Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 11
SSESStiHÖEí I FIMMTUDAGUR 24. AGUST 2000 11 Skógarbændur ferðast, fræðast og funda Þátttakendur á námskeiðinu á Hvanneyri voru viðstaddir þegar landbúnaðarráðherra gróðursetti jýrstu plöntuna í Vesturlandsskógaverkefninu. Mynd: GE Hannes Frímann Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Akraness, tekur við gjöfinnifrá Gunnari Gunnarssyni. Höfðingleg gjöf til Björgunarfélags Akraness Aðra helgina í ágúst var haldinn landsfundur skógarbænda á Hvann- eyri. Félag skógarbænda á Vestur- landi (FsV) sá að þessu sinni um skipulagningu dagskrár. Hún hófst með dagsnámskeiði, þar sem sér- fræðingar Skógræktar ríkisins fjöll- uðu um fjölmörg atriði sem skóg- arbændur þurfa að kunna skil á, svo sem um gildi áburðar við trjárækt og hvað beri að skoða þegar meta á plöntur góðar eða vondar. I þeim efnurn gilda gömul sannindi um að „verra er að veifa röngu tré en öngvu” og að ekki má „láta kylfú ráða kasti” þegar kemur að klóna- vali. Námskeiðið var haldið í sam- starfi við bændaskólann á Hvanneyri og mun vera fjölsóttasta námskeið sem þar hefur verið haldið. Með stóraukinni skógrækt í öllum landsfjórðungum eykst þörfin fyrir öflugar rannsóknir í greininni og á aðalfúndi Landssamtaka skógareig- enda (LSE) sem haldinn var á laug- ardeginum var m.a. samþykkt að skora á Alþingi að auka fjárveitingar til Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, enda er öflugt rannsóknarstarf forsenda markvissra vinnubragða og árangurs í búgrein- inni. Þá var þeirri áskorun beint til stjóma landshlutaverkefnanna „að þau kanni hvort hagkvæmt er að reistar verði í hverjum landshluta öflugar plöntuframleiðslustöðvar sem tekist geti á við þá auknu þörf á skógarplöntum sem fyrirsjáanleg er”. Gróðrarstöðin Barri hefur t.d. verið Héraðsbúum ómetanleg við uppbyggingu Héraðsskóga og nú er lag að kanna hvort ekki sé tímabært að koma upp sambærilegri stöð á Vesturlandi, sem þjónað gæti vestur- og jafnvel norðurhluta landsins. Slíkt væri landshlutanum lyftistöng og gæfi skógarbændum von um meiri plöntugæði og stöðugra fram- boð. Uppbygging hins félagslega þátt- ar er verkefúi sem Félög skógar- bænda vilja leggja aukna áherslu á. Það er óhemju mikilvægt að fólk sem er að fást við svipaða hluti komi saman og kynnist, því það er m.a. á- stæða byggðaröskunarinnar að fólki finnst það vera einangrað og utan- velm. Enn sannast hið fomkveðna að „maðr er manns gaman” og því hefur verið lögð áhersla á að efna til góðrar skemmtunar í tengslum við landsfundi skógarbænda. Að þessu sinni fór hópurinn, um 100 manns, í fylgd skógarvarðar Vesturlands, Birgis Haukssonar, um Jafnaskarðs- skóg og síðan var drakkið ketilkaffi að skógarbændasið, sungið og glaðst undir stjórn Níelsar Arna Lund deildarstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu, sem margir þekkja sem hrók alls fagnaðar. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður á Hvanneyri. Þar stjómaði Flosi Olafsson veisl- unni eins og honum er einum lagið, Bjarni Guðmundsson og Snorri Hjálmarsson skemmtu, sönghópur- inn Sólarmegin flutti ljúfa tóna og að lokum var dansað við eldfjöruga tónlist þeirra Hless-duo kappa ffá Akranesi. Allir skemmm sér hið besta og að morgni sunnudagsins var haldið í Skorradal og skógurinn skoðaður undir leiðsögn Agústar Amasonar ffáfarandi skógarvarðar. Félag trérennismiða setti upp sölusýningu í tengslum við lands- fundinn, enda er skógarbændum það vel ljóst að margt annað en borðviður gefur skógræktinni gildi. Er þar ekki síst um að ræða efúivið í ýmiskonar minjagripi og gjafavöru, en slíkan iðnað á eftir að þróa og byggja upp enn betur hér á landi og markaðssetja, bæði til ferðamanna og á innanlandsmarkaði. Það er óhjákvæmilegt að sam- koma af þessu tagi kosti peninga og fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög smddu við bakið á Fé- lagi skógarbænda á Vesturlandi og gerðu því mögulegt að bjóða upp á góða dagskrá. Borgarfjarðarsveit bauð upp á fordrykk, Toyota - RSamúelsson ehf., Girðir ehf., Plastmómn ehf. og Læk Olfusi buðu til kvöldverðarins. Aðrir styrktarað- ilar vom: Aburðarverksmiðjan hf., Borgarbyggð, Búnaðarsamtök Vest- urlands, Eyja- og Miklaholtshrepp- ur, Fóðuriðjan Olafsdal ehf., Fram- köllunarþjónustan í Borgarnesi, H.H. vélaleiga sf. í Borgarnesi sem bauð upp á hákarl ffá Bjamarhöfú sem vakti mikla lukku, Hvalfjarðar- og Hvítársíðuhreppar, Innri-Akra- neshreppur, Kaupfélag Borgfirð- inga, Leirár- og Melahreppur, Loft- myndir ehf. Reykjavík, Mjólkurfélag Reykjavíkur, Model ehf. Akranesi, Sementsverksmiðjan, Skilmanna- og Skorradalshreppar, Sólfell ehf. í Borgamesi, Sparisjóður Mýrasýslu, Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar sf. og trésmiðjurnar Birki ehf. og Kjöl- ur hf., allar á Akranesi, Trygginga- miðstöðin í Borgamesi, Verslanirnar Axel Sveinbjömsson ehf. og Einar Ólafsson á Akranesi, Vímét hf og VIS í Borgamesi og Þorgeir og E0- ert hf. á Akranesi. FsV færir ffamantöldum besm þakkir fyrir hjálpina. An aðstoðar þeirra hefði landsfúndur skógar- bænda ekki orðið nema svipur hjá sjón. Hulda Guðmundsdðttir Nú á dögunum færði Gunnar Gunnarsson Björgunarfélagi Akra- ness veglega peningagjöf í bygg- ingarsjóð félagsins. Gunnar hefur verið meðlimur í sveitinni um ára- bil og gaf hann gjöfina í tilefúi af 60 ára afmæli sínu þann 17. júní. Hann segist vonast til að með þessu Síðastliðinn sunnudag var nýr bámr sjósetmr á Akranesi. Bámr- inn fékk nafnið Guðmundur Ein- arsson IS 155 og er í eigu Oss sf í Bolungarvík. Bámrinn sem er 5,9 brúttótonn er smíðaður af báta- smiðjunni Knörr á Akranesi. komist skriður á lóðamál félagsins svo það geti komist í eigið húsnæði hið fyrsta, en eins og fram kom í Skessuhorni í frétt um sameiningu sveitanna tveggja á Akranesi, hefur Hafnarnefnd Akraness haft lóða- málin til umfjöllunar í allnokkurn tíma. SÓK Að sögn Kára Jóhannssonar ffam- kvæmdastjóra Knarrar er báturinn af nýrri gerð sem Knörr hefur hafið framleiðslu á, sá fjórði í röðinni. Kári segir að nú þegar liggi fyrir samn- ingar um þrjá báta til viðbótar af þessari gerð. BG/MG •■■] i , ■;^( *» 'V PH aw r \ Guðmundur Einasson IS 155 Nýr bátur sjósettur Skolatöskur - Namsbækur Skiptibókamarkaður - Skólavörutilboð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.