Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. AGUST 2000 ^kUSUHUiúi i * Sundkonan Kolbrún Yr Kristjánsdóttir er eini fulltrúi Vesturlands á Olympíuleikunum: Vatnið hefiir alltaf heillað mig Kolbrún Ýr slakar á mei bros á vör við sólpallinn á heimili sínu á Skaganum. Hún notar hvert tcekifieri sem gefst til að slaka á enda æfitigaálagiS meira en nokkru sinni þessa dagana. Hún er ekki nema 16 ára gömul en hefur engu að síður verið á með- al fremstu sundkvenna landsins undanfarin ár. Hún ber titilinn “íþróttamaður Akraness 1999“ og tíl vitnis um þá nafhbót blasir við á stofugólfinu í foreldrahúsum risa- stór bikar sem henni fylgir. A morgun leggur þessi unga stúlka upp í sex vikna ferðalag til Sydney í Astralíu, þar sem hún keppir fyrir Islands hönd á Olympíuleikunum. Vestlendingar eiga þar ekki aðra fulltrúa. Hún fetar þar með í fót- spor þriggja annarra sundmanna frá Akranesi sem keppt hafa á leikun- um; Guðjóns Guðmundssonar, sem keppti í Munchen 1972, Inga Þórs Jónssonar, sem keppti í Los Angel- es 1984 og Ragnheiðar Runólfs- dóttur, sem kepptí í Seól 1988 og aftur í Barcelona 1992. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttír hefur orðið. Vatnið hefur heillað “Ég er búin að vera í lauginni svo að segja ffá því ég man eftír mér,“ segir þessi geðþekki og yfirvegaði táningur í spjalli við blaðamann Skessuhoms. “Vamið hefur alltaf heillað mig og ég fékk mjög snemma tilfinningu fyrir hreyfingu í vami og hún var mér algerlega á- reynslulaus. A yngri áram lét ég mér skólasundið ekki nægja. Ég fór gjarnan aftur í laugina eftir að skóla lauk og jafnvel í þriðja sinn sama daginn í fylgd með foreldrum mín- um að afloknum vinnudegi þeirra,“ bætir hún við. Kolbrún Ýr var ekki nema sex ára gömul er hún fór að æfa sund með reglubundnum hættí. Steve Cryer, sem var þjálfari Stmdfélags Akra- ness um nokkurra ára skeið, sagði eitt sinn við undirritaðan að ef Kol- brún Ýr ættí ekki eftir að komast á Ólympíuleika og verða í ffemstu röð væri eitthvað meira en lítið að. “Ég hef aldrei séð svo ungan sund- mann með jafnmikið vald á tækni í vatninu," sagði Cryer. Kolbrún Ýr var ekki nema 8 ára gömul þegar þessi urnmæli féllu. Undanfarin átta ár hefur hún ver- ið undir handleiðslu Sigurlínar Þorbergsdóttur sundþjálfara og saman fara þær til Sydney. Þegar heim kemur heldur Sigurlín til Ak- ureyrar, þar sem hún hefur ráðið sig sem þjálfara, en Kolbrún Ýr tekur upp þráðinn að nýju. “Silla hefur reynst mér allt í senn; ffábær þjálf- ari og vinur og nánast gengið mér í móður stað á ferðalögum erlendis. Vissulega held ég að það verði mik- il viðbrigði fyrir okkur báðar að starfa ekki svo náið saman áfram en ég held að við eigum effir að spila jákvætt úr þessu.“ Heima er best - Óttastu ekki að það verði erfitt að rífa sig upp aftur þegar heim er komið? “Nei, ég geri það nefnilega alls ekki. Þótt ég sé svona ung er ég komin með umtalsverða reynslu af ferðalögum og keppni á erlendri grundu og iðulega hef ég fyllst miklum eldmóði strax og heim er komið. Það er nefhilega þannig, að hversu oft sem ég fer utan tíl að keppa er alltaf jafngott að koma heim aftur. Heima er best.