Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 13
gKESSUHÖBKI FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 13 ATVINNA I BOÐI Bamagæsla (25.9.2000) Oska eftir stelpu eða strák tdl að líta eftir 8 ára strák nokkur kvöld í mánuði. Upp- lýsingar í síma 431 3336 og 863 4980. Heimilishjálp (18.9.2000) Heimilishjálp óskast í Bæjarsveit. Um er að ræða almenn heimilisstörf við þrif og þvott. Starfshlutfall hálfur dagur einu sinni í viku. Vmnutími eftír samkomulagi. Upplýsingar í síma 435 1254. ATVINNA OSKAST Vantar vinnu (26.9.2000) 24 ára stúlka óskar eftir vinnu sem ritari eða aðstoðarbókari. Er á skrifstofu og tölvu kvöldnámskeiði í Reykjavík í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum. Uppl. í síma 866 1126 eða 431 4990. BILAR / VAGNAR / KERRUR Willis (26.9.2000) Til sölu Willis CJ5 árg. '75. 6cyl línuvél, upph. 38“dekk, lækkuð hlutföll, rafs, framan. Verð: Tilboð. Uppl. í síma 437 1612, 437 2276 eða 898 1992. Td sölu (25.9.2000) Daihatsu Charmant árg. 85-6. Góður bíll í toppstandi, verð 60-70 þús. Uppl. í súna 898 1992 eða 437 1612 e.kl. 18:00. WW-Passat 97 (24.9.2000) Til sölu Wolkswagen Passat árg. 1997, beinsk. Rafm. í rúðum, útv./segulb., krók- ur, heilsársdekk. Verð kr. 1.250.000. Möguleiki á greiðsluskilm. Uppl. í síma 567 1385 eða 699 1519. Suzuki (19.9.2000) Til sölu Suzuki SidekickJLX, skráningar- mánuður ágúst 1996. Hvímr, upphækkað- ur fyrir 30 tommu dekk. Ekinn 71 þús. km. Dráttarkúla og toppgrindarbogar. Upplýsingar í síma 437 1305 eða 437 1072. Lancer 1991 (19.9.2000) Óska eftir lista á hurð á Mitsubishi Lancer 1991 og einnig rauðum spauler á sama bíl fyrir lítinn eða engann pening. Upplýsingar í síma 868 2884. SUZUKITS70 (19.9.2000) Til Suzuki TS70 árg 89. Nýlega spraut- aður, nýlegur stimpill, nýleg dekk og ann- að hjól af sömu árgerð fylgir með svo og slatti af varahlutum. Verður að seljast srax! Upplýsingar í síma: 434 1179 og 868 2884. Til sölu 2 góðir! (15.9.2000) #1 Honda Civic Lsi ’92 Hvímr eldnn að- eins 74 þ. km, vel með farinn, sjálfskiptur, skoðaður ’Ol. Ásett verð 650 þ. Góður af- sláttur. #2 MMC Colt Gli ’93 ekinn 152 þ. km, beinskiptur, skoðaður ’Ol. Ásett verð 500 þ. Góður afelátmr. S: 861 3979 og431 2494. BMW 316 (14.9.2000) Til sölu árg 11/12 92 ekinn 108 þús. Verð: Tilboð. Uppl í síma 898 1223. Til sölu (25.9.2000) hamstrabúr með ýmsum fylgihlutum. Upplýsingar í síma 431 3336 og 863 4980. Óskaeftir (21.9.2000) að kaupa Risafinkur eða Kanarifugla. Simi 557 7054. HUSBUNAÐUR / HEIMILI Gefins ísskápur (26.9.2000) Isskápur fæst gefins, hæð 143 cm og br. 59 cm. Upplýsingar í síma 431 2568. Dolby Pro-Logic heimabíómagnari Kenwood 7030 öflugur útvarpsmagnari til sölu, 200 wött fyrir 2-5 hátalara. Einnig Kenwood 7030, 1 bit, vandaður forritanlegur geislaspilari. Kostaði nýtt 100 þús. Selst saman á 28 þús! Áhuga- samir sendi póst á b4@visir.is Nýleg uppþvottavél (24.9.2000) Til sölu Ariston uppþvottavél, aðeins 9 mánaða gömul, sem ný. Verð kr. 35.000.