Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 ■■.rinni. .. Tjaldstæðin hönnung Ibúar í nágrenni Grundaskóla á Akranesi eru mjög ósáttir við hvem- ig staðið er að tjaldstæðamálum þar í bæ. Að þeirra sögn era tjaldstæðin ekld mönnum bjóðandi. “Þetta er eins og í einhverju vanþróuðu landi, alveg hræðilegt. Okkur finnst ekki slæmt að hafa tjaldstæði héma fyrir framan gluggann hjá okkur, en það verður að hugsa almennilega um það. Þetta er búið að vera mjög slæmt héma í sumar. Fólk sem kem- ur hingað er gráti nær og spyr: ”Eru þetta virkilega tjaldstæðin?” Það liggur við að maður bjóði þeim gist- ingu.” íbúamir segjast ítrekað hafa reynt að láta bæjaryfirvöld vita af á- standi mála, en aldrei gerist neitt. “Það benda allir hver á annan og meðal annars er vegagerðinni kennt um vegna þess að þeir séu enn ekki búnir að gera skilti sem vísi á nýja tjaldstæðið. Það getur hver sem er gert smáskilti en nýja tjaldstæðið hefúr verið ómerkt í allt sumar. Fólk kemur inn í bæinn, keyrir framhjá nýja tjaldstæðinu og fer á þetta gamla sem er merkt inn í alla bæk- linga. Þar er aðstaðan hræðileg og það er mikið um að fólk keyri ein- faldlega hér í burtu. En þeir sem koma á hjólum og svona verða bara að láta sig hafa það að gista. Um Hvítasunnuhelgina kom mikið af ferðafólki en þá vom klósettm harð- læst og fólk keyrði bara í burtu. Ef þau em opin á annað borð era þau skímg, þar vantar klósettpappír og svo framvegis. Snúmmar, sem hægt er að hengja handklæði og fleira á, vom rifnar niður í sumar og lufs- umar vora hengdar upp aftur efdr dúk og disk. Við nágrannamir horf- um upp á þetta og tölum við fólkið þegar það kemur og það era allir virkilega hissa á að þetta sé svona. Þetta væru ftnustu tjaldstæði ef væri hugsað almennilega um þau. Vinnuskólinn var fengimi til þess að hugsa um nýja tjaldstæðið í sumar og það hlýtur að vera hægt að fá þá þjónustu hér líka. Það þýðir ekki endalaust að benda hver á annan og segjast ekki hafa mannskap tíl að sinna þessu. Enda verður þessu tjaldstæði líklega ekki lokað þótt nú sé komið nýtt vegna íþróttamót- anna sem era haldin hér á æfinga- svæðinu. Akumesingar verða bara að vakna upp við vondan draum og gera eitthvað í þessum málum.” SÓK / Okeypis undir fjörðinn I byrjun ágúst tilkynntu forráða- menn Spalar að félagið ætlaði að leggja sitt af mörkum til öryggis í umferð með því að gefa ökunem- um á landinu kost á einni ókeypis ferð undir Hvalfjörð í æfingar- skyni. Samkvæmt upplýsingum frá Speli hafa undirtektirnar verið mjög góðar og fóm 146 ökunemar ókeypis um Hvalfjarðargöng í ágústmánuði. Hafa því að jafhaði fimm ökunemar á dag þegið boð Spalar um ferð undir fjörðinn án endurgjalds. K.K. GSM síminn ófullnægjandi Farsímanotkun er nýjasta heimsmet Islendinga. Þessi tækni er þeim ákaflega gagnleg vegna þeirrar áráttu þeirra að gera margt í einu. Við uppbygg- ingu þessa kerfis hefur þjóðin vel sætt sig við að sambandið sé ekki alsstaðar gott enda fari það batn- andi. Þá hefur verið litið svo á að fá símtöl séu það áríðandi að það skípti sköpum hvort samband næst strax eða eftir nokkrar mínútur. Nú blasir hinsvegar við meiri alvara í þessum málum því um áramót verða símboðar þeir sem viðbragðsaðilar, læknar, lög- regla, slökkvilið og björgunar- sveitir hafa notað lagðir niður og rekstri þess kerfis hætt. I þessum geira eru því nokkrar áhyggjur af því hve víða er veikt samband. Jafnvel er ekki sama hvar menn eru staddir í húsum sínum eða lóðum. Vafalaust geta SMS-boð- in komið í stað símboðanna og hefur marga kosti umfram þá en öryggið er ekki tryggt nema það náist í menn. Bóka- og tímaritagjöf Bæjar- og héraðsbókasafninu á Akranesi hefur borist vegleg gjöf frá Jóhannesi Gunnarssyni, bif- vélavirkja, Heiðargerði 15 þar í bæ. Um er að ræða 1.000 bindi bóka og mikið magn tímarita og smárita. Gjöfinni fylgir nákvæm skrá yfir bækurnar og tímaritin. Jóhannes hefur um langt árabil verið bóksafninu einstakur bak- hjarl. Hann hefur m.a. haldið til haga ýmsum tímaritum og bæk- lingum er varða sögu Akraness og hefði eflaust margt verið að fullu glatað, ef hans nyti ekki við. Bæjar- og héraðsbókasafnið þakkar Jóhannesi fyrir þessa höfðinglegu gjöf, sem kemur í mjög góðar þarfir fyrir notendur safnsins. Unniö að því aö hækka háspennulínurnár skammt