Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 15
§BESSIÍH©BM FIMMTUDAGUR 24. AGUST 2000 15 Skallagrímur fallinn Það er líf efrir fyrstu deíld - segir Stefán Logi Haraldsson formaður knattspyrnudeildar Þegar fjóruin umferðum er ólok- ið í 1. deild Islandsmótsins í knattspymu er Ijóst að Skalla- grímur er fallinn í aðra deild. Skallagrímur hefur Ieikið í fyrstu deild ffá því liðið féll úr úrvals- deildinni sumarið 1997. Skalla- grímur hefur aðeins hlotið þrjú stig úr íjórtán Ieikjum og hefur liðið tapað ellefu leikjum í röð í deildinni. Stefán Logi Haraldsson er starf- andi formaður knattspyrnudeildar Skallagríms. Hann segir að árangur liðsins í sumar hafi vissulega verið vonbrigði en þó séu menn þar á bæ ekki á því að leggja árar í bát. Vonbrigði “Þetta er ekki í samræmi við það sem menn lögðu upp með og fyrir því eru eflaust margar ástæður. Það er fátt sem hefur fallið með liðinu og flest gengið á móti okkur bæði innan vallar og utan. Það var á- kveðin krísa í gangi varðandi starf- semina í byrjun tímabils og það hefur haft einhver áhrif. Liðið missti marga menn fyrir tímabilið og aðrir voru ekki tilbúnir í slaginn og yfirgáfu liðið eftir stuttan tíma. Þá voru meiðsli að hrjá menn fram- an af. Eg tek hinsvegar ofan fyrir þeim leikmönnum sem eru ennþá í baráttunni og finnst að þeir hafi ekki sýnt neina uppgjöf þrátt fyrir mótbyrinn. Þá hafa tveir reyndir leikmenn úr úrvalsdeildinni gengið til liðs við okkur af miklum dreng- skap. Það eru þeir Kristinn Guð- við höfum marga stórefnilega unga brandsson úr Keflavík og Karl knattspyrnumenn sem eru aldir Finnbogason úr Breiðablik. Þetta upp hjá félaginu og við þurfum að eru strákar sem eru í fótbolta vegna riðja þeim farveg fyrir framtíðina. þess að þeir hafa gaman af því og Þá þarf áfram að leggja áherslu á þeir skila miklu til okkar ungu unglingastarfið sem hefur verið í frábærum farvegi undir öruggri stjórn Gunnars Jónssonar,” segir Stefán. Hann segir einnig að þótt unglingastarfið sé hvað mikilvægast í starfsemi félagsins verði félagið að geta haldið úti öflugum meistara- flokki. “Það er mín skoðun að það sé nauðsynlegt íþróttarinnar vegna. Ungu knattspyrnumennirnir verða að hafa að einhverju að keppa.” Fjárhagsstaðan erfið Fjárhagsstaða knattspymudeildar Skallagríms er erfið líkt og margra annarra knattspyrnufélaga víða um land. Stefán segir að það verði eldd spymudáldar Skallagrírm. hjá því komist að taka á því vanda- máli. “Það er komið að ákveðnum stráka,” segir Stefán. Hann kveðst tímamótum. Astandið er kannski telja að miðað við leikmannahóp- ekkert verra en hjá mörgum öðrum inn hefði árangurinn átt að vera félögum í hópíþróttum en skuldir betri. “Það er hinsvegar of seintáð sem við erum að burðast með hamla fást um það ogfiú er ekki annað að mjög starfinu. Það er alveg ljóst að gerá eh klára . þetta með reisn og það gengur ekki dl lengdar að safita hafa gaman af fótböltanum en það skuldum og það telst ekki íjáröflun er það sem þetta á að snúast um.” að taka lán til að greiða þær niður. Við þurfum hjálp til að komast út úr - I. , , . þessu en við þurfum þá að standa ... . Ekkl endalokin okkur í ffamtíðinni og fara ekki yfir Stéfán Logi segir að vonbrigði mörkin eins og menn ffeistast gjam- sumarsins tákni ekki endalok knatt- an til í þessu starfi,” segir Stefán spyrnunnar í Borgarnesi. “Það er líf Logi að lokum. effir 1. deild og það jákvæða er að GE íslandsmót í Snæfellsbæ Lokaumferð Islandstnótsins í mótorkrossi fór fram á nýrri mótorkrossbraut í Snæfellsbæ síðastliðinn laugardag. 