Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. NOVMEMBER 2000 ^nCsavnuu: Fimm fiskar I síðustu viku urðu eigenda- skiptí á veitmgahúsinu Knúdsen í Stykkishólmi. Hjónin Sumar- liði Asgeirsson matreiðslu- meistari og Hrafnhildur Hall- varðsdóttir keyptu fyrirtækið af Gunnari Sigvaldasyni. Þau hjónin opnuðu veitingahúsið undir nýju nafni s.l. föstudag. Fimm fiskar er heiti veitinga- hússins og þar ætla þau að reka fjölskylduvænan matsölustað. “Þetta er búið að vera ævintýri líkast og íbúar bæjarins hafa tekið þessu ákaflega vel. Hér er búið að vera fullt út úr dyrum alla helgina,” sagði Sumarliði. IH Landstifi Hólmara í eldhúsinu Sæþór Þorbergsson og Sumartiði Asgeirsson. Mynd IH Kyrrðarstund Allraheilagramessa er kristin hátíð allra helgra manna og píslarvotta. I römversk kaþólsku kirkjunni er þessa minnst 1. nóvember en hjá mótmæl- endum fyrsta sunnudag í nóvember. I Olafsvíkurkirkju var kyrrðarstund í hádeginu miðvikudaginn 1. nóvem- ber. Þar hittust fjöldi sóknarbama í kirkjunni og hlýddu fyrst á rólega tónlist sem organistinn Nanna Þórð- ardóttir lék á orgelið. Síðan las Öskar Hafsteinn Oskarsson sóknarprestur úr ritningunni og farið var með bæn. Að lokinni kyrrðarstund í Idrkjunni hittust svo sóknarbömin í safnaðar- heimilinu þar sem boðið var upp á léttan hádegisverð. Greinilegt var á Mörgum þótti þægilegt að hittastyfir léttum hádegisverfii afi lokinni kyrrðarstund í öllum að þessi stund var vel þegin frá Ólafh’ikurkirkju. MyndlH amstri dagsins. IH ‘lírvaf afnýjum oa sófucfum cfeffjum íffestum stœrðum farírjema ogfóffsfífa Frá æfingu jyrir tónleikana. Ingibjörg við píanóið, lldikó Varga og Paviel Dzieivonski mefi franska homifi. Mynd IH Líflegt í tónlistinni ^tfjóffarða- ýjonustan s/f Iþrótta og tómstundaskólanum verður ætlafi afi bnía það bil sem myndast þegar skóladag- urinn styttist. s Iþrótta- og tómstundaskóli í Borgames Rætt er um að setja á stofn í- þrótta og tómstundaskóla í Borgar- nesi næsta haust og á síðasta bæjar- ráðsfundi Borgarbyggðar var lagt til að ráðinn yrði verkefnisstjóri til að undirbúa stofnun slíks skóla. Að sögn Stefáns Kalmanssonar bæjarstjóra byggja hugmyndir um tómstundaskóla á áliti vinnuhóps á vegum bæjarins sem lauk störfum á síðasta ári. “Hugmyndin er að í- þrótta- og tómstundaskóli taki til starfa þegar einsetning gmnnskól- ans verður að veruleika næsta haust. Honum er þá ætlað að brúa það bil sem myndast þegar skóla- dagurinn verður styttri. Skólinn verður byggður á sem breiðustum gmnni þannig að allir geti fundið þar eitthvað við sitt hæfi, hvort sem er í íþróttum eða hverskonar tóm- stundaiðkun. Að öllum líkindum verður geng- ið til samstarfs við Ungmennafé- lagið Skallagrím um rekstur skól- ans enda stendur félagið nú þegar fyrir margvíslegri starfsemi sem nýtt er af gmnnskólanemendum,” segir Stefán. GE rfjófbarÓafjónustan s/f ‘Brúartoraí 8 ‘Boraarnesí símí 437 437 1858 V .................... Vetrarstarf Tónlistarskóla Stykkishólms stendur nú með full- um blóma. I vetur starfa 6 kennar- ar við skólann og nemendur eru um 130. Fjórir þessara kennara hafa starfað við skólann um árabil, Hafsteinn Sigurðsson, Hólmgeir Þórsteinsson, Lárus Pétursson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Ingi- björg tók við stöðu skólastjóra í haust er Daði Þór Einarsson flutti til Danmerkur eftir nær 20 ára þjónustu við skólann. Tveir nýir kennarar voru nýlega ráðnir til skólans. Annar þeirra Pawel Dzi- ewonski kemur ásamt fjölskyldu sinni frá Kraká í Póllandi. Hann hefur tekið við stöðu Daða Þórs sem kennari lúðrasveitar og kenn- ir einnig tónfræðigreinar. Pawel er líka málmblásturskennari í Grundarfirði. Hinn kennarinn Ildikó Varga er ungversk mezzo- sópran söngkona. Hún kennir bæði einsöng og píanóleik. Báðir eru þessir tónlistarmenn há- menntaðir sem kennarar og ein- leikarar og hafa þau numið í sín- um heimalöndum, en einnig sótt menntun til annarra landa. “Það er mikill liðsstyrkur af þessu góða fólki og hlökkum við til að njóta krafta þeirra hér í Stykkishólmi og Grundarfirði”. Sagði Ingibjörg Þorsteinsdóttir skólastjóri. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.