi við framboð og kosn- ingar. Þar er svo undarlegt að oft er eins og það versta í hugarfari manna fái framrás þegar kosningar era í und- irbúningi og reynt að tína fram allt mögulegt og ómögulegt, satt og logið, til að níða niður það ágæta fólk sem býður fram krafta sína til að þjóna okk- ur hinum sem búum í þessu sveitarfé- lagi. Ég hefði haldið að þörf væri á að taka sinnaskiptum að þessu leytinu. Eða hvað frnnst ykkur? Kristín Halldórsdóttir Kt. 060648-2859 Bjór eba kona? 20 GÓÐ rök fyrir því að bjór sé betri en kona: 1. Þú getur notið bjórsins all- an mánuðinn. 2. Bjórblettur þvæst úr 3. Bjórinn bíður þolinmóður eftir þér í bílnum á meðan þú leikur fótbolta. 4. Ef bjórinn verður flatur, þá hendir maður honum bara. 5. Bjór er aldrei of seinn. 6. Bjór verður ekki afbrýði- samur þótt þú náir í annan. 7. Timburmenn hverfa. 8. Þú getur tekið bjórinn úr umbúðum án mótbára. 9. Þegar þú ferð á bar getur þú alltaf náð þér í bjór. 10. Bjór er aldrei með haus- verk. 11. Þegar þú ert búinn með bjórinn getur þú selt glerið. 12. Þú getur alltaf deilt bjóm- um með vinum þínum. 13. Bjór er alltaf blautur. 14. Þú veist að þú ert alltaf sá fyrsti sem opnar bjórinn. 15. Bjór krefst ekki jafnréttis. 16. Þú getur fengið þér bjór á almannafæri. 17. Bjómum er alveg sama hvenær þú „kemur“. 18. Kaldur bjór er góður bjór. 19. Þótt þú skiptir um bjór þarftu ekki að borga meðlag. 20. Þú getur fengið þér fleiri en einn bjór á kvöldi án þess að fá samviskubit. Sigur&ur sjöundi. Sigur&ur sjöundi ÞAÐ ER OFT sagt um volduga stjórnmálamenn að þeir hafi um sig hjörð skósveina. Einn frambjóðenda Akraneslistans, Sigurður Pétur Svanbergsson sem skipar sjöunda sætið, vinnur að því skipulega að koma sér upp slíkum her. Hefur hann m.a. gefið út félagsskírteini fyrir Skósveina Sigurðar sjöunda.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.