Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 24. AGUST 2000 3 Snæfellsnes næsta viðfangsefni Þjóðlendunefndar Engir afréttir Snæfellsnes verður næsta við- fangsefni Þjóðlendunefhdar. Neíhdin hefur það hlutverk með höndum að gera tillögur um landsvæði sem gerð verði að þjóðlendum. Nefndin hefur þeg- ar fjallað um hálendi suðurlands en nú verður haldið í vestur. Sveitarfélög á Snæfellsnesi hafa fengið bréf frá Þjóðlendunefhd þar sem óskað er eftir upplýsingum um jarðir sem eiga íjalllendi. Héraðs- nefnd Snæfellsness og Hnappadals- sýslu hefur brugðist við með því að skipa nefnd sem á að aðstoða land- eigendur við að sanna eignarrétt yfir jörðum sínum. Þjóðlendunefnd hefur þrjá til sex mánuði tdl að kynna kröfur sínar fyrir hönd ríkis- ins og landeigendur hafa sama frest til að sýna ffam á eignarrétt sinn yfir viðkomandi landi. Undirbúningur hafinn Halla Guðmundsdóttdr í Dals- mynni, oddviti Eyja- og Mikla- holtshrepps, er ein þeirra sem sæti á í undirbúningsnefhdinni. Hún segir að jarðeigendum á Snæfells- nesi hafi verið sent bréf þar sem málið er kynnt. “Þeir eru hvattir til að undirbúa sín mál í tíma og verða sér úti um öll nauðsynleg gögn, svo sem landamerkjabréf. Hugsanlegt er að þegar nær dregur verði ráð- inn lögffæðingur til að aðstoða þá landeigendur sem telja sig þurfa að verja eignarrétt sinn. Eingöngu eignarlönd Halla segir að ekki sé hægt að bera saman Suðurland og Snæfells- nes þegar kemur að því að ákvarða þjóðlendur. “A Suðurlandi var stór hluti landsins sem Þjóðlendunefnd gerir kröfur til, afféttir. A Snæfells- nesi liggja hinsvegar eignarlönd í öllum tilfellum saman þar sem þar eru engar afréttir.” Skógarströnd ekki með Það vekur athygli að fjalllendi á Skógarströnd verður ekki tekið með í kröfugerð Þjóðlendunefndar á Snæfellsnesi. “Eg veit ekki hvort nefhdarmenn hafa áttað sig á að Skógarströndin tilheyri Snæfells- nesi og hafi talið hana til Dala- sýslu,” segir Halla. GE Raddir Evrópu í Reykholti Söngur, tré og töðugjöld Kórinn raddir Evrópu, sem skip- aður er ungu söngfólki úr menning- arborgum Evrópu árið 2000, var við æfingar í Reykholtd dagana 17.-25 ágúst. Kórinn heldur sína fyrstu tónleika í dag og á morgun í Hall- grímskirkju í Reykjavík. Raddir Evrópu sungu nokkur lög þegar Aldamótaskógurinn var gróð- ursettur í Reykholti og einnig við messu í Reykholtskirkju á sunnudag. Þá söng kórinn nokkur lög fyrir borgarstjóra menningarborganna rnu en þeir heimsóttu Reykholt á sunnudag. Með þeim í för var hið heimsþekkta tónskáld, Arvo Pert, en hann hefur samið tónverk sérstak- lega fyrir Raddir Evrópu. Kórfélagar nýttu tímann í Reyk- holti vel tdl æfinga en einnig fóru þeir í skoðunarferðir um héraðið og á laugardagskvöldið fóru þeir á töðugjaldadansleik í Logalandi í Reykholtsdal. GE rer trúir að þessi nýfæddi Vestlendingur Guðmundur í Giljahlíð verði fertugur laugardaginn 26. ágúst Hann heldur upp á afmæíið heima Sveinn Vlóki, Rósa, Stella og Edda |5 Zg ■vi súpukjöt l.f/. kr/kl'5.84'\QQ tilboðsverð kr. 399, Kindahakk kr/kg. 765- tilboðsverð kr. 399.- Kínakál kr/kg. 29íl- tilboðsverð kr. 199.- Hvítkál krlkg. 238.- tilboðsverð kr. 149.- Hrís flóð 200 gr. kr. 199,- tilboðsverð kr. 179,- Þriggjakornabrauðkr. 192,- tilboðsverð kr. 149, Jólakakakr. 323,- tilboðsverð kr. auk tilboða, skólavörur og skólafatnaður í úrvali Verið velkomin! Sími 430 5533

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.