Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 S£EaSúiIiQ@KI Akranesveita undir stjóm bæjarráðs Samþykktar hafa verið í bæj- arstjóm grundvallarbreytingar á skipuriti Akraneskaupstaðar og Akranesveitu þar sem megin- breytingin felst í því að stjóm veitunnar mun verða hjá bæjar- ráði Akraness. Bæjarstjóm sam- þykkti tillögur bæjarráðs á fundi sínum á þriðjudag efdr langan og strangan fund og heitar umræður. Tillögumar fela í sér að gerðar verða breytingar á skipuriti Akraneskaupstaðar, bæjarmálasamþykkt og reglu- gerðum Akranesveitu og Anda- kflsárvirkjunar. Bæjarráði er þar með falin stjóm Akranesveitu auk þess sem stofnuð verða þrjú ný svið; fjármála- og stjómsýslu- svið, tækni- og umhverfissvið og fyrirtækjasvið en starf veitustjóra verður lagt niður. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra Akraness, er ekki um samein- ingu á fjárhag þessara stofnana að ræða. “Þetta er fyrst og fremst sam- eining á ýmsum starfsþáttum og það er alveg ljóst að menn munu halda áfram aðskildum íjárhag eins og lög kveða á um. Hinsvegar er tilgangur- inn með þessu að gera reksturinn einfaldari, skilvirkari og hagkvæm- ari. Það skiptir miklu máli að menn reyni að ná út þeirri almennu hag- ræðingu sem nauðsynlegt er” segir Gísli og tekur fram að það sé ekki síður áríðandi að gera það hjá bæjar- félögum en hjá fyrirtækjum. “Með sameiningunni á tæknideildunum er gert ráð fyrir að verði bara ein tæknideild sem yrði þá staðsett í húsnæðinu við Dalbraut 8. Þá ættu menn m.a. að gera leitað með sín mál sem varða tækni- og umhverfis- mál þangað í staðinn fyrir að fara á tvo staði eins og er í dag. Með þess- um hætti eiga húsbyggjendur og fleiri að geta afgreitt öll sín mál á sama stað í einni ferð.” Gísli segir að með því að láta fólk sem vinnur að fjármálum og bókhaldi bæði fyr- ir bæjar- og veitusjóðinn vinna sam- an, fáist hagkvæmari og sterkari ein- ingar. “Þannig að þetta á að skila sér í aukinni hagkvæmni og skilvirkni. Við eigum að vera búnir að skila þessum hlutum af okkur fyrir 15. desember. Við munum leggja á- Orög að skipuriti fyrír bæjarsjóS Akraness og Akranesveitu herslu á að vera eins fljótdr með alla þá vinnu sem kostur er og sérstak- lega það sem snýr að starfsfólki. Samningur undirritaíkir á skrifstofu Flugleiða. Frá vinstri Skúli Alexanderssm stjómarfomtiaður Hótels Hellissands, Kári Kárastm fram- kvtemdasqóri Flugleiöahótela, Sigurður Páll Harðarson stjóm Hótels Hellissands og Tryggvi Guðmmidsson fi-amkvcemdastjóri Fdduhótelamia. Hótel Edda á Hellissandi Hótel Hellissandur er ungt hlutafélag sem var stofnað til að byggja upp hótel á Hellissandi. Framkvæmdir við byggingu hót- elsins hófust sumarið 1999 og var húsið reist í sumar. Verktaki við þessa verkþætti var Loftorka í Borgarnesi. Nú nýverið var svo lokafrágangur hótelbyggingarinn- ar boðinn út og var í framhaldi af því samið við Trésmiðju Pálmars ehf í Grundarfirði. Það er í mörg hom að líta þegar hótel eru byggð því líka þarf að tryggja rekstrargrundvöll. Þann 12. september var undirritaður samningur milli Hótels Hell- issands og Flugleiða hf. um að