Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 9
■.►NT.IIH... j FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 9 Skátar! Verið viðbúnir Stiklað á stóru í sögu skáta á Akranesi Á uppstígningardag árið 1926 var boðað til fundar í Báruhúsinu á Akra- nesi til að stofna skátafélag. Þar var mættur aðalhvatamaðurinn að stofhun slíks félags á Akranesi, Jón Oddgeir Jónsson frá Reykjavík ásamt hópi ungra Skagamanna. I hópnum voru Jón Steinsson, Miðengi, Þorvaldur Ellert Asmundsson, Jörfa, Jón Ama- son, Lindarbrekku, Níels R. Finsen, Læknishúsinu, Jón Hallgrímsson, Bakkagerði, Lárus Amason, Lindar- brekku, Þórður Hjálmsson, Setbergi og Hreggviður Steinsson, Miðengi. Allir vom strákamir á aldrinum 15-16 ára, nema Jón Hallgrímsson, sem var 22 ára. Hann var kosinn foringi flokks- ins sem hlaut nafhið Emir, en aðstoð- arforingi var kosinn Þorvaldur Ellert. Stórhuga strákar og stelpur Strax fyrsta sumarið héldu drengimir í útilegur og fjallaferðir og æfðu flest það sem góðir skátar þurfa að kunna. Fundir vom haldnir að hætti skáta og æft fyrir annars flokkspróf og sérpróf. Mikill áhugi og eining ríkti í hópnum og stækkaði hann ört. Innan eins árs vom flokkamir orðnir þrír. Fljótlega tóku menn að ræða í alvöru að eignast eigið húsnæði fyrir félags- starfið, en þar sem fjárhagurinn var bágborinn ákváðu menn að byrja á því að reisa útileguskála. Haustið 1928 fengu þeir lóð úr landi Fossakots, sem var í eigu Pémrs Ottesen, við ræmr Akrafjalls og grófu fyrir grunni. Þegar hafist var handa um byggingu skáta- hússins 1929 vom allar firamkvæmdir við skálann lagðar niður en hafist var handa að nýju árið 1938. Yfirsmiður var Hans Jörgensson, en Guðjón Bjamason sá um fluming á öllu efni í skálann. Verkinu miðaði vel áffam og var skálinn tekinn í notkun 1939. Hann hlaut nafnið Skátafell. Eftir 1960 var um- ferð um Akrafjall orðin mikil, vora skemmdarverk tíð á skál- anum og eitt vorið brann hann til grunna. Þessu undu menn illa, og fengu gamalt hús sem flutt var upp að fjalli, nokkm vestar en Skátafell stóð. Er skemmst frá því að segja að það hús hlaut sömu örlög og gamli skálinn. Eftir það færðu skátar sig yfir í Skorradal með skálabyggningar. Ekki allir jafri hrifnir Stúlkumar á Akranesi höfðu fengið vitneskju um skáta- hreyfinguna eftir að skátafé- lagið var stofnað og það leið ekki á löngu þar til þær stofn- uðu sitt skátafélag. Stofhfund- ur Kvenskátafélags Akraness var haldinn sunnudaginn 25. mars 1928, á heimili Svöfu Þórleifs- dóttur, skólastjóra. Fimm stúlkur vom þar mættar: Ragnheiður Þórðardóttir, Grand, Sigríður Einarsdóttir, Bakka og Valgerður, Kirstín og Halldóra Briem, Kirkjuhvoli. Halldóra Briem var kosin flokksforingi. Ragnheiðar Þórðardóttur sem enn býr á Grand man þessa tíma mjög vel: “Ekki vora allir foreldrar jafn hrifh- ir af því uppátæki okkar að ætla að stofria kvenskátafélag. Að stelpur væra að hendast upp um fjöll og móa, liggja í tjaldi og elda mat á prímusum, þótti sumum hin mesta vitleysa og flan. En foreldrar mínir og vinkvenna minna studdu okkur í þessu efni og pabbi vildi allt fyrir okkur gera. Hann lánaði okkur hesta og síðar