- Uppl. ísíma 567 1385 eða 699 1519. Óska eftir svefnsófa (24.9.2000) Mig vantar góðann 3 ja sæta sófá sem hægt er að breyta í þægilegt rúm með einu handtaki. Upplýsingar gefur Ásdís í símum 438 1387 & 861 8558. Amerískur ísskápur (21.9.2000) Tvöfaldur Amerískur Whirpool ísskápur af stærstu gerð til sölu (nýr), með klaka- vél. Önnur hurðin er frystir. Selst á 190.000. Sófasett (19.9.2000) Til sölu leður sófasett, 3 ja sæta og 2ja sæta. Upplýsingar í síma 437 1305 eða 437 1072. ísskápur til sölu (19.9.2000) 6 ára gamall Phihps ísskápur til sölu, tví- skipmr með kæli fyrir ofan og frysti fýrir neðan. Vel með farinn. Verð: 28.000 kr. Upplýsingar í síma: 437 1454. Til sölu hjónarúm (19.9.2000) Gott viðarrúm með dýnum 180x200 cm. Selst á 18 þús. eða í skiptum fyrir frysti- skáp. LEIGUMARKAÐUR Til leigu (20.9.2000) Til leigu 114m2 hús ásamt 3ha landi, skammt frá Borgamesi. Upplýsingar í síma 421 7119. Vantar litla íbúð í Borgamesi (19.9. 00) Óska eftir lídlli íbúð í Bjargslandi í Borg- amesi til leigu sem fyrst. Reyklaus leigj- andi. Upplýsingar í síma 893 2361. íbúð til leigu (17.9.2000) 3ja herb. íbúð til leigu á Akranesi, öll nýstandsett. Áhugasamir hafi samband í síma 431 3504. Tilleigu (11.9.2000) Iðnaðarhúsnæði til leigu 225 fermetrar. Sími 892 3463. Tilleigu (11.9.2000) Til leigu íbúð plús atvinnuhúsnæði. Laust strax. Uppl. í síma 892 3463. OSKAST KEYPT Gítargræjur (21.9.2000) Heimilisgítarleikari óskar eftir þokkaleg- um byrjendapakka, rafgítar og magnara, á sjálfúr nögl. Upplýsingar á netfangi: seth@mbl.is Hestakerra (19.9.2000) Óska efdr hestakerru, þarf ekld að vera merldlegur gripur. Uppl. í síma 435 1219. Eldhúsinnrétting óskast (16.9.2000) Okkur sárvantar góða vel útlítandi eld- húsinnréttingu, gemm tekið hana niður sé þess óskað, fyrir lítinn eða engann pen- ing. Uppl.í síma 431 4011. Haglabyssa (13.9.2000) Óska efrir að kaupa góða haglabyssu Gauge nr. 20 eða 16. Upplýsingar í síma 691 2323. TIL SOLU Litljósritunarvél - miklir möguleikar Til sölu fullkomin, lítíð notuð Hdjósritun- arvél með hnitaborðsskjá og tölvutengi. Vélin er nýyfirfarin og er sem ný. Miklir möguleikar, skönnun, staffæn litapr. í allt að A3 stærð og á 280 gr þykkan pappír. Áhugasamir sendi póst á b4@visir.is Sumarshús (25.9.2000) Til sölu h'tíð sumarhús á góðu verði. Upplýsingar í síma 438 1393. Vefetóll (14.9.2000) Vefetóll til sölu, 110 cm. breiður með gagnbindingu . Upplýsingar í sima: 43 5 1525 /863 6227. Til sölu hús í Borgamesi (14.9.2000) Einbýlishús í Borgarnesi til sölu. Tvær í- búðir, 157 fermetrar. Upplýsingar í síma 897 2171. Prjónavörur (14.9.2000) Hef til sölu handprjónaða sokka og vett- linga, allar stærðir jafnt á böm sem full- orðna. Upplýsingar í síma 431 1391. DVD kvikmyndir til sölu (26.9.2000) Hef til sölu nokkrar DVD kvikmyndir, flestar fyrir svæði 1 (USA). Þeir sem óska eftir lista yfir myndirnar sendi póst á b4@visir.is. YMISLEGT Útvarp Akranes (13.9.2000) Ahugasamir um svæðisútvarp takið eftir. Eg er fyrrum dagskrárgerðarmaður á ýmsum útvarpsstöðvum og er með hug- myndir um að setja af stað jólaútvarp á Akranesi 1. nóv nk. Ahugasamir um sam- starf sendi tölvupóst á lettur@hotmail.com bob&arbyggð Æskulýbs- og íþróttafulltrúi - ATVINNA - Iþróttamiðstöðin Borgarnesi Starf vaktstjóra íþróttamiðstöðin í Borgarnesi auglýsir lausa stöðu vaktstjóra í fullt starf. Starfið er vaktavinna skv. gildandi vaktaplani og felst í vaktstjóm, stjórnun á innra skipulagi, yfirumsjón með öryggisgæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi, vinnu við baðvörslu, þrif, afgreiðslu, uppgjör og fl. Sérverkefni vaktstjóra eru m.a. að halda utan um tölfræði hússins og túnaskriftir. Umsækjandi þarf að hafa kunnáttu á tölvu. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi standist hœfnipróf sundstaða og Ijúki námskeiði í skyndihjálp. Vaktstjóri þarf að hafa jákvæða framkomu, ríka þjónustulund, gott lag á börnum og unglingum og öðrum þeim sem mannvirkið sækja. Vaktstjóri þarí að geta unnið sjálfstætt og hafa áhuga og skihnng á íþrotta- og æskulýðsstarh. Laun skv. launatöflu SFB. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnustaðurinn er reyklaus. Umsóknarfrestur er til 06. október 2000. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 11 angað. og skal uinsóknum skilað þanga^ Borgarfjörður. Fimmtudag 28. september: Vox kl 21:30 í Módel Venus. Tríóið Vox heldur tónleika í Módel Venus. Tríóið skipa landsþekktir tónlistarmenn; Ruth Reginalds, Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson. Fluttar verða notalegar ballöður úr ýmsum áttum. Snæfellsnes. Fös. - sun. 29. sept - l.okt: Guðný Ragnarsdóttir í Húsi andanna að Skólastíg 14 Stykkishólmi. Höfúðbeina -og sjaldhryggsjafnari verður að vinna hjá Sálarrannsóknarfélagi Stykkishólms Snæfellsnes. Laugardag 30. september: Námskeið kl 10:00 í Grunnskóla Olafsvíkur. Námskeiðið er um hugtakið fram- legð og verður það frá kl. 10 - 16. Þetta er þriðji hluti af þremur en fyrsti og annar voru haldnir 16. og 23. þ.m. Námskeiðið er fyrir stjómendur lítilla fyrir- tækja. Námskeiðið er í senn upprifjun í meðferð hugtaksins og Excel námskeið. Snæfellsnes. Laugardag 30. september: Bemvíkurrétt í Bemvík Önnur leit og rétt. Akranes. Laugardag 30. september: Diskórokktekið og plömsn. Dj. Skugga-Baldur kl 23:00 á veitingahúsinu Breið- inni á Akranesi. Reykur, þoka, sviti, ljósadýrð og skemmtilegasta tónlist síðusm 50 ára. Allt þetta gamla og góða; Elvis, Stones, Smðmenn í bland við það allra nýjasta; Prodigy, Sash og Britney Spears. Skugga-Baldur hefur spilað á árinu bæði á H-Barnum og á Breiðinni. Skuggalegt smð og miðaverð aðeins 500 kr. Borgarfjörður. Laugardag 30. september: Til minningar um Snorra Sturluson kl 14 í bókasafni Snorrastofú, Reykholti. Guðrún Nordal, sérfræðingur hjá Stofnun Ama Magnússonar flymr fyrirlesmr og svarar fyrirspurnum. Borgarfjörður. Laugardag 30. september: Sparisjóðshlaup UMSBí Borgarfirði. Boðhlaup sem hefst við Valfell. 10 þátttak- endur era í hverju liði og hleypur hver einstaklingur 1x3 km. Hlaupið endar við Sparisjóð Mýrasýslu. Snæfellsnes. Sunnudag 1. október: Laugabrekkurétt í Laugabrekku. Önnur leit og rétt. Akranes. Miðvikudag 4. október: Sögusmndir em að hefjast í Bókasafninu. Fyrsta sögustund vetrarins verður miðvikudaginn 4. október og verða sögustundir alla miðvikudaga í vemr, eða til 30. apríl, kl. 11.00 - 11.45 og 13.00 - 13.45. í sögustund er lesið fyrir börnin, sungið, litað og púslað. Öll börn velkomin. íþrótta- og æskulý Nánari upplýsingar gefur: ýðsfulltrúi í síma: 437-1224. ‘Pesflendinaur pikunnar Ólafur Þórðarson Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA í knattspyrnu, hlýtur að teljast ókrýnd- ur Vestlendingur vikunnar eftir að hafa leitt Skagamenn til sigurs í Coca Cola bikarnum á sunnudag. “Þetta var alveg meiriháttar; algjör fullnæging,” sagði Ólafur þegar blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til hans daginn eftir leikinn. “Að vinna bikar- inn