Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæá Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Framkv.stjóri: Ritstjóri og óbm: Internetþjónusta: Blaðnmenn: Auglýsingar: Fjórmól: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: íslensk upplýsingatækni 430 2200 Magnús Magnússon 894 8998 Gisli Einarsson 892 4098 Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Hjörtur Hjartarson 864 3228 Sigurbjörg 8. Ólafsdóttir 431 4222 Ásthildur Magnúsdóttir og fleiri Tölvert ísofoldarprentsmiðja hf skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is augl@skessuborn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl, 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Það er ekki oft sem öll þjóðin stendur saman á öndinni. Enda væru þá hingað komin um leið fjölþjóðleg meindýraverndunarsam- tök til að stöðva slík andþrengsli. Það er heldur ekki oft sem þjóð- in kemur sér saman um að sitja eða standa eða yfirhöfuð riokkurn skapaðan hlut. Það er helst að við getum komið okkur saman um að agnúast út í útlendinga sem hingað slæðast í grandaleysi. Það var einmitt raunin þegar einhver útlendingurinn missti það út úr sér um daginn að hann langaði að eiga kofaræksni á Þingvöll- 'um þar sem rekið hefur verið farfuglaheimili undanfarna áratugi með lítilli reisn. Það var eins og við manninn mælt að karlgarmur- inn hafði ekki sleppt orðinu þegar öll þjóðin var orðin heltekin af einhverjum Fjölnismannaheilkennum og talaði um drottinssvik, landráð, helgispjöll og fleira í þeim dúrnum. Ekki minnkuðu á- hyggjur þjóðarsálarinnar þegar það kvisaðist út að ofan á að vera útlendingur þá ætti þessi náungi hugsanlega peninga eri slíkt hefur ávallt verið talin óyggjandi sönnun þess að menn hefðu óhreint mjöl í pokahorninu. Þá fyrst tók steininn úr þegar sá grunur lædd- ist að mönntun að údendingurinn ædaði að gista í Valhöll. Eg stóð reyndar í þeirri meiningu að þeir sem gistu þennan stað væru flest- ir údendingar og fyrir mína parta sé ég ekki að það skipti máli þótt það sé alltaf sá sami. Áhugi údendinga á Þingvöllum ætti heldur ekki að koma okkur á óvart því þær hetjur sem þar riðu um urð og grjót og fundu Þingvelli upp voru á þeim tíma varla vaxnar upp úr því að vera údendingar. Að venju brutust hin heiftarlegu þjóðemisköst verst út hjá stjórn- málamönnum og öðmm sem hafa atvinnu af því að tala í föðurleg- um tóni. Það var að sjálfsögðu talað um að okkur bæri að standa vörð um hin helgu vé, hjarta þjóðarsálarinnar, gmnninn að sjálf- stæði þjóðarinnar, perlu landsins og síðan var talað um svín. Hæst höfðu þeir sem hafa það að sínu helsta baráttumáli að Islendingar gangi í Evrópusambandið. Vonandi era þeir meðvitaðir um að ef það gerist þá höfum við Islendingar lítið um það að segja hver ger- ir hvað á Þingvöllum og öðmm sambærilegum stöðum. Það er nokkuð athyglisvert að við fonemumst ef hingað kemur údendingur sem ekki pissar á sig af hrifhingu yfir landi og þjóð. Enn verr látum við ef eitthvað býr að baki þessari aðdáun annað en venjuleg kurteisi. Ef hann sýnir landinu virkilega innilegan áhuga er hann um leið kominn með lúkuna full ofarlega á þjóðarlærið. Nú ætla ég síst að gerast svo djarfur að halda því frarn að hinn umræddi Howard Kruger sé ekki fól og fantur, guðleysingi og glæpamaður. Auðvitað hlýtur hann að vera það. Ég