“ Kolbrún Ýr þarf heldur ekki að kvarta undan því að foreldrar henn- ar styðji hana ekki með ráðum og dáð. “Sumarfríið hennar mömmu þetta árið hefur að mestu farið í að keyra mig til Reykjavíkur á æfingar tvisvar á dag alla daga vikunnar. Og innst inni veit ég að ef foreldrar mínir hefðu ekki staðið jafh þétt við bakið á mér og raun ber vitni væri ég ekki á leiðinni til Syndey núna. Ég fæ þeim aldrei fullþakkað." Þessi sunddrottning af Skaganum er á meðal yngstu Ólympíufaranna þetta árið og mun yngri en flestar þær sundkonur sem hún er að etja kappi við erlendis. “Flestar eru þessar stelpur á aldrinum 22-25 ára þannig að ég á enn mörg ár í að ná þeim aldri. Enda er það oft svo á mótum erlendis að keppinautar mínir reka upp stór augu þegar þeir komast að því að ég er ekki nema 16 ára, verð reyndar 17 í nóvember.“ Draumur íþróttamannsins Nokkurt fjaðrafok varð í fjöl- miðlum fyrr í sumar þegar ákveðið var að svokölluð B-lágmörk yrðu látín gilda fyrir sundmenn á leikana í Syndney. Kolbrún Ýr fer inn með þau lágmörk í farteskinu og náði þeim reyndar í fjórum greinum; 100 og 200 m baksundi, sem hún keppir í á leikunum, en einnig 50 og 100 m skriðsundi. Hún lætur sér fjölmiðlafárið í léttu rúmi liggja, segist staðráðin í að njóta þessarar reynslu út í ystu æsar. “Að komast á Ólympíuleika er auðvitað draumur hvers íþróttamanns en að þeir skuli haldnir hinum megin á hnettinum gerir þetta enn meira spennandi.“ Kolbrún Ýr neitar því þó ekki að hún hefði viljað fara með betri tíma í fartesldnu. “Ég á Islandsmetin í 100 og 200 m baksundi en hef ekki náð að ógna þeim síðasta árið. Kannski hefur margumrætt lág- mark fyrir leikana í Sydney verið mér erfiður andlegur þröskuldur. Staðreyndin er nefnilega sú að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef þurft að berjast við eitthvert lágmark. Fram til þessa hef ég synt mitt sund og Silla, þjálfari minn, hefur svo kom- ið af og til og bent mér á að ég væri búin að tryggja mér sæti á Evrópu- móti unglinga eða fullorðinna. Þannig að ég hef ekki verið að leggja neitt aukalega á mig til þess að komast þangað. Nú gegnir allt öðru máli.“ Forréttindi Síðasta ár hefur að sögn Kol- brúnar Ýrar að mörgu leyti verið dálítdð erfitt. “Ég er að taka út þroska og auðvitað er margt sem glepur ef einbeitingin er ekki fyrir hendi. Stundum langar mann tíl þess að kasta öllu frá sér og sletta úr klaufunum eins og jafhaldrarnir. Það er bara eðlilegt. Sérstaklega gerist þetta eins og síðustu mánuði þegar maður nær ekki þeim árangri sem stefnt er að. Þá safhast upp pirringur sem mann langar til að losa um. Ég man til dæmis að mig langaði óskaplega á Þjóðhátíð í Eyj- um í fyrra. Ég var hins vegar stödd í Istanbúl í Tyrklandi og komst auð- vitað ekki neitt. Arið þar á undan var ég í Belgíu um verslunarmanna- helgina. En þegar maður jafnar sig á þessu er fáránlegt að svekkja sig á svona hlutum. Þótt sundið sé erfitt hefur það fært mér ýmis forréttindi á borð við ferðalög um allar trissur og það er eitthvað sem ekki verður ffá manni tekið.