Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2000, Side 3

Skessuhorn - 12.10.2000, Side 3
Jií,S»UtiÖ£í i FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 2000 3 Flatahverfið á Akranesi Olíkar athugasemdir við deiliskipulag Skipulagsnefnd Akraness hefur fjallað um athugasemdir sem bárust vegna deiliskipulags Flatahverfis en ffestur til að skila inn athugasemdum rann út í byrjun september. Mjög óhkar athugasemdir bárust þar sem íbúar á svæðinu óskuðu eftír að byggðar yrðu lægri byggingar á meðan byggingarverktaki mælt- ist til að byggt yrði eins hátt og reglugerðir leyfa. Tillit tekið til óska íbúa I athugasemdum Gyðu Bents- dóttur, Flemmings R Madsen, Elsu Sigurðardóttur og Stefáns Lárusar Pálssonar, eigenda íbúðarhúsanna að Garðholti og Klapparholti við klasa 3 í deiliskipulaginu kemur m.a. fram að eigendurnir hafi keypt húsin fyrst og fremst vegna stað- setningar þeirra og nálægðar við ó- ræktað land í útjaðri bæjarins. Þeir segjast nú sjá fyrir sér að örfáum metrum frá húsum þeirra mirni ef til vill rísa allt að 5 hæða íbúða- blokk. “Þar með hverfur Akrafjallið og Esjan sjónum okkar, sólin mun vart ná að skína fyrr en síðla dags og margra manna byggð er skyndilega risin þar sem kartöflugarðurinn var áður,” segir í athugasemdum þeirra. Ibúarnir sögðust óttast það að verð- mæti eigna þeirra myndi rýrna við slíka byggingu upp að lóðum hús- anna og lögðu til að í stað hárrar í- búðarblokkar yrði skipulögð lægri íbúðabyggð í klasa 3. I svari skipulagsnefhdar kemur ffarn að svæði það sem deiliskipu- lagið nær til hafi verið skilgreint sem íbúðasvæði samkvæmt aðal- skipulagi síðan árið 1982. Skipu- lagsnefhd segist taka athugasemdir íbúa varðandi hæðir hússins til greina og hæð fjölbýlishússins verði takmörkuð næst lóðum þeirra. Mið- að er við að hæð þess hluta fjölbýlis- hússins sem næst stendur húsunum Garðholt og Kdapparholt verði að hámarki 3 hæðir. Skessuhom hafði samband við Gyðu Bentsdóttur og Flemming R Madsen, eigendur Garðholts. Þau sögðust ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem þau væra enn að skoða svar skipu- lagsnefhdar. Ólík sjónarmið Halldór Stefánsson, ffamkvæmd- arstjóri Trésmiðjunnar Akurs, gerði athugasemdir við deiliskipulag Flatahverfis þar sem hann gagn- rýndi ákvæði þar sem kveðið er á um að byggingar á samliggjandi fjölbýl- ishúsalóðum 2-10 í klasa 3 snertist. Segir Halldór að fyrir vikið gefist aðeins einum byggingaraðila færi á að byggja fjölbýlishús í þessari at- rennu. Halldór leggur til í athuga- semdum sínum að í stað ofangreinds ætti að breyta lóðinni í 2-3 lóðir og þar væri heimilt að reisa eins háar byggingar og reglugerðir heimila, eða allt að 6 hæða hús. Skipulagsnefnd leggur til að heimilt verði að skipta lóð nr. 2-10 í 2 lóðir en ítrekar að miðað skuli við byggingar að hámarki 3 hæðir á svæði innan við 30 metra fjarlægð frá lóðarmörkum sem snúa að Garðaholti og Klapparholti. Halldór Stefánsson sagði í samtali við Skessuhorn að vissulega kæmu hér ffarn mjög ólík sjónarmið en ekki yrði litið ffam hjá því að svæði það sem um ræddi væri skilgreint sem íbúðasvæði samkvæmt tveggja áratuga gömlu aðalskipulagi og hann hefði einfaldlega verið að leggja til að fullnýta ætti lóðimar í samræmi við gildandi reglugerðir. K.K. Gangavörðurinn bjargaði málunum Það mátti ekld á tæpara standa í Brekkubæjarskóla á Akranesi í síð- ustu viku, þegar steypa átti gólf í anddyri skólans. I gólfinu áttu að vera hitalagnir en athugull ganga- vörður skólans, Jórann Sigtryggs- dóttir, tók eftir því að þær vora ekki til staðar. “Hún kom til okkar og spurði að því hvort ættu ekki að vera hitalagnir í gólfinu þama í anddyrinu því hún sagðist ekki sjá neinar,” sagði Ingvar Ingvarsson aðstoðarskóla- stjóri Brekkubæjarskóla aðspurður um máHð. “Þeir voru ekki byrjaðir að steypa en það stóð til. Eg fór út og skoðaði þetta og staðfesti að þama væra engar hitalagnir og það stóð al- veg, þetta hafði gleymst. Málinu var kippt í Hðinn og lagnimar lagðar í snatri. “Ef svo hefði farið að búið hefði verið að steypa þama hefði þurft að brjóta allt upp aftur. Hún á alveg heiður skilinn fyrir þetta,” sagði Ingvar að lokum. SOK ' ™ Kindabjúgu kr. 6 71,- tilboðsverð kr. 47V,- Saltkjöt l.fl.kr.769, tilboðsverð kr. 39ö,- Græn epli kr. 198,- tilboðsverð kr. I l?r lceberg salat kr. 398,- tilboðsverð kr. 275,- Skyr 500 gr.kr.H O,- tilboðsverð kr. 99,- Hrísmjólk kr.7l,- . tilboðsverð kr. 64,- Grönn-Hunangsbrauð kr. 191,- tilboðsverð kr. /49, 9-19 Laugardaga 10-19 Verið velkomin! Sími 430 5533

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.