Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 ^suiiuk:! Uthlutun úr Minningar- sjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar Föstudaginn 22. september var Einari Trausta Sveinssyni, íþrótta- manni úr Kveldúlfi í Borgarnesi, af- hentur styrkur úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. Styrkurinn er viðurkenning til Ein- ars fyrir frábæran árangur í íþróttum og ótrúlegan dugnað og er honum ætlað að hvetja Einar til enn frekari dáða. Einar er einn af keppendum Islands á Olympiuleikum fatlaðra sem fram fara í Sidney í Ástralíu nú um miðjan næsta mánuð. Einar keppir í spjótkasti og kringlukasti og á íslandsmetin í þeim greinum. Auk þess á hann Norðurlandamet í spjót- kasti og átti heimsmet í stuttan tíma í sömu grein. Einar Trausti Sveinsson Menningarminjadagur í Reykholti Frá vígslu Snorrastoju í sumar. 'Penninn Breytt skipurit Akraneskaupstaðar Oflugar einingar og bætt þjónusta Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn á íslandi helgina 30. september - l.október n.k. Þjóð- minjasafin Islands stendur fyrir dag- skrá á þessum degi í öllum lands- Ijórðungum í samvinnu við heima- menn á hverjum stað. Slíkur dagur er haldinn árlega í öllum aðildarfé- lögum Evrópuráðsins og Evrópu- sambandsins, og að þessu sinni er yfirskriftin ákveðin: Merkir fom- leifastaðir á Islandi. Dagskráin teng- ist þjóðargjöfinni sem samþykkt var á Alþingi á Þingvöllum 2. ágúst s.l. og er ætlað að styrkja fomleifarann- sóknir á merkustu minjastöðum í landinu. I tilefni af því er efnt til skoðunarferða á helstu staðina. Valdir hafa verið fjórir staðir, einn í hverjum landsfjórðungi eða minja- svæði til skoðunar og umræðu á þessum menningarminjadegi. Stað- irnir em Reykholt í Borgarfirði, Hólar í Hjaltadal, Skriðuklaustur á Héraði og Þingvellir, og munu minjaverðir og fræðimenn frá Þjóð- minjasafninu ásamt heimamönnum á hverjum stað miðla af þekkingu og ræða framtíðarrannsóknir. I Reykholti mun Snorrastofa í samvirmu við Þjóðminjasafnið vera með dagskrá laugardaginn 30. sept- ember kl. 14.00 í hinu nýja húsnæði Snorrastofu. Fjallað verður sérstak- lega um Snorra og tíð hans í Reyk- holti og um ffamhald rannsókna á staðnum. Allir em hjartanlega vel- komnir og er aðgangur ókeypis. Bergur Þorgeirsson, bókmennta- fræðingur, sem jafnframt verður kynnir, mun ríða á vaðið með stuttri umfjöllun um Reykholt í þverfag- legu ljósi. Þá mun Guðrún Nordal, bókmenntafræðingur og sérfræð- ingur hjá Stofhun Ama Magnússon- ar á íslandi halda fyrirlesturinn Skáld verður til: Um dróttkvæði og lærdóm á miðöldum. Er hér um að ræða hinn árlega minningarfyrir- lestur um Snorra Sturluson. Eftir hlé mun Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands lýsa stutt- lega starfssviði sínu og helstu verk- efnum. Að lokum mun Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræð- ingur flytja erindi um fornleifarann- sóknir í Reykholti. Ef veður leyfir verða fomleifar skoðaðar undir leið- sögn Guðrúnar. Á fundi í Bæjarstjóm Akraness sl. þriðjudag var samþykkt breyting á skipuriti kaupstaðarins. Þessi breyt- ing varðar starfsskipulag á Akranes- veitu og á bæjarskrifstofunum. Megininntakið er að einfalda stjómsýsluna, gera einingar hennar sterkari, skilvirkari og hagkvæmari og um leið að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Frá því að Akranesveita var stofn- uð árið 1996 hefur margt gengið vel í starfsemi hennar, hún hefiir skilað arði, greitt niður skuldir og veitt bæjarbúum góða þjónusm. Oll verk þarfhast þó endurskoðunar og það á að vera sífellt verkefhi sveitarstjóm- armanna að leita nýrra leiða til hag- ræðingar og skilvirkari stjómunar. Á