Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 5
SIESSUHÖEKI FIMMTUDAGUR 24. AGUST 2000 5 Skelfingar ósköp glöddumst við hjónin þegar við flettum Skessuhorninu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Neðst í horni var auglýsing sem ekki lét mikið yfir sér svona í fyrstu, en reyndist við nánari lestur lang- merkilegasta auglýsing þessa tölublaðs: “Geirmundur spilar í Hreðavatnsskála laug- ardagskvöldið 5. ágúst”. Nú fóru í hönd dag- ar eftirvæntingar og tilhlökkunar. Undirrit- aður fór meira að segja að éta minna og gera tuttugu armbeygjur tvisvar á dag til að vera í sem bestu formi þegar stóra stundin rynni upp. Einnig fjárfesti ég í flösku af plöntu- seyði, ættuðu austan úr Gyðingalandi. Þetta er safi úr einhveijum júðanjóla og á að bæta alla skapaða hluti, meltingartruflanir, minnisleysi, síþreytu, vöðvabólgu og bara nefndu það. Eftir neyslu á safa þessum í nokkurn tíma finnur undirritaður svo sem enga breytingu til betri vegar á kvillum sín- um jafnt meðfæddum sem áunnum, en til viðbótar því sem fyrir var, kominn með exem og æðahnúta. Metall þessi er bæði forvondur og fokdýr enda hafa afkomendur Davíðs og Golíats löngum verið frægir fyrir yfirgang, okur og peningaplokk hvar sem þeir fá því við komið. Undirritaður hefur svo sem oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar, orðið illa fyrir barðinu á íslenskum Gyðingum en þó aldrei gripið til jafn róttækra aðgerða og Ad- olf sálugi gerði fyrir margt löngu. Víkjum nú aftur að væntanlegum dans- leik. Þegar nær dró helginni þótti okkur ráð að æfa nokkur dansspor til að standa klár að tjúttinu þegar konungur sveiflunnar tæki til við að fremja rokk og ról. Fyrsta verk áður en slíkar æfingar byija er að henda heimilis- kettinum út. Kisa greyið er nefnilega þrí- rófubrotin. Fyrsta brotið varð þegar kisa gekk í veg fyrir okkur þegar við vorum að æfa kvikkstepp, svo brotnaði rófan á kettinum aftur þegar konan vildi æfa spinn og ég ný- búinn að bera á mig handáburð og missti náttúrulega dömuna frá mér í fyrsta hring, hún hrasaði um blómapott og hver skyldi svo hafa lent undir pottinum nema kisa. Þriðja brotið varð þegar við toguðum hana á rófunni niður úr ljósakrónu þar sem hún hafði leitað skjóls frosin af angist og ótta þegar við æfðum línudansinn hvað grimmast hér um árið. Eins gott að dýraverndunar- sambandið komist ekki í málið. Grínpísliðið gæti farið fram á það að okkur verði bannað að eiga kött. Síðan rann upp stundin stór. Við borguðum okkur inn á dansleikinn fyrir til- tölulega ásættanlegt gjald. Ekki voru tiltak- anlega margir mættir á þennan margrómaða stað elskenda þegar hér var komið við sögu. Þá kem ég auga á barinn. Ég verð alltaf svo óskiljanlega þyrstur þegar ég sé bar að það er bara ekkert venjulegt, skálma síðan að barnum og bið um einn bjór. “Sex hundruð krónur,” sagði bardaman. “Ég ætla bara að fá einn bjór,” sagði ég, “ekki hálfa kippu”. “Einn bjór kostar sex hundruð krónur,” sagði stúlkan. Nú var mér öllum lokið. Hingað til hefur maður ekki orðið var við ágimd og okur hér í Norðurárdal. “ Nú jæja,” sagði ég og borgaði dósina. Þegar ég var hálfnaður með bjórinn byijaði hljómsveitin að spila. Geir- mundur kvaðst vera orðinn léttur og nokkuð þéttur og vera í ofsa stuði og elska hvern sem er. Þá fóram við hjónin að dansa, þegar við komum til baka var full kelling úr Borgar- nesi búin að