Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 11
gKlSSUHÖBK! FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 11 Slökkvibílliim valt og sá nýi týndur í Rússlandi Hann viröist nú bara balllegur þessi eftir heila veltu. Mynd IH Föstudaginn 22. september kl. 14:25 var neyðarlínunni tilkynnt um að eldur væri laus í bænum Lár- koti í Eyrarsveit. Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út og hélt þegar á vettvang. En ekki eru alla ferðir til fjár þó farnar séu því þeg- ar slökkviliðið átti ófama aðeins nokkra metra að afleggjaranum upp á Lárkoti valt slökkvibíllinn. Þannig hagar til að vegur er þarna mjór og stendur í upp á háum bakka. Þegar bfllinn var komin mjög tæpt á kanti vegarinns gaf kanturinn sig með þeim afleiðing- um að bfllinn fór framaf og valt heila veltu og staðnæmdist á hjól- unum. Fimm menn vom í bflnum og sakaði ekki. Engin öryggisbelti em í bílnum en mikill búnaður er geymdur í hillu fyrir affan sæti slökkviliðsmannanna. Þykir mikil mildi að þeir skyldu ekki slasast í þeirri skæðadrýfú reykköfunar- tækja, lukta og annars sem í hillunni var. Biffeiðin sem er af Bedford- gerð árgerð 1961 er mikið löskuð eftir óhappið en þó nothæf. “Ekk- ert verri en hún var,” eins og einn viðstaddra orðaði það. Mönnum var svo sem ekki hlátur í huga þeg- ar þeir vora að tína saman búnað- inn sem dreifst hafði um alla móa við veltuna. En þó brostu menn að tilhugsuninni um hvernig málið yrði meðhöndlað á næsta þorra- blótri. Bíllinn er orðin forngripur og er aðallega byggður úr timbri og áli. En þetta em ekki einu vand- ræði Slökkviliðs Gmndarfjarðar því í vor stóð til að þeir fengju nýjan bfl sem átti að byggja yfir og útbúa samkvæmt því sem best gerist. En sá bíll týndist einhversstaðar í sölu- kerfi Volvo og talið að hann hafi lent í Rússlandi. Nú hyllir hins- vegar undir það að nýr bíll komi til landsins og leysi af þann sem strauk til Rússlands. Það bíða því slökkviliðsins góðir dagar þegar þeir fá afhentan þennan nýja bfl sem mun þá líklega fara beint í nýju slökkvistöðina sem komið verður fyrir í hluta af vélsmiðjunni við Borgarbraut sem nú er verið að endurbyggja sem slökkvistöð, á- haldahús, bókasafn og fjarnáms- stöð. Næstu vikur verða því Grandfirðingar að reiða sig á hjálp nágrannaslökkviliðanna ef út af bregður. Slökkviliðsmönnunum þótti það svolítið súrt í broti að rétt í því að bfllinn stöðvast eftir veltuna píptu allir símboðar. Þá var verið að af- boða aðgerðina þar sem einungis var verið að brenna msli við Lár- kot. IH Arleg Faxagleði var haldin á Faxaborg um muijan ágúst. A myndinni eru verðlaunahafar í karlaflokki. Frá hægri: Haukur Bjamason (1. sœti), Skúli Kristjónsson, Guðni Hall- dórssm, Kristján Pétursson og Trausti Magnússon. Myndir: BH Hrossaræktarbúið á Vestri Leirárgörðum þótti skara framúr í hrossarækt á liðnu ári. F.v. Marteinn Njálsson, Bjami Marinósson á Skáney, formaður Hrossaræktarsam- bands Vesturlands og Dóra L Hjartardóttir. Marteinn og Dóra hljóta viðurkenningu Hefðbundnu sýningarhaldi hrossa á Vesturlandi er nú lokið. Brennureiðin á Kaldármelum 26. ágúst s.l. var nokkurskonar upp- skeruhátíð hestamanna þar sem fulltrúar hestamannafélaganna í kjördæminu hittust, riðu út, háðu létta keppni og snæddu síðan sam- an. Hrossaræktarsamband Vestur- lands ákvað að verðlauna eitt hrossaræktarbú á Vesturlandi