Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2000, Page 15

Skessuhorn - 18.05.2000, Page 15
jnl.S9Unu.. FIMMTUDAGUR 18. MAI 2000 15 Sináaugiýsingamar eru ókeypis fyrir einstaklinga og félög sem ekki stunda rekstur í ábataskym. Augfysingamar birtast bæði hér í Skessuhomi og á vefsíðu blaðsins www.skesmnom.is þar sem hægt er að skrá augfysingamar beint inn. íbúð í Borgarnesi óskast (11.5/00) ATVINNA I BOÐI Barnapössun (16.5.2000) Oskum eftir að ráða stúlku til að passa tvö börn, tveggja og fjögurra ára, í Borgarnesi í sumar. Upplýsing- ar í síma 435 1446. Mæður og aðrir! (9.5.2000) Vantar þig aukapening ? Hefurðu 5- 15 tíma aflögu á viku ? Viltu vera heima við ? Hafðu samband, sími 881 5716. ATVINNA OSKAST Óska eftir vinnu (16.5.2000) 16 ára vanur sveitastörfum óskar eft- ir vinnu. Allt kemur til greina. Get úvegað meðmæli ef óskað er. Upp- lýsingar í síma 453 5971 & 866 7734 eftir kl 16 (Heiðar). Halló (11.5.2000) Eg er stelpa á 13 ári og mig langar að passa út júní og ffá 15 júlí út sumarið. Er barngóð, get unnið á kvöldin. Upplýsingar í síma 431- 3214 (Ásdís). Borgames (10.5.2000) Þrítug kona óskar eftir atvinnu í Borgarnesi. Hef áhuga á tölvum. Upplýsingar í síma 861 3385. BILAR / VAGNAR / KERRUR Golf óskast (13.5.2000) Óska eftir að kaupa Golf 98-00 (að- eins nýja lagið), 4 dyra bíl með spoiler og á álfelgum, ekki mikið keyrðan og snyrtilegan bíl fyrir allt að 1200 þús stgr. Möguleiki að taka við bílaláni að hluta. Uppl. í símum 437 1605, 867 3352 og 437 2288. Clio - missið ekki af þessum Þó hann sé lítill þá er tekið eftir honum. Renault Clio '92 til sölu, krómkoppar, 150W aukahátalarar, 5 dyra, sjálfskiptur, mjög flott lakk, mikið nýtt s.s. púst, bremsur, kerti og m.fl. Tilboð óskast. Ath! ekinn aðeins 114 þús., mjög vel með far- inn. Til sölu Land Rover (10.5.2000) Land Rover (langur) árgerð '82 til sölu. Gengur fyrir bensíni. Upplýs- ingar í síma 692 4442, Geir. Lada til sölu (8.5.2000) Lada station, árg. 1992 til sölu. Rauð að lit, nýuppgerð. Verð ca. 100 þúsund. Upplýsingar í 586 2124 eða 697 4095. Volvo 850 gle (8.5.2000) Til sölu Volvo 850 gle, árg. 1993 með nýuppgerðri skiptingu. Verð 850 þús. staðgreitt. Upplýsingar í síma 898 9236, DYRAHALD Hestafólk! (16.5.2000) Til sölu rauðvindóttur 7 vetra hestur lítið táminn en reiðfær, rauður hest- ur 9 vetra taminn og rauð meri klár- geng. Einnig tveir nýlegir hnakkar og beisli. Upplýsingar í síma 898 7680. Fuglabúr (11.5.2000) Óska eftir stóru fuglabúri, ódýrt eða gefins. Uppl. í síma 896 6289. Hrossaræktendur (10.5.2000) Til sölu fallegt brúnskjótt litförótt hesttryppi og ennfremur jarpstjörn- óttur sex vetra hestur undan Toppi 1102 frá Eyjólfsstöðum. Upplýsingar í síma 431 3228, Svanhildur og 898 9508. FYRIR BORN Óska eftir hjóli (9.5.2000) Óska eftir 16 tommu hjóli fýrir strák. Uppl. í síma 431 3344 eða 861 6227, (Helga). Exem og húðvandamál? (9.5.2000) Er þetta vandamál hjá þínu barni? Hef náð frábærum árangri með mín börn. Því ekki að prufa. Hafðu sam- band í síma: 832 8416. Tilvísun: “Húðvandamál”. HUSBUNAÐUR / HEIMILI Hjónarúm (16.5.2000) Til sölu hjónarúm með dýnum 180*2, einnig náttborð og spegill. Uppl. í síma 431 3315. LEIGUMARKAÐUR 5 manna fjölskylda (16.5.2000) Óskum eftir íbúð til leigu sem fyrst á Akranesi.Uppl. í síma 431 1263. 