Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 7
g2ESSIiH©BKI FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 7 / FuUkomasta ísverksmiðja á Islandi Föstudaginn 22. september sl. bauð Snæís tíl samkvæmis í húsnæði Soffamasar Cecilssonar hf. Tilefnið var formleg gangseming nýrrar ís- verksmiðju sem félagið var að taka í notkun. Aðeins liðu 10 mánuðir ffá því fyrirtækið var stofnað þangað til fyrsti ísinn var afgreiddur ffá fiillbú- inni verksmiðju. Hluthafar í Snæís em 29, aðallega fyrirtæki í sjávarút- vegi og þjónustu auk hafnarinnar. Framleiðandi verksmiðjunnar er Finsam í Noregi. Afkastageta verk- smiðjunnar er 60 tonn á sólarhring og geymslurými er 2 x 100 tonn. Verksmiðjan er alsjálvirk og er hægt að stýra henni og fylgjast með ffam- leiðslunni úr tölvu um símalínu hvað- an sem er úr heiminum. Snæís hef- ur gert þjónustusamning við Ragnar og Asgeir um umsjón með verk- smiðjunni og mun starfsmaður þeirra Kjartan Sigurjónsson sjá um þann þátt. A hans verksviði verður að skrifa út ísúttektir viðskiptavinanna mánaðarlega og hafa eftírlit með vél- um og búnaði. Gert er ráð fyrir að starfið sé að jafnaði um ein klukku- stund á dag. Kostnaður við ísverk- snúðjuna er um 80 miljónir sem er sama tala og lagt var upp með. Af- greiðsla á ís tíl sldpa fer þannig fram að viðsldptavinurinn hefúr lykil að af- greiðsluherbergi þar sem hann renn- ir viðskiptakorti síhu í tölvu og slær inn það magn sem hann hyggst nota. Tveir dælubarkar eru staðsettir við bryggjukantinn og er ísnum blásið um þá beint um borð í skip. Einnig er afgreiðslustútur við verksmiðjuna fyrir þá sem dæla ísnum í kör eða á bíla. Hagkvæmni verksmiðjunnar felst í þessari tækni og því að hún nýt- ir afgangsrafmagn á svokölluðum rofnum taxta. Sigurður Sigurbergs- son stjómarformaður segir þetta vera fullkomnusm ísverksmiðju hérlendis. Margir tóku til máls í fjölmennu hófi fyrirtækisins og óskuðu hinu nýja fyr- irtæki velfamaðar. Meðal gesta var Guðmundur Runólfsson einn ffum- herji byggðar og atvinnulífs á staðn- um. Guðmundur, sem heldur upp á áttræðisafmæli sitt þann 7. október, lýsti þessum áfanga sem einum af hinum stóm í sögu byggðarinnar. IH Utílegumenn á Vatnaheiði Útilegumenn á Vatnaheiði slaka á yfir miðdegiskaffinu ótrtiflaóir af draugum odrum en hnýsnum fréttamanni. Mynd IH Fjarri mannabyggðum í nábýli við álfa, drauga og jafhvel tröll hafa nú verið reistar vinnubúðir skammt ffá Baulárvallavatninu. Þar hafast þeir við vegagerðamennirnir á Vatnaheiðinni. Og þrátt fyrir sög- ur um draugagang og jafhvel skrímsli í vatninu sofa menn vært sínar ffívaktir eða sitja á rabbi og fást við ýmsa afþreyingu. Vega- gerðarmennimir em á vegum Suð- urverks sem er verktaki við bygg- ingu vegar yfir fjalhð sem leysa á af hólmi veginn um Kerlingarskarð. Fréttamaður Skessuhorns heim- sótti þessa útilegumenn á dögunum og spurði fyrst um hvernig gengi. “Verkið er nokktunveginn á áædun þrátt fyrir að ýmislegt hefði komið upp á. Hluti af því efni sem átti að nota reyndist ófullnægjandi en það kom lítið að sök því það er gott efni til hér á svæðinu. Þetta hefur auk- ið nokkuð aksmrinn sem hefur taf- ið okkur lítíllega. Hinsvegar er veðráttan búin að vera okkur erf- ið”. sögðu þeir”. Við emm orðnir vissir um að hér hefur Nói byggt Örkina forðum daga því aðra eins rigningu höfum við aldrei séð”. En hverrúg er veðráttan miðað við veðrið á Kerlingarskarði? Því svarar heimamaður í hópnum sem þekkir Kerlingarskarðið betur en flestír aðrir. “Það er ekki sambæri- legt hve veðrið er margfalt betra hér en á skarðinu og það er alveg sama hvort maður talar um sunn- an- eða norðanátt. Hér er ekki eins fjandi byljótt enda munar um hundrað metmm á hæð þessara vega og landslagið er allt öðmvísi”. Þegar þeir vom spurðir um hvort á Heiðinni væri verið að vinna skemmdarverk á náttúrunrú svör- uðu þeir einfaldlega. “Nei þessi vegur verður fallegt mannvirki sem veita mun fleirum aðgang að þessu fallega svæði. Aður komu hingað örfáir veiðimenn yfir sumartímann og rjúpnaskyttur á vetumar. Ut- sýni héðan er stórkosdegt og fyrir náttúruunnendur opnast hér nýjar