Edduhótelin leigðu hótelið næstu fjögur árin, frá 1. maí til 31. sept- ember ár hvert. Þó þessi leigu- samningur geri aðeins ráð fyrir að Edduhótelin noti þennan annatíma yfir sumarið verður hótelið rekið allt árið. Gert er ráð fyrir að hótelið verði tilbúið í mars á næsta ári. IH Okkur er fullljóst að svona upp- stokkun veldur óvissu sem er ekki af hinu góða en það þarf að vinna úr þessari óvissu eins fljótt og hægt er. Ut af fyrir sig held ég að það sé tím- anna tákn að sú skylda hvíli á sveit- arfélögum ekki síður en öðrum að hagræða sínum rekstri eftír því sem því verður við komið.” I greinargerð um tillöguna stend- ur m.a. “Megininntak breytinga á skipuriti bæjarsjóðs, fyrirtækja og stofnana hans er að einfalda stjórn- sýsluna, gera einingar hennar sterk- ari, skilvirkari og hagkvæmari en um leið bæta þjónustu við íbúana.” „Það er með ólfldndum að svona stórt mál skuli afgreitt með þessum hætti,“ sagði Gunnar Sigurðsson í samtali við Skessuhorn að afstöðnum bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. „Málið er afgreitt í bæjarráði á fimmtudag og kemur fyrir bæjarstjórn strax á þriðjudag.“ Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að málinu yrði ffestað en hún var felld og skipuritið samþykkt eins og fyrr segir. „Tillitsleysið er algjört gagnvart starfsfólki veitunnar. Á fimm árum er búið að lækka skuldir HAB og Akranesveitu um 400 milljónir. Heita vatnið hefur lækkað í verði um tæp 30% og á síðasta ári varð 92 milljóna króna hagnaður á fyrirtækjunum. Það er búið að ná öllum markmiðum og vel það en þetta eru þakkirnar til framkvæmdastjóra og starfsfólks,“ segir Gunnar. SÓK/GE Þessar ungu stúlkur t Ólafsvík voru gersamlega áhyggulausar vegna allra fiskveiðikvóta enda ekki kvóti á homsýlum. Þær Guðmunda, Guðrún, Þórheiður og Guðrún voru rétt að hefja veiðamar þegar Ijósmyndara bar að. Þær voru nú ekki vissar um að fá nokkuð en vonuðust til að veiða svona 2 eða 3 homsýli. Mynd IH Nýfeddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru ferðar hamingjuóskir. 18. september kl 12:31-Sveinbam- Þyngd:4 715-Lengd: 58 cm. Foreldrar: Anm Grétarsdóttir og Guðbergur Birgis- son, Kjakmiesi. Ljósmæður. Lóa Kristms- d. og Unnur Friðriksdóttir Ijósmmemi. 20. september kl 21:54-Meybam- Þyngd:3400-Lengd:54 cm. Foreldrar: Bjamdís Emilsdóttir og Magnús Ingi Bæringsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Erla Bjórk Olafsdóttir. 22. september kl 00:41-Meybam- Þyngd:3500-Lengd:50 cm. Foreldrar: Hraundís Guðmundsdóttir og Bjöm Oddsson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Elín Sigurbjömsdóttir. 22. september kl 04:40-Meybam- Þyngd:3510-Lengd:50 cm. Foreldrar: Kristín Anna Kristjdnsdóttir og Sæ- mundur Jónsson, Borgamesi. Ljósmóð- ir: Elín Sigurbjömsdóttir. Þyngd:2995-Lengd:50 cm. Móðir: Svava Pétursdóttir, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 22. september kl 14:3 9-Meybam- Þyngd:3860-Lengd:53 cm. Foreldrar: Rakel Osk Gunnarsdóttir og Olafiir Ing- ólfison, Olajsvík. Ljósmæður: Helga Hösk- uldsd. og Unnur Friðriksd. Ijósm.nemi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.