síðasdiðnu hausti var því farið að vinna í meirihlutanum á Akranesi að þrótm hugmynda varðandi mál- efni Akranesveim og verkaskiptingu milli hennar og bæjarskrifstofanna. Á áliðnu sumri vom þær tillögur að breytingum sem nú hafa verið sam- þykktar komnar fram og þær kynnt- ar nú á haustdögum. Ný verkaskiptmg Helsm breytingamar felast í því að bæjarráði verður falin stjóm Akranesveim. Þá verða stofnuð þrjú ný svið, fjármála- og stjómsýslusvið, tækni- og umhverfissvið og fyrir- tækjasvið. Undir fjármála- og stjómsýslusvið sameinast fjármál, starfsmannamál og bókhald bæjarsjóðs, Akranesveim og annarra fyrirtækja bæjarins. Gert er ráð fyrir að þessi starfsemi fari fram að Strillholtri 16-18. Tækni-og umhverfissvið yfirtekur verkefhi sem unnin hafa verið á ffamkvæmda- og tæknisviði Akra- nesveim, hjá bygginga- og skipulagsfull- trúa og garð- yrkjustjóra. Verður þessi starfsemi til húsa að Dal- braut 8. Undir fyrirtækjavið heyrir starf- semi Akranesveim, Andakílsárvirkj- unar, Gámu, þjónusta við HAB o.fl. Breytingum lokið í desember Til þess að koma þessum breyt- ingum í ffamkvæmd skipulega og hratt var settur á fót fjögurra manna starfshópur. Starfthópurinn vinnur í umboði bæjarráðs og bæjar- stjómar og gefur upplýsingar jafn- harðan um ffamgang mála. Form- legum breytingum á að vera lokið fyrir 15. desember. Markmið þessara breytdnga era skýr. Megintilgangurinn er að ná fram betri þjónustu við íbúana og gera alla stjómun skilvirkari. Þá er einnig ætlunin að gera boðleiðir virkari, efla liðsheildir starfsmanna, skilgreina verkefni og samþætta þau eftír atvikum og lækka kosmað. Ná- ist þessi markmið í meginatriðum er eftír miklu að sækjast. Allar breytingar hafa eitthvert ó- öryggi og óþægindi í för með sér. Það er von bæjarstjómar að þau verði sem minnst. Bæjaryfirvöld munu leggja sig fram um að þessar breytingar gangi sem snurðulausast fyrir sig. Sveinn Kristinsson forrn. bajarráðs Akraness fóðfegt Ijom Hvalræði Heilir og sælir lesendm góðir til sjávar og sveita Stórhvalaveiðar vora stundaðar með hléum ffá landstöðvum við ísland í liðlega eina öld eða til ársins 1989. Frá árinu 1948 takmörkuðust veiðarn- ar við starfsemi stöðvarinnar í Hvalfirði. Arið 1986 gekk í gildi ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um tímabtmdna stöðvun veiða í atvinnuskyni. I samræmi við ákvæði hvalveiðisáttmálans var hins vegar veiddur takmark- aður fjöldi lang- og sandreyða í rannsóknarsky'iii árin 1986-1989. Arin 1990-2000 vora engar hvalveiðar stundaðar frá íslandi en nú hefur Alþingi samþykkt ályktun um að hefja beri hvalveiðar. Er það mildð framfaraskref og þjóðinni til sóma. Þó hefur ákvörðun Alþingis víða mælst illa fyrir einkum meðal illa upp- lýstra útlendinga og einnig meðal nokkurra Islendinga sem gengið hafa ó- vinum þjóðarinnar, umhverfisfasitum, á hönd. Þetta fólk segir að hvalir séu greindastir allra dýra og í raun hinir „mennsku“ íbúar hafsins. Þeir eigi sér fullkomið tungumál sem þeir noti til að skrafa um hafsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu líka tónelskir og lag- vissir með eindæmum. Það sé því ekkert annað en beinlínis kaldrifjað morð að veiða þessa tillfinninganæmu, greindu og listrænu heimspekinga undirdjúpanna. Lítum nú nánar á hvað rétt er í þessum efnum. Hljóðmerki hvala hafa verið rannsakað mjög rækilega og menn hafa því afar góða þekkingu á þessu „tungumáli“ þeirra. Hvalir geta sent boð sem samsvara hugtökun- um „hver“ og „hvert“. En þeir eiga engin ígildi hugtakanna „hvernig", „hvenær“og„hversvegna“. M.