víddir”. En er draugagangur hér? “Við höfum verið að svipast um eftír draugum en enga fúndið enn. Við fómm um daginn í sæluhúsið inn á Kerlingarskarði en þar var ekkert nema fúkkalykt og köngulær. Nú er kaffitímanum lokið og þeir sem em á vakt þurfa að fara að sinna vinnunni sinni. Nokrir ffívaktarmenn verða áfram og ráðskonan ekur í hlað til að und- irbúa kvöldmatinn. Aður en menn fara úr húsi er kastað ffam spum- ingunni sem allir spyrja. Verður umferð hleypt á veginn í vetur? “Nei það hefúr aldrei staðið tíl”. Fréttamaðurinn hysjar föggur sínar og þakkar fyrir kaffið. Þá vitum við það. IH Sjálfbær innkaup Snæfellsbær er eina sveita- félagið þar sem bæjarstjórn hefúr samþykkt að fara effir Staðardagskrá 21. Sveitarfé- lagið hefur nú fyrst allra sveitarfélaga hrint í fram- kvæmd markmiðum sínum um sjálfbær innkaup í anda Staðardagskrár 21. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfells- bæjar sendi í byrjun vikunnar öllum viðskiptaaðilum sveit- arfélagsins bréf þar sem segir m.a.: „Eins og þér er ef tíl vill kunnugt hefur Snæfells- bær ákveðið að framfylgja Staðardagskrá 21. Eitt af mark- miðum okkar í Std.21 er: Opinber innkaup eru gerð á grund- velli grænnar innkaupastefnu sem tekur mið af hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar og Staðardagskrá 21. Með þetta að leyðarljósi föram við þess á leit við þig að þú leitist við að hjálpa okkur við að ná þessu markmiði og vonumst tíl þess að þú hafir samband sem allra fyrst við þann innkaupaaðila hjá Snæfellsbæ sem þú verslar við. Með fyrirfram þökk um skjót viðbrögð og ósk um góða samvinnu varðandi þetta mikilvæga markmið okkar“. Guðlaugur Bergmann, verkefnis- stjóri Staðardagskrár 21, fagnar þessu framtaki sveitarfélagsins og segir: ,„\leð þessu bréfi er tening- unum kastað. Opinber innkaup bæjarfélagsins era víðtæk og koma inn á fjölmarga vöru- flokka. Hér er hafin vinna sem getur tekið einhvern tíma en hún er hafin og það skiptír mestu máli. Það liggur ljóst fyrir að þessi ákvörðun kemur tíl með að hafa mjög víðtæk á- hrif innan bæjarfélagsins en ekki síður utan þess. Umræð- an um græna innkaupastefnu opinberra fyrirtækja hefur verið í gangi í þó nokkurn tíma en enginn hefur tekið fullkomlega af skarið fyrr en nú þegar Snæfellsbær gerir það. Umhverfisráðneytið er búið að gefa út ráðgefandi bækling um opinber innkaup samkvæmt sjálf- bærri þróun og er það merki um þá öru þróun sem á sér stað í þessum málum. Stjórnendur Snæfellsbæjar geta verið stoltir af því að taka þetta heillavænlega skref sem á eftír að koma niðjum okkar svo sannarlega til góða“. IH I hófinu varfólki sýnt hvemig hægt er að stjóma ogfylgjast með verksmiðjunni úr t'ólvu um símalínu. Mynd 1H t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýjug vegna andláts og við útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa JÓNS SIGVALDASONAR, Ausu, Andakílshreppi Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir alúðlega umönnun Auður Pétursdóttir Pétur Jónsson Sigvaldi Jónsson Unnsteinn Einar Jónsson Anna Lilja Sævarsdóttir Steinunn Jónsdóttir Karl Sigurðsson Ragnhildur Helga Jónsdóttir og barnabörn mmKiBr Slatursalan er hafin hjá Sláturfélagi Vesturlands hf. Brákarey, Borgarnesi. Nýtt og ófrosið slátur diikakjöt allur innmatur og svið í kílóatali. Slátursalan er opin frá 8-17. SLÁTURFÉLAG VESTURLANDS HF Brákarey. Sími 430 5600 Auglýsing um starfsleyfi Samkvæmt ákvæðum 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögur að starfsleyfum fyrir eftirfarandi fyrirtæki: Sæblóm ehf. (kræklingarækt) í Hofsstaðavogi, Helgafellssveit. Sláturfélag Vesturlands hf. (sláturhús), Brákarey, Borgarnesi. Móar ehf. (alifuglarækt), Hurðarbaki, Hvalfjarðarstrandarhreppi. Starfsleyfistillögur ofangreindra fyrirtækja liggja frammi á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga eða hjá oddvitum, frá 2. október til 31. október 2000. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Borgarbraut 13, 310 Borgarnes í seinasta lagi 2. nóvember 2000, og skulu þær vera skriflegar. Heilbrigðisnefnd Vesturlands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.