Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2000, Qupperneq 4

Skessuhorn - 17.02.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 2000 Muounu^t Bátur í Flatey nauðsynlegur fyrir öryggið á Breiðafirði Segir Jóhannes Gíslason í Skáleyjum Jóhannes Gíslason hóndi í Skáleyjnm Mynd: Friðþjófiir Helgason Fyrir skömmu var sagt frá því í Skessuhorni að hreppsnefnd Reykhólahrepps hefði óskað eft- ir því að teknar væru upp fastar ferðir milli Reykhóla og Skál- eyja. Jafnffamt var sagt ffá því að Skáleyjar væru eina eyjan hér við land þar sem fólk hefur fasta bú- setu og ekki nyti fastra sam- gangna við meginlandið. Vegna fréttaflutnings af sam- göngumálum Skáleyja vildi Jóhann- es Gíslason bóndi í Skáleyjum að það kæmi skýrt fram að Skáleyja- bændur væru á engan hátt ósáttir við þá þjónustu sem þeir hafa notið varðandi póstflutninga. “Við höfum síðustu ár fengið póst með hraðbát ffá Flatey og höfum ekkert yfir þeirri þjónustu að kvarta. Sá bátur hefur séð um flutninga á vörum og fólki til og frá eyjunni eftir því sem hann hefur getað annað. Draumur- inn er hinsvegar að koma á föstum ferðum innan hreppsins yfir sumar- ið og koma þannig til móts við þarf- ir heimamanna og ferðamanna. Yfir vetrartímann verður Skáleyjum aft- ur á móti best sinnt með hraðbát frá Flatey því ísalög eru gjarnan þannig að erfitt er að komast til og frá Reykhólum og iðulega siglinga- teppur á þeirri leið,” sagði Jóhann- es. Jóhannes sagði að erfitt væri að gera út bát til flutninga frá Skáleyj- um útaf ísalögum. Þá sagði hann það vera mikilvægt fyrir öryggi sjó- farenda á Breiðafirði að bátur væri tiltækur í Flatey. “Ef að þessi þjón- usta leggst af er það mikill skaði fyrir öryggismál við norðanverðan fjörðinn. Aðstæður eru oft þannig að ef eitthvað kemur upp á er helst hægt að komast frá Flatey. Hvað okkar samgöngur varðar þá duga þær í dag varðandi brýnustu nauð- synjar en betur má ef duga skal og þá sérstaklega innan sveitarfélags- ins,” sagði Jóhannes. Ekki hvem sem er í eyjamar Jóhannes sagði ennfremur að samgöngumálin væru einn mikil- vægasti liðurinn í að halda byggð í eyjunum á Breiðafirði hvort sem um væri að ræða heilsárs búsetu eða aðeins yfir sumartímann. Hann sagði það skipta miklu máli fyrir náttúruna og lífríkið að á staðnum væri fólk sem lifði í sátt við náttúr- una. “Þótt ferðamenn umgangist flestir landið með virðingu og af varfærni vantar oft upp á að fólk hafi næga þekkingu og skilning á umhverfinu. Því er nauðsynlegt að í þessum eyjum búi fólk sem hefur beinan hag af því að hér sé farið að öllu með gát.” Aðspurður um þá hugmynd að skenkja frægum einstaklingum ein- stakar eyjar til búsetu sagðist Jó- hannes lítið hrifinn af slíkum hug- myndum. “Ég er nú ekki inni á þeirri línu að hleypa hinum og þessum í eyjarnar hversu frægir sem þeir kunna að vera. Það þarf að standa vörð um lífríkið og ég álít að þeir sem kunna að hafa sitt lífsvið- urværi af því sem eyjamar gefa séu betur til þess fallnir,” sagði Jóhann- es að lokum. GE Nýtt kaupfélagshús í Borgamesi Framkvæmdir hefjast fljótlega Framkvæmdir við nýtt verslun- arhús Kaupfélags Borgfirðinga við Brúartorg í Borgamesi munu hefjast innan tíðar að sögn Guð- steins Einarssonar kaupfélags- stjóra. Upphaflega stóð til að hefja framkvæmdir í nóvember en að sögn Guðsteins vildu menn ekki fara af stað fyrr en allt væri tilbúið. “Ég reikna með að í næstu viku löndum við því hvernig hús við byggjum. Við eram að ljúka áætl- unargerð og fjármögnun gengur vel þannig að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir fljótlega,” segir Guðsteinn. Samkvæmt fýrri yfirlýsingum frá stjórnendum Kaupfélagsins var reiknað með að opna nýja verslun við Brúartorg í maí á þessu ári. Guðsteinn kvaðst