ö.o. þeir eiga engin táknmerki sem vísa til rökhugsunar sem staðfestir þá vimeskju að hvalir stunda ekki rökhugsun, og þurfa heldur ekki á henni að halda. Samkiptakerfi algengustu húsdýra okkar er mun þróaðra. „Söngvar“ hvalanna hafa verið teknir upp og jafnvel gefinir út á plötum sem einfeldningar erlendis hafa látrið ginnast til að kaupa. Staðreyndin er þó sú að „söngvar" þessir era mökunarhljóð búrhvalsins og listrænt gildi þeirra er svipað og af breimi katta, enda er hér um nákvæmlega sama fyr- irbærið að ræða og skal það hér eftir kallað hvalalosti. Hvað gáfiir hvala áhrærir þá er ástæða til að draga þær verulega í efa. Hvalir eiga það til að ana rakleiðis upp á land þar sem þeir fá enga björg sér veitt og drepast. Ekki bara einn og einn hvalur heldur heilu torfum- ar. Þetta er sambærilegt við að reglulega myndu flokkar manna fyrir mis- skilning arka fyrir björg út í kaldan sjóinn, til þess eins að bíða ömurlegan dauðdaga. Sagt er að greind manna og þroski haldist í hendur við möguleika þeirra til þess að rækta hæfileika sína. Þegar við göngum í skóla, lesum bækur, rökræðum og skipuleggjum þá eykst okkur greind og þroski. Hvert sinn sem við sigramst á mótlætinu, hver sigur okkar í h'fsbaráttunni hefur sömu áhrif. Maður sem fer á mis við þessa þætti lífsins mun aldrei ná þroska, sama hversu vel hann er af goðum gerður. Sama gildir um hvali, reynslu- heimur þeirra er eitt galtómt ginnungagap. Allt sem þeir þurfa að gera til að draga fram lífið er að sletta til sporðinum og opna kjaftínn endrum og sinnum til að gleypa mat. Hugtaldð lífsbarátta snertir hvali nákvæmlega alls ekki. Hjá þeim flýtur lífið áffam hjá í orðsins fyllstu merkingu, auk þess sem þeir láta reka á reiðanum og sigla sinni sjó í ekki síður bókstafleg- um skilningi. Það er af og frá að þessi ofdekraðu ketflykki séu að íhuga dýpstu rök til- verannar, siðffæðileg málefhi og hvað þá heldur raunvísindi á dóli sínu um sjóinn. Það eina sem bólginn heili þeirra hugsar er „synda - éta - sofa“. Stundum raglast þeir samt í þessu, þá stranda þeir og deyja. Alþjóðlegur friðunarfasismi eyðileggur vissulega markaði fyrir hvalket, en það eiga menn ekki að láta hafa áhrif á sig. Það er siðferðisleg skylda manna að bjarga umhverfinu með markvissum veiðum. Ef hlussumar enda ekki sem snitsel á borði japanskra auðmanna þá má alltaf hakka þær í • hundamat handa kóreönskum kelturökkum. Aðalatriðið er að grisja haf- ið af þessu illgresi, rétt eins og maður reitir arfa úr gulrótarbeði. Þar með eykst fiskigengd og það væri sannur hvalreki fyrir þjóðarbúið. Lifið vel og lengi, etið skyr og rengi, á fyrsta Þórsdegi í Gormánuði Bjarki Már Karlsson jálfskipaður þjóðbáttafi-œðingur , Syndir Gamall Frakki gerir sér grein fyrir því dag einn að dagar hans fara að verða taldir og það sé kominn tími til að hann játi syndir sínar fyrir presti. Hann fer til prests og upphefur játningar:, „faðir, á meðan að seinni heimstyrjöldin stóð yfir leyfði ég gyðingastelpu að fela sig uppi á háalofri fyrir Þjóðverj- unum“. „Sonur sæll, þetta er ekkert sem að þú þarft að játa fyrir mér, óttastu eigi. Guð verður mjög ánægður með þig.“ svarar klerkur. „Sjáðu til faðir, það er aðeins meira, ég sagði við hana að í skiptum fyrir felustaðinn yrði hún að borga með kynlífi.“ „Láttu það ekki angra þig, ef að Þjóðverjarnir hefðu komist að því að þú værir að fela hana hefðu þeir drepið ykkur bæði, Guð sér að undir þessum kring- umstæðum var þetta lítið gjald fyrir stúlkuna að borga.“ „Þakka þér fyrir faðír, mér líður mun betur nú þegar að ég hef sagt einhverjum frá þessu, það er samt eitt enn.“ ,Já sonur sæll, hvað er það?“ „Heldurðu að ég ætti ekki að segja henni að stríðið sé búið?“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.