Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 3
■.HMÍIWI..H :
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000
3
Erlent vinnuafl við slaturstörf í Borgamesi. Mynd: MM
Mikill innflutn-
ingur á vinnuafli
Á síðustu mánuðum hafa rúmlega
50 erlendir verkamenn verið ráðnir
dl starfa á Vesturlandi í gegnum
EES vinnumiðlun. Flestir starfs-
mannanna koma ffá Norðurlönd-
unum, einkum Svíþjóð. EES vinnu-
miðlun er hluti af samtengdum
vinnumiðlunum á öllu evrópska
efnahagssvæðinu og á því starfa um
500 Evróráðgjafar. Skrifstofurnar
eru beintengdar sameiginlegum
gagnagrunni þar sem hægt er að fá
upplýsingar um laus störf í öllum
aðildarlöndunum auk upplýsinga
um atvinnu- iog lífsskilyrði í hverju
EES-landi fyrir sig. Svæðisvinnu-
miðlanir um land allt hafa aðstoðað
vinnuveitendur við leit að starfsfólki
innan evrópska efnahagssvæðisins
og er hún þeim að kostnaðarlausu.
Að sögn Guðrúnar S. Gísladóttur,
forstöðumanns Svæðisvinnumiðl-
unar Vesturlands, hefúr mikil aukn-
ing verið á ráðningum í gegnum
EES vinnumiðltm á þessu ári, enda
eftirspurn mikil eftir starfsfólki.
Ffún segir það jafnframt vera mun
einfaldara ferli að fá starfsmann frá
EES svæðinu heldur en utan þess og
þess má geta að Vinnumálastofhun
hefur sett það sem skilyrði fyrir veit-
ingu atvinnuleyfa að störfin hafi ver-
ið auglýst hérlendis sem innan EES
áður en gefið er út atvinnuleyfi fyrir
starfsmenn utan EES svæðisins. Af
þeim 50 sem ráðnir hafa verið fóru
21 í landbúnaðarstörf, 10 í slátur-
hús, 11 í sjávariðnað, 5 í bygginga-
iðnað og 5 í annan iðnað.
SÓK
Löndunargengi Djúpakletts að st 'órfum.
Mynd:IE
Dugnaður
í útflutning?
Verulegur munur er á afköstum
hjá löndunargengjum sem annast
löndun úr Bskiskipum. Meðal út-
vegsmanna og sjómanna þykir oft
með ólíkindum hve seint gengur að
afgreiða fiskiskip í erlendum höfn-
um. Þessi munur er orðin alltof
mikill og er nefnt dæmi um að það
taki 20 merin rúma tvo sólarhringa
að landa 150 tonnum úr togara í
Þýskalandi. Löndunargengi
Djúpakletts í Grundarfirði landar
þessu sama iriagni úr sama togara á
5-6 tímum.i Það hefur því komið
til tals að þeií Djúpaklettsmenn fari
til Þýskalands næst þegar togarinn
Klakkur landar þar til að sýna
heimamönnum hvernig þeir ná
þessum afköstum. Arni Halldórs-
son hjá Fiskiðjunni í Grundarfirði
segir um löndunargengi Djúpa-
kletts. “Þetta eru hvellduglegir
menn sem vinna sína vinnu fljótt
og vel. “ Það er gott að eiga við þá
samskipti og við sem erum að
kaupa af þeim þjónustu erum ákaf-
lega ánægðir með öll þau viðskipti.
Eg er ekki í neinum vafa um að þeir
standi sig þama úti”.
IH
Lengingin gengur vel
Lengingin á loðnuskipinu Ingunni gengur vel að sögn Sturlaugs Har-
aldssonar, frámkvæmdastjóra Haraldar Böðvarssonar hf. Eins og fram
kom í fréttutii kom upp sú staða að nauðsynlegt var að lengja skipið.
Smíði þess fór ffam í Chile og lengingin sömuleiðis. Smrlaugur segir að
nú gangi þar allt samkvæmt áætlun og vonast er til að skipið verði afhent
þann 15. nóvember næstkomandi. “Upphaflega ímynduðum við okkur að
við fengjum hana í mars en svo bættist lengingin við. Þetta er nú samt
sem áður ágætis mál allt saman,” sagði Sturlaugur að lokum. SOK
FDB Haframjöl /. kg. K
tilboðsverð kr.
gmjöl kr. 89-
Kornax ru
einn
Verið velkomin!
Sími 430 5533