Skessuhorn - 20.01.2000, Page 5
ihfír ■■ja.v/w nr i >Am rrn/i»-y
t-
SiESSiíHÖBH
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
5
Hestar hafa ævinlega verið mér lok-
uð bók, ef þannig má að orði komast
um lifandi skepnu. Þetta eru vissulega
tignarleg dýr, stundum næstum ógn-
vænlega höfðingleg, en ég hef aldrei
komið auga á töfrana við að hossast á
baki þeirra - og hef svo sem aldrei
komið á hestbak, utan tvisvar, og stóð
stutt við í bæði skiptin. Líklega er ég
feiminn við hesta; mér þykir alltaf
þegar ég kemst í návígi við þá að þeir
hljóti að vera svo vitrar skepnur að
það sé hreinasta goðgá að þeir skuli
vera þvílíkir undirsátar okkar mann-
anna sem raun ber vitni - þeir ættu að
fá að hlaupa um frjálsir, eins og
Stjörnufákur Jóhannesar úr Kötlum.
Að vísu minnir mig að ég hafi lesið ein-
hvers staðar að hestar séu svo sem
ekki hótinu gáfaðri en til dæmis húsa-
músin, en horfist maður í augu við
hest, þá hlýtur maður að efast um það
- það býr einhver viska í blessuðu dýr-
inu, sem ekki verður mótmælt. Og
virðing, sem ekki er rétt né sæmandi
að traðka á.
Því hef ég látið mér fátt finnast um
uppgang hestamennsku hér á landi á
undanförnum árum og áratugum.
Enda þótt ég viti svo sem ósköp vel að
flestir hestamenn séu drifnir áfram af
heiðarlegum hvötum - ást á þessum
fagureygðu skepnum og kannski jafn-
vel náttúrunni sem slíkri - þá hefur
mér ætíð þótt einhver óþægilegur kúg-
unarþefur af hestamennskunni - mað-
urinn að sýna hvað hann getur, jafnvel
brotið undir vilja sinn þetta stolta dýr.
Andúðin á hestamönnunum er ekki
rökrétt tilfinning, en það er líka fæst
rökrétt í sambandi okkar við dýrin yf-
irleitt - hræsni og tvískinnungur skjóta
strax upp kollinum og undan því verð-
ur vart komist. Okkur kann að þykja
vænt um skepnurnar, að minnsta kosti
í orði kveðnu, en drepum þær hiksta-
laust okkur til matar, klæða og annarra
nota, jafnvel einvörðungu okkur til
skemmtunar.
Siðferðilegar spurningar eru því
margar, þegar umgengni okkur við
dýrin eru annars vegar. Og þeim er
gjarnan vandsvarað. Ég veit ekki
hvernig siðfræðikennarinn á Ármóti í
Rangárvallasýslu getur réttlætt með
sínum fræðum þá framgöngu sína að
halda mörg hundruð hross á bæ sínum
og vanrækja þau síðan svo að yfirvöld-
in þurftu um daginn að drepa 45 þeir-
ra til að forða þeim frá hungurdauða
og taka að sér umönnun tæplega 200
hrossa til viðbótar. Það væri vissulega
fróðlegt að heyra hina siðferðilegu hlið
málsins frá sjónarhóli kennarans. En
hitt veit ég að þó hryllingurinn á Ár-
móti sé vonandi versta dæmið um öm-
urlega meðferð á hrossum sem finna
megi á landinu, þá er það þó langt frá
því það eina. Ég er smeykur um að
ansi víða á landinu megi finna bæi, þar
sem svipað er ástatt - þó ekki sé
kannski komið út í sama viðbjóðinn og
á Ármóti. Hrossaeign landsmanna er
orðin alltof mikil, og það vita í rauninni
allir. Eigi að síður fjölgar hrossum sí-
fellt og fuglar eins og siðfræðikennar-
inn á Ármóti komast upp með að
sanka að sér hundruðum hrossa án
þess að hafa nokkra sinnu á að hirða
um þá - kann- ski er ennþá það við-
horf við lýði meðal íslendinga að sá
sem mikill maður sem á flesta hesta.
