Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2000, Side 2

Skessuhorn - 28.09.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 mrn i * W W W. SKESSUHORN Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgames og Akrones Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgornes) _ s 430 2200 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: islensk upplýsingatækni 430 2200 Framkv.stjórí: Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Internetþjónusta: Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingar: Hjörtur Hjartarson 864 3228 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólofsdóttir 431 4222 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og fleiri Umbrot: Tölvert Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf islensk@islensk.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Afreks- menn Gísli Einarsson, ritstjóri. Allt frá því ég lá í vöggu fárra daga gamall og las íslendingasög- umar í Guðna Jónssonar útgáfunni mér til dægrastyttingar hef ég átt mér það markmið að verða afreksmaður í íþróttum. Upphaf- lega stefhdi ég að því að ná Olympíulágmarki í að höggva mann og annan en eftir að ég fregnaði að sú íþróttagrein nyti ekki sömu virðingar í íþróttaheiminum og fyrram, neyddist ég til að reyna fyrir mér á öðram sviðum. Eg þreyfaði víða fyrir mér í leitinni að íþróttagrein sem hentaði mínum meðfæddu hæfileikum og lík- amsbyggingu. Ég prófaði allt frá gönuhlaupi og ermasundi upp í dvergakast og listdans á skautum. Til að gera langa sögu stutta þá náði ég ekki einu sinni Lund- arreykjadalslágmarkinu í neinni af þeim hundruðum greina sem ég mátaði mig við. I öllum tilfellum strandaði ég á sama skerinu. Allar þessar íþróttagreinar, sama hvursu fáránlegar þær voru í eðli sínu, kröfðust þess að maður stundaði æfingar, legði á sig erf- iði og strit og svitnaði jafhvel, ef markmiðið var að ná árangri. Flestar þeirra gengu líka í berhögg við kenningar mínar um að öll hreyfing sé óholl nema hún beinist í átt að ísskápnum eða bam- um. Það hvarflaði meira að segja að mér um tíma að flytja til Kúbu þar sem reykingar eru viðurkennd íþróttagrein. Ég taldi að þar hefði ég loksins fundið réttu leiðina upp á stjörnuhimininn. Markmiðið var að sjálfsögðu að standa sperrtur á palli með málmstykki um hálsinn og brosa í gegnum tárin á meðan lýður- inn fagnaði í krampakenndum tryllingi. Ég þráði það að verða innlenda frétt ársins á forsíðu Moggans og fáni yrði dreginn að hún mér til heiðurs á hverri náströnd og krummaskuði. Það var í raun ekkert því til fyrirstöðu að ég gæti orðið affeks- reykingamaður. Ég vissi að um leið og ég blési frá mér sigur- reyknum yrði ég hetja fjöldans og nafh mitt skráð með gullnu letri í reykingasögu þjóðarinnar eins og Samúel Öm hefði orðað það í beinni lýsingu. Það hefði verið rætt um að byggja sérstakt reykhús þar sem ég gæti æft mig nótt og dag óáreyttur og ekki stæði á fjárstuðningi ffá bílaumboðum og kreditkortafyrirtækjum Samt sem áður staldraði ég við. Hvað nú ef svo ólíklega vildi til að ekki gengi allt að óskum? Hvað ef dagsformið væri ekki upp á það besta þegar á hólminn væri komið? Ég væri hugsanlega með strengi í öðru lunganu eða ég fengi hóstakast í miðri atrennu. Hvað ef ég kæmi ekki heim hlaðinn medalíum. Ég yrði brandari kaffitímans á öllum kaffistofum landsins, það yrði ekki minnst á mig í Mogganum og jafnvel yrði rætt um að leggja reykingasam- bandið rúður. ^ Eg hef því að vel ígrunduðu máli ákveðið að leggja Ólympíu- drauminn til hliðar um stundarsakir að minnsta kosti. Ég tek hinsvegar ofan fyrir öllum sem sýna þann kjark og þá þrautseygju að stefha áffam að sínu markmiði og berjast í gegnum háðsglós- umar og hrakspárnar alla leið á verðlaunapall. Jafnvel þótt nauðsynleg hvatning og stuðningur komi í flestum tilfellum ekki fyrr en effir á. Gtsli Einarsson, uppgjafa afreksmadur. Bylgja Baldursdóttir lögreglumaður og Ólafur K Ólafsson sýslumaður á léttu spjalli við flutninga í nýja hiísið. Betri löggæsla Sýslumaður Snæfellinga, Olafur K. Olafsson, hefur varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé rétt að taka til skoðunar kostí þessi og galla að taka upp sólarhringsvakt hjá lögreglunni á Snæfellsnesi. “Það er margt sem þarf að skoða í þessu sambandi bæði þarf að skoða vel hvernig best væri að fram- kvæma þetta og svo blandast inn í þetta fjölmargt annað svo sem kjarasamningar lögreglumanna og fleira”. Mörgum