1A flokki sigraði Viggó Örn Viggósson úr Reykjavík en í B flokki Ólsarinn Rúnar Már Jóhannsson. GE 'V 'i Jafiitefli við Stjömuna ÍA:0 - Stjarnan:0 Það var blíðskaparveður á sunnudag þegar IA tók á móti Stjömunni. Liðin, sem hafa skor- að fæst mörk í deildinni, fengu þama kjörið tækifæri til að bæta úr þeirri staðreynd, leika skemmtilegan bolta og skora mörk. Það gekk ekki eftir og tíðindahtill leikur án marka varð raunin. Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að hafa knöttinn en það var ekki fyrr en á 32. mínútu að almennileg sókn leit dagsins ljós. Jóhannes Harðarson vann þá bolt- ann á miðjum vallarhelmingi Stjömunnar og sendi góðan bolta á Uni Arge sem skallaði að marki en Stjörnumenn björguðu á marklínu. Þaðan fékk Haraldur Hinriksson boltann á vítateigslínu og vamar- maður Stjömunnar varði hörkuskot hans greinilega með höndum. Bragi Bergmann, dómari leiksins, sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu. Síðari hálfleikur fór rólega af stað eins og sá fyrri en Stjömumenn áttu þó nokkur upphlaup sem mnnu út í sandinn. Það tók Skagamenn heilar 24 mínútur að skapa sér færi. Jó- hannes Gíslason lék skemmtilega á varnarmann og sendi fína fyrirgjöf sem Stjömumenn náðu á síðustu stundu að hreinsa. Þó ekki betur en svo að Haraldur Hinriksson fékk kjörið skotfæri en það rataði beint í vamarvegg Stjömunnar. Við þetta vöknuðu Skagamenn af værum blundi og sóttu án afláts það sem eftir var leiks án þess þó að ná að skora. Gulir og glaðir völdu Gunnlaug Jónsson mann leiksins. IA situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig eftir 15 leiki. SÓK Tap í síðasta leiknum HSH tapaði á heimavelli 0-2 fyrir Fjölni í A riðli þriðju deild- ar Islandsmótsins í Knattspyrnu. Þetta var síðasti leilcur liðsins í sumar en það hafnaði í 4. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Brana sem varð í þriðja sæti. Þetta verður að teljast viðunandi árangur hjá liðinu sem er að leika sitt fyrsta keppnistímabil á Is- landsmóti. GE Bruni úr leik Brani steinlá fyrir efsta liði A riðils þriðju deildar, Njarðvík, 0- 5, síðastliðinn laugardag. Bruni átti aldrei möguleika í leiknum og varð þetta því síðasti leikur liðsins í sumar. Fyrir leikinn átti Bruni möguleika á því að komast í úrslitakeppni 3. deildar, en liðs- menn þurffu að stóla á hagstæð úrslit annarra leikja og leggja Njarðvíkinga að velli. Það gekk ekki eftir. SÓK Skagamenn slógu í gegn á Pepsímóti Pepsímót yngri flokka í knatt- spymu fór fram á Jaðarsbökkum á Akranesi síðastliðna helgi og vora þar mættir til leiks um 400 kepp- endur frá fjölmörgum liðum. Mót- ið fór vel fram að öllu leyti enda veðrið upp á sitt allra besta alla helgina. Það er skemmst frá því að segjá að A, C og D lið IA fóra öll með sigur af hólmi