þekki manninn bara ekki neitt og sá eini sem ég hef heyrt getið með þessu nafni er Freddie Kmger sem var aðalpersónan í einni frægustu hryllings- mynd allra tíma, Nightmare on Elmstreet. Sem hugsanlega út- leggst á íslensku, Ognir í Almannagjá. Eg veit hinsvegar ekki einu sinni hvort þeir Hávarður og Friðjón era yfirhöfuð nokkuð skyld- ir. Hvað sem öðra líður ber okkur að sjálfsögðu að passa söguna, menninguna og náttúruna fyrir erlendu sem innlendu illþýði. Það myndi þó ekki spilla fyrir að ráðamenn þjóðarinnar og þjóðin sjálf sýndu menningararfinum og náttúruperlunum tdlhlýðilega virð- ingu dags daglega. Ekki aðeins þegar erlendir Krugerar renna til þeirra hýru auga. Gt'sli Einarsson ndttúruperla Þeir Höskuldur og Dalmar voru drjúgir með sig á bryggjunni á Rifi þráttfyrir aS aflinn væri ekki mœldur í tonnum eins og sést á myndinni. En mjór er mikils vísir. Mynd: GE Landsmótí Stykkishólmi Akveðið hefur verið að Lands- mót UMFI fyrir 16 ára og yngri árið 2002 verði haldið í Stykkis- hólmi. Síðasta unglinglandsmót var haldið í Vesturbyggð nú um versl- unarmannahelgina og þótti takast vel. Þessi mót eru mjög fjölmenn og má búast við að keppendur í Stykkishólmi geti orðið allt að eitt Um 680 nemendur eru skráðir til náms við upphaf haustannar í FVA í ár og eru það um 30 fleiri en á sama tíma í fyrra. Sérstaklega er fjölgun í Stykkishólmi, en þar eru skráðir rúmlega 30 nemendur og rúmlega 20 í Snæfellsbæ. I dagskóla á Akra- nesi verða um 590 nemendur og utanskólanemendur eru um 40. Að sögn Harðar Helgasonar, aðstoðar- skólameistara, eru forstöðumenn skólans ánægðir með aðsóknina. “Aðsóknin er mjög góð, sérstaklega miðað við það að íbúum á Vestur- landi hefur fækkað. Það er sem sagt hærra hlutfall nemenda sem kemur til okkar núna af Vesturlandi heldur en t.d. í fyrra. Stærsta vandamál okkar eru heimavistarmálin, skortur á heimavistarrými. Við þurfum stærri vist til þess að geta veitt betri þjónustu. Ég held þó að okkur hafi tekist að vísa öllum þeim sem ekki komust að á heimavistinni á hús- næði í bænum,” segir Hörður, en aðsókn að heimavistinni var tvöfalt meiri í ár en unnt var að anna. Fyrir skömmu voru unnin skemmdarverk í garðinum við Akranesveitu, þar sem þó nokkur tré voru afbörkuð auk þess sem rúða var brotin í bíl fyrirtækisins. “Þessi garður er búinn að vera í uppbyggingu hér lengi. Fyrst hjá Rafveitu Akraness og svo hjá Akra- nesveitu og þetta er orðinn skemmtilegasti garður. Ekkert út- sýni er inn í garðinn og þar af leið- andi leita krakkar inn í hann á kvöldin og í meginatriðum hefur það verið í góðu lagi hingað til,” segir Þorvaldur Vestmann, for- stöðumaður framkvæmda- og þúsund. Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi segir að vafalítið þurfi að ráðast í einhverjar framkvæmdir vegna mótsins. “Uppbygging íþróttamannvirkja stendur mjög vel hér í Hólminum en þó er ljóst að einhverju þarf að bæta við.” Þeir nemendur sem hefja nám við skólann í haust, gera það sam- kvæmt nýrri námskrá sem út kom í apríl í fyrra. I henni segir m.a. að hver skóli skuli gefa út skólanám- skrá er lýsi námsframboði, sér- kennum og sérstöðu skólans og þeim starfsháttum og verklagsregl- um sem þar gilda. Nú er komin út Skólanámsskrá FVA og verður henni dreift til nemenda. “Skóla- námskráin tekur mið af nýju nám- skránni og