Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 15
SSagSSUHÖEí i FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 15 / Dansað á slóðum Vestur-Islendinga Danshópurinn Sporið úr Borgar- firði átti fimm ára starfsafmæli s.l. sumar. Hópurinn varð uppruna- lega til vegna einnar sýningar á vina- bæjarmóti í Borgarnesi 1995. Nú er svo komið að sýningar hópsins eru um 25 á ári og í hópnum eru 12 danspör. Sporið lagði í langferð í sumar, í 10 daga sýningarferð til Bandaríkjanna og Kanada, til að sýna og kenna íslenska þjóðdansa. Margt kom á óvart í viðburðaríkri og skemmtilegri ferð. Þann 2. ágúst lagði danshópurinn Sporið í langþráða ferð til Banda- ríkjanna og Kanada. Megin til- gangur ferðarinnar var að kynna ís- lenska þjóðdansa í Vesturheimi. I hópnum voru 26 manns, 24 dansar- ar auk Sigurðar Rúnars Jónssonar sem af þjóðinni er stundum nefndur Diddi Fiðla, en hann lék undir hjá hópnum í ferðinni. Eiginkona Didda, Asgerður Olafsdóttir, fór einnig með sem kynnir hópsins á sýningum. Dansaramir era flestir búsettir í Borgarfirðinum. Fimm manns búa á Akranesi, tveir á Hval- fjarðarströndinni, sjö á Hvanneyri, fjórir í Borgarnesi og fjórir í Reykja- vík. Hópurinn sýndi á fjórum stöðum á ferðinni, auk þess að taka þátt í skrúðgöngu í tilefni íslendingadags- ins í Gimli. Fyrsta sýningin var í borginni Minneapolis í Bandaríkj- unum, þar sem hjónin Katrín Erí- mannsdóttir og Haraldur Bjamason (Arasonar í Borgarnesi) tóku á móti hópnum. I Minneapolis var sýnt var í American Swedish Institute, sem er nokkurs konar norrænt hús. Það er mjög stórt og sérstaklega fallegt, byggt um 1920 af auðmanni, sem vildi ganga í augu tilvonandi tengda- foreldra sinna með því að byggja glæsilegasta húsið í borginni. Þarna var byrjað á því að dansa nokkra dansa úti í garði við bygginguna, síðan var marserað inn í húsið og þar hélt sýningin áfram með því að Diddi lék á og sýndi íslenska fiðlu og langspil. Ekki var laust við að tár sæjust á stöku hvarmi þegar Diddi lék og Asgerður söng Bi bí og blaka, vögguvísuna sem lifað heíúr meðal Vestur-íslendinga alla tíð. Að þessu loknu sýndi Sporið aftur nokkra dansa, þar á meðal dans eftir Sigríði Valgeirsdóttur við vísurnar Laugar- dagskvöldið á Gili eftir Magnús Ás- geirsson. Oflugt lófatak í troðfull- um sal í lok sýningar sýndi hópnum hversu mjög áhorfendur kunnu að meta þessa dagskrá. I lok þessarar sýningar, sem og annarra í ferðinni var gaman að hitta folk úr hópi á- heyrenda. Þar var talsvert um fólk af íslenskum uppruna. Það var mjög hrifið af því að fá að sjá íslenska þjóðdansa og sjá og heyra í gömlu íslensku hljóðfærunum. Næsta sýning danshópsins var í bænum Riverton, á slóðum Vestur- Islendinga norður af Winnipeg og Gimli í Kanada. Þarna kom hópur- inn ffam ásamt Karlakór Reykjavík- ur. Það var þéttsetinn salur og bæði karlakór og dansarar fengu frábærar móttökur. Þessu næst var dansað á Islend- ingadeginum í Gimli. Þennan dag var mjög heitt og erfitt að vera í ís- lenskum þjóðbúningum og því voru dansarar fegnir þegar fór að rigna svo flytja varð sýninguna inn í stórt hús á miðju hátíðarsvæðinu. Gestir á Islendingadeginum kunnu vel að meta