þykir að þrengt hafi að lögreglunni og hún orðið fyrir nið- urskurði sem veiki mjög löggæsl- una í landinu. Þessu svarar Olafur svo að lögreglan hafi ekki farið verr en aðrir út úr nauðsynlegum niður- skurði og sé ekki verr haldin en aðrir þættir í ríkisrekstrinum. Embætti ríkislögreglustjóra hef- ur nokkuð verið til umræðu undan- farin misseri. Er það embætti á ein- hvern hátt tilorðið á kostnað lög- gæslunnar í landinu? “Nei síður en svo; þeir fjármunir sem til þess renna eru viðbót við fjárveitingar til lögreglunnar. En með tilkomu þess embættis hefur öll stjórnun innan lögreglunnar verið gerð markvissari og jafhffamt hefur um- ræða um löggæslumál orðið mál- efhalegri”. 1H Engjaás Engjaás hættir Starfsemi Engjaáss í Borgarnesi verður lögð niður frá og með næstu mánaðamótum. Sex starfsmenn hafa unnið hjá fyrirtækinu að und- anförnu við áfengisátöppun, pizzu- ffamleiðslu og grautarffamleiðslu. Að sögn Kristmars J. Olafssonar framkvæmdastjóra er vonast tíl að hluti starfseminnar, a.m.k. verði á- fram í Borgamesi en ljóst er að það verður þá á nýjum stað þar sem Reykjagarður hf hefur fest kaup á núverandi húsnæði. “Grautardeild- in hefur verið seld í burtu en það eru allar líkur á að Olgerðin Egill Skallagrímsson láti áfram tappa á- fengi fyrir sig hér í Borgarnesi. Einnig er unnið að því að halda pizzuffamleiðslunni áffam í hérað- inu en það skýrist væntanlega inn- an skamms,” segir Kristmar. GE Sementsverksmiðjan fær samkeppni Danska fyrirtækið Aalborg Portland hefur nú hafið innflutning á sementi. Að sögn Gylfa Þórðar- sonar, framkvæmdastjóra Sements- verksmiðjunnar h£, er ekki tíma- bært að segja til um hvaða áhrif það hefur á Sementsverksmiðjuna. “- Þetta verður bara að koma í ljós. Við ráðum varla við það sem beðið er um, ennþá að minnsta kosti. Þetta er ffjáls innflutningur og það hefur verið ffjáls innflumingur á sementi í 25-30 ár. Þeir hafa áður flutt inn í pokum frá því í vor og haft einn kaupanda að ég held og það hefur ddtí haft nein teljandi áhrif á okkar sölu. Hér hefur verið mikið um að vera því þetta er metár,” segir GylfT, en sementssalan fyrstu átta mánuði ársins er sú þriðja mesta á sama tímabili ffá því verksmiðjan hóf ffamleiðslu árið 1958. Salan í ágúst var 15.626 tonn eða 25% yfir áæd- un og er það langmesta sala í ágúst- mánuði síðan 1981. I september er áætlað að salan verði 13.000 tonn. “- Þetta verður bara allt saman að koma í ljós og ég ætla ekki að fara að halda uppi fjöri í fjölmiðlum!” SÓK Að jafhaði 1000 tonn á viku Oli í Sandgerði AK 14 sem undanfarið hefur stundað kolmunaveiðar landaði 600 tonn- um á Eskifirði á mánudag. Hefur skipið landað tæpum 14.000 tonnum af kolmunna á þessu ári. Að sögn Sturlaugs Haraldssonar, aðstoðarútgerðarstjóra hjá HB hf, hefur veiðin verið að jafhaði 900 til 1000 tonn á viku sem þyk- ir ásættanlegt. Aflanum hefur að mestu verið landað á Austfjarða- höfnum og í Færeyjum. K.K. Ingimundur Ingnmmdarson Ingimundur á förum? Samkvæmt heimildum Skessu- horns eru allar líkur á að Ingi- mundur Ingimundarson sem ný- verið lét af störfum sem for- stöðumaður Iþróttamiðstöðvar- ínnar í Borgarnesi sé á förum til Egilsstaða. Allar h'kur eru á að Ingimundur verði ffamkvæmda- stjóri 23. Landsmóts UMFI sem haldíð er af UÍA á Egilsstöðum í júní á næsta ári. Ingimundur hef- ur mikla reynslu af starfi innan UMFI, bæði sem þjálfari, stjóm- armaður, framkvæmdastjóri UMSB og þá var hann formaður Landsmótsnefndar þegar mótið var haldið í Borgarnesi árið 1997. GE Halldór á málstofii í dag Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins verður gestur á málstofu í Viðskiptaháskólanum að Bifföstí dag fimmtudag. Um- ræðuefhi Halldórs verður tengsl Islands við Evrópusambandið. Málstofan hefst kl. 15.30 og stendur tíl kl. 17.00. GE HB hf byggir tank undir löndunarvatn Hafiiarstjóm á Akranesi hefur samþykkt erindi Haraldar Böðv- arssonar hf. um að reisa tank undir löndunarvatn og jafhframt að reisa brú yfir akstursbrautina á bryggju milli aðalhafnargarðs- ins og bátabryggjunnar. Hafhar- stjórn setur þau skilyrði að akfær leið framhjá löndunarvamstank- inum verði a.m.k. 7 metrar á breidd og bundin steypm slitlagi. Fyrirtækinu er gert að ganga frá þéssari breikkun áður en fram- kvæmdir við tankinn hefjast. Einnig er það sett sem skilyrði að hæð undir lagnabrú verði ekki minni en fjórir og hálfur metri. K.K.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.