Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2000, Síða 2

Skessuhorn - 18.05.2000, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. MAI 2000 gaBSSglHQBiM WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VT.RKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.stjórí: Magnús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson 852 4098 Internetþjónusta: Bjarki Múr Karlsson 899 2298 Blaðamenn: Sigrún Kristjúnsd., Akronesi 862 1310 Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038 íþróttafréttaritari: Jónas Freysson (James Fryer) Auglýsingar: Hjörtur Hjartarson 864 3228 Fjórmúl: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og Magnús Magnússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: Isafoldarprentsmiðja bf skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is egill@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skílafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 For- Ég bið hávelborna lesendur þessara lína afsökunar á því ég ég hef ekki mikinn tíma til að ræða við ykkur um daginn og veginn að þessu sinni. Ég er nefnilega alveg ofboðslega stress- aður þessa stundina og yfirhlaðinn af verkefnum. Ég er alla jafha ekki að æsa mig yfir smámunum, hvað þá með óðagot eða háreysti en nú liggur mikið við. Mér varð fyr- ir fáum korterum síðan litið á dagatalið og komst að því mér til skelfingar að ffesturinn til að skila inn ffamboði til forseta- embættisins er að reima út. Ég má því ekki nokkurn tíma missa að finna alla þá sem hafa að undanförnu beitt mig óbærilegum þrýstingi að fara í ffamboð. Ég hef semsagt að vel ígrunduðu máli aff áðið að láta undan og gefa kost á mér sem næsti forseti íslenska lýðveldisins. Þar hafið þið skýringuna á kurteisislegu ávarpi mínu hér í upphafi því auðvitað þarf ég á atkvæðum ykkar að halda í þeim slag sem í hönd fer. Það ætti því ekki að koma á óvart að ég hef í ýmsu að snúast þessa stundina. Ég þarf að fara með jakkafötin í hreinsun, kanna landkosti og ástand útihúsa á Bessastöðum, taka við mig opnuviðtal í Skessuhorn um mannkosti mína og hugsjónir, hefja landssöfnun í kosningasjóðinn og útvega mér nýjan rakspíra. Ég er nú þegar búinn að koma saman öflugum samstarfshópi sem samanstendur af mínum nánustu og völdum aðilum sem hvorki þekkja mig né vita nokkur deili á mér og treysta mér því fullkomlega til að takast á við embættið. Nú vantar mig bara góðan gítarleikara og textahöfund til að hlaupa á milli manna með penna og blað, einhvern sem ekki er bundinn yfir sauð- burði eða öðrum tómstundaverkefhum. Það gæti reyndar far- ið svo að ég yrði að ráða heila hljómsveit þar sem tíminn er óðum að styttast. Mér er það reyndar ljóst að það er við ramman reip að draga að etja kappi við vana menn í bransanum en sjálfur hef ég ekki boðið mig ffam til forseta í eitt einasta skipti áður. Ég læt það þó síst draga úr mér kjarkinn. Ég er þess fullviss að ég eigi mikla möguleika gegn atvinnujólasveini sem lætur engan í friði í baráttunni fyrir ffiði og knapa sem lætur sunnlenskan húðar- jálk henda sér af miklu afli í sjálfa fósturjörðina. Nú, ef illa fer lýsi ég því einfaldlega yfir að það hafi aldrei verið ædun mín að verða forseti heldur að skapa umræðu um embættíð sem að vísu er til umræðu á hverjum degi, og ekki síður að vekja at- hygli á mínum helstu baráttumálum. Þá þarf ég bara að ákveða í tíma hver þau eru. Ég er með öðrum orðum hvergi banginn þrátt fyrir að ó- málga sonur minn hafi látið á sér skiljast að hann afneiti Gísla- son nafhinu endanlega ef ég bjóði mig ffam. Ég geri mér fulla grein fyrir að erfiðir tímar fara í hönd með þrotlausri vinnu og ógrynni af handaböndum, skrúðmælgi og fögrum fyrirheitum. Ég hugga mig hinsvegar við að þetta verði auðveldara í hvert skipti og eftír stöðugt ffamboð næstu sex til átta kjörtímabil ætti það að verða mér leikur einn að láta ykkur kjósa mig for- seta. Sjáumst í kjörklefanum! Gtsli Einarsson, bóndi Bessastöðum. Heppin að sleppa lifandi Akumesingur lenti í sprengingu í Hollandi Eins og fram hefur komið í fféttum varð sá hræðilegi atburður í bæn- um Enschede í Hollandi að flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp með þeim afleiðingum að a.m.k. 20 manns létust og yfir fimm- hundmð slösuðust. Fjög- ur hundrað hús í nágrenni verksmiðjunnar gjör- eyðilögðust. I einu þeirra bjuggu Akurnesingurinn Bjarni Skúli Ketilsson (Baski), 33 ára myndlistarmaður, og Arianne Bos, hollensk eiginkona hans. Að sögn móður Bjarna, Helgu Gísladóttur, voru þau hjón að koma heim til sín úr verslunarleiðangri þegar Bjarni staldraði við fyrir utan til að horfa á eldglæring- ar á himninum, sem reyndist vera fyrri sprengingin í verksmiðjunni, en