2-3. herbergja íbúð óskast á Akra- nesi. (16.5.2000) Starfsmaður Skessuhorns óskar eftir 2-3 herbergja íbúð á Akranesi. Sími 899 7491 eða 431 3888 (Páll). íbúð óskast (15.5.2000) Óska eftir 3ja herbergja íbúð til leigu á Akranesi frá næstu mánaða- mótum. Góð fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 862 3223. fbúð í Borgarnesi (15.5.2000) Hjón með 3 börn óska eftir íbúð á leigu í Borgarnesi 3-4 herbergja. Upplýsingar í síma 456 2648 eða 863 0988. Iðnaðarskúr til leigu (12.5.2000) Hef til leigu 102fm bílskúr, hentar vel fyrir lítinn iðnað, var áður tré- smíðarverkstæði og blikksmiðja. Uppl. í síma 864 3228. Oska eftir 3 herbergja íbúð á leigu f Borgarnesi. Góðri umgengni & skil- vísum greiðslum heitið. Reyklaus. Uppl. 435 6663, Guðríður og 437 0078, Ingibjörg. Óska eftir (10.5.2000) Ungt par óskar eftir 2ja herbergja íbúð til leigu á Akranesi sem allra fyrst. Uppl. í síma 431 1987. Einbýlishús á Akranesi til leigu Einbýlishús á Akranesi, nálægt Grundaskóla, til leigu frá 1.7. 2000 í a.m.k. 1 ár. Uppl. í síma 896 3095. OSKAST KEYPT Fuglabúr (11.5.2000) Óska eftir stóru fuglabúri ódýrt eða gefins. Uppl. í síma 896 6289. Sumarhús eða vinnuskúr (11.5/00) Hjón með 2 lítil börn vantar sumarhús eða góðan skúr til flutnings. Hulda 561 3420 og Kjartan 552 8200. TIL SOLU Línuskautar (16.5.2000) Til sölu línuskautar nr. 3 6 og 3 8 á kr. 500 stk. A sama stað er óskað eft- ir línuskautum nr. 39-40. Uppl. í síma 431 1263. Heyrúllur (16.5.2000) Heyrúllur til sölu. Upplýsingar í síma 435 1339 á kvöldin. Ýmislegt til sölu (15.5.2000) Michelin 205x15x75 dekk, hásingar undan Dodge Ramcharger, eldvarn- arplötur 255x1,20x9mm. (gott í skil- rúm), Range Rover mótor, stálborð með vaski og Fagor þvottavél. Á sama stað óskast lélegur sendibíll til niður- rifs. Upplýsingar í síiha 864 3223. Heyrúllur (10.5.2000) Til sölu heyrúllur, fastkjarna; meira í hverri rúllu. Upplýsingar í síma 435 1288 og 892 2090. Rúm til sölu (9.5.2000) Til sölu er IKEA rúm (2,0 X 1,65) mjög lítið notað. Sigrún, S: 431 3173. IKEA sófar (9.5.2000) Til sölu 3+2 sæta sófar, Ijósir, ffá Ikea. Seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 435 1264 effir kl. 22, Dóra. YMISLEGT Sigin grásleppa (16.5.2000) Til sölu sigin grásleppa að Suðurgöm 72. Upplýsingar í síma 431 2974. Auglýsing - Knattspyma (9.5/00) Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík stendur fyrir fjármögnun á starfsemi deildarinnar. Bjóðum fyrirtækjum auglýsingaskilti á völlin á sanngjömu verði. S: 863 9656, Fax: 436 1416. Komin heim í Hólminn Ingibjörg Bjömsdóttir leikstjóri opnar kaffihús í Narfeyrarhúsinu Fyrir um ári síðan keypti Ingi- björg Bjömsdóttir leikstjóri svokallað Narfeyrarhús við Aðalgötu 3 í Stykk- ishólmi. Ingibjörg, sem hefur verið lausráðin sem leikstjóri og leikari og sett upp leiksýningar víða um land, á- kvað að söðla um og flytjast til Stykk- ishólms. Ingibjörg kveðst ætíð hafa haft sterkar taugar til Stykkishólms þar sem hún er ættuð úr Helgafells- sveitinni. “Mér finnist Stykkishólm- ur vera