Skessuhorn - 30.04.1998, Side 15
15
' FIMMTUDAGtjR 30. ÁPRÍL 1998
Mynd: Guðlaugur Óskarsson.
Vortónleikar Freyjukórsins
FREYJUKÓRINN í Borgarfirði hélt
árlega vortónleika að Logalandi í
Reykholtsdal að kvöldi 18. apríl s.l.
Kórinn er skipaður konum eins og
nafnið gefur til kynna. Bjami Guð-
ráðsson var stjórnandi kórsins að
vanda, en Zsuzsanna Budai var und-
irleikari að þessu sinni. Tveir ein-
söngvarar komu fram, þær Dagný
Sigurðardóttir og Björg Karitas Jóns-
dóttir. Sungu þær báðar með kómum,
en Björg þess utan nokkur lög sér-
staklega. A efnisskránni vom lög úr
ýmsum áttum og hlaut söngurinn
maklegar undirtektir áheyrenda með
lófataki. Ég sem þessar línur rita ætla
mér ekki þá dirfsku að leggja faglegt
mat á árangur kórstarfsins sem vænt-
anlega hefur birst í hnotskum á tón-
leikunum. Hinu er ekki að leyna að
ég naut þessarar kvöldstundar og
færi öllum sem að dagskránni stóðu
þakkir mínar.
Að söngnum loknum vom kaffi-
veitingar og þarnæst dansleikur sem
Félag harmonikuunnenda á Vestur-
landi annaðist um.
Tónleikar Freyjukórsins að þessu
sinni marka tímamót að því leyti að
stjómandi hans frá upphafi, Bjarni
Guðráðsson, lætur nú af því starfi og
var hann kvaddur fögmm orðum af
formanni kórsins Valgerði Jónasdótt-
ur. I þakklætisskyni fyrir fómfúst
starf var Bjama fært glerlistaverk
gert eftir merki landsmóts kvenna-
kóra frá síðastliðnu hausti. Það var
hannað af Aldísi Eiríksdóttur og er
táknmynd af Reykholtskirkju þar
sem mótið fór fram, en Bjami var
einn aðalhvatamaður að byggingu
kirkjunnar.
Freyjukórinn var stofnaður 1990
að fmmkvæði og tilstuðlan kvenna í
Reykholtsdal, en félagar hans frá
öndverðu hafa þó verið úr ýmsum
sveitum Borgarfjarðar. Fjöldi kórfé-
laga hefur verið á bilinu frá tuttugu
til þrjátíu. Undirleik hefur Steinunn
Amadóttir annast frá upphafi vega,
nema náttúraleg forföll hamli. Theó-
dóra Þorsteinsdóttir og Margrét Bó-
asdóttir hafa veitt kómum tilsögn í
áranna rás. Kórinn hefur komið víða
fram m.a. í útvarpi. Þá hefur hann
skipst á heimsóknum við kóra í öðr-
um hémðum. Hann hefur sótt lands-
mót kvennakóra og stóð sjálfur fyrir
slíku móti að Reykholti á síðastliðnu
hausti og hlaut einróma lof fyrir
skipulag þess.
Freyjukórinn hefur haslað sér völl
í Borgfirsku menningarlífi. Ég óska
honum heilla í framtíð.
Ólafur Jóhannesson.
Kynjaskipting í íþróttum
íþróttafulltrúi Akranesbæjar hefur
gert úttekt á nýtingu íþróttamann-
virkja í bænum með tilliti til kynja-
skiptingar. Tilefnið var umræða um
mismunun á milli kynja á aðstöðu til
æfinga í fþróttamiðstöðinni að Jað-
arsbökkum og íþróttahúsinu við
Vesturgötu. I úttektinni kemur fram
að rúmlega eitt þúsund Akumesingar
æfa keppnisíþróttir í íþróttaaðstöð-
unni og af þeim er um helmingur
konur. Tæplega helmingur þeirra
sem æfa reglulega, æfa knattspyrnu.
Skipting á milli kynja er hinsvegar
nokkuð ójöfn eftir íþróttagreinum.