fyrir árangur á árinu. Bú þeirra Marteins Njálssonar og Dóm L Hjartardótt- ur á Vestri Leirárgörðum varð fyrir valinu. Stjórn Hrossaræktarsam- bandsins var samdóma um að þau Marteinn og Dóra hlytu verðlaun- in þar sem hross frá þeim stóðu uppúr þegar sýningarhald ársins og árangur á mótum var gerður upp. MM Framkvæmdir í FVA Magnús Ólafsson, arkitekt, sótti nýverið um heimild hjá bygginga- nefhd Akraness til þess að fá að breyta áður samþykktum teikning- um í samræmi við brunavarnir í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Að sögn Þóris Ólafssonar, skólameistara FVA, var verið að innrétta stofú uppi á lofti í verk- námshúsinu svokallaða sem stendur við vinstri hlið skólans. “Rafiðnað- ardeildin var þar áður en hún hefur verið flutt inn á nýja ganginn í skól- anum og í rauninni var bara verið að endurskipuleggja nýtinguna á þessu rými. Við það þurfti að end- urhanna rýmingarleiðir í húsinu og Magnús var að sækja um það.” Auk nýju stofunnar stendur til að koma fyrir almennri stofu uppi á lofti hússins þar sem rafiðnaðardeildin var að hluta til og vélaviðgerðir og vélsmíði verða á neðri hæðinni. Búið er að gefa leyfi fyrir firarn- kvæmdunum og era þær nú f full- um gangi. “Búið er að ljúka við hluta af þessu, m.a. að opna einn gluggann út af gólfinu sem er hluti af þessari rýmingarleið. Annar hlut- inn er að byggja smá klefa eða tengibúr fyrir tvær stofur sem verð- ur líklega farið í núna á næstu vik- um. I framhaldi af því verður ráðist í framkvæmdir í sauma- og mynd- listastofunum. Þar þarf að saga gat á vegginn sem snýr að anddyrinu inni í verknámshúsinu og við föram sennilega í það fljótlega eftír ára- mótin. Þetta kemur tíl vegna þess að nú era breyttar kröfúr í sam- bandi við brunavarnir. Þetta vora ekki kröfur þegar húsin vora byggð en úr því að verið er að breyta hús- næðinu verður að fara eftir þeim nýju,” segir Þórir en húsin vora tekin í notkun árið 1982. I augnablikrinu standa ekki yfir neinar framkvæmdir í skólanum sjálfum, en líklega er þess ekki langt að bíða. “Við erum að bíða eftír svöram frá fjárlaganefnd varðandi næstu stækkun sem er fyrirhugað að verði stækkun bókasafnins. Einnig á að bæta við kennslustofúm sem eiga að koma í stað skúranna. Sú bygging myndi kom út á lóðina þar sem skúr- amir era núna. En við eram að bíða eftír samþykki Alþingis því þetta þarf að fara inn á fjárlög 2001.” Þór- ir segist ekki búast við svari fyrr en í desember þegar fjárlagavinnan er langt komin. “Við höfúm góð vilyrði fyrir bókasafnshlutanum frá ráðu- neytinu þannig að ég er bjartsýnn á að við fáum að byggja hann á næsta ári. Hitt er aftur á móri mun stærri framkvæmd og það er erfitt að fá op- inbert fé til framkvæmda núna vegna þessara þensluáhrifa sem nú gætir. Við byggingu bókasafnshlutans myndi öll aðstaða í skólanum lagast verulega, nemendur fá þá lesrými og þetta verður allt annað. Það er víða þröngt í skólanum þótt við höfum á- gæta aðstöðu að mörgu leytri. Sér- staklega era skúramir orðnir leiðin- legir og í rauninni ónothæfir sem nútíma kennslurými. Við vonumst til þess að þeim framkvæmdum verði lokið þegar skóhnn verður 25 ára árið 2002, eða að við verðum að minnsta kosti famir að sjá fyrir end- ann á þeim.” SÓK Allar gerðir bíla á söluskrá Komið og reynsluakið Sjón er sögu rikari

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.