hún var aðeins í um 60 metra fjarlægð. A meðan fór eiginkona hans, sem komin er að því að fæða barn, inn í húsið. Skyndilega varð gífurlega öflug sprenging og horfði Bjami á þakið þeytast af húsinu og myndlistargallerí sitt sem í húsinu var splundrast auk þess sem hann hentist sjálfur fleiri metra og fékk glerbrot í fótinn. Hann þaut inn í húsið, sótti konu sína og ók á brott Arianne Bos og Bjami Skúli Ketilsson á bíl sínum en allar rúður höfðu brotnað í honum við sprenginguna. Mikil ringulreið ríkti á svæðinu og ruddist fólk inn í bílinn meðan þar var pláss tíl að komast í burtu. Gert var að sárum Bjarna sem ekki reyndust alvarleg. Þóttust þau heppin að hafa sloppið lifandi en allar eigur sínar misstu þau í sprengingunni. Þau dvelja nú hjá vinafólki sínu ytra. Þegar Helga tal- aði við Bjarna á mánudag sagði hann 200 manns ennþá saknað í Enschede. SÓK Rannsóknir í Gnindarfjarðarhöfn Um þessar mundir era starfsmenn Sigl- ingamálastofnunar staddir í Grundarfirði til að framkvæma dýptarmælingar og botnrannsóknir. Rann- sóknirnar eru gerðar vegna stálþils sem rekið verður niður vegna lengingar aðalhafnar- kantsins um 100 metra. Við rannsóknirnar er notaður fleki sem er sex metrar að lengd og fimm og hálfur metri á breidd en hann var smíðaður sérstaklega vmdir borinn til mæl- inganna. Stuðst er við GPS-kerfi til að mæla dýptina. Aætlað er að verkið taki 2 vikur í allt ef vel gengur. EE Flekinn sem notaSur er til mœlinganna í Grundarfjarðar- böjh. Mynd: EE Sameining í Dölunum? Saurbæjarhreppur og Dalabyggð í viðræður Á næstu vikum heljast Samein- ingarviðræður Saurbæjarhrepps og Dalabyggðar að fiumkvæði hrepps- nefndar Saurbæjarhrepps. Þessi sveitarfélög, ásamt Reykhólahreppi, áttu í viðræðum um sameiningu árið 1998 en upp úr þeim slitnaði. Síðan hefur hreppsnefnd Saurbæjarhrepps farið frarn á að þær viðræður yrðu teknar upp að nýju en hreppsnefnd Reykhólahrepps hafnaði frekari við- ræðum að svo stöddu. Að sögn Sæmtmdar Kristjánssonar oddvita Saurbæjarhrepps hefur hreppsnefhd Dalabyggðar samþykkt að skipa fulltrúa í sameiningamefhd og kveðst hann reikna með að við- ræður hefjist strax að loknum sauð- burði. “Það er búið að vinna töluvert mikið af þessari vinnu og þetta ættí að geta gengið nokkuð hratt og vel fyrir sig,” segir Sæmundur. “Eg er í það minnsta bjartsýnn á að þetta gangi eftír. Það á hins vegar eftír að koma í ljós hvort beðið verður eftír næstu sveitarstjómarkosningum eða sameinað áður en kjörtímabilinu lýk- ur,” segir Sæmundur. GE Engir kvöldfundir I tílefhi af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar þann 15. maí s.l. samþykkti bæjarstjóm Borgar- byggðar tillögu fræðslu- og menningarmálanefndar þar sem fram kemur áskoran um að öll- um fundum á vegum sveitarfé- lagsins að afloknum dagvinnu- tíma verði frestað og ekki settir á slíkir fundir þennan dag, “svo fjölskyldum viðkomandi gefist ráðrúm til að eíga saman á- nægjulegar stundir,” segir í greinargerðinni. GE Kartöflugarð- amir færðir Kartöflugarðar Akraness hafa verið færðir inn að Innsta Vogi. Að sögn Hrafnkels Proppé, garðyrkjustjóra, voru þeir gömlu inni á Elínarhöfða orðn- ir ansi lélegir og kominn tfmi á að færa þá. Búið er að plægja garðana og því geta Akurnes- ingar farið að setja niður kart- öflurnar sínar sem er óvenju snemmt. SÓK Grænlands- ferðir Akumesinga Landsstjórn Grænlands hefur boðið fulltrúa ffá Akraneskaup- stað til hátíðarhalda í sumar vegna þess að 1000 ár eru liðin frá landnámi Eiríks rauða. Einnig hefur vinabær Akraness, Qaqortoq á Grænlandi, boðið fulltrúa til sín í tilefni af 225 ára afinæli bæjaríns. Bæjarráð hefur samþykkt að formaður bæjarráðs, Sveinn Kristinsson, skreppi til Grænlands vegna boðs landsstjórnarinnar og Gísli Gíslason bæjarstjóri verði fulltrúi bæjarins í Qaqortog. BG Tjaldsvæði er ekki í forgangsröð Nokkuð hefur verið rætt um lagfæringar á tjaldsvæðinu í Grundarfirði sem staðsett er ofan við íþróttahús bæjarins. Að sögn Bjargar Agústsdóttur sveitarstjóra er tjaldsvæðið inni í aðalskipulagsáformum, en er ekki í forgangsröð. Björg segir að verkefnin séu óþrjót- andi, en margt hafi verið gert til að fegra umhverfið og röðin komi að tjaldsvæðinu fyrr en síðar. Ekki meiri nekt Greinilegt er að skiptar skoð- anir eru um nektardans á Vest- urlandí. Spurning vikunnar á fréttavef Skessuhorns í síðustu viku var: Er þörf á auknu fram- boði af nektardansi á Vestur- landi? Þátttaka var að vonum góð og 224 greiddu atkvæði. Atkvæði féllu þannig að Já sögðu 108 eða 48% og nei sögðu 116 eða 52%, Samkvæmt þvi er niðurstaðan sú að skemmtikraftar á veslenskum veitingastöðum skuli halda sig í fötunum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.