einn af þeim stöðum sem muni lifa af þá byggðaröskun sem á sér stað um þessar mundir á lands- byggðinni. Þar að auki dregur mikil náttúrufegurð í Breiðafirðinum ferðamenn til Stykkishólms í aukn- um mæli,” segir Ingibjörg. Til að skapa sér starfsgrundvöll í Stykldshólmi ákvað Ingibjörg að ráð- ast í það að kaupa Narfeyrarhús og breyta því í kafflhús og reyna að skapa góða kafifihúsastemmningu í bænum. Sjálf segist Ingibjörg vera svokölluð „kaffihúsarotta“ enda hafi hún verið dugleg við að sækja kaffi- hús fyrir sunnan og á ferðalögum er- lendis. Sjálf býr hún á efstu hæð Narfeyrarhúss og hyggst búa þar á- ffam. Auk þess að bjóða upp á nýmal- að kaffi, léttvíh og ýmiskonar kaffi- brauð ætlar Ingibjörg að bjóða upp á menningarlegar uppákomur í Hólm- inum í samvinnu við áhugasama bæj- arbúa. “Eg seldi allt sem ég átti fyrir sunnan til að fjármagna þessar skýja- borgir en mér hefur líka tekist það ætlunarverk að komast heim í Hólm- inn og er laus við ffiðleysið sem hef- ur angrað mig af og til fyrir sunnan,” segir Ingibjörg leikstjóri og kaffihúss- eigandi í Hólminum sem ætlar að opna fyrsta kaffihúsið í Hólminum þann 3. júní næstkomandi. EE lngibj'órg í Narfeyrarhiísi sem hún ætlar aó breyta í kajfthús. Mynd: EE Akranes. Fimmtudag 18. maí: Landsímadeildin kl. 20:00 á Akranesvelli. Mfl. karla IA-Leiftur. Borgarfjörður. Fös. - lau. 19. maí - 20.maí: Vormót UMSB í frjálsum íþróttum í íþróttamiðstöðinni í Borgamesi. Opið mót þar sem keppt verður í lOOm og 200m hlaupum, langstökki, hástökki, spjótkasti og kringlukasti. Borgarfjörður. Laugardag 20. maí: 10-11 mótið í hestaíþróttum hefst kl. 9 að Vindási, félagssvæði Hmf. Skugga. Sameiginlegt mót Dreyra, Faxa og Skugga í hestaíþróttum. Keppt verður í öllum aldursflokkum og öllum greinum sem þátttaka næst í. Snæfellsnes. Sunnudag 21. maí: Messa í Olafsvíkurkirkju kl 14:00. Kór Hvammstangakirkju syngur ásamt Kirkjukór Olafsvíkur. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur á Hvammstanga prédikar. Kirkjukaffi í safhaðarheimili að messu lokinni. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Akranes. Mið. - sun. 24. maí - 28.maí: Irskir dagar á Akranesi. Fjölbreytt dagskrá; sagan, tónlist, dans, matur og menning. Kvikmyndasýning, keppt í hurling, upplestur og leiklist. Dag- skrána er að finna á vef Akranesbæjar. Borgarfjörður. Miðvikudag 24. maí: Skólar í mótun kl 13:00 á Hvanneyri. Málþing haldið á vegum Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags íslands (BGÍ). Meðal framsögumanna eru fulltrúar búnaðarskólanna, landbúnaðarráðuneytisins og ráðgjafaþjónustunnar. Allir velkomnir. Akranes. Laugardag 27. maí: Landsímadeildin kl 16:00 á Akranesvelli. Mfl. karla IA-KR. Borgarfjörður. Laugardag 27. maí: Skref 2000 kl 13:00 við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. UMSB hvetur til fjöl- skyldugöngu um Borgarnes í samstarfi við ISI. Fyrsta ganga sumarsins þar sem skref verða tekin í átt að heilbrigði og hreysti. Allir velkomnir í Þrauta- göngu fjölskyldunnar. Borgarfjörður. Laugardag 27. maí: Tónleikar kl 14 í Reykholtskirkju. Karlakórinn Stefnir. Borgarfjörður. Sunnudag 28. maí: Hallgrímshátíð