Og því miður höfum við gegnum tíðina
fengið í fjölmiðlum alltof margar hryll-
ingssögur af slæmri meðferð á hestum
- þar sem augljóst er að hvorki ná-
grannar hinna glæpsamlegu skussa né
yfirvöldin hafa gripið inn fyrr en alltof
seint.
Ekki er það skoðun hestamanna að
það sé alveg sama hvernig farið er
með blessuð dýrin? Hvers vegna er
þetta þá látið viðgangast í alltof mikl-
um mæli? Það er mín fyrsta spurning
til lesenda Skessuhorns sem ég trúi að
haldi sumir hverjir hesta ...
IH'ugi Jöku/sson
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
Nýtt á söluskrá
Þórólfsgata lOa, Borgarnesi.
5 herbergja íbúð á efstu hæð, 111,3 m2 að stærð. Skiptist
í 2 samliggjandi parketlagðar stofiir, 3 dúklögð herbergi,
skápar í tveimur. Gangur parketlagður. Eldhús dúklagt,
hvít máluð innrétting. Baðherbergi m/ dúk á gólfi, flísar
áneðrihlutaveggja/kerlaug. Stigahol teppalagt. Geymslur
á háalofti (manngengt). í kjallara hússins eru geymslur
og saml. þvottahús. Ekkert áhvílandi.
Verð: kr. 7,0 millj.
Samgönguráðuneytið
íbiiar í Borgarbyggd:
Opinn fundur með
s amgönguráðherra
| Hafnamál - fjarskiptamál
flugmál - vegamál
8
tt
Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson,
boðar til almenns fundar um samgöngumál
á Hótel Borgamesi mánudaginn 24. janúar
kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Meginmarkmið Lánatryggingasjóðs kvenna er að styðja konur til
nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir á allt að helming
lana sem þær taka hjá lánastomun til að fjármagna tiltekið verkefni.
Ábyrgðin er veitt á grundvelli mats á arðsemi
viðskiptahugmyndarinnar.
Uthlutun úr sjónnum er tvisvar á ári, febrúar ogjúlí.
Lánatryggingasjóður kvenna er tilraunaverkefni til þriggja ára. Að verkefninu
standa féíagsmálaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og Reykjavfkurborg.
Vinnumálastofnun annast umsýslu sjóðsins.
Skilyrði fyrir ábyrgðarveitingu eru m.a. eftirfarandi:
• að verkefnið sé í eigu kvenna og stjórnað af konum
• að ábyrgð sé verkefnatengd þ.e. ábyrgðir eru veittar vegna ákveðinna
nýsköpunarverkefna, en ekki eru veittar ábyrgðir vegna t.d. rekstrarlána
til starfandi fyrirtækja
• að verkefnið sé á byrjunarstigi
• að minnsta lán sé 1,0 m.kr. og minnsta lánatrygging 0,5 m.kr.
1 Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð, en umsókn skulu fylgja:
- • Framkvæmda og fjárhagsáætlun fyrir verkefnið
• Ársreikningar og skattaskýrsla sl. tveggja ára
Nánari upplýsingar eru veittar í Vinnumálastofnun og á skrifstofu Byggðastofnunar.
Umsóknarfrestur um lánatryggingu er til 25. febrúar 2000 og ber að skila umsóknum
til
Vinnumálastofnunar, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu eða til Byggðastofnunar í Reykjavík.
Lánatryggingasjóður kvenna
Byggðastofnun
Kristján Þór Guðfinnsson
Engjateigur 3
105 Reykjavík
Sími: 560-5400
Bréfsími: 560-5499
Netfang: kristjan@bygg.is
Lánatryggingasjóður kvenna
Vinnumálastofnun
Margrét Kr. Gunnarsdóttir
Hafnarhúsið, Tryggvagötu
101 Reykjavík
Sími: 511 2500
Bréfsími: 511 2520
Netfang:
margret.gunnarsdottir@vmst.stjr.is