Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 1
I WDSBRl 1 VIMi K ! \.\n Verðbréfaviðskipti Lífeyrissparnaður Fjárvarsla Verðbréfaviðskipti á Vefnum jjgiyyf rivfj i Ct l **$**&»& «.4 í ' Æm H m' Vil skjóta hrossagauk - segir Marvin Ivarsson skotveiðimaður í Grundarfirði Síðustu misseri hafa skotveiðimenn þrýst nokkuð á að leyfðar verði veiðar á hrossagauk. Einn áhugamanna um þessar veiðar er Marvin Ivarsson for- maður Skotveiðifélags Grundarfjarð- ar. Marvin er ákafur um að þetta nái fram að ganga og segir. „Astæða fyrir þessum þrýstingi er að stofhinn þolir vel að veitt sé úr honum, einnig hafa aðrir stofnar sem veitt er úr minnkað og þarf jafnvel að ffiða þá um tíma eins og tdl dæmis rjúpuna.“ En mæta svona áform ekki mikilli andstöðu og er hrossagaukurinn ekki fugl sem fremur er fólki til yndisauka og skemmtunar en að hann sldpti ein- hverju máli til fæðuöflunar? „Eg get ekki séð að hrossagaukurinn sé neitt öðruvísi en aðrar dýrategundir á og við Island. Þessar dýrategundir hafa haldið lífi í þjóðinni og verið á borðum hennar ffá upphafi byggðar. Það má nefina rjúpu, gæs, endur, skarf, lunda, lax, þorsk og svo auðvitað hvalinn. Is- lenskur almenningur má ekki gleyma uppruna sínum líkt og Grænffiðungar og halda að það sé hægt að kaupa kjöt og fisk út í búð án þess að deyða nokkra skepnu. Við Islendingar vilj- um nýta hvalastofninn vegna þess að hann þolir að veitt sé úr honum. Við viljtun nýta veiðistofha skynsamlega og hafa stjóm á veiðum út frá veiðiþoli stofna en ekki einhverri tilfmninga- vellu um fegurð dýra. Við megum aldrei láta einhverja Grænffiðunga stjóma því hvemig við lifum á okkar landi. Hrossagaukurinn á auðvitað að falla undir sömu lögmál". IH Rekstur Breiðafjarðarferju Krafistendur- skoðunar á útboði Breiðafjarðarferjan Baldur hf., núverandi rekstraraðili samnefnds skips hefur sent ffá sér formlegar athugasemdir vegna nýafstaðins útboðs á rekstri Breiðafjarðarferju. Síðasthðinn þriðjudag sendi stjóm félagsins Vegagerð ríkisins bréf þar sem krafist er upplýsinga um út- reikning kosmaðaráætlunar Vega- gerðarinnar og hvaða forsendur liggi þar að baki. Fyrirtækið bendir m.a. á að Samkeppnisráð hafi árið 1994 kveðið á um að samkeppnisrekstur og ríkisstyrktur rekstur ferjufyrir- tækja skuli fjárhagslega aðskilinn. I tilkynningu ffá fyrirtækinu segir m.a.: “Nú hefur lægstbjóðandi í út- boði vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs upplýst opinberlega að hann hyggist afla tekna af rekstri Baldurs m/s í samkeppni á markaði og nýta þær tekjur til að afla sam- legðaráhrifa í rekstri. Því virðist mega áætla að mun á tilboðum megi í það minnsta að einhverju leyti rekja til þessa.” Breiðafjarðarferjan Baldur hf krefst þess að Vegagerðin virði kröfur Samkeppnisráðs og krefjist þess af bjóðendum við mat tilboða að þeir skilji að ríkisstyrktan rekst- ur og samkeppnisrekstur. Til vara er þess krafist að Vegagerðin aftur- kalli útboðið og láti nýtt útboð fara ffam. GE Það hefur varla farið framhjá neinum að Skagamenn urðu Coca Cola bikar- meistarar í knattspymu síðastliðinn sunnudag erþeir unnu góðan sigur á Vestmannaeyingum 2-1 á Laugardals- vellinum. A bls. 14 erýtarleg umfjöll- un um leikinn í máli og myndum og að auki Jýlgir sérstakur bónus með blaðinu í dag, litprentað plakat með mynd af nýkrýndum meisturum. Upplýsinga- gjöf verði boðin út Upplýsingagjöf til ferða- manna á Akranesi verður boðin út til eins árs samkvæmt tillögu frá bæjarstjóra sem atvinnu- málanefhd Akraness samþykkti í vikunni. Starf markaðs- og at- vinnufulltrúa verður auglýst laust til umsóknar, til þriggja ára, með breyttri starfslýsingu. K.K.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.