klára bjórinn úr dósinni minni, þar með var raunverð bjórsins komið í níu hundruð krónur. Ég hótaði þjófnum að kæra stuldinn til lögreglunnar í Borgarnesi. Þá setti óstöðvandi hlátur að þessari ófrómu kvinnu og kvað hún Borgameslögreglu ekki þess megnuga að leiða svona mál til lykta, jafnvel þó sönnunargögn væra við borðið eða á því. Þá sárnaði mér fyrir hönd lögreglunn- ar því ég hef heyrt að þeir hjá Scotland Yard hringi oft upp í Borgarnes til að fá hjálp 1 málum sem þeir ná ekki að leysa þarna suð- ur í Lundúnaþokunni. Ákvað ég nú að falla frá kæru og bera harm minn og tap á íjár- munum í hljóði. En næst þegar ég mæti á stað elskenda til að skemmta mér ætla ég að kaupa mér bjór í Á.T.V.R. , hella honum í gamla hitapokann minn, teipa svo pokann framan á mig innanklæða, leiða svo slöngu úr pokanum upp í hálsmál, drekka ódýrt og spara kýrverð. Bjartmar Hannesson Varmalandsskólí Varmalandí S. 430 1500 Skólasetníng Grunnskólinn á Varmalandi verður settur sunnudaginn 3. september kl. 14:00 í félagsheimilinu Þinghamri Kennsla hefst mánudaginn 4. september kl. 8:30 Hittumst heil V Skólastjóri J Frá grunnskólanum í Borgarnesi Skólasetning verður föstudaginn 1. september í íþróttasai íþróttamiðstöðvarinnar og hefst hún kl. 10:00. Áð henni lokinni eiga nemendur að mæta í skólann til sinna umsjónarkennara. Skólabílar munu annast flutning þeirra er ekki koma með forráðamönnum sínum. Akraneskaupstaöur Auglýsing frá Brekkubæjar- og Grundaskóla m Nemendur komi í skólann föstudaginn 1. september sem hér segir: Crundaskóli Nemendur fæddir 1985 Nemendur fæddir 1986 Nemendur fæddir 1987 Nemendur fæddir 1988 Nemendur fæddir 1989 Nemendur fæddir 1990 Nemendur fæddir 1991 Nemendur fæddir 1992 Nemendur fæddir 1993 Nemendur fæddir 1994 (10. bekkur) kl. 9:00 (9. bekkur) kl. 10:00 (8. bekkur) kl. 10:00 (7. bekkur) kl. 10:30 (6. bekkur) kl. 10:30 (5. bekkur) kl. 11:00 (4. bekkur) kl. 11:00 (3. bekkur) kl. 13:00 (2. bekkur) kl. 13:00 (1. bekkur) verba boðaðir sérstaklega Brekkubœjarskóli Nemendur fæddir 1985 Nemendur fæddir 1986 Nemendur fæddir 1987 Nemendur fæddir 1988 Nemendur fæddir 1989 Nemendur fæddir 1990 Nemendur fæddir 1991 Nemendur fæddir 1992 Nemendur fæddir 1993 Nemendur fæddir 1994 (10. bekkur) (9. bekkur) (8. bekkur) (7. bekkur) (6. bekkur) (5. bekkur) (4. bekkur) (3. bekkur) (2. bekkur) (1. bekkur) kl. 9:00 kl. 10:00 kl. 10:30 kl. 11:00 kl. 11:30 kl. 11:30 kl. 13:00 kl. 13:30 kl. 14:00 verða boðaðir sérstaklega Foreldrar/forráðamenn cjrunnskólabarna athugið ab tilkynna þarf strax um nemendur sem flytjast a milli skólahverfa og ætla að skipta um skóla. Þeir forráðamenn sem eiga eftir að skrá nemendur í skólann eru beðnir uin að gera það hið allra fyrsta á skrifstofu skólans, s: 437-1229. Skólaskjól verður starfrækt með sama sniði og undanfarin ár frá kl. 8-17. Forráðamenn nemenda í 1.-4. bekk, búsettir í Borgamesi, geta sótt um dvöl fyrir þá utan skólatíma, einnig á skrifstofu skólans. Kennsla hefst síðan skv. stundaskrá mánudaginn 4. sept. Skólastjóri Skóladagvist Börn sem verba í skóladagvist eru velkomin í heimsókn föstudaginn 1. september. Þá verður opið hjá okkur frá kl. 11:00-16:00. Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum. Skóladagvist hefst mánudaginn 4. september um leiö og kennsla hefst samkvœmt stundaskrá. Skólastjórar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.