bíl, ef með þurfti. Áhrifamestur var þó stuðningur Svöfu Þórleifsdóttur skólastjóra, sem hvatti okkur til dáða og studdi okkur hvenær sem hún gat. Við létum því úrtölur annarra sem vind um eyru þjóta.” Við vorum fimm stúlkur, sem mætt- um fullar eftirvæntingar og tilhlökkun- ar á stofnfundinn. Svafa tók brosandi á móti okkur. Hún las upp skátalögin, við æfðum nokkra hnúta og sungum ætt- jarðarlög. Svafii lýsti því yfir að Kven- skátafélag Akraness væri stofhað. Við vorum allar ánægðar og hlökkuðum til að takast á við skátaprófin. Þetta var ó- gleymanlegur dagur. Á eins árs affnæl- inu vorum við allar búnar að ljúka við nýliðaprófið og eignast skátabúning,” segir Ragnheiður. Með skóflur og poka niður á Langasand I ársbyrjun 1929 settust drengja og stelpuskátar niður til viðræðna um byggingu sameiginlegs skátahúss fyrir bæði félögin. Var kosin framkvæmda- nefhd sem skyldi undirbúa byggingu Skátahússins. Séra Þorsteinn Briem gaf skátunum stóra lóð við Háholt sem þá hét Sleipnisvegur og einnig gaf hann skátunum leyfi til að taka sand og möl að vild í sínu landi. Fyrsti vinnu- dagurinn var 24. febrúar 1929 og gal- vaskur hópur mætti með skóflur og poka niður á Langasand og byrjaði að moka í pokana og síðan að bera þá á bakinu upp á skátalóðina. í október var húsið fokhelt. Ein af skátatúlkunum sem vann við byggingu Skátahússins þetta sumar var Halldóra Briem arki- tekt, hún fékk bréf uppá húsbygging- arvinnu sína við Skátahúsið, en það var skilyrði fyrir inngöngu hennar í arki- tektaskólann í Stokkhólmi. Halldóra var fyrsta íslenska konan sem lauk námi í arkitektúr. í minningarbók um byggingu Skátahússins sem Jón Hallgrímsson, flokksforingi skildi eftir sig er sagt skil- merkilega frá framvindunni við verkið: Unnið var lítillega við innréttingar hússins veturinn 1929 - 1930 og drengjaskátamir héldu fyrsta fund sinn í húsinu um vorið. Framkvæmdir við frágang hússins að utan gengu hægt vegna fjárskorts en húsið var formlega tekið í notkun 1932. Minningar frá skátamóti Allir skátar eiga sér minningar frá skátamótum. Hér riíjar Ragnheiður Þórðardóttir á Grand upp ferð á skáta- mót 1932: „Sumarið 1932 var haldið kven- skátamót við Langá á Mýrum. Við voram fjórar sem ákváðum að fara þangað. Auk mín vora það Sigga á Bakka (Sigríður Einarsdóttir), Lilla í Sólaeyjartungu (Halldóra Amadóttir) og Lena (Helena Halldórsdóttir). Við byrjuðum snemma um vorið að undir- búa okkur fyrir mótið. Fengum lánaða svefhpoka, tjald, prímus, potta og ann- að sem til þurfti. Þetta var mikið ferða- lag. Fyrst með Suðurlandinu í Borgar- nes og þaðan með bíl að Langá. Suð- urlandið þótti stórt skip miðað við mótorbátana, sem verið höfðu áður í siglingum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgamess. Það var samt ekki gott sjóskip, hátt og mjótt og valt eins og kefli ef eitthvað var að sjó. Okkur fannst það samt býsna flott. Yfirmenn- irnir vora einkennisklæddir, borða- lagðir með skyggnishúfur. Á fögrum sumardegi voram við ferjaðar á litlum báti úr Steinsvör um borð í Suðurlandið, sem lá við akkeri úti á Krossvíkinni. Farþegamir spókuðu sig á þilfarinu og þar fundum við okkur stað með dótið okkar. Við settumst á svefnpokana og nutum siglingarinnar inn Borgar- fjörðinn. Tilhlökkunin og góða veðrið hafði þau áhrif á okkur að við byrjuðum að syngja skátasöngva og ættjarðarlög. Vakti það nokkra athygli annarra far- þega, en meðal þeirra vora ensk hjón. Þau vora vel klædd, og við fréttum að þau ætluðu að veiða lax í Langá. Þessi hjón heilsuðu okkur og virtust hafa gam- an af söngnum, án þess að frekari samskipti yrðu þá. Eftir þriggja klukkutíma siglingu kom- um við í Borgames og á bryggjunni þar beið okkar bíll sem keyrði okkur á mótsstað á bökkum Langár á Mýram.” Englendingurinn og Eldgamla Isafold “Ekki ætla ég að rifja upp dagskrá mótsins í smáatriðum, en ég minnist þess að einn eftirmiðdag, sátum við á árbakkanum í fögra veðri. Við nutum veðurblíðunnar og horfðum á enska aðalsmanninn munda veiðistöngina handan árinnar. Hann var kominn með lax á færið. Byrjuðum við þá að syngja Eldgamla ísafold, sem var vin- sæll söngur hjá okkur, en um leið og við byrjuðum að syngja sáum við Eng- lendinginn henda ffá sér stönginni, stilla sér í réttstöðu og rífa af sér fallegu, köflóttu húfuna með veiðiflug- unum. Urðum við steinhissa á háttemi mannsins, og vissum ekki þá að þetta var lagið við enska þjóðsönginn. Morguninn efitir komu þau hjónin til okkar og buðu okkur til sín í veiði- húsið þar sem við þáðum te og með- læti. Við voram ekki vanar að drekka te, en létum okkur vel líka. Okkur þótti skemmtilegt að hitta þessi góðu hjón og kynnast þeim nokkuð. Minn- ingar frá skátastarfinu era sterkar í huga mínum, en margt fleira var að sjálfsögðu að gerast,”segir Ragnheiður Þórðardóttir. Skátafélag Akraness stofiiað 1952 Haustið 1952 komu saman á heimili Guðjóns Bjarnasonar og Ingu Sigurð- ardóttur nokkrir eldri skátar til að ræða um sameiningu gömlu félaganna í eitt skátafélag. Náðist um þetta sam- komulag og var stofhfundur ákveðinn 2. nóvember um haustið. Félagsforingi var kosinn Hans Jörgensson. Þetta nýja félag varð brátt svo fjölmennt að vandræði urðu með foringja. Öll starf- semi félagsins fór í fyrstu ffiam í skáta- húsinu, en síðar varð að fá herbergi á nokkram stöðum úti í bæ til þess að uppfylla húsnæðisþörfina. Mikill kraft- ur og gróska var í skátastarfinu næstu árin á eftir og þegar mest var vora um 400 skátar í félaginu. Flest árin voru efúrtalin verkefni árlegir viðburðir í félagsstarfinu: Utilegur og skálaferðir, þátttaka í skátamótum, álfadans og brenna á þrettándanum, nýársfagnað- ur fyrir unglinga, jólatrésskemmtanir fyrir börn, skátavígsla í kirkjunni og foreldraskemmtun í tengslum við skátadaginn, skrúðganga til kirkju á sumardaginn fyrsta og skátakaffi, sala fermingarskeyta, fánaborg og þátttaka í skrúðgöngu 17. júní, gagnkvæmar heimsóknir skátafélaga, ylfinga- og ljósálfamót í Hákoti og Brautartungu, söfnun fyrir vetrarhjálpina og fleira og fleira. Vorið 1957 var hafist handa um stækkun skátahússins og var austur- álman tekin í notkun 1958. Sumarið 1957 stóðu Akranesskátar í fyrsta sinn fyrir stóra skátamóti sem Páll Gíslason stýrði. Var það haldið í Botnsdal og sóttu það um 400 skátar af Suð-Vesturlandi. Árið eftir héldu Akranesskátar ásamt Borgarnesskátum mót að Gilsbakka sem um 150 skátar sóttu. Mótsstjóri þar var Bragi Þórðar- son. Einu sinni skáti - ávallt skáti! Margar ijöldahreyfingar af líkri gerð og skátahreyfingin eiga sér sín blóma- og hnignunarskeið. Árið 1968 fór starfcemi félagsins á Akranesi heldur að dragast saman. Haustið 1973 var fjárhagur félagsins orðinn bágborinn, einkum vegna ffiamkvæmda í Skorra- dal. Var þá tekið á í fjáröflun og fjölg- un skáta, sem bar góðan árangur. Hljóp aftur töluverður kraftur í skáta- starfið árin á eftir. Ber þar hæst Tívolíhátíðimar sem skátamir stóðu fyrir í í- þróttahúsinu við Vestur- götu. Ágóðinn af þessum skemmtunum varð góður og notaður til að hefja affi- ur framkvæmdir í Skorra- dal en ekki verður fjallað frekar um þá sögu hér. Helstu forsvarsmenn fyrir Tívolíhátíðunum voru Guðbjartur Hannesson, sem þá var félagsforingi, og samstarfsmenn hans. Eftir þetta fór starfið held- ur að dragast saman á ný og með breyttu samfélagi og breyttum lífestíl fólks hefur skátastarfið enn dregist saman. Á árinu 2000 er lítið unglingastarf í Skátafélagi Akraness. Eldri skáta halda þó sínu striki sem fyrr og hittast reglulega á fundum. Einu sinni skáti - ávallt skáti! (7 þessari grein er stuðst við satnantekt Braga Þúrðarsonar um skátastarf á Akra- nesi sem varðveitt er á Héraðsskjalasafni Akraness ásamt fleiri gögnum úr sögu skáta á Akranesi. Minningarbrot Ragn- heiðar Þórðardóttur erufengin úr bókinni Lífsgleði sem væntanleg er hjá Hörpuút- gáfunni í haust. Sýning á skjölum, Ijós- myndum og munum úr skátastarfi stend- ur núyfir í anddyri Bæjar og héraðsbóka- safnsins á Akranesi.) K.K. F élagsforingj ar skátahreyfingarinnar á Akranesi frá stofhun til ársins 2000 Væringjar 1926-1952 Skátafélag Akraness 1952-2000 Jón Hallgrímsson Hans Jörgensson Guðjón Bjarnason Páll Gíslason Ríkharður Jóhannsson Þorvaldur Þorvaldsson Jón Ben Asmundsson KvenskátafélagAkraness 1928-52 Bragi Þórðarson Svafa Þorleifsdóttir Ömólfur Sveinsson Málfríður Þorvaldsdóttir Guðbjartur Hannesson Ingibjörg Sigurðardóttir Ólafur Asgeirsson Auður Sæmundsdóttir Þjóðbjörn Hannesson Sigurður Guðjónsson Skátastúlkur á Akranesi 1949: Frá vinstri: Bjamey Ingólfidóttir, Friðrika Bjamadáttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Hulda Oskarsdóttir, Elín Þorvaldsdóttir, Asta Albatsdóttir, Erla lngólfidáttir, Sjöfii Jánsdáttir, Unnur Jánsdóttir og Margrét Teitsdóttir. Ljósmynd: Jóbannes Gunnarsstm Ragnheiður Þórðardóttir og Sigríður Einarsdóttir með fánafyrirfiamán Skátahúsið á Akranesi 1932 Jólakort frá ensku hjónunum. Myndin er tekin um borð í Suðurlandinu á leið á skátamót við Langá 1932 Frá vinstri: Ragnheiður Þórðardóttir, Hel- ena Halldórsdóttir, Sigríður Einarsdóttir og Halldóra Amadóttir. Til hægri má þekkja Sigutjón í Teigi á Akranesi. Bygging skátahússins 1929 Frá vinstri: Sveinn Tryggvason, Sigurður B. Sigurðsson, Hall- dóra Briem, Sigríður Einarsdóttir á Bakka, Steina á Grund, Jón Hallgrímsson, HansJ'órg- ensson, óþekktur, Helena Halldórsdóttir, Sveinn Jónasson og Þórður Valdimarsscm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.