í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Sálmaskáldsins Hall- gríms Péturssonar minnst í tali og tónum. SÝNINGAR: Borgarfjörður. Norskar stafkirkjur 1. apr. til 31. maí í Reykholtl Ljósmyndasýning á norskum stafkirkjum á vegum norska sendiráðsins í til- efhi af afhendingu þjóðargjafar Norðmanna. Einnig er uppi sýning á veggj- um um fomleifauppgröft í Reykholti. Þættir úr sýningum fyrri ára um verk Snorra, Flateyjarbók og handrit em einnig til sýnis. Dalir. Er ég unni mest. 5. maí til 31. maí í Stjómsýsluhúsinu í Búðar- dal. Sýning 2. árs nema Listaháskóla íslands, í samvinnu við Dalabyggð og Reykjavík M-2000. Verkin em unnin úr Dalaleir og myndefnið unnið út frá Laxdælu. Opið virka daga milli 9 og 17. Borgarfjörður. Atök í heiðni og kristni hjá Snorra. 15. maí til 31. ágúst í Reykholti. Sýningin fjallar um Snorra Smrluson; mennmn, ritstörf, trúarlíf og tónlist, eignir og höfuðból, notkun hverahita, vopnabúnað og herskipulag. Akranes. List, leikur og lærdómur. 20. maí til 4. júní í Listasetrinu Kirkjuhvoli. Samsýning nemenda Gmndaskóla á Akranesi. Sýningin veitir innsýn í starf þeirra sl. vetur. Opið alla daga nema mánudaga, kl. 15-18. Snæfellsnes. Listsýning Ebbu Júlíönu Lárasdóttur. 1. júní til 31. ágúst í Norska húsinu, Stykkishólmi. Ebba Júlíana Lámsdóttir sýnir glerverk í Norska húsinu í sumar. Sýningin er opin alla daga kl. 11-17. Snæfellsnes. Listsýning Emu Guðmarsdóttur. 1. júní til 4. júlí í Norska húsinu, Stykkishólmi. Ema Guðmarsdóttir sýnir silkimyndir. Sýningin er opin á opnunartímum Norska hússins alla daga kl. 11-17. Gospelsöngur í Vinaniinni Gospel sönghópurinn sem ný- lega var stofhaður á Akranesi hefur ákveðið að halda tónleika í safnað- arheimilinu Vinaminni þann 20. maí næstkomandi. Hópurinn var sérstaklega stofnaður fyrir popp- messurnar tvær sem haldnar vom í Akraneskirkju á dögunum og sam- anstendur hann af tíu kvenkyns söngvurum og þremur karlkyns. Skemmst er ffá því að segja að hóp- urinn fékk gríðarlega góðar viðtök- ur enda mjög hæfileikaríkir ein- staklingar þar á ferð. Þeim þótti því kjörið að halda áfram, bæði sjálfum sér og öðram til skemmtunar. Eftir það hafa þau komið fram nokkrum sinnum, m.a. fyrir fullu húsi á s.k. kaffihúsakvöldi sem haldið var í Fjölbrautaskóla Vesturlands og í fermingu í Stafholtskirkju. Fyrir þetta hafa þau hlotið mikið lof og Sr. Bjöm Jónsson fyrrverandi sókn- arprestur skrifaði pistil í Skessu- hom fyrir skemmstu þar sem hann fór fögrum orðum um frammi- stöðu hópsins. Þótt hópurinn kenni sig við gospeltónlist er ekki þar með sagt að eingöngu sú tónlist sé tekin fyr- ir og að sögn Hönnu Þóra Guð- brandsdóttur, eins af meðlimum sönghópsins, verða tónleikarnir í Vinaminni allt annað en einhæfir. Auk gospeltónlistar verður þar á dagskrá klassískur einsöngur, dæg- urlög, djass og klarinettdúett, auk þess sem lag eftir Borgardætur verður flutt í anda þeirra. Stjórn- endur eru þau Heiðrún Hámund- ardóttir og Hannes Baldursson, en Hannes leikur einnig undir á hljómborð. Þarna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og því ekkert annað að gera en að drífa sig á tónleikana. SOK

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.