Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 24.08.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 ^sunuJ] Verðlaunahafamir utan við bœinn á Eiríksstöðum. Umhverfisverðlaun Skessuhoms veitt í þriðja sinn Grundarfj örður snyrtilegastur Umhverfisverðlaun Skessuhoms voru veitt þriðja árið í röð síðastliðin sunnudag. Verðlaunaafhendingin fór fram að Ei- ríksstöðum í Haukadal í blíðskaparveðri.Verðlaunin vom að þessu sinni veitt í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands og með stuðningi Olíufélagsins Essó, Hyrnunnar, Vegagerð- ar ríkisins og Sorpurðunar Vesturlands. Dómnefndina skipuðu að þessu sinni þær Elín Aradóttir starfsmaður Skessuhorns, Helga Halldórsdóttir starfsmaður Búnaðarsamtaka Vesturlands og Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisffæðingur. Nutu þær aðstoðar Guðmundar Sig- urðssonar framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands. Verðlaunagripimir vom skúlptúrar unnir úr Dalaleir af listakonunni Sigríði Erlu Guðmundsdóttur en starfsmenn Dalakjörs sáu um að framreiða þjóðlegar veitingar að hætti Eiríks rauða. Verðlaunin hlutu eftirtaldir: Garðar: 1. Sunnubraut 17 Akranesi, Rafnhildur Árnadóttir og Guð- mundur Guðjónsson 2. Heiðarbraut 58 Akranesi, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir og Ari J. Jóhannesson 3. Borgarbraut 46 Borgamesi, Jónína Björg Ingólfsdóttir og Ingi Ingimundarsson 4. Túnsberg Hvanneyri, Jakobína Björg Jónasdóttir og Trausti Eyjólfsson Þessi skemmtilegi gosbrunnur er í garðinum að Sunnubraut 17 á Akra- nesi sem hlaut 1. verðlaun. Myndir: GE/EA/SOK Önnur sveitabýli sem til greina komu vom (í stafrófsröð). Brekkukot í Borgarfjarðarsveit, Svarfhóll í Hvalfjarðarstrand- arhreppi, Lyngholt í Leirár- og Melasveit, Hamrar í Eyrar- sveit. Fyrirtaeki: 1. Sigurður Ágústsson hf. Stykkishólmi 2. Fiskmarkaður Breiðafjarðar hf. Snæfellsbæ 3. Gámastöð Borgarbyggðar í þessum flokki vom einnig nefnd (í stafrófsröð): Ferðaþjón- ustan Húsafelli, Haraldur Böðvarsson hf. og Sjúkrahúsið á Akranesi. Sveitarfélag: Gmndarfjörður Hvammur í Hvítársíðu var valinn myrtilegasta sveitabýlið. 5. Borgamk 13 Borgarnesi, Sigríður Leifsdóttir og Sigurður Árelíus Emilsson Aðrir sem til greina komu vom (í staffófsröð): Áskinn 3 í Stykkishólmi, Bjarkargmnd 36 Akranesi, Heiðarbraut 34 Akranesi, Sandholt 19 (Akurholt) Ólafsvík, Skólastígur 1 (Clausenshús) í Stykkishólmi. Sveitabýli: 1. Hvammur í Hvítársíðu, Torfi Guðlaugsson og Steinunn Anna Guðmundsdóttir 2. Berserkseyri í Eyrarsveit, Ásdís Halldórsdóttir og Hreinn Bjamason 3. Hrauntún í Kolbeinsstaðahreppi, Guðrún Hallsdóttir og Rögnvaldur Guðbrandsson Þess má til gamans geta að eini aðilinn sem unnið hefur til verðlauna öll árin era eigendur Berserkseyrar en þau hafa tvisvar hlotið 2. sætið í flokki sveitabýla og einu sinni fyrsta sætið. Markmiðið með umhverfisverðlaunum Skessuhoms er að hvetja til bættrar umgengni á Vesturlandi og vekja athygli á því sem vel er gert í umhverfismálum í kjördæminu. Er það mat aðstandenda verðlaunanna að þetta verkefhi hafi nú þeg- ar náð þeim árangri að auka metnað mjög margra til að fegra umhverfið og ganga vel um landið. GE Athyglisverðasta ffamtakið í umhverfismálum: Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar fyrir átak til að bæta á- sýnd mannvirkja fýrirtækisins. Magnús Oddsson framkvœmdastjóri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar tekur við verðlaunum fyrir athyglisverðasta framtakið í umhverfismálum úr hendi Helgu Halldársdóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.