Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 28.09.2000, Blaðsíða 5
SS£SSlffl@EM FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 5 Einhvern tíma á sjöunda áratugnum, sem sé íyr- ir bráðum fjörutíu árum, þá var uppi maður nokkur í Bretlandi sem gerðist hjólreiðakappi mikill. Hann fór að láta að sér kveða utan heimalandsins og gerði sérstaklega garðinn frægan í hinni árlegu Tour de France hjólreiðakeppni sem þykir einhver hin erfið- asta í heimi, en sá sem stendur sig vel þar mun sjálf- krafa komast til mikilla meta í hjólreiðaheiminum — hvar svo sem sá heimur er niðurkominn. Því miður man ég ekki lengur hvað þessi maður hét, en ef mig misminnir ekki því meira tókst honum einu sinni eða jafnvel oftar að vinna þessa Tour de France keppni og í Frakklandi hafa honum verið reistir minnisvarðar og hann mun enn vera fólki sem fylgd- ist með keppninni á þeim árum ofarlega í huga fyrir þrautseigju sína og hetjuskap. Því meiri skömm fyr- ir mig, náttúrlega, að muna ekki nafnið á honum. En raunar er það ekki aðeins unnin afrek manns- ins í keppninni sem hafa valdið því að hann gleymist ekki og — að sögn fróðra manna- litlar líkur á að hann gleymist enn um sinn í íþróttasögunni. Þar skiptir dauðdagi hans ekki minna máli. Maðurinn lést sem sé á besta aldri og meir að segja í miðri Tour de France keppni. Hjólreiðakapparnir voru víst komnir að einum erfiðasta áfanga ferðarinnar, fjalli einu, vindbörðu og hráslagalegu, en þar er bæði svo sviptivindasamt og kalt að mér skilst að kapparnir kvíði fyrir að hjóla upp þetta erfiða fjall alla keppn- ina. Og nú var hetjan okkar á leið upp fjallið — fremstur í flokki ef ég skildi þetta rétt — en aðstæð- ur jafnvel verri en oftast áður, og þá hendir sá sorg- legi atburður að breski hjólreiðakappinn grípur sér um hjartastað, hjólið tekur að slaga og loks dettur hann. Læknar sem fylgdu keppendum í sjúkrabíl voru fljótir á staðinn og þá var hann meðvitundar- laus, en rumskaði þó von bráðar og heimtaði að vera settur aftur upp á hjólið. Það kom náttúrlega ekki til mála, þvi læknarnir sáu í hendi sér að Bleik væri brugðið, þótt keppnisharkan væri slík að hann vildi umfram allt halda áfram. Lagt var af stað með mann- inn á sjúkrahús en á leiðinni þangað andaðist hann, ekki nema rétt rúmlega þrítugur að aldri. Hann varð öllum harmdauði, þótti einhver glæsilegasti íþróttamaður síns samtíma og þótt eng- inn kynni almennilega við að segja það upphátt, þá þótti dauðdagi hans svo undurfagur. Það þótti hæfa svo vel að þessi mikli hjólreiðamaður skyldi hafa gengið svo hart fram við íþrótt sína að hann ofbauð að lokum líkama sínum og ekki þótti síður hjarta- skerandi þegar hann grátbað um að verða settur upp á hjólið aftur, svo hann gæti haldið áfram. Honum var reistur minnisvarði á staðnum þar sem hann dó, nánast altari, þangað sem hjólreiðamenn og aðrir íþróttamenn koma gjarnan og votta honum virðingu sína — manninum sem allt lagði í sölurnar fyrir keppnina sem hann hafði helgað líf sitt — og fórnaði lífi sínu. Fallegt, eða hvað? Þegar að er gáð, ekki svo mjög. Það hefur nefni- lega verið upplýst fyrir tiltölulega skömmu að ástæð- an fyrir því að hjarta mannsins gaf sig í fjallinu var ekki sú að hann hefði af fúsum og frjálsum vilja, af einskærum sigurvilja, skulum við segja, gengið svo hart fram að hjartað hefði á endanum gefist upp í þessum tiltölulega unga manni. Nei, ástæðan var önnur - sama ástæðan og olli því að þegar hann komst stundarkorn til meðvitundar heimtaði hann að fá að halda áfram keppninni. Maðurinn var ekki svo af eldmóði keppnismannsins að hann fórnaði líf- inu í hlíðum fjallsins — hann var bara fullur af dópi. Þessi glæsilegi keppnismaður, átrúnaðargoð þús- unda ef ekki milljóna hjólreiðamanna og íþróttaá- hugamanna almennt um alla Evrópu og víðar, hann var svo stútfullur af amfetamíni á þessum síðasta degi lífs síns að það þykir raunar mesta furða að hann skyldi yfirleitt komast af stað. Og þegar hann vildi halda áfram, þá var það bara af því eitrið í líkama hans sagði honum að allt væri í lagi — hann ansaði ekki neyðarópum