Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 34. tbl. 3. árg. 24. ágúst 2000 Kr. 250 í lausasölu Ertu að tapa stórfé út um gluggana? Fáðu góð ráð hjá okkur og lækkaðu hitareikninginn! Sími 54 54 300 Smiðjuvegi 7, Kópavogi fax 54 54 301 www.gler.is Seinkar þjóðgarði vegna Þjóðlendunefndar? Lítið hefur farið fyrir umræðu um þjóðgarð á Snæfellsnesi að undanförnu en eins og sagt hefur verið frá í Skessuhorni standa yfir uppkaup á jörðum sem falla eiga undir fyrirhug- aðan þjóðgarð. Sú vinna hefiir staðið í um tvö ár og er engan veginn lokið samkvæmt Danskir dagar voru haldnir meS pompi og prakt í Hólminum um helgina. Uppboð Lionsklúbbsins er einn affóstum liðum hátíóar- hmar sem ávallt dregur að sér mikla athygli. Mynd: EBH heimildum Skessuhorns. Næsta viðfangsefni Þjóðlendu- nefndar verður Snæfellsnes og í ljósi þess vaknar sú spuming hvort upp- kaup jarða undir jökli verði dregin á langin þar til niðurstaða er fengin úr þeirri vinnu. Með því móti gæti rík- ið sparað sér að kaupa jarðir sem hvort eð er falla í þess hlut. Einar Sveinbjörnsson aðstoðar- maður umhverfisráðherra neitar því alfarið að nokkur tengsl séu á milli tafa á uppkaupum jarða á Snæ- fellsnesi og fyrirhugaðri kröfugerð Þjóðlendunefndar. “Vinna og á- form þjóðlendunefhdar hefur engin áhrif á áform ráðuneytisins og Al- þingis á stofnun þjóðgarðs á Snæ- fellsnesi. Þær jarðir sem ríkið á nú þegar á þessu svæði liggja upp á jök- ul og þar leikur enginn vafi á eign- arheimildum. Vinna við undirbún- ing þjóðgarðsins gekk vissulega hægt en nú er góður skriður kom- inn á þau mál,” segir Einar. GE Umhverfisverðlaiin Skessuhoms Umhverfisverðlaun Skessuhorns voru veitt síðastliðinn sunnudag og fór afhendingin ffam á bæjarhlaðinu hjá Eiríki rauða á Eiríksstöðum í Haukadal. 1. verðlaun í flokki garða hlaut Sunnubraut 17 á Akranesi. Hvammur í Hvítársíðu var valinn snyrtilegasta sveitabýlið, Sigurður A- gústsson ehf snyrtilegasta fyrirtækið annað árið í röð og Grundarfjörð- ur snyrtilegasta sveitarfélagið. Að þessu sinni vora veitt sérstök verðlaun fyrir athyglisverðasta framtakið í umhverfismálum og komu þau í hlut Akranesveitu. Sjá nánar á bls 6. Heitavatnsleit í Eyja- og Miklaholtshreppi Erfitt að hætta Hitaveitumál í Eyja- og Mikla- Hindranasmíð holtshreppi eru enn í biðstöðu. Efitir mikla og kostnaðarsama leit fannst loks heitt vatn skammt ffá Vegamótum en vatnsmagnið reyndist ekki vera nægjanlegt. “Það vam sem hefúr fundist er mjög heitt og talið er að það sé nóg af því einhversstaðar á þessu svæði en ekki hefúr enn tekist að finna það,” segir Halla Guðmundsdóttir oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps. Halla segir að sérffæðingur orku- stofhunar, Kristján Sæmundsson, sé væntanlegur á fund með hrepps- nefhd á næstunni og þá verði farið yfir stöðuna. Efiir það verður ákveð- ið hvort leitinni verður haldið áff am. “Það er erfitt að hætta þegar vitað er af vaminu þarna. Það er líka erfitt að halda áfram þar sem þessar ffam- kvæmdir eru mjög kosmaðarsamar fyrir sveitarfélagið,” segir Halla. Hindranir eru yfirleitt eitthvað sem flestir reyna að forðast. Það er að minnsta kosti fátítt að menn leggi sig fram um að búa þær til. Þar eru tengdafeðgamir Ingibergur Bjamason og Sigmar H. Gunnarsson í Rauðanesi á Mýmm undantekning en þeir hafa að undanfömu verið við smíðar á hindmnum fyrir hindr- unarhlaup sem notaðar verða á Norðurlandamóti unglinga í ffjálsum íþróttum í Borgamesi um næstu helgi. A mótinu verður keppt í hindrun- arhlaupi kvenna í fyrsta skipti hér á landi. Þegar til átti að taka var ekki til hindranasett hér á landi fyrir kvenna- flokk og aðeins eitt sett fyrir karla- flokk. Þeir Sigmar og Ingibergur tóku því að sér að smíða eitt slíkt fyr- ir íþróttasvæðið í Borgamesi. Svona sett mun kosta um eina milljón króna út úr búð en ungmennafélagsandinn svífur ennþá yfir vömunum í Borgar- nesi og smiðimir tveir vinna verkið í sjálfboðavinnu. Þá gáfu Límtré hf og Vímet hf allt efni í gripina. Þess má til gamans geta að beita þurfti mikilli nákvæmni við smíði á hindrununum en skekkjumörkin em aðeins 3 millimetrar. Um 280 keppendur verða á Norðurlandamótinu í Borgamesi en þetta er í fyrsta sinn sem fjöl- þjóðlegt frjáslísþróttamót er haldið utan höfuðborgarsvæðisins. GE GE Eltingarleikur í miðbænum Lögreglan á Akranesi lenti í eltingarleik við ölvaðan ökumann laust fyrir klukkan fjögur aðfaranótt laugardags. Maðurinn reyndi að komast undan á bíl sínum efttir að hann kom auga á lögreglubílinn. Það tókst ekki bemr en svo að hann keyrði á kyrrstæðan bíl og umferðarmerki og skemmdi hvort tveggja um- talsvert. Þegar lögreglan náði að keyra í veg fyrir manninn stökk hann út úr bíl sínum og tók til fótanna. Sökum ölvunar komst hann þó ekki langt og hand- samaði lögreglan hann eftír að hann hafði hlaupið nokkra metra. SÓK Smiiimir við eina af hindrununum. Meó peim á myndinni er Ingveldur H. Ingibergsdóttir, kona Sigmars, en hiín er mátsstján á Norðurlandamótinu í Borgamesi. Mytid: GE Laugardaga 10-19 Verið velkomin! Sími 430 5533 ö\ jin /

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.