“ Oft er það svo að íþróttamenn láta þátttöku í Ólympíuleikum verða sinn svanasöng í keppni. Þannig er því t.d. farið með Guð- rúnu Arnadóttur grindahlaupara þetta árið en Kolbrún Ýr er hreint ekki á því að leggja árar í bát eftír leikana í Sydney. “Ég stefni ótrauð á að keppa á Ólympíuleikunum 2004 en æda svo að sjá til með framhaldið eftír það. Mig langar til þess að mennta mig vel og ef mér tekst að samræma erfiðar æfingar og krefjandi nám sé ég ekkert því tíl fyrirstöðu að halda sundinu áffam en allar ákvarðanir um slíkt verða að bíða betri tíma.“ Reynslunni ríkari Undanfamar vikur hefur strnd- landsfiðið nánast lagt nótt við dag við æfingar og þótt brottför sé í fyrra- máhð var æff tvisvar á dag fyrstu þrjá daga vikunnar, svo og í morgun en síðdegisæfingunni reyndar sleppt í dag. Flogið er til London í fyrramál- ið, þar sem 10 tíma stopp er áður en förinni verður haldið áffam. Og að sjálfsögðu verður æfing í London! “Ég hef aldrei lagt eins hart að mér við æfingar eins og undanfarið. Alag- ið hefur verið slíkt að við höfum mörg þurft að leita aðstoðar sjúkra- þjálfara. Fyrstu vikuna eftir að við komum út verður hfinu tekið ff emur létt í lauginni enda tekur langan tíma að ná áttum eftir svona langt flug og mikinn tímamismun. Síðan hefjast snerpu- og tækniæfingar. Ég á að keppa 17. og 21. september og við höldum ekld heim á leið fyrr en komið er ffam í október. Ég kem til með að missa 6 vikur úr skóla en helli mér í nám og æfingar þegar ég kem heim, reynslunni ríkari og vonandi sáttari við árangur minn en ég hef verið síðustu mánuðina,“ segir Kol- brún Ýr Kristjánsdóttír. -SSv. r, sundþjálfari um Kolbrúnu Ýr: Kolbrun Yr er einstaklega hæfi- leikarikur sundmaður og hún hefur alla burði til þess að komast í ffemstu röð í heiminum. Það vill gjaman gleymast í umræðunni að bún cr ekki nema 16 ára ög á enn gríðarlega míkið inni. F.n fyrst og ffemst snýst þetta um hana sjálfa - hvað hún vill sjálf,“ segir Sigurlín Þorbergsdóttir, sem hefur verið þjálfari Kolbrúnar Ýrar undanfarin átta ár. Sigurhn segir ekki nema eðlilegt að Kolbrún hafi ekki náð að höggva nærri metum sínum í 100 og 200 m baksundi undanfarið ár. “Hún bættí íslandsmetið í 200 m baksundi um 3 sekúndur á Smá- þjóðaleikunum í fyrra. Það er ótrú- legt stökk í ekki lengra sundi. Kol- brún befur í raun vcrið að cinbcita sér að 50 og 100 m skriðsundi síð- asta árið. Hún hefur í raun sárasjaldan synt baksundsgreinarn- ar en líður nú fyrir það að aðrar í Iandsliðinu eiga betri tíma í skrið- sundinu en hún. Þess vegna keppir hún í baksundinu í Syndney." Sigurlín segist ekki hafa minnstu áhyggjur af því þótt Kolbrún hafi ekki teldð þeim ffamföram sem hún ædaði sér fyrir Ólympíuleik- ana. “Hún er enn að þroskast sem unglingur og allir vita hversu erfið þessi ár geta verið. Þegar hún hef- ur tekið út fullan þroska snýst þetta eingöngu um hvað hún vill sjálf. Hæfileikar hennar eru einstakir og hafi hún metnað tíl að ná enn lengra - sem ég leyfi mér að segja að hún búi yfir - mun ekkert stöðva hana á þeirri braut. Flún hefttr allt til að bera til að skipa sér í ffemstu röð í heiminum," segir Sigurhn. -SSv.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.