er engu líkt. Deildin er lengra tak- mark sem vinnst á mörgum leikjum en í bikarnum er einn leikur, úrslitaleik- urinn, og það er allt öðruvísi tilfinning að vinna hann. I rauninni miklu meiri gleði því það er svo stutt á milli hlát- urs og gráturs í bikarnum.” Ólafur segist aðspurður hafa verið sallarólegur þegar staðan var 1-1 og allt stefindi í framlengingu. “Eg var viss um að við myndum vinna þennan leik. Þetta var ólíkt þeirri tilfinningu sem ég fann fyrir í fyrra á móti KR. Meðan var jafnt á móti þeim hafði ég á tilfinningunni að við mynd- um ekki vinna. En núna var það svona aftarlega í hausnum á manni að við myndum vinna þennan leik enda vorum við miklu betri og það hefði verið þjófhaður hefðum við ekki unnið hann.” Ólafúr segist þó ekki vera ánægður með sumarið í heild. “Ég er ekki alveg nógu sáttur við tímabilið okkar í deildinni. Það má reyndar líta til þess að það eru margir ungir strákar í liðinu sem hafa fengið að spreyta sig í sumar. Samt sem áður er ég aldrei sáttur við neitt nema að vinna og við unnum náttúrulega ekki deildina svoleiðis að ég er ekki sáttur.” Ólafur, sem var að Ijúka sínu þriðja sumri sem þjálfari, segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. “Ég hef áhuga á að fara eitt- hvert út að þjálfa en ég ætla að reyna að ná mér í meiri reynslu hérna heima áður. Það er allavega stefnan.” En hvað segir hann um framtíð liðsins? “Eg hef trú á því að þetta lið eigi eftir að ná fyrri hæðum, ég held að það sé engin spurning. En eins og ég segi þá er mikið af ung- um strákum í liðinu og þeir þurfa smá tíma til að öðlast reynslu og þeg- ar það er komið þá verður þetta topplið.” “Það er voðalega erfitt að greina þar á milli,” segir Ólafur þegar hann er inntur eftir því hvort honum líki betur að vera þjálfari eða leikmað- ur. “Það var auðvitað mjög gaman að vera leikmaður og mæta bara á æf- ingar og gera það sem fyrir mann var lagt. Sem þjálfari þarf maður meira að spekúlera í hlutunum og leggja meira af höfðinu í starfið.” Hann segist ekki viss um hversu lengi hann tolli í heimi fótboltans. “Það er erfitt að segja til um hvað maður nennir þessu lengi og það fer mikið eftir því hvernig gengur. Ef manni færi að ganga rosalega illa þá myndi maður náttúrulega bara hætta og finna sér eitthvað annað að gera. En ég held að maður hafi töluverða reynslu til að miðla til yngri stráka og meðan ég held að ég sé á réttri leið er ég sáttur. Auðvitað er leiðinlegt að komast aldrei í sumarfrí og geta ekki gert meira með fjöl- skyldunni en þetta er eitthvað sem maður ákvað að verða fyrir þrjátíu árum síðan og nú verður maður bara að bíta í það súra epli og taka því eins og það er.” Ólafur sem er fæddur og uppalinn Skagamaður, varð hálffertugur fyrir rúmum mánuði. “Eg er fæddur og uppalinn í vöggu fótboltans, á Akranesi, og ólst upp á Merkurtúninu sem þykir vera einn helsti upp- eldisstaður fótboltamanna.” Hann er giftur Friðmeyju B. Barkardóttur og þau eiga þrjú börn. Auk þess að vera þjálfari starfar Ólafur sem bíl- stjóri. En hver skyldu vera helstu áhugamálin fyrir utan knattspyrnuna? “Ætli það sé ekki bara skotveiði. Eg hef ekki haft alveg nógu mikinn tíma til að sinna henni en skotveiðin hentar mér samt mjög vel því hún er meira á haustin og veturna.” SOK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.