Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 Nú standa yfir hin árlegu vand- ræði skólanna vegna kennararáðn- inga og virðist sem ástandið sé nú með versta móti. Kristján skáld frá Djúpalæk var um tíma kennari í Þorlákshöfti og fékk þangað eftirfar- andi sendingu frá vini sínum Rós- berg G. Snædal: Gegnum fár og giktarslm glitra tárin vonar, gengur skár þín iája m Olafs Kárasonar. Að sjálfsögðu er það bráðnauð- synlegt að til bamakennslu veljist hinir vöskustu og vísustu einstak- lingar búnir stjómunarhæfileikum nægum. Kristján Sigurðsson orti um stjómsama kennslukonu: Varlafljótt að velli hntgur, valda lyftir merkinu, ef hundur upp við húsvegg mígur hún þarfað stjóma verkinu. Oft er rætt um það hvort skóla- ganga á Islandi sé of stutt eða of löng eða bara hæfileg eins og hún er. Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum velti þessu nokkuð fyrir sér á sínum tíma: Ennþá er sólfar sumardags, svipfegurð gróðurs og veðurlags brosir um bala og hóla. Samt eru blessuð b'ómin strax byrjuð að ganga í skóla. Vel er að lýð séfræðsla flutt, ogfái menn lœrdómsbraut sér rutt en ofurkapp er þar Ijóður, því sumar og bemska eru bœði stutt og bömin viðkvœmur gróður. En langskólagangan leiðigjöm á sér líka talsmenn og sterka vöm semfjölgar og eykurfógin, þessi stóru og lœrðu blessuð böm sem bjuggu til fræðslulögin. Enfari svo áfram enn um hríð mun hin áhyggjulausa sumartíð verða ósköp stutt eða mgin, þá uppfræðsla á bemsku og æskulýð öll er í bamdóm gmgin. Fleiri hafa haft skoðun á mennta- stofnunum þjóðarinnar líkt og Bjami ffá Gröf: Að skólanum er sk 'ómm og tjón og skást að flýj 'ann efþaðan koma fleiri flón mfóru í 'ann Námsmenn þjóðarinnar hafa iðu- lega verið naumt haldnir af hinum veraldlegu verðmætum bæði fyrr og nú. Á Hafnarárum sínum samdi Sveinbjöm Högnason mjög átakan- lega umsókn um styrk úr sáttmála- sjóði og komst Pálmi Hannesson síðar rektor í hana og lærði úr henni glefsur sem Jón Helgason batt síðan í stuðla því eins og segir í öðm kvæði Jóns um þá félaga: “Oji má sá höndum til himins fálma sem hefur sitt traust undir þagmælsku Pálma. ” Hér kemur svo styrksumsóknin og verður að segjast að það er hart hjarta sem ekki viknar við þvílíkar lýsingar: Hér kem ég með umsókn aumurþræll og allt að því hungurmorða, ég veit ekki hvað er að vera sæll, ég veit ekki hvað er að borða. Ég morraði á spítala misserin þrjú, þá minnkaði lífskrafta forðinn, m sífellt óx skuld mín og fá hún er nú um sjöþúsund gullkrónur orðin. I gjörvallri ætt minni öngvan ég veit að í æskunni væri ekki kvalinn og lifði ekki allan sinn aldur á sveit uns hann endaði jarðlífið galinn. Þá sjaldan mér áskotnast eyrisverð það eyðist á blásnauðar hræður, þaðfer til að styrkja' hinafélausu mergð, mína fátæku vesalings bræður. Nú veistþú, ó nefnd, um minn naumlega hag og neitirþú alveg að laga'hann þá hef ég ekki amiað til athvarfsþann dag en ólina, lykkjuna og snagann. Svona var nú ástand Islenskra námsmanna í Höfti á þeim tíma og svo em menn að barma sér núna!! Það var lengi vel ekki sjálfgefið að allir kynnu að lesa og skrifa þó alltaf hafi þótt kostur á hverjum manni og margar vísur sem tengdar em við ritlistina á einhvern hátt: Þínum penna þú svo halt þrtr að gómar stilli, staftna hreina skrifa skalt og skilja vel á milli. Næsta vísa er greinilega ort fyrir tíma fuglafriðunarlaganna: Skjaldan get ég skrifað hreint, skal það bleki kenna. Aldrei hefi áður reynt æðarblika penna. Engum (nema Ossuri) hefur þó ennþá dottið í hug að friða hrafninn: Þessi penni þóknast mér því hann er úr hrafni. Hann hefur skorið geiragrér Gunnlaugur að nafni. Hinsvegar gæti eflaust einhver tekið sér í munn eftirfarandi enn í dag: Skriftin mín er stafastór, stílað illa letur. Hún er eins og kattarklór, ég kann það ekki betur. Töluvert mun vera til af minnis- vísum sem hjálpa fólki að muna mik- ils verð atriði úr ýmsum námsgrein- um og væri gaman ef lesendur gætu sent mér eitthvað af slíku, sömuleið- is vísur tengdar göngum og réttum sem nálgast nú óðum og verða trú- lega eitthvað á dagskrá á næstunni. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsstm Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 Var Guð Snæfellingur? Fádæma aftakablíða hefur geys- að um landið annað slagið í sumar. Hefur henní verið tekið fagnandi og ekki síst af aðstandendum hinna ýmsu hátíða sem haldnar hafa verið þetta mikla hátíðarsum- ar. Um síðustu helgi kvað vís mað- ur á Snæfellsnesi upp þann úr- skurð að Guð hlyti að vera Snæ- fellingur. Viðstaddur Borgfirðing- ur spurði hvað hann hefði fyrir sér í því. “Jú, það var sól og hiti á fær- eyskum dögum í Ólafsvík, hiti og sól á Góðri stundu í Grundarfirði og síðan aftur sól og hiti á dönsk- um dögum í Stykkishólmi.” “Af hverju flutti Guð þá í burtu?”, spurði Borgfirðingurinn. Fálkakross Þegar Fálkaorðan var veitt fyrr á þessu ári mun Flosi Ólafsson hafa látdð þess getið að sér þætti fram hjá sér gengið. Óhætt er að taka undir að þar fór orðunefhd illa að ráði sínu. Hagyrðingurinn Vigfus Pétursson, sveitungi Flosa, var að minnsta kosti á því og orti: Ólánið er eins og hross sem alltaf getur slegið. Flosa vantar Fálkakross en fær hann ekki greyið. KYNNIÐ YKKUR LIÐVEISLU! Þeir sem gerast félagar í liðpeislu njóta margháttað'ar þjónustu og fá um leiðbetri yfirsýn yflr fjármál sín Viðbjóoiim meál annars fjármálará(|jöf, námsyfirdráttarlán, yfirdráttarheimild, viðnámsmenn erlendis, skólaferðireikning og launalán Komiðog fáiðnánari upplýsingar II SPARISJOÐUR MYRASYSLU Hornsteinn í héraði Fj ölbrautaskóli Vesturlands: Bóksal- anhætt I lok síðustu annar tók skóla- ráð Fjölbrautaskóla Vesturlands þá ákvörðun að bóksölu nem- enda innan skólans skyldi hætt. Að sögn Harðar Helgasonar, aðstoðarskólameistara, hefur rekstur bóksölunnar ekki geng- ið sem skyldi undanfarin ár. “Eg vil þó ekki kenna krökkunum sem hafa unnið þar um því þau hafa unnið þar gott starf. Þama hafa bara verið svo ör skipti á starfsfólki að margt hefur ekki verið í lagi einfaldlega vegna reynsluleysis. Bóksalan fékk einnig ekki nógu góða þjónustu hjá bókaforlögunum og var látin sitja á hakanum með bókasend- ingar, afslætti og annað slíkt sem stærri bókabúðir hafa miklu betri aðgang að.” Að sögn Hallgríms Jónssonar, eiganda Bókabúðar Andrésar Níelssonar, leggst hið nýja verk- efni vel í hann. “Þetta hefur þróast þannig að skólinn vildi að við tækjum þetta að okkur og hefðum kennslubækur. Við eram með allar námsbækur fyr- ir fjölbrautina og skiptibóka- markað auk þess sem hér fæst allt annað sem þarf til skólans,” segir Hallgrímur. “Við verðum með auka mannskap í þessu og reynum að veita eins góða þjón- ustu og okkur er frekast unnt. Þetta er nýtt fyrir okkur, því er ekki að neita, en við reynum að standa okkur sem allra best og hlökkum til að takast á við þetta verkefhi.” SÓK Valtur á fótum Snæfellingur fór á bæjarbarinn og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aft- ur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann að standa upp en aft- ur datt hann. Hann skreið út og á- kvað að skríða þessa 600 metra heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp koma a.m.k. gangandi inn til sín, en hrundi undireins á útidyramott- una. Hann skreið upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði. Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: “Varstu nú á fylliríi eina ferðina enn?!?” “Já”, sagði hann, “hví spyrðu?”. “Þeir voru að hringja frá bamum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.” Emi af Jónasi Svokallaðir Jónasarbrandarar eru fyrirferðarmiklir í tölvupósti sem gjarnan flýgur á milli tölvu- dósa þvers og kruss um landið. Grunur leikur á að margir þeirra séu ættaðir af heimasíðu Guðjóns Ólafssonar sem er kennari við Framhaldsskóla Vestfjarða á Isa- firði. Þessi héma er brandari vik- unnar á stðu Guðjóns: Engill birtist allt í einu á kenn- arafundinum og segir Jónasi skólameistara að fyrir óeigin- gjama fyrirmyndarhegðun síðustu árin hafi Drottinn ákveðið að leyfá honum að velja á milli óendalegs auðs, visku eða fegurðar. Jónas skólameistari hikar ekki við að biðja um óendanlega visku. „Hún er þín!,“ sagði engillinn og hvarf í glæringum og reykskýi. Nú snúa allir kennaramir sér að skóla- meistara sem situr þama hugsi á svip með dálítinn ljósbaug í kring- um sig. Einn af kennurunum hvíslar: „Segðu eitthvað”. “Jónas skólameistari andvarpar og segir: „Eg hefði átt að biðja um pening- ana”.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.