Þannig em rúmlega 70% þeirra sem
stunda knattspymu karlar og sama
hlutfall er í körfubolta. Konur em í
meirihluta í frjálsum íþróttum, blaki,
fimleikum og sundi. Knattspyma,
körfubolti og sund hafa flesta æf-
ingatíma í íþróttaaðstöðunni.
í stjómum aðildarfélaga ÍA em 36
konur og 34 karlar og konur eru for-
menn í 5 þeirra. Samkvæmt úttekt-
inni æfa rúmlega eitt þúsund Akur-
nesingar keppnisíþróttir að staðaldri í
íþróttaaðstöðunni en það er um
fimmti hver Akurnesingur. Inni í
þessum tölum em ekki þeir sem æfa
með Hestamannafélaginu, Golf-
klúbbnum og Skotfélaginu eða þeir
sem æfa sér til heilsubótar.
Lions gefur sjúkrarúm
Cestur Sveinbjörnsson formabur líknarsjóbs Lionsklúbbs Akraness afhendir Sólveigu og Margréti Guömundsdótt-
ur deildarstjóra heimilisdeildar sjúkrarúmið.
FYRIR stuttu afhenti Lionsklúbbur
Akraness Dvalarheimilinu Höfða á
Akranesi að gjöf fullkomið sjúkra-
rúm. Sólveig Kristinsdóttir hjúkmn-
arforstjóri veitti gjöfinni viðtöku og
þakkaði klúbbnum veittan stuðning.
Sagði hún að gjöf þessi myndi létta
skjólstæðingum Höfða lífið og auð-
velda starfsfólki sín störf.
Það var líknarsjóður Lionsklúbbs-
ins sem hafði veg og vanda af fjár-
mögnun og kaupum á rúminu.
Bændur,
landeigendur!
Vegagerðin í Borgamesi beinir þeim tilmælum til þeirra,
sem hafa með höndum og bera ábyrgð á viðhaldi girðinga
með vegum, að yfirfara og gera við girðingar sínar tíman-
lega.
Bent er á reglur þær sem gilda um endurgreiðslu hluta
viðhaldskostnaðar girðinga með stofnvegum og tengiveg-
um. Ber hlutaðeigandi að tilkynna til oddvita viðkomandi
sveitarfélags þegar viðhaldi er lokið til að uppgjör geti far-
ið fram.
Tökum höndum saman um að fækka slysum á fólki og bú-
fénaði á vegum.
Rekstrarstjórinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Farskóli Vesturlands
auglýsir námskeið
fyrir sjúkraliða:
Námskeið í Lyfhrifafræði 2 verður haldið dagana 4., 6. og
7. maí. Kennt verður alla dagana á milli kl. 16:30 og
22:00.
Námskeið í Lyfhrifafræði 1 verður haldið dagana 11., 12.
og 14. maí. Kennt verður frá kl. 16:30 til 22:00 alla dag-
ana.
Bæði námskeiðin verða kennd í húsnæði Fjölbrautarskóla
Vesturlands á Akranesi.
Kennari er Eggert Eggertsson lyfjafræðingur. Sjúkraliðar
athugið að skráning er bindandi.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 431 2544.
Brákarbraut 13*310 Borgarneí«sími 437 23 i 3 * fax 437 2213
FALLEGT VEITINGAHUS I VINALEGUM BÆ
HELGARDAGSKRÁ:
Fimmtudagur 30. apríl:
Hljómsveitín Ulric leikurtil kl.03:00
Föstudagur 01. maí:.
Höröur G. Ólafsson leikur til kl. 03:00
Laugardagur 02 .maí:
Rúnar Júl. og Tryggvi Hubner leika til 03:00
Vekit) uetkontm
ÁSAMT
KARLAKÓR KEFLAVÍKUR
Vortónleikar í Logalandi
Laugardagskvöldið 2. maí kl. 21:00
Stjórnandi Söngbræðra:
Jerzy Tosik-Warszawiak
Fjölbreytt og skemmtíleg dagskrá
aO vanda, söngur og gamanmát.
Aðgangseyrir kr. 1.0ÖÖr-
@ BUNAÐAR BAN KINN