auk þess sem B liðið vermdi annað sætið. I D lið- inu vora leikmenn úr 7. flokki IA en öll hin vora skipuð 6. flokks mönnum. Strákarnir í 7. flokki vora kallaðir til á síðustu stundu eftir að D lið Keflavíkur hafði dott- ið út og þeir gerðu sér lítið fyrir; komu, sáu og sigruðu. Sigurgleðin var gífurleg hjá strákunum enda ekki ástæða til annars eftir svo glæsilegan árangur. SÓK Aftur í 1. deild! Leynismenn endurheiratu um Kristvin Bjarnason, Helgi Dan helgina sæti sitt í 1. deildinni í golfi Steinsson, Þorbergur Guðjónsson, erþeirsigraðuöragglegaíkeppni2. Stefán Olafsson, Hróðmar Hall- deildar, sem fram fór á hirium nýja dprsson, Willy Blumenstein og Ingi 18 holu Garðavelli á Akranesi. R. Gíslason. Liðsstjóri var Reynir Eftirtaldir skipuðu sveit I .eynis: Þorsteinsson. -SSv. Brynjar Karl áfram á Skaganum? Körfuknattleiksfélag Akraness hefur ráðið Brynjar Karl Sigurðs- son til þess að annast þjálfun þriggja yngri flokka félagsins í vet- ur en hann stýrði meistaraflokki fé- lagsins á síðustu leiktíð. Ekki liggur ljóst fyrir á þessari stundu hvort hann hyggst leika með Skagamönnum í 1. deildinni en vitað er til þess að Borgnesingar hafa einnig borið víurnar í hann. Brynjar Karl er í toppformi og yrði hann Skagamönnum mikill styrkur í vetur. Þá hefur Brynjar Sigurðsson einnig verið ráðinn til þess að þjálfa yngstu iðkenduma en hann hefur náð frábæram árangri með þá. Að sögn Ragnars Sigurðssonar, for- manns félagsins, er jafnframt stefnt að því að koma á fót æfingum fyrir stúlkur í yngsta aldurshópnum en kvennakarfan hefur átt erfitt upp- dráttar á Akranesi eins og víðar á undanförnum áram. Aslaug Guð- mundsdóttir hefur verið ráðin sem þjálfari yngstu stúlknanna. -SSv. TT • / 1 11/ • Ungir í eldlínunm Tveir af ungura ög efiiilegum stóð sig mjög vel. Hann var eini leikmönnum Akurnesinga í körf- leikmaður liðsins úr 83-árgangnum unni, þeir Fannar Helgason og Er- en allir aðrir leikmenn era fæddir lendur Ottesen, stóðu í ströngu í 1982. Magnús Helgason, þriðji sumar með unglinga- og piltalands- Skagamaðurinn og bróðir Fannars, liðum Islands. var valinn í æfingahópinn en komst Farmar keppti með piltalandslíð- ekki í liðið sem keppti á EM. inu á boðsmóti í Frakklandi og stoð Kjarninn úr unglingalandsliðinu sig mcð mikilli prýði eins og aðrir keppti síðan sem B-landslið íslands félagar hans. Erlendur keppti með á nýafstöðu Norðuriandamóti og unglingalandsliðinu á Evrópu- afrekaði m.a. að vinna A-Iandsliðið! meistaramótinu í Þýskalandi og -SSv. Tap fyrir Eyjastúlkum ÍA tapaði fyrir ÍBV ,0-5, síð- astliðinn laugardag á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í efstu deild kvenna í knattspymu. Liðið er sem fyrr í 6. sæti deildarinnar og hefur 9 stig eftir ellefu leikti. Næsti leikur Skagastúlkna er á laugardag kl. 14.00 á Akranesvelli en þá fá þær Breiðablik í heimsókn. GE Skallamir fallnir Skallagrímsmenn biðu lægri hlut gegn KA á Akureyrarvelli síðastliðinn laugardag, 5-0. Þar með hafa Skallamir tapað ellefu leikjum í röð í deildinni. Liðið er í neðsta sæti með 3 stig eftir 14 leikti og er þegar falhð í 2. deild. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.