hjartans um að það væri að syngja sitt síðasta — hann var satt að segja alveg kolruglað- ur, enda dó hann semsé skömmu síðar. Það merkilega við þessa sögu er fyrst og fremst að hún gerðist fyrir eitthvað um þrjátíu og fimm árum síðan. Við höldum gjarnan að þTjaneysla íþróttamanna sé einhver nýlunda, en það er víst eitt- hvað annað. Það var alsiða þá að hjólreiðamenn og aðrir sem þurftu á gífurlegu þreki að halda í langan tíma — eins og Tour de France — neyttu am- fetamíns. Og hafði víst hafist snemma á öldinni. Núna hvarflar áreiðanlega ekki að neinum íþróttamanni að notast við svo frumstæðar aðferðir eins og spítt, enda eru læknavísindin á fullu á hveij- um einasta segi að þróa ný lyf sem íþróttamenn geta notað til að auka getu sína — komast hraðar, hærra, lengra og svo framvegis. Þau meðul sem hjólreiða- mennirnir í Tour de France notast við eru ekki lína af spítti, heldur hávísindaleg blóðskipti — sem ég kann ekki að skýra nánar. Og við vitum líka að stór hluti þeirra íþróttamanna sem keppir á Ólympíu- leikunum notast við allskonar ólögleg lyf til þess að eiga betri möguleika á að eignast hin eftirsóttu gull, silfur og bronsverðlaun. Hversu stór hluti það er, veit ég ekki. En það er þó stór hluti — enda fellur einhver á ljTjaprófi á hverjum degi og stundum fleiri en einn. Þetta varpar skugga yfir ólympíuleikana sem allir reyna þó eftir bestu getu að flæma burt — og minnast ekki á. Það er kannski ekkert gaman að sjá einhvern stórkostlegan hlaupara vinna glæsileg- an sigur á nýju heimsmeti í einhverri grein og þurfa síðan að fara að útmála grunsemdir um lyfjaneyslu og annað svoleiðis sukk. Fréttamennirnir minnast ekki orði á lyfjaneyslu, nema þegar þeir geta stutt- lega um að nú hafi einhver fallið. En við vitum vel að þetta á sér stað — núna enn- þá frekar en fyrir þrjátíu árum, þó aðferðirnar séu orðnar aðrar og háþróaðri. Og hvað er þá gaman að fylgjast með þessu, ef við vitum fullvel að einhver ákveðinn hluti keppenda hefur forskot sem hinir geta aldrei unnið upp. Sama hversu mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi þeir kunna að hafa. Sennilega er það bara gott að okkar menn skuli aldrei vinna gull. Þá þurfum við ekki að gruna þá um eitthvað misjafnt. Illugi Jökulsson SLATURSALAN ER HAFIN HJÁ GOÐA í BÚÐARDAL PÖNTUNARSÍMI4341195 NYTT OG OFROSIÐ SLATUR OG DILKAKJÖT ALLURINNMATUR OG SVIÐ í KÍLÓATALI Slátursalan er opin frá kl. 8-16 HOÐMINIASATN IStANDS Dagskrá um Snorra Sturluson og fornleifarannsóknir í Reykholti verður haldin á vegum Snorrastofu og Þjóðminjasafns Islands laugardaginn 30. september n.k., kl. 14:00 í hinu nýja húsnæði Snorrastofu. AHir eru hjartanlega velkomnir og er aðgangur ókeypis. Efni dagskrárinnar er kynnt á hcimasíðu Snorrastofu, www.snorrastofa.is Gætir þú hugsab þér: Ab hafa meiri tíma meb fjölskyldunni? Ab vera fær um ab skipuleggja eigin framtíb? Ab hafa möguleika á ab vera fjárhagslega sjálfstæb/ur? Vib bjóðum uppá; Víbtækt þjálfunar- og stubningskerfi Alþjóblegt net starfsmanna sem veita stubning oq hjálp meb reksturinn Upplýsingar í síma 881 9990 Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012, Kalastaðakot í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandahrepps auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012, í landi Kalastaðakots. Um er að ræða 19,8 ha. lands fyrir frístundabyggð. Henni er skipt upp í 3 svæði. Svæði I er 6,8 ha. svæði 2 er 10 ha. og svæði 3 er 3 ha. Breytingin hefur í för með sér að 16,8 ha. skógarsvæði verði breytt í frístundabyggð (svæði I og 2) og 3 ha. landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundabyggð sbr. núverandi skilgreiningu landsins í Svæðisskipulaginu. Fyrirhuguð aðkoma að frístundasvæðunum verður frá Hvalfjarðarvegi nr. 47. Hvalfjarðarstrandarhreppur bætir það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.Tillagan hefur verið kynnt fyrir aðildarsveitarfélögum Svæðisskipulagsins og eru þau henni samþykk.Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna,geta snúið sé til undirritaðs. Oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.