frá Selvallavatni. Mytid IH Raflínan hækkuð Vegna lagningu nýs vegar um Vatnaheiði eða Vatnaleið yfir Snæ- fellsnes þurfa Rafmagnsveiturnar að skipta um nokkra staura og hækka háspennulínur þannig að umferð ökutækja stafi ekki hætt af. Um er að ræða 7 staði á 66 kV lín- unni Vegamót-Vogaskeið, en hún sér íbúum í Grundarfirði og Stykk- ishólmi ásamt nærliggjandi sveitum fyrir rafmagni. Einnig er um minni háttar breytingar að ræða á 19 kV dreifilínum við Vegamót og Hjarðarfell. Verkið er nokkuð umfangsmikið og er unnið af starfsmönnum RARIK frá Búðardal, Blönduósi, Olafsvík og Stykkishólmi. Tekist hefur að minnka kostnað við línu- breytingarnar með því að vinna verláð í dagvinnu, sem er háð raf- magnsframleiðslu með díselvélum í Stykkishólmi og Grundarfirði þeg- ar línan er gerð straumlaus, auk þess er rafmagn fengið um dreifi- Britt í leyfi Britt BiJevedt félagsmálastjóri Borgarbyggðar hefúr verið veitt launalaust leyfi frá störfúm í eitt ár að eigin ósk en hún flytur í haust til Akureyrar þar sem eiginmaður hennar, Birgir Guðmundsson, tekur við starfi umdæmisstjóra Vegagerðar ríkisins á Norðurlandi Eystra. Starf félagsmálastjóra var auglýst til árs og bárust þrjár umsóknir en á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að auglýsa starfið aftur. GE línu frá Búðardal til Stykkishólms og frá Olafsvík til Grundarfjarðar. Til þess að auka rekstaröryggi 66 kV línunnar Vegamót-Vogaskeið var tækifærið notað vegna straum- leysis á línunni til þess að skipta um ákveðna hluti sem voru orðnir slimir, sem flokkast sem eðlilegt viðhald á nærri 30 ára gamalli línu. Björn Sverrisson er tæknistjóri Rarik í Stykkishólmi. “Ibúar Stykkishólms hafa því miður á síð- ustu dögum orðið fyrir rafmagns- traflunum sem rekja má beint eða óbeint til fyrrgreindra fram- kvæmda. Skýringar hafa ekki fundist á útleysingu á Stykkis- hólmslínu II þann 28.7 og 5.9, en skipt hefur verið um ákveðna hluti í dreifikerfinu sem þóttu líklegir or- sakavaldar. Með fyrrgreindum fyrirbyggjandi aðgerðum er vonast til þess að rafmagnstruflanir verði f lágmarki og vil ég nota tækifærið og koma á ffamfæri bestum þökk- um til viðskiptavina RARIK fyrir auðsýnda þolinmæði vegna óþæg- inda sem þeir urðu fyrir í kjölfar rafmagnstruflananna, en fram- kvæmdum vegna línubreytinganna lýkur á næstu dögum. IH Agúst Haraldsson við afgreiislu ífiskbúðinni í Borgamesi. Ný fiskbúð Mynd: MM Síðastliðinn föstudag var opnuð ný fiskbúð í Borgarnesi en þar hefur ekki verið starfrækt sérversl- un með fisk um allnokkurt skeið. Fiskbúðin í Borgarnesi er staðsett að Egilsgötu 2 þar sem ostahornið var áður til húsa. Það er Ágúst Haraldsson sem rekur fiskbúðina en hann var sjómaður í Grindavík áður en hann flutti í Borgarnes. Fiskbúðin er opin 10-12 og 14 - 18 virka daga. GE Uppgripsverslun við Borgaríjarðarbrú Sigurður Oli Ólason, Baldur Bjamason, Þorsteinn Bjamason Jón Haraldsson og Kjartan Magnússon; Allt gamlir starfsmenn Olís í Borgamesi. Tuttugasta Uppgripsverslun Olís var opnuð í Borgarnesi með viðhöfn 15. september síðast- liðinn. Nákvæmlega fimm ár eru síðan fyrsta Uppgripsverslunin leit dagsins ljós á Langatanga í Mos- fellsbæ. Síðan hafa verslanirnar verið opnaðar að meðaltali á þriggja mánaða fresti. Nýjasta við- bótin, Uppgripsverslunin í Borg- arnesi, er sú níunda utan höfuð- borgarsvæðisins. Uppgripsverslanir Olís eru orðnar ein stærsta verslunarkeðja landsins með um 160 starfsmenn. I tilefni opnunarinnar var eldri starfsmönnum Olís boðið í mat auk þess sem þeir fengu gjafavöru frá Olís. Fjöldi góðra gesta var við opnunina, meðal annars bæjarstjóri Borgamess, Stefán Kalmansson. Markaðssvæði OIís í Borgarnesi einkenndist áður af þremur smærri þjónustustöðvum. Við endur- skipulagningu var ákveðið að stofha eina alhliða þjónustumið- stöð við Brúartorgið en leggja hin- ar stöðvarnar niður. Olís hefur rekið þjónustumiðstöð í Borgar- nesi allt ffá árinu 1945 og á því 55 ára afmæli um þessar mundir. Uppgripsverslunin í Borgarnesi verður eina verslun Olís á landinu sem býður upp á þrjú þjónustustig, öll á sama staðnum. Auk allrar al- mennrar þjónustu getur viðskipta- vinurinn fengið hagstætt eldsneyt- isverð á bifreið sína á OB-verði með því að afgreiða sig sjálfur. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.