þar eru brautirnar eins og þær eru í dag. Almenn náms- braut er ný og hún verður í þróun hjá okkur í vetur. Vxð erum í þró- unarverkefni ásamt skólum á Sel- fossi og Suðumesjunum að þróa al- menna námsbraut. Auk þess er hér hópur kennara sem verður í vett- vangsnámi í vetur um almenna námsbraut. Við bindum vonir við það að geta útbúið áhugaverða námsbraut fyrir þá krakka sem hafa verið einhvers staðar milli vita fram að þessu,” segir Hörður að lokum. SÓK tæknisviðs hjá Akranesveim. “En það tók steininn úr um daginn þeg- ar farið var að afbarka trén í stórum stíl. Mönnum er auðvitað sárt um svona tré, það er töluverð fyrirhöfn að koma þessu upp og þau eru nátt- úrulega dauð trén sem búið er að afbarka með þessum hætti. Okkur þykir það auðvitað afskaplega leið- inlegt að þetta þurfi að vera svona og ég vona að menn átti sig á því að það þjónar ekki nokkrum tilgangi að haga sér svona og þetta verður náttúrulega bara til þess að farið verður að leggja stein í göm manna að vera þarna.” SÓK Bílvelta við Langá Fóíksbifreið valt á Ólafsvíkur- vegi við Langá um miðnætti á föstudag. Bílstjórinn missti stjórn á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að hún fór út af vegin- um og upp á hann afrnr og end- aði þar á hvolfi. Ökumaður bif- reiðarinnar var flutmr á heilsu- gæslustöðina í Borgamesi til að- hlynningar en meiðsl hans voru ekki alvarleg. Bifreiðin var hins- vegar óökufær. GE Búðarklettur ekki fluttur Eins og fram hefur komið í Skessuhomi óskaði Sparisjóður Mýrasýslu eftir umsögn um hvort til greina kæmi að flytja veitingahúsið Búðarklett f Borg- arnesi. Stjórnendur sem eignuð- ust húsið í vemr töldu að það kynni að auðvelda sölu hússins ef það yrði flutt nær þjóðvegi 1. Húsafriðunamefhd fékk málið til umfjöllunar og lagðist eindregið gegn því að húsið yrði flutt. GE Rarik á ferð um Vesturland Stjóm Rarik var á ferð um Vesmrland í síðustu viku ástamt forstjóra, framkvæmdastjórum og stjórnendum fyrirtækisins á Vesturlandi. Stjórnin hélt fúndi með sveitarstjómarmönnum á Vesmrlandi þar sem rætt var um málefni rafmagnsveitrianna og framtíðarhorfúr í raforkumálum. Fundirnir voru fróðlegir og gagnlegir bæði fyrir sveitar- stjórnarmennina og stjómendur Rarik að sögn Erlings Garðars Jónassonarumdæmisstjóra Rarik á Vesmrlandi. GE Fjölgun í skóladagvist Menningar- og skólafulltrúi Akranesbæjar hefur sent bæjar- ráðt bréf varðandi fyrirsjáanlega fjölgun nemenda í skóladágvist Grundaskóla. Bæjarráð sam- þykkti eriridið ög var fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhags- áædunar. Menningar- og skóla- fúlltrúa var falið að leggja fyrir bæjarráð endurskoðun á gjald- skrá fyrir skóladagvist. SÓK Blót við Hítarvatn Ásatrúarmenn ætla að halda Vesmrlandsblót við Hítarvam á fösmdag klukkan 8. Allir áhuga- samir eru boðnir velkomnir sam- kvæmt fréttatilkynningu frá söfnuðinum. Styrkir til listamanna Á bæjarráðsfundi þann 17. á- gúst síðastliðinn var tekið fyrir bréf starfshóps um menningu og listir þar sem gerð var grein fyrir fjárhagsstöðu verkefnisins og óskað heimildar til úthlutunar styrkja til listamanna. Méirihluti bæjarráðs samþykkti erindið en Gunnar Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins. GE Fjölgun nemenda í FVA Skemmdarverk unnin á trjágróðri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.