Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2000, Side 11

Skessuhorn - 12.10.2000, Side 11
SSESSIiHölSH FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 2000 11 Snæfellsbær: Bætt hafnaraðstaða Nú nýlega var settur upp nýr löndunarkrani á bryggju við norð- urgarð í Olafsvíkurhöfn. Kraninn bætir mjög aðstöðu smábáta og er sá íjórði við höfnina. I góðu veðri og þegar vel fiskast myndast stundum bið við löndunarkranana og bætir nýi kraninn því úr brýnni þörf. Þá er í gangi lenging viðleg- ukants og þekju bryggjunnar í Arnarstapahöfh en eins og menn þekkja hefur höfhin ákaflega lítið landrými vegna sérstakrar legu sinnar. Nýja þekjan mun því stækka töluvert það rými sem höfnin hefur. Með lengingu við- legukantsins verður mikið rýmra á bátum í höfninni og eykur það mjög öryggi þeirra. I höfninni á Hellnum hefur nú verið komið fyrir bjarghringjum, krókstjökum og góðum stigum. En eins og fram kom í umfjöllun Skessuhorns um öryggismál hafna var mikil vöntun á öllum björgunar- og ör- yggisbúnaði við höfhina. Þar hef- ur nú verið bætt úr. I október verður byrjað að dýpka innsigl- inguna í Rifshöfn. Síðan á að ljúka byggingu norðurgarðsins í Rifshöfn á næstu vikum. IH Bjöm Amaldsson hafnarstjóri Snæfells- bœjar og Kristján Helgason hafnaruöróur ásamt Tómasi Sigurðssyni verktaka. Kennsla fímm ára bama tíl athugunar Oll mál eru þess virði að þau séu skoðuð segir Sigríður Gróa Kristjánsdóttir í síðasta tölublaði Skessuhorns birtist frétt um kennslu 5 ára barna á Akranesi. Fréttin vakti þónokkrar umræður og í fram- haldi af því er tillaga Sigríðar Gróu Kristjánsdóttur þess efnis birt hér í heild sinni. “Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að fela menningar- og skólafulltrúa að skoða hvort til greina komi að bjóða kennslu við grunnskólana á Akranesi fyrir 5 ára börn. Skoðað verði hvernig standa mætti að slíkri kennslu, hvort koma megi henni fyrir í húsnæði grunnskólanna í náinni framtíð, hver kostnaður yrði við kennsluna og áhrif hennar á aðra þjónustu sem veitt er fimm ára börnum.” I greinargerð með til- lögunni segir: “í a.m.k. tveimur einkareknum skólum í Reykjavík og tveimur öðrum sveitarfélögum er boðið upp á kennslu 5 ára barna. Rétt er að kanna hver reynsla þessara aðila er af því fyr- irkomulagi og hvort slíkt sé eitt- hvað sem áhugavert væri á Akra- nesi. I tillögunni felst að skoðað verði hvort húsnæði sé fyrir hendi í grunnskólunum á Akranesi, hver kostnaður af starfseminni yrði og hver áhrif hennar væru á aðra þjónustu sem veitt er fimm ára börnum á leikskólum bæjarins.” Tillaga Sigríðar var samþykkt ein- róma. “Eg hef lengi haft áhuga á að at- huga hvort þetta sé eitthvað sem eigi að skoða af alvöru. Eins og fram kemur í greinargerðinni er að mörgu að hyggja í þessu sam- bandi og munu allir þeir þættir verða skoðaðir gaumgæfilega.” Sigríður segir að hugsanlega gætu börnin verið í leikskólunum fyrir hádegi og flutt sig yfir í grunn- skólana eftir hádegið. “Með þessu væru þau að búa sig svolítið undir næsta skólaár. Þegar þau eru orðin 5 ára eru fyrsta skólastigið búið að standa yfir í fjögur ár og mér finnst þau þá oft mjög opin fýrir því að prófa eitthvað nýtt. Mjög góð samvinna er á milli þessara skólastiga og vona ég að menn séu tilbúnir að skoða þetta vel. Oll mál eru þess virði að þau séu Full búð af fjölbreyttum vörum Alltaf nýjar sendingar - Úlpur - útigallar fyrir börn - - tískuföt - íþróttaföt - skór - Opið 11-18 mán.-fim. og til 19fös. Laugardaga kl. 10-13 Frábœr vörumerki Puma, Nike, Reebok, Fila, Speedo, Blend, Is-it-Zo, Tark brúcirtorgi 4 - borgarnesi - sími 437 1707 SIMGNNTUNAR MIÐSTÖÐIN Xölvuökuskírteinið -jök- NÁMSKEIÐ OG PRÓF Á NÆSTUNNI Námskeið Á AKRANESI: Töflureiknir - Excel (20 kest.) . Mán. og mið. frá 16. okt. til 15. nóv. I Kl. 18:00 til 19:30. ! Kennari: Dröfn Viðarsdóttir | Verð: 15:000 ! Á VARMALANDI: " Internetið - Vefurinn og Tölvupósturinn. (12 kest.) Mán. og fim. frá 19. okt. til 30. okt. Kl. 20:30 til 23:00 Kennari: Þór Þorsteinsson. Verð: 11.000 í GRUNDARFIRÐI: Ritvinnsla - Word. (20 kest.) Mán. og fim. frá 16. okt. til 16. nóv. Kl. 18:00 til 19:30 Kennari: Gunnar Kristjánsson Verð: 15:000 í BÚÐARDAL: Internetið - Vefurinn og Tölvupósturinn. (12 kest.) Mán. og mið. frá 23. okt. til 1. nóv. Kl. 20:30 til 23:00 Kennari: Gunnlaugur Sigfússon Verð: 11.000 Áfangapróf tölvuökuskírteinisins. Tölvuökuskírteinið byggir á sjö prófum sem votta hæfni í upplýsingatækni, að þessu sinni er prófað í tveimur hlutum þess á eftirtöldum stöðum: í Grunnskólanum í Búðardal: Grunnatriði upplýsingatækninnar miðvikud. 18. okt. kl. 20:00 til 20:45 Tölvuleikni - tölvan og stýrikerfið miðvikud. 18. okt. kl. 21:00 til 21:45 / Grunnskólanum í Grundarfirði: Grunnatriði upplýsingatækninnar miðvikud. 18. okt. kl. 18:15 til 19:00 Tölvuleikni - tölvan og stýrikerfið miðvikud. 18. okt. kl. 19:15 til 20:00 / Varmalandsskóla: Grunnatriði upplýsingatækninnar mánud. 16. okt. kl. 20:00 til 20:45 Tölvuleikni - tölvan og stýrikerfið mánud. 16. okt. kl. 21:00 til 21:45 Hvert próf kostar 1500. Öllum er heimil þátttaka hvort sem þeir hafa tekið þátt í námskeiðum eða ekki. Skráning og upplýsingar í síma 437 2390 og á www.simenntun.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.