ekki geta sagt til um hvort það gengi eftir en reikn- aði þó með að opnun myndi drag- ast fram á sumarið. Ekki góð afkoma Aðspurður um afkomu Kaupfé- lagsins á síðasta ári sagði Guðsteinn að tölur lægju ekki fyrir. “Við eig- um ekki von á sérstaklega góðri út- komu. Við byrjuðum aðgerðir til að bæta afkomuna í október 1998 og það tekur meira en hálft ár að snúa dæminu við. Við erum hinsvegar farin að sjá árangur og gerum þá kröfu að regluleg starfsemi verði því sem næst taplaus á þessu ári. Við höfum áður sagt að við teljum að vöruhúsið geti ekki staðið undir sér á þeim stað sem það er nú og því er mikilvægt að við getum flutt sem fyrst,” sagði Guðsteinn. GE Hrossaræktendur á Vesturlandi halda sölusýningu l á Skáney í Reykholtsdal 26. febrúar n.k. kl. 14:00. I Skráning hrossa í síma/faxi 435 1143 fyrir 23. febrúar. f Gjald fyrir fyrstu 2 hrossin er kr. 2.000 en 1000 kr. 5 eftir það. Kajfi á könnunni. Vesturlandsdeild Félags hrossabænda, Hrossaræktarsamband Vesturlands, Hrossaræktarsamband Dalamanna Verslanir á Akranesi standa sig vel Segir Guðni Tryggvason og vill horfa björtum augum til framtíðar í umræðu manna á meðal á Akranesi velta menn því fyrir sér þessa dagana hvernig ýmsum sérverslunum hafi reitt af eftir opnun Hvalfjarðarganganna og þar með breytt rekstrarumhverfi. Ymsir höfðu spáð lokun verslana og samdrætti í þjónustu. Skessuhorn fór á stúfana og spurði formann atvinnu- málanefndar og kaupmann sem nú hefur lokað verslun sinni út í þessi mál. I samtali við blaðamann sagði Guðni Tryggvason formaður at- vinnumálanefndar að enginn fótur væri fyrir þeirri sögusögn að verslanír á Akranesi hafi átt erfitt uppdráttar undanfarið og að koma Hvalfjarðarganganna hafi á engan hátt haft áhrif á verslunarlíf á Skaganum. Þvert á móti segir Guðni verslunar- menn láta vel af sér eftir jólin. “Fólk vill versla í fallegu, rólegu og notalegu umhverfi. Það fær sambærilegar vörur á sama verði hér og í Reykjavík,” segir Guðni. Aðspurður um stöðu og gengi verslana á Akranesi þar sem bor- ið hefur á lokunum búða segir Guðni að það sé allt saman ákvörðun eigenda og að verslun- arlíf á Akranesi sé alls ekki á nið- urleið, það sé frekar á uppleið. Guðni segir að alltaf sé einhver endurnýjun, að menn komi og fari, einfaldlega finni sig ekki eða vilji prófa eitthvað nýtt. Guðni bendir á að á flestum stöðum séu menn að gera mjög góða hluti og þær verslanir sem hafi góðan grunn og séu í sókn standi bara nokkuð vel að vígi gegn þessari nýju samkeppni. Guðni bætir því við að nú fari t.d. að opna ný Guðni Tryggvasmi formaður atvinnumálanefiidar matvöruverslun í bænum og að menn séu farnir að setja sig i startholurnar fyrir þá samkeppni og ætli að mæta henni af fullum krafti. BG Verðum að líta í eigin barm Segir Sigþóra Gunnarsdóttir Sigþóra Gunnarsdóttir eigandi Roxý og Café Roxý er hætt verslunarreistri á Akranesi. Hún telur rekstrarumhverfið með komu ganganna hafa þó nokkuð breyst, hver verslun hafi sína sögu að segja. “Það fer alltaf ákveðinn hóp- ur fólks suður og gerir það ennþá oftar með tilkomu ganganna” segir Sigþóra. Hún segir að það bendi að sjálfsögðu ekki til uppgangs í verslunarlífinu þegar búðir hætta rekstri, en hvert og eitt mál hefur sinn gang, og bætir við að sumum verslunum er oft ekki ætlaður nenta stuttur tími. Sigþóra vonar að með komu Nettó fari skjálftinn úr mönnum og þá horfir hún ein- nig til Snæfellinga og Borgfirð- inga, að þeir stoppi við á Akranesi. “Við verðum að líta í eigin barm” segir Sigþóra, og á þá við að at- vinnu og verslunarmál séu algjör- lega undir íbúum komið. “Hversu vænt þykir okkur um bæinn og umhverfið, viljum við að hér fáist bara nauðsynjavara”. BG

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.