íslenska þjóðdansa þar sem dansað var m.a. við “Hani, krummi, hundur, svín” og “Ríðum, ríðum og fleiri slík lög. Mjög margir áheyr- enda voru íslenskir að öllu leyti eða að einhverjum hluta og nutu sýning- arinnar enn meir þess vegna. Það er ótrúlegt hversu vel þetta fólk tal- ar íslensku margt hvert, hafandi aldrei til íslands komið. Téngiliður okkar við íslendingadaginn var Lorna Tærgesen, Vestur-íslensk kona sem rekur ásamt manni sínum Tægesen verslunina í Gimli. Sú verslun er 101 árs gömul og er rekin í upphaflegu húsakynnunum. Faðir Lornu heitir Stefán Stefánsson og er 85 ára gamall. Hann tók á móti danshópnum á flugvellinum í Winnipeg þegar hópurinn kom til Kanada og var leiðsögumaður okkar daginn eftir, á slóðum Vestur- Is- lendinga. Að sýningunni lokinni var farið á elliheimilið Betel í Gimli og aldrað- ir íslendingar heimsóttir þar. Þegar danshópinn bar að garði var Diddú þar stödd og hafði verið að syngja fyrir vistmenn. Að sýningu lokinni var danshópnum boðið ásamt henni upp á kaffiveitingar í kaffisal dvalar- heimilisins. Það vakti undrun að þar hafði líka verið lagt á langborð og þangað voru bomar ýmsar sér- valdar kræsingar. Þá kom í ljós að Hafdís Pétursdóttir, formaður dans- hópsins átti 101 árs gamla ffænku á Dvalarheimilinu og þarna voru ætt- ingjar þeirra beggja saman komnir til að fagna komu Hafdísar til Kanada. Gestrisni og tryggð þeirra ættingja sem fólk úr dans- hópnum átti í Kanada var eitt það sem mest kom fólki á óvart í ferð- inni. Móttökur ættingjanna voru með öllum einkennum íslenskrar gestrisni eins og hún gerist best og margir áttu ógleymanlegar stundir með ættingjum sínum í ferðinni. I flestum tilfellum var þar um að ræða afkomendur langafa/ömmusystkina fólks, þannig að fólk var skylt í þriðja og fjórða lið. Minnti þetta sterklega á mikilvægi ættartengsla í fimmta lið á þjóðveldisöld, en fátt virtist hafa breyst siðan þá í þessum efnum. Fyrir utan þessar formlegu sýn- Danshópurinn Sporið í Gimli ífor sinni til Bandaríkjanna og Kanada til að kynna íslenska þjóðdansa. Körfúboltinn er farinn að rúlla í androvich, 26 ára Rússi. Báðir Borgarnesi. Skallagrímur stendur nú á nokkrum tímamótum en fjöru- tíu ár eru síðan fýrst var sent lið á Is- landsmót í körfúknattleik og lið fé- lagsins hefur verið tíu ár í úrvals- deild. Æfingar eru hafnar hjá öllum flokkum og meistaraflokkur er kominn á gott skrið. Alexander Ermolinskij er kominn á ný til Skallagríms sem þjálfari og leik- maður. Strákarnir hafa haft nóg að gera æfingum og greina má góðar framfarir hjá þeim mörgum. Þá eru tveir erlendir leikmenn komnir til liðsins, þeir Warren Peebles 26 ára bakvörður sem áður lék með Val og Grindavík og Andrey Krioni Alex- munu þeir styrkja liðið mikið. Hlynur Bæringsson sem hélt til náms í Bandaríkjunum og Tómas Holton sem stundar nám í Noregi eru horfiúr ffá liðinu. Er þeim þakk- að frábært framlag á síðustu leiktíð. Deildin býr við nokkura fjárhags- vanda og því hefur stjómin tekið þá ákvörðun að vera án framkvæmda- stjóra í vetur. Reynt verður eftir fremsta megni að ná niður skuldum og ljóst er að til að það gangi upp þarf fjölda fólks til starfa. Þeir sem vilja leggja körfuknattleiksdeildinni lið eru beðnir að hafa samband við einhvern stjómarmann því mikið er hægt að gera með samstilltu átaki. Fyrsti leikurinn í úrvalsdeildinni verður gegn Þór á Akureyri í kvöld. lngimundur Ingimundarsm Alexander Ermolinskij er ktrminn aftur ingar danshópsins kynnti hann þjóð- dansa og kenndi öðrum danshópi, sem starfar í Winnipeg og heitir Scandia fún folk dancers. Fulltrúi þess hóps var Susan Hjalmarson, sem er af íslenskum ættum og hafði veg og vanda af heimsókn okkar til Winnipeg. Það var ógleymanlegt fyrir danshópinn að kynnast þessu fólki og fá að njóta gestrisni þess. Fimmtudaginn 10 ágúst bauð Svavar Gestsson, ræðismaður Is- lands í Manitoba og Guðrún Agústs- dóttir kona hans danshópnum heim og þakkaði hópurinn fýrir sig með því að koma marserandi í þjóðbún- ingum heim að húsi Svavars og dansa tvo dansa á flötinni fýrir fram- an húsið í sól og blíðu. Viðburðarríkri ferð lauk laugar- daginn 12 ágúst með síðdegisboði í sumarhús ræðismannshjónanna í Minneapolis, Margrétar og Arnar Arnar. Þar átti hópurinn yndisleg- an dag í sól við strönd Minnetonka- vams, þar sem hægt var að baða sig í vatninu eða sigla um það á báti milli þess að fá sér veitingar í garðinum við ströndina. Þarna var einnig staddur Karlakór Reykjavíkur ásamt stjórnanda sínum og Diddú og Onnu Guðnýju Guðmundsdótmr píanóleikara. Kórinn song fýrir gestgjafa sína og þakkaði einnig danshópnum samstarfið með því að syngja nokkur lög. Með þessu lauk ógleymanlegri ferð til Bandaríkj- anna og Kanada og lengi verður moðað úr fjársjóði minninganna. SIMGNNTUNAR MIÐSTÖÐIN NÁMSKEIÐ A NÆSTUNNI í BÚÐARDAL: Silfursmíði (10 kest.), 7. til 8. okt. í BORGARNESI: Leshringur um Egilssögu (20 kest.) hefst 3. okt. Silfursmíði (10 kest.), 6. til 7. okt. ÁAKRANESI: i Spænska blandaður hópur (20 kest.), hefst 2. okt. | Indversk matargerð (6 kest.), 1. okt. | Afrískir dansar (16 kest), hefst 3. okt. o * S I Skráning og uppl. í síma 437 2390 I og www.simenntun.is INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sínti: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt d söluskrd Mávaklettur 7, Borgarnesi Einbýlishús úr timbri 118 ferm. og bílskúr 44 ferm. Stofa og hol parketlagt, eldhús dúklagt / viðarinnrétting, forstofa teppalögð, þvottahús og búr g flísalagt. Baðherb. með flísum á gólfi og dúk á I veggjum, kerlaug/sturta. Þijú svefhherb. öll dúklögð jj og skápar í öllum. I Verð: kr. 11.000.000. & 3 X j Borgarbraut 1-3, (Blómabúð) Verslunar/skrifstofuhúsnæði 86 ferm. ájarðhæð. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika. Verð: kr 5.000.000 JÖRÐ í VESTUR-HÚNAVATNSSÝSLU Þorfínnsstaðir, Vesturhópi, Vestur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða land og mannvirki en vélar, bústofn og greiðslumark geta einnig fýlgt. Greiðslumark 137 ærgildi í sauðfé og bústofii 140 fjár. Tún 33 ha. Fjárhús fyrir 220 ljár, fjós með 14 básum og fyrir 10 geldneyti. Steinsteypt íbúðarhús byggt 1968, klætt að hluta. Vélar til rúlluheyskapar. Ásett verð á land og mannvirki 11.000.000 en með greiðslumarki, bústofni ogvélum 15.000.000.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.