Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2000, Page 9

Skessuhorn - 18.05.2000, Page 9
 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 9 Foreldrar ósáttir við sumarlokanir Fyrir hverja eru leikskólamir? Spyr Svandís Sturludóttir Leikskólabörn á Þotrablótí í vetur. Deilur hafa staðið yfir að undan- fömu milli foreldrafélaga leik- skólanna á Akranesi og bæjaryf- irvalda vegna sumarlokana leik- skólanna. I könnun sem for- eldrafélögin létu gera kom í Ijós að 70% foreldra leikskólabama á Akranesi em andvígir sumarlok- un og um 50% þeirra eiga þess ekki kost að ráða hvenær þeir taka sín sumarffí. “Það er ljóst að dvöl barna á leik- skóla er fyrst og ffemst tilkomin vegna vinnu foreldra og vistunar- tími barnanna helgast í flestum til- fellum af vinnutímanum. Það er því með ólíkindum að ekki skuli vera fallið frá þeirri ákvörðun að loka leikskólunum yfir sumartímann,” segir Svandís Sturludóttir fulltrúi foreldraráða leikskólanna. “I viðræðum okkar við bæjarráð kom ffam að ekki væri til nægjan- legt fjármagn til að halda leikskól- unum opnum allt árið og ef svo yrði myndi það að öllum líkindum leiða til hækkunar á leikskólagjöldum. Foreldrar eru ekki sáttir við þessi svör þar sem leikskólagjöld á Akra- nesi hafa hækkað að undanförnu á sama tíma og verið er að skerða þá þjónustu sem í boði er. Bæði með sumarlokun og með afnámi sveigj- anlegs vistunartíma. í skýrslu sem gerð var fyrir skólanefnd, um stefnumótun leikskólanna, er gert ráð fyrir að leikskólarnir loki í fjór- ar vikur á sumrin og hafa bæjaryfir- völd í þessu máli, unnið út frá þeirri tillögu. Skýrsluhöfúndar voru til- nefndir af leikskólakennurum, skólanefhd og bæjarstjórn en það vekur athygli að við stefnumótun í leikskólamálum Akraneskaupstaðar sáu bæjaryfirvöld ekki ástæðu til að kalla til fulltrúa foreldra við gerð skýrslunnar enda ber hún þess merki,” segir Svandís. Afturhvarf til fortíðar Svandís segir ákvarðanir bæjar- stjórnar vera affurhvarf til fortíðar og á engan hátt í samræmi við þarf- ir foreldra og fjölskyldunnar. “Við spyrjum einfaldlega fyrir hverja eru leikskólarnir? Bæjaryfirvöld hafa bent á að framlög til leikskólamála hafi aukist á undanfömum ámm og það er rétt. Hinsvegar hafa bæjar- yfirvöld ekki gert grein fyrir í hverju sú hækkun er fólgin. Við teljum hins vegar að það eigi sér eðlilegar skýringar t.d. vegna auk- ins launakostnaður vegna fjölgunar fagfólks á leikskólunum. Einnig hefur börnum með sérþarfir fjölgað á leikskólunum, sem kallað hefur á aukningu í starfsmannahaldi og er það eðlilegt þar sem fatlaðir jafht sem ófatlaðir eiga jafhan rétt á leik- skólagöngu. Við getum hinsvegar ekki sætt okkur við þessi vinnu- brögð. Foreldrar eru því hvergi hættir og munu berjast áffam fyrir sveigjanlegum vistunartíma og að leikskólarnir verði opnir allt árið. Þannig geti foreldrar valið hvenær börn þeirra fara í frí. Þetta er rétt- lætismál því þarfir fjölskyldunar eiga að sjálfsögðu að vera í fyrir- rúmi. Fyrir kosningar lögðu full- trúar stjórnmálaflokkanna mikla á- herslu á mikilvægi þess að hafa þarfir fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Nú er lag að efna fögur fyrirheit. Það er okkar skoðun að með tál- komu sumarlokanna og afnámi sveigjanlegs vistunartíma eru allt önnur sjónarmið látin ráða en þau er snúa að þörfum fjölskyldunnar. Við foreldrar og kjósendur spyrj- um. Er þetta skref í átt að betra og fjölskylduvænna samfélagi?” sagði Svandís að lokum. GE Stækkun Brekkubæjarskóla Sldladagurinn of seint segir Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólameistari Akranesbær hefur undirritað samning við Loft orku hf urn stækkun Brekkubæjarskóla á Akranesi og er það fyrri liðurinn í þeirri áætlun að grunnskólamir á Akranesi verði ein- setnir. Framkvæmdir munu heþast nú í sumar og áætlað er að þeim ljúki í október 2001. Loftorka hf átti lægsta boð í verkið og er samnings- upphæðin rúmlega 164 milljónir króna. Nýja viðbyggingin, sem verð- ur þrjár hæðir, mun tengjast elsta hluta skólans. A neðstu hæðinni verða tvö herbergi sem verða nýtt fyrir hljóðfærakennslu á vegum Tón- listarskólans á Akranesi auk þess sem þar verður aðstaða fyrir stoðþjónustu skólans (heilsugæslu, sálfræðing og ráðgjafa, biðstofa og húsnæði fyrir sérdeild), kennslustofa, hóp- eða fundarherbergi og geymsla. A annarri og þriðju hæð verða tíu kennslustofur sem verða flestar um 60 fermetrar, tvær geymslur og tvö csjod mm cdöd qoqdÍ « mm od imasjad Dfm"ía IflL m ““ ff ff J fflBÉKfflB 1 [Jl -- - jrZZvrM *** ■■•*»**** 'rnaaoaöö oiaj I nb rjoanoDnooSoo oo ce • V * ' L ■ □Eö! EIB U □ ; ~n □ tlj' ~\ U«l í •TTll ;f jy[ | *s* v Mtm MM 0««™^ Ungur Andkílingur fær verðlaun Að ofan: Teikning af Brekkubæjarskóla eins og haun kemur til með að líta út eft- ir stœkkunina. Til hœgri: Konráð Andrésson, forstjóri Loftorku hf og Gisli Gíslason, bœjar- stjóri, undirrita samninginn. hóp- eða fundarherbergi. Að sögn Ingvars Ingvarssonar að- stoðarskólameistara er þetta besta lausnin af þeim sem komu til greina, en einnig hafði verið íhugað að byggja við Vesturgötuna og ofan á skólann. Hann segir að með þessu fáist ein almenn kennslustofa fyrir hverja deild þannig að hver bekkur hafi sína stofú. “Eini gallinn við fyr- irkomulagið er skiladagurinn, en hann er ekki áætlaður fyrr en í októ- ber á næsta ári, og gefur auga leið að kennsla verður þá þegar hafin,” segir Ingvar. Hann segir það skapa vandamál þar sem kennarar verði ráðnir miðað við að skólinn sé ein- setinn og erfitt verði að skipta um kennslufyrirkomulag á miðri önn. “Einnig er það slæmt fyrir foreldra yngstu bamanna sem ráða sig oft í vinnu miðað við skólatíma bamsins. Ég efast þó ekki um að við leysurn það einhvern veginn og ég hlakka til að fara að skipuleggja skólastarfið þegar einsetningin verður komin á því ég held að það komi öllum til góða”, segir Ingvar Ingvarsson, að- stoðarskólameistari Brekkubæjar- skóla. SÓK Úrslit í nýsköpunarkeppni gronnskól- anna voru kynnt um síðustu helgi í Reykjavík og verðlaun veitt fyrir bestu hugmyndirnar. Ungur Vestlendingur, Hákon G. Þorvaldsson nemandi í Anda- kílsskóla, hlaut þar fyrstu verðlaun í flokki útlits og formhönnunar fyrir tún- hlið með strekkjara. í verðlaun fær hann 50 þúsund krónur frá Samtökum iðnað- arins. MM Hákon G. Þorvaldsson verðlaunahafi Stóra upplestrarkeppnin Upplestrarkeppni grunnskóla á anum í Búðardal í síðustu viku. Níu keppni úr sjötta bekk en sjö úr átt- Vesturlandi var haldin í Grunnskól- skólar sendu þátttakendur til unda bekk. Úrslit urðu eftírfarandi: 8. bekkur: 1. Olöf Erla Hauksdóttir Varmalandsskóla 2. Anna Kristín Olafsdóttir Heiðarskóla 3. Hrönn Jónsdóttir Kleppjárnsreykjaskóla Allir þátttakendur fengu að launum og Skólastjórafélagi Vesturlands. Pen- bókina Skáldsnilld Laxness frá Vöku ingaverðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu Helgafelh, Skólaskrifstofú Vesturlands sætin. 15.000 fyrir efsta sætið, 10.000 6. bekkur 1. Rakel Guðjónsdóttir Varmalandsskóla 2. Elís Svavarsson Búðardal 3. Agústa Hrund Þorgeirsdóttir Andakílsskóla. fyrir 2. sætið og 5000 fyrir þriðja sæt- ið. Það var Búnaðarbankinn